Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er nú orðin óttalega tjásuleg drusla hjá þér, Guðmundur minn, ætli við hengjum ekki bara upp nýju veggteppin okkar, góði. Mannréttindaskrif-stofa Íslands(MRSÍ) segist þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju utanríkisráðuneyt- ið ákvað með stuttum fyr- irvara að breyta reglum um úthlutun fjár til mann- réttindamála í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2005. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ákvörðun um breytinguna tekin í ráðuneytinu í vor, þ.e. áður en ráðherra- skipti fóru fram. Ekki fengust upplýsingar um ástæður þess að breyting- in var ekki kynnt fyrr en við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins en dómsmálaráðuneytið kynnti sam- bærilega breytingu fyrr í haust. Þriðja umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi í dag. Breytingin felur í sér að utanríkisráðuneytið mun ekki veita fé sérstaklega til MRSÍ heldur verða 4 milljónir sérmerktar mannréttindamálum almennt. Ástæðan fyrir breyting- unni var m.a. sú að ráðuneytið leit svo á að ef MRSÍ væri sérstök stofnun, en að henni eiga fjölmörg félög aðild, ætti hún að fá úthlutað rekstrarfé óháð ákveðnum ráðu- neytum. Ákveðið hefði verið að helga féð sem um ræddi mann- réttindamálum almennt í stað þess að eyrnamerkja það MRSÍ sérstaklega. Bæði ráðuneytin hafa undan- farin ár veitt fjórar milljónir hvort til MRSÍ. Telur dómsmálaráðu- neytið eðlilegra að veita fé til ein- stakra verkefna en eins ákveðins aðila. „Við höfum engar skýringar fengið á því að á elleftu stundu var skotið inn breytingu á liðnum sem hafði verið merktur okkur en er skyndilega breytt í mannréttinda- mál almennt,“ segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður MRSÍ, um breytingar á fjárframlögum utanríkisráðuneytisins. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að utanrík- isráðuneytið hafi beint þeim til- mælum til nefndarinnar að gera breytingu í þessa veru í tillögum fyrir aðra umræðu frumvarpsins. Við því hafi nefndin orðið. Ekki hafi að mati nefndarinnar þótt til- efni til að leggja til að sérmerkt- um framlögum við MRSÍ yrði haldið áfram. Brynhildur segir það „athyglisvert að löggjafavald- ið skuli taka svona við fyrirmæl- um frá framkvæmdavaldinu at- hugasemdalaust.“ MRSÍ gerði frekar ráð fyrir því að breyting dómsmálaráðuneytis myndi ganga til baka í meðförum þingsins heldur en að utanríkis- ráðuneytið myndi fara sömu leið. Brynhildur segir óeðlilegt að skrifstofa á borð við MRSÍ, sem m.a. gefi álit á frumvörpum rík- isstjórnarinnar, þurfi að eiga það undir einstaka ráðherrum hvort framlög fáist eða ekki. „Það vegur að sjálfstæði skrifstofunnar.“ Hún segist ekki geta ímyndað sér hver sé skýringin á því að ut- anríkisráðuneytið hætti fjárfram- lögum. En óneitanlega vakni sú spurning nú hvort ástæðan sé sú að ráðamenn séu ósáttir við álit sem skrifstofan gaf á frumvörpum stjórnarinnar. Því neitar dóms- málaráðuneytið alfarið. Rök dómsmálaráðuneytis voru þau að MRSÍ hefði sagt upp samningi við Mannréttindastofn- un Háskóla Íslands sem fékk hlut af fjárframlögum MRSÍ. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í haust að samningi milli þessara tveggja að- ila hefði verið sagt upp einhliða af MRSÍ og ráðuneytið því óbundið í þessum efnum. Þessi rök halda ekki að sögn Brynhildar. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því af okkar hálfu að fjármagninu verði skipt milli okkar og háskól- ans í sömu hlutföllum og áður.“ Brynhildur segist líta svo á að um brot á munnlegu samkomulagi frá árinu 1998 sé að ræða af hálfu ráðuneytanna. Dómsmálaráð- herra hafi sagt að ekkert sam- komulag hafi verið gert en vísi svo í það varðandi samstarf MRSÍ og MHÍ. „Í einu orðinu segir hann að það sé til samkomulag en í öðru að svo sé ekki.“ Brynhildur segir misjafnt hvernig systursamtök MRSÍ á Norðurlöndum séu fjármögnuð. Fyrst í stað sé það yfirleitt gert með beinum framlögum frá ríkinu en markmið þeirra sé hins vegar að vinna stærri verkefni sem stofnanir, fyrirtæki og aðrir fjár- magni. Hins vegar þurfi fé til að geta tekið þátt í t.d. samnorræn- um verkefnum. „Til að fá peninga þarf maður að eiga peninga,“ seg- ir Brynhildur um nauðsyn ríkis- framlags til að mögulegt sé að reka MRSÍ. Fari svo að skrifstof- an fái ekkert fjármagn segir hún ljóst að MRSÍ heyri sögunni til. Þorsteinn Davíðsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, segir það af og frá að álit sem MRSÍ hafi gefið sé ástæða þess að hætt var að veita fé af fjárlögum til skrifstofunnar árlega. Frjáls fé- lagasamtök geti ekki gengið að því vísu að fá fjárstuðning frá rík- inu. Hann segir ráðuneytið líta svo á að eðlilegra sé að veita fé til einstakra verkefna heldur en að aðeins einn aðili fái úthlutað fé. Fréttaskýring | Ekkert fé eyrnamerkt Mannréttindaskrifstofu á fjárlögum Háð fjárfram- lögum ríkisins Eðlilegra að veita fé til einstakra verkefna að mati dómsmálaráðuneytis Fjárlagafrumvarpið fer til 3. umræðu í dag. Amnesty segist ekki þiggja fé frá ríkisstjórnum  Stjórnarformaður Mannrétt- indaskrifstofu Íslands segir að fáist ekki fé frá ríkinu til rekst- ursins þurfi að loka skrifstof- unni. Þess má geta að á heima- síðu Amnesty International (AI), sem er eitt af aðildarfélögum MRSÍ, kemur fram að til að tryggja sjálfstæði sitt þiggi AI ekki fé frá ríkisstjórnum eða stjórnmálaflokkum. Fjáröflun byggist á framlögum félaga þeirra og annarri fjáröflun. sunna@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.