Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Einu sinni var ...
Glæsileg útgáfa með nýrri þýðingu á tólf af
þekktustu og vinsælustu ævintýrum H.C. Andersens.
„Sögur Hans hafa fylgt
íslenskum börnum lengi og
þessi glæsilega útgáfa
ætti að tryggja ungum og
eldri lesendum yndislegar
stundir enn um hríð.“
- Páll Baldvin Baldvinsson,
DV
Prinsessan á bauninni - Þumalína -
Staðfasti tindátinn - Ljóti andarunginn -
Svínahirðirinn - Litla stelpan með
eldspýturnar - Nýju fötin keisarans -
Eldfærin - Snjókarlinn - Grenitréð -
Hans klaufi - Villtu svanirnir
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
24. – 30. nóv.
7.
8–80 ára
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
gerir engar athugasemdir við þá
ákvörðun Seðlabankans að hækka
stýrivexti um 1
prósentustig og
telur að bankinn
hafi sýnt mikla
ábyrgð með
ákvörðun sinni.
Hann segir rík-
isstjórnina munu
standa við sitt
varðandi áform
um skattalækkan-
ir aðspurður um
það sem fram kemur í nýjasta hefti
Peningamála þess efnis að ekki liggi
fyrir hvar skuli skera niður í ríkisút-
gjöldum.
„Það hefur legið fyrir í hálft annað
ár að ríkisstjórnin ætlaði sér að lækka
skatta,“ segir Geir. „Bæði ríkisstjórn-
in og Seðlabankinn þurfa að laga sig
að þeirri staðreynd, en það hefur eng-
inn sagt að hér yrði um auðvelt verk-
efni að ræða. En við munum standa
við okkar hlut og ég vona að Seðla-
bankinn muni gera slíkt hið sama.
Mér sýnist hann vera ákveðinn í því.“
Í Peningamálum kemur fram að
þar sem ekki liggi fyrir áætlun um
niðurskurð verði að telja verulegar
líkur á að aðhald í opinberum fjár-
málum verði ófullnægjandi. Um þetta
segir Geir að ekki sé víst að bankinn
og ríkisstjórnin séu sammála um túlk-
un á hugtakinu „ófullnægjandi“.
„Við lifum í heimi hins pólitíska
veruleika og verðum að taka tillit til
fleiri atriða en Seðlabankinn gerir.
Þrátt fyrir miklar kröfur um útgjöld
af hálfu stjórnarandstöðunnar og
fleiri held ég að það aðhald sem við er-
um að reyna að ná fram sé fullnægj-
andi. Verðbólguspár Seðlabankans
byggja á vöxtum og gengi frá því í
nóvember. Nú eru breyttar aðstæður
og auðvitað er eðlilegt að Seðlabank-
inn bregðist við þeim og ég geri engar
athugasemdir við það. Seðlabankinn
spáir meiri hagvexti en fjármálaráðu-
neytið en miðað við núverandi að-
stæður tel ég aðhaldið í ríkisfjármál-
unum fullnægjandi.“
Geir segist ekki telja að Seðlabank-
inn sé með afstöðu sinni að gagnrýna
fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar
heldur sé hann að leggja sjálfstætt
mat á hlutina, rétt eins og fjármála-
ráðuneytið. „Ef maður horfir á verð-
bólgutölur í heildarsamhengi nokkur
ár fram í tímann sést að það skeikar
ekki nema 1–1,5% frá upprunalegum
markmiðum. Einhvern tíma hefði
þótt merkilegt að ekki skeikaði meiru.
Athugasemdir Seðlabankans um
aukið aðhald beinast ekki að fjármála-
ráðuneytinu heldur e.t.v. þeim sem
gera kröfur um aukin ríkisútgjöld og
meiri framkvæmdir á vegum hins op-
inbera. Ég held því að þeir sem fara
fram á auknar fjárveitingar ættu að
skoða sinn gang í ljósi athugasemda
Seðlabankans. Ég lít því á skoðun
hans sem stuðning við það sem við er-
um að gera í fjármálaráðuneytinu.“
Geir H. Haarde um athugasemdir Seðlabankans við skattalækkunaráformum
Aðhaldið fullnægjandi miðað
við núverandi aðstæður
Geir H. Haarde
UNDANFARIN þrjú ár hafa krakkar úr leikskólunum
Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg séð um að skreyta
jólatrén í Mjóddinni með heimagerðu jólaskrauti. Að
sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið. Þvörusleikir er
hrifinn af þvörunni og höfðu sumir áhuga á að kynnast
því hvað er svona merkilegt við hana.
Morgunblaðið/Kristinn
Smakkar hjá Þvörusleiki
21 ÁRS gamall maður sem í nóvem-
ber í fyrra rændi Vesturgötuútibú
Búnaðarbanka Íslands var í gær
dæmdur í tveggja ára óskilorðsbund-
ið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík-
ur. Félagi hans sem aðstoðaði hann
við að útvega lambhúshettu og ók
honum til og frá útibúinu hlaut átta
mánaða skilorðsbundið fangelsi en
hann kvaðst ekki hafa trúað því að
hann myndi láta til skarar skríða. Þá
fékk hann ekkert af ránsfengnum í
sinni hlut.
Ránsfengurinn var 430 þúsund
krónur en þrátt fyrir að ræninginn
hafi verið handtekinn samdægurs
tókst aðeins að endurheimta rúmlega
30 þúsund. Fyrir dómi sagðist ræn-
inginn, Jón Þorri Jónsson, fyrst hafa
talið peningana en síðan farið og hitt
mann sem hann sagðist hafa skuldað
vegna kaupa á fíkniefnum. Honum
hefði hann greitt 330 þúsund krónur.
Því næst lá leiðin í Smáralind þar
sem hann keypti tölvuleiki fyrir hluta
af fjárhæðinni og hann keypti síðan
fleiri leiki í Skeifunni í Reykjavík.
Hann var byrjaður í tölvuleik þegar
lögregla knúði hjá honum dyra.
Með ráninu rauf hann skilorð eldri
dóms sem kveðinn var upp í Héraðs-
dómi Reykjaness og brotið var auk
þess hegningarauki við tvo dóma sem
hann hlaut í Héraðsdómi Norður-
lands eystra, báða vegna fíkniefna-
mála.
Báðir mennirnir voru ákærðir fyr-
ir rán og segir í ákæru að félagi Jóns
hafi bæði látið honum í té lambhús-
hettu og afhent honum hníf til að
nota við ránið. Jón játaði skilyrðis-
laust á sig ránið. Félagi hans viður-
kenndi að hafa aðstoðað hann við að
útvega lambhúshettuna en hann
kvaðst ekki hafa látið hann fá hnífinn
heldur hefði hann tekið hann úr
hanskahólfinu án þess að hann yrði
þess var. Jón hefði sagt sér að hann
hygðist ræna útibúið en því hefði
hann ekki trúað fyrr en hann kom út
úr útibúinu með fjármunina með sér.
Að svo komnu ók hann með honum á
brott. Þennan framburð staðfesti
Jón.
Í niðurstöðum dómsins segir að
með því að aka honum til og frá úti-
búinu hafi hann gerst sekur um hlut-
deild í brotinu. Haldi hann skilorð í
þrjú ár fellur refsingin niður.
Símon Sigvaldason kvað upp dóm-
inn. Sigríður J. Friðjónsdóttir sak-
sóknari sótti málið f.h. ríkissaksókn-
ara, Jón Höskuldsson hdl. var til
varnar fyrir Jón en Sigmundur
Hannesson hrl. fyrir hlutdeildar-
mann hans.
Tveggja ára fangelsi
fyrir bankarán
Borgaði fíkni-
efnaskuld og
keypti tölvuleiki
Dæmdur fyrir að ræna Búnaðarbankann á Vesturgötunni
STÚLKAN sem lést þegar
sprengjuárás var gerð á íslenska
friðargæsluliða í Kabúl 23. október
sl. hét Feriba. Hún var 13 ára
gömul og var helsta fyrirvinna átta
manna fjölskyldu. Vegna dauða
hennar fékk faðir hennar greidda
2.200 bandaríkjadali frá afgönsku
ríkisstjórninni, jafnvirði um
140.000 króna. Frá þessu var
greint á vefritinu www.paktrib-
une.com.
Sagt er frá því að hún hafi sótt
skóla á morgnana en síðan stundað
götusölu á Chicken Street síðdeg-
is.
Viðskiptavinir hennar hefðu
einkum verið útlendingar, einna
helst hermenn í alþjóðlega frið-
argæsluliðinu ISAF. „Þeir elskuðu
hana,“ er haft eftir talsmanni
kaupmanna við Chicken Street og
nokkrir þeirra komu seinna á
heimili fjölskyldunnar til að votta
ættingjum samúð sína. 23 ára
bandarísk kona lést einnig í árás-
inni.
Daginn sem árásin var gerð
hafði hún sagt móður sinni að hún
myndi sjá um að kaupa hráefni í
sérstakan hátíðarmat vegna Ram-
adan, föstumánaðar múslíma. Þeg-
ar sprengingin varð hafði hún þeg-
ar selt bók til hermanns fyrir 10
dollara.
Leyniþjónusta Afganistan
greindi frá því að maðurinn sem
gerði árásina hét Matiullah. Hann
var áður félagi í herskáum flokki
sem gekk til liðs við talibana.
Hann ferðaðist frá flóttamanna-
búðum í Peshawar í Pakistan til að
fremja árásina.
Í fréttinni er greint frá því að í
ágúst fórust a.m.k. tvö börn í
bílasprengingu sem beindist gegn
bandarísku öryggisgæslufyrir-
tæki.
Stúlkan sem lést í árásinni í Kabúl
Fyrirvinna átta
manna fjölskyldu
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í gærkvöldið karlmann með stolinn
riffil og haglabyssu sem tekin voru í
innbroti í heimahús í Grafarvogi í
gær. Maðurinn vakti athygli árvök-
uls borgarbúa í austurborginni sem
hringdi í lögreglu og sagði frá grun-
samlegum vopnaburði mannsins.
Var hann þá að flytja vopnin úr bíl
sínum inn í hús. Lögreglan kom
fljótt á staðinn og tók skotvopnin í
sína vörslu og setti manninn í fanga-
klefa. Hann er þekktur fyrir afbrot
og var grunur um að meira þýfi gæti
verið inni í húsinu sem hann ætlaði
með skotvopnin inn í.
Rannsóknalögreglumenn voru ný-
byrjaðir að kanna verksummerki í
innbrotinu í Grafarvogi þegar upp
komst um skotvopnin í fórum
mannsins allt annars staðar í borg-
inni. Málið hefur verið tekið til rann-
sóknar.
Tekinn með
riffil og
haglabyssu