Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 12
„Við vorum svolítið eins og lítil hjón, Hansa sótti mig alltaf og kom mér út á flugvöll… “ „…og hann leyfði mér alltaf að sitja við ganginn.“ Jóhanna Vigdís og Felix 12 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á sunnudaginn ÚTHLUTUN styrkja úr Kristnihá- tíðarsjóði fór fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Sam- tals var úthlutað styrkjum að fjár- hæð 93 milljónum króna til 59 verk- efna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifa- rannsóknum. Alls hlutu níu verk- efni styrk á sviði fornleifafræði og 50 verkefni hlutu styrk á sviði menningar- og trúararfs. Kristnihátíðarsjóður var stofn- aður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því kristinn siður var lögtekinn á Íslandi, og er hlutverk sjóðsins tvíþætt. Í fyrsta lagi að efla fræðslu og rannsóknir á menning- ar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Í öðru lagi að kosta fornleifa- rannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins er fimm ár eða til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir króna fyrir hvert starfsár skv. sér- stökum lið í fjárlögum. Stjórn sjóðsins, kjörna af Alþingi, skipa Anna Soffía Hauksdóttir, sem jafn- framt er formaður, Anna Agnars- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson rektor. Varamenn stjórnar eru Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, Jón Páll Halldórsson og Þóra Guð- mundsdóttir. Hægt er að sjá hvaða verkefni hlutu styrk með því að fara á vef- slóðina http://forsaetisradu- neyti.is/ og smella svo á „Úthlutun á Kristnihátíðarsjóði 2004“. Morgunblaðið/Sverrir 93 milljónum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði Forstjóri OR um samninginn við Og Vodafone Styrkir framtíð beggja ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) selur sinn hlut í Línu.net á 270 millj- ónir en það þýðir að heildarverð- mætið er um 400 milljónir. OR kaupir síðan af Og Vodafone ljós- leiðara, annars vegar tvö pör sem þeir hafa rekið sitt símkerfi á sem þeir munu halda áfram að gera en leigja ljósleiðarana af OR. Þá kaupir OR einnig önnur tvö ljósleiðarapör sem Og Vodafone mun einnig leigja af OR. Þetta segir Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) vegna ummæla Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Morgunblaðinu í gær og segir að með þessu sé verið að skýra línurnar á milli fyrirtækj- anna og þegar upp verði staðið muni bæði fyrirtækin koma miklu sterk- ara út og hafa meiri hag af þessu en ef samningurinn hefði ekki verið gerður. Verið að skerpa skilin milli fyrirtækjanna „Staðreyndin er sú að Og Voda- fone hefur verið stærsti einstaki leigjandinn á ljósleiðurum hjá okkur og munu halda áfram að vera það. Þegar við lögðum af stað fyrir sex árum gerðum við það með Íslands- síma sem er fyrirrennari Og Voda- fone og lögðum saman þennan ljós- leiðara. Þannig að við höfum alltaf starfað mjög náið saman en við verðum þó að viðurkenna þau mis- tök að við settum okkur dálítið á sama markað, þ.e. það voru ekki nógu hreinar línur á milli okkar. En við erum núna að rétta það af með því að við kaupum af þeim ljósleið- ara og leigjum þeim þá aftur.“ Guðmundur tekur þó fram að meginatriðið í samningnum milli OR og Og Vodafone sé framhaldið. „Við ætlum að fara í sókn í því að auka bandbreidd til fyrirtækja og heim- ila, það þarf að ljósleiðaratengja meira og þetta er því fyrirtækjahluti samningsins, sem gefur Og Voda- fone mikil tækifæri og okkur líka. Þetta er meginatriðið og með þessu erum við að byggja bæði fyrirtækin upp til framtíðar og tryggja þeim framtíðartekjur. Þegar upp er staðið munu bæði fyrirtækin koma miklu sterkar út og hafa meiri hag af þessu en ef samningurinn hefði ekki verið gerður,“ segir Guðmundur. SMÁRALIND hefur í dag formlega sölu á nýju gjafakorti sem er, að sögn aðstandenda, hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. „Gjafakortið er raf- rænt og virkar nánast eins og debet- kort nema það er handhafakort og því ekki skráð á nafn og ekki með mynd og undirskrift. Eftir því sem ég kemst næst er Smáralind fyrsta verslunar- miðstöðin í Evrópu sem tekur upp þessa tækni, en kortið er þekkt versl- unarmiðstöðvum í Bandaríkjunum og hefur þar gefið afar góða raun,“ segir Pálmi Kristinsson, framkvæmastjóri Smáralindar. Að sögn Pálma er hægt að versla fyrir hvaða upphæð sem er svo framarlega sem innstæða er á kortinu og gildistími þess virkur. Gjafakortið má nota í öllum fyrirtækj- um í Smáralind að Vínbúðinni undan- skilinni. Innstæða kortanna er virk í þrjú ár eftir að það er keypt, en að þeim tíma liðnum fellur innstæðan niður og kortið verður óvirkt. Gild- istími kortsins kemur fram á bakhlið þess. Gjafakortið fæst á þjónustu- borði Smáralindar á 1. hæð fyrir hvaða upphæð sem er frá 1.000 krón- um. Lengi í undirbúningi Pálmi segir þróun kortsins hafa verið í deiglunni allt frá byggingu Smáralindarinnar. „Undirbúningur að útgáfu kortsins fór síðan í gang fyrir alvöru síðasta vor, en útgáfa kortsins er kerfisbreyting sem kallaði á samráð aðila úr bankakerfinu, frá fjármálaeftirlitinu auk tæknimanna og lögfræðinga,“ segir Pálmi, en kort- ið er þróað og unnið í samstarfi við Landsbankann og Ax hugbúnaðar- hús. Að sögn Pálma felst með útgáfu rafræna gjafakortsins gríðarleg hag- ræðing fyrir fyrirtækin. „Fyrir við- takanda kortsins felst einnig meira öryggi í því að stinga kortinu í veskið í stað þess að stinga pappírskortinu í einhverja skúffuna þar sem það vill oft gleymast, enda er þekkt að afföll í pappírskortakerfinu um allan heim eru á bilinu 5–10%. Með útgáfu raf- ræna gjafakortsins gerum við hins vegar ráð fyrir að nýtingin verði allt að 100%.“ Að sögn Pálma hefur það oft reynst vandamál við pappírskortið að hand- hafar kortsins hafa neyðst til að kaupa fyrir alla uppgefnu upphæðina á kortinu þar sem eigendur verslana hafa ekki viljað skipta. „Nú er það vandamál hins vegar algjörlega úr sögunni, því korthafi kaupir bara það sem hann þarf í viðkomandi búð og notar síðan eftirstöðvarnar í einhverri annarri búð eftir því sem hentar.“ Aðspurður segist Pálmi sannfærð- ur um að rafræna kortið muni leysa pappírsgjafakortið algjörlega af hólmi á næstu misserum og í raun að- eins tímaspursmál hvenær aðrar verslunarmiðstöðvar bæði hér og er- lendis fylgi í kjölfarið. „Því nú er búið að ryðja öllum hindrunum úr vegi og því er eftirleikurinn auðveldur.“ Nýtt rafrænt gjafakort í Smáralind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.