Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 29 MENNING Í SINNI fyrstu skáldsögu, Myrkra- vélinni, gerði Stefán Máni tilraun til að kortleggja rými sem fáfarin eru í íslenskum nútímaskáldsögum: und- irheima Reykjavíkur og sálarlíf þeirra einstaklinga sem þessa ver- öld byggja. Skáldsagan var athygl- isverð fyrir ýmsar sakir, ekki síst þá þrákelkni sem höfundur sýndi við að viðhalda myrku andrúmslofti bókina í gegn, en var líka gölluð þar sem frásögnin sagði að lokum skilið við íslenskan veruleika, og tók í auknum mæli að líkjast kvikmynda- rökvísi á borð við þá sem fyrir augu ber í myndinni Maður bítur hund. Bókin tók með öðrum orðum á sig óraunsæislegt og dálítið lotning- arfullt yfirbragð gagnvart atburð- um sem einmitt kröfðust raunsæis- legrar meðhöndlunar. Í sinni nýjustu bók er hins vegar ljóst að Stefán Máni ætlar sér ekkert annað en að skrifa fyrstu altæku raunsæ- issöguna um íslenska undirheima. Sviðið er stærra en í fyrstu bók höf- undar, og atburðarásin hefur yf- irbragð epískrar frásagnarlistar. Markmiðið Stefáns er ljóslega að fanga veruleikann – veruleika sem er bæði sjaldséður og óhugnan- legur, veruleika sem fæstir les- endur bókarinnar munu þekkja af eigin raun. Þannig birtist metnaður sögunnar ekki aðeins í fjölbreyttri persónuflóru heldur líka í tilraun til að skrásetja, og framsetja í rökvísu samhengi, þær margflóknu breyt- ingar sem átt hafa sér stað á Íslandi síðastliðin fimmtán ár hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi. Aðalsöguhetja bókarinnar, og sögumaður, er Stebbi psycho – upp- nefni sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess hve illa það passar við saklaus- ustu og varkárustu persónu bók- arinnar. Stebbi tilheyrir persónu- tegund sem velþekkt er úr íslenskum bókmenntum, saklaus sveitapiltur sem kemur á mölina með göfugan ásetning en flækist brátt í spillingarvef borgarlífsins. Frásögnin hefst í miðju kafi og lesandi fylgist með Stebba smám saman komast í kynni við innstu koppa í undirheimabúrinu. Þar er hann hins vegar eins og fiskur á þurru landi og meginhluti bók- arinnar er kynning aðstæðna. Stebbi ásamt lesandanum gerir sitt besta til að raða saman söguhlutum til að úr verði skiljanleg heild. Fyrir Stebba er slík yfirsýn reyndar spursmál um líf og dauða. Þannig liggur nefnilega í því að þrátt fyrir hlutleysi er Stebbi kom- inn á kaf í yfirstandandi styrjöld um völd í undirheimum Reykjavíkur, og frá- sögnin tekur gjarnan hliðarstökk í tíma þar sem munnmælasögur úr fortíðinni eru not- aðar til að varpa ljósi á þá flóknu atburðarás sem einmitt er að ná hámarki þegar bókin hefst. En þótt formgerðin sé kannski ekki ný af nálinni er ýmislegt varðandi efnistökin ný- stárlegt. Tilraun hefur verið gerð af hálfu sjón- varpsþátta, spjallþátta í útvarpi og einstaka blaðagreina (en þar ber sérstaklega að nefna grein Hrafns Jökulssonar um dópsalann Franklín Steiner í tímaritinu Mannlífi fyrir nokkrum árum) til að varpa ljósi á þann hliðarveruleika sem skapast hefur á Íslandi í tengslum við eit- urlyf – en þetta er veröld sem fyrir löngu hefur sagt skilið við fé- lagslegan uppreisnaranda áttunda áratugarins og er í dag fyrst og fremst bisness sem veltir gríð- arlegum fjármunum. Enginn að mér vitandi hefur samt sem áður lagt til atlögu við þennan heim af sama fítonskrafti og Stefán Máni gerir í þessari bók. Engu er hlíft (allra síst íslenskunni) í þeirri panóramísku mynd sem hér er dregin upp af áratugslangri at- burðarás úr undirheimunum. Dópið flæðir, ofbeldið hefur kynferð- islegan undirtón og í veröld bókarinnar er kynlíf ofbeldi. Þetta er veröld ungs fólks sem engu hefur að tapa nema virðing- unni og stendur þess vegna á sama um næstum allt. Þrátt fyrir tæmandi metnað og þverhand- arþykkt umfang eru fjölmargir lausir end- ar í sögunni: tóma- rúmið sem skapast eftir að Faraóinn fell- ur frá fær litla um- fjöllun, Herra Nemó axlar mun meiri ábyrgð og metafóríska þyngd en hann getur borið, og ýmislegt annað frásagnarlegs eðlis fer úr- skeiðis. Það segir hins vegar margt um hæfileika höfundar sem sögu- manns að lesandi fyrirgefur misfell- ur af þessu tagi. Það er kraftur í bókinni, einhver frumstæð frásagn- arlöngun sem passar vel við umfjöll- unarefnið og gerir bókina af- skaplega lesvæna. Og áhrifamikla. Kannski þarf einmitt dálítið skrímslislega skáldsögu til að gera þessu umfjöllunarefni skil. Stóra, ólögulega, dálítið kaótíska, en líka kraftmikla og miskunnarlausa skáldsögu. En það er einmitt þess- konar skrímsli sem Stefán Máni réttir lesendum. Taki þeir sem þora. Undirheimar Reykjavíkur BÆKUR Skáldsaga Stefán Máni Mál og menning. 548 bls.Reykjavík. 2004 Svartur á leik Stefán Máni Björn Þór Vilhjálmsson Öruggt athvarf er eftir Danielle Steel. Þýðandi er Snjólaug Braga- dóttir. Mæðgurnar Pip og Ophélie hafa orðið fyrir átak- anlegri reynslu en nú eyða þær sumri saman til að ná kröftum á ný. Dag einn hittir telpan mann á strönd- inni og hann kennir henni að teikna. Matt heillast af Pip, hún minnir á dótt- ur hans sem hann hefur ekki séð ár- um saman. Pip og Matt verða mestu mátar. Loks hittast Matt og Ophélie og milli þeirra skapast smám saman vin- átta og traust. Eftir sumarið á strönd- inni reyna þau að halda sambandi þótt bæði séu önnum kafin á öðrum vettvangi. En Matt þarf að glíma við skugga fortíðar og Ophélie kemst að ótrúlegum svikum vinkonu sem hún hefur alltaf treyst. Útgefandi er Setberg. Verð kr. 3.380. Skáldsaga          !"#  $%"%#  " "# & ' &( ' )( ' ( *+$%,% % -" ., /''"                                                   ! "# ! $ $    %         & $    $     '   $ (   %   $      (     ( ))*    $($    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.