Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 59

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 59
* * * Nýr og betri Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins kl. 6. B.i. 14 ára. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári * * Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd Kl 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins www.laugarasbio.is Kr. 500 www.regnboginn.is M.M.J. Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 14 ára. H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is VINCE VAUGHN BEN STILLER BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd Kl. 5.45, 8 og 10.15. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Ó.Ö.H / DV  Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.45 og 10.15 B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? LÍF OG FJÖR Á SALTKRÁKU EINGÖNGU SÝND UM HELGAR Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sjáumst í bíó MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 59 FÖSTUD.OGLAUGARD3.-4.12.’04 SÁLIN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FORSALAMIÐAFIMMTUD. 02.11.KL.14. -18 MIÐAVERÐÍFORSÖLU 1900KR. ...TRYGGIÐYKKURMIÐA,SÍÐASTKOMUST MIKLUFÆRRIAÐENVILDU!!! NÁNARIUPPLÝSINGAR HANSJÓNSMÍNS K Ö -H Ö N N U N / P M C Þetta reyndist þá bara enneinn hræðsluáróðurinn.Máttlausar tilraunir „auð- valdsins“ til að ráðskast með neysluvenjur fjöldans, af sinni einskæru afturhaldssemi. En stað- reyndirnar liggja fyrir, tölurnar komnar á blað – Netið er EKKI að ganga af sölu á tónlist dauðri. Plötusala hefur hreint ekki lagst af eins og svartsýnustu útgef- endur og tónlistarmenn höfðu spáð eftir að hægt var orðið að skiptast á tónlist á Netinu, án end- urgjalds. Net- verjar höfðu hamrað á því fyrir að þvert á móti myndi Netið glæða almennan tónlistaráhuga og alls ekki skaða viðskipti með tónlist en töluðu fyrir daufum eyrum.    En nú kemur á daginn að Net-verjar höfðu rétt fyrir sér og framleiðendur rangt. Hvernig ætla þessir plötuútgefendur ann- ars að skýra eftirfarandi stað- reynd: Sala á plötum hefur aukist frá ári til árs og aldrei verið meiri en einmitt eftir að almenningur fór að neyta og skiptast á tónlist á Netinu. Árið 2003 var metár í sölu á hljómplötum á Íslandi og nú ber- ast þær fregnir frá Bretlandi að plötusala hafi aldrei verið meiri á einu ári en frá september 2003 til september 2004 þegar hún jókst um 3% frá árinu áður. Um leið berast þær fregnir frá áreiðanlegum óháðum netfrétta- miðlum í Bandaríkjunum að þrátt fyrir að útgefendur þar hafi gefið út yfirlýsingar um annað hafi sal- an síður en svo dregist saman, jafnvel aukist. Þessar misvísandi yfirlýsingar framleiðenda eru sagðar grund- vallast af því að þær tölur sem þeir hafa stuðst við í yfirlýsingum sínum um samdrátt í plötusölu eru byggðar á útreikningum RI- AA – samtaka hljómplötufram- leiðenda í Bandaríkjunum – og mæla aðeins plötudreifingu, á meðan tölur Soundscan – sem ein- faldlega telur seld eintök úr versl- unum út frá strikamerki – hafa þvert á móti sýnt fram á beina söluaukningu, sem m.a. nam 9% á síðasta söluári. Misræmi þetta á milli dreif- ingar og sölu er talið hafa með breytta og „nútímalegri“ við- skiptahætti smásalanna að gera. Þeir séu farnir að kaupa inn minna magn í einu og þá jafn- óðum og plötur seljast, með það fyrir augum að lágmarka birgða- söfnun sína, og draga þar með úr áhættunni. Þetta kann að hafa dregið úr sölu framleiðenda tón- listar en segir minna um beina sölu til neytenda. Kemur það líka heim og saman við þær fregnir sem reglulega berast af sölumetum sem falla í Bandaríkjum, einkum í því hversu hratt nýjar plötur seljast. Þessi söluaukning á sér stað á sama tíma og netfréttastofa BBC segir frá því að ólögleg dreifing á tónlist á Netinu hafi aldrei verið meiri og það þrátt fyrir velgengni tónlistarnetverslana í Bretlandi.    Hvað þýðir þetta annað en aðNetið sé, þrátt fyrir allan „þjófnaðinn“ sem þar fer fram, að gera tónlistariðnaðinum – en þá sér í lagi tónlistinni – gott. Þessi endurgjaldslausa og þar af leið- andi „ólöglega“ dreifing sem stunduð sé á Netinu virki sem bein kynning á tónlist sem síðar skili sér í aukinni sölu. Netverjar hafa, sem fyrr segir, haldið þessum sjónarmiðum á lofti frá upphafi „veraldarvefjarins“, að þessi nýju tónlistarsamskipti séu fyrst og fremst til þess að auka almennan áhuga á tónlist. Þeir sem áður voru plötukaup- endur kaupi nú ennþá meira eftir að hafa kynnst þessari botnlausu upplýsingaveitu og að hinir sem minna keyptu – vegna þess að þeir vissu ekki hvað þeir ættu að fá sér – séu nú líka farnir að kaupa plötur, eftir að hafa loksins fundið sína tónlist með hjálp Nets- ins, eða réttara sagt annarra net- verja. Eftir standa þeir sem einungis hlaða niður tónlist af Netinu og kaupa ekkert. En eru það ekki bara hinir sömu og tóku tónlist upp úr útvarpi eða fengu lánaðar plötur og létu sér nægja að eiga þær á snældum? Hvað sem því líður þá hlýtur söluaukning á plötum og tónlist almennt í verslunum og á Netinu, samfara síauknum ólöglegum við- skiptum með tónlist á Netinu, fyrst og síðast að benda til stór- aukins áhuga og neyslu á tónlist. Netið er því sannarlega besti vin- ur tónlistarinnar. Netið er besti vinur tónlistarinnar ’Sala á plötum hefuraukist frá ári til árs og aldrei verið meiri en einmitt eftir að almenn- ingur fór að neyta og skiptast á tónlist á Netinu.‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guð- mundsson skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.