Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Arkitektinn Arna Mathie-sen býr á Grünerløkka íÓsló og getur varla haftgluggana opna vegna reykingafólksins sem hefur verið úthýst af börunum í kjölfar nýrra laga og hímir því fyrir utan gluggana hennar og púar. Eftir að nýju reykingalögin tóku gildi í Noregi myndaðist mökkur yfir Grünerløkka sem er fullt af veit- ingahúsum og börum eins og sæm- ir tískuhverfi síðustu fimm ára. Arna og maðurinn hennar, Eyjólf- ur Kjalar Emilsson, prófessor í fornaldarheimspeki við Háskólann í Ósló, og börnin tvö búa einmitt fyrir ofan eitt veitingahúsanna en þau hafa verið viðloðandi hverfið í á tólfta ár. Arna hefur ákveðnar skoðanir og brennandi áhuga á skipulags- málum og þykir súrt í brotið að miðbærinn og nágrenni skuli nú aðeins þykja hentugur fyrir ein- hleypa eða barnlaust fólk og fjöl- skyldunum sé ýtt í úthverfin. Hún hefur m.a. skrifað nokkrar greinar í Aftenposten um skipulagsmál og er harðorð: „Hér í Ósló leit allt út fyrir að það væri hægt að búa sjálfbært. Ganga í vinnuna, leikskóli í næstu götu, skólinn handan við hornið og bíllaus bakgarður þar sem börnin gátu orðið hluti af stærri barna- hópi. Jafnframt væri stutt í verslun og þjónustu.“ Að mati Örnu stenst þessi lýsing ekki lengur tólf árum seinna þegar borgarkjarninn er skilgreindur sem staður þar sem unga fólkið getur rasað út áður en það flytur í úthverfin til að hefja rólegt fjöl- skyldulíf. „… ef ein búlla gengur vel, er önnur sambærileg strax opnuð við hliðina. Öll fjölbreytni er horfin og fyrr en varir þarf maður að setjast upp í bílinn og keyra út í einhverja Smáralindina til að ná í einföldustu hluti, á með- an hverfið umbreytist í risastóran skemmtistað,“ skrifar Arna í Aft- enposten 19. október sl. Smækkuð mynd af matjurtagarði Þéttbýli, borgarlíf, náttúra, sam- félag og vellíðan má segja að eigi hug Örnu Mathiesen þegar hún hannar. Ásamt Kjersti Hembre, samstarfskonu sinni og meðeig- anda á arkitektastofunni Apríl Arkitektum, stendur hún fyrir inn- setningu á sýningu Arkitekta- safnsins í Ósló sem stendur til 19. desember. Sýningin er helguð verkum valinna arkitekta undir 40 ára aldri og af tuttugu stofum sem kynntar eru á sýningunni, var fjórum stofum boðið að gera inn- setningu, þ.á m. Apríl Arkitektum. Náttúran og samfélagið sameinast í innsetningunni sem er stórt borð þar sem smækkuð mynd af mat- jurtagarði birtist undir glerplötu sem stendur á traustum eik- arfótum og fólk getur safnast sam- an um. „Innsetningin end- urspeglar arkitektúr og borgarskipulag. Við höfum unnið mikið með borgarskipulag en tök- um nú hugmyndir okkar niður í skala með gerð þessarar innsetn- ingar. Arkitektar búa til staði þar sem fólk getur hist og matarborðið er einn af aðalsamkomustöðum hússins, við vildum því byrja út frá því,“ segir Arna þar sem hún stendur við innsetninguna í Arki- tektasafninu í Ósló. „Við vildum taka náttúruna inn í verkið í stað- inn fyrir að hugsa um hana sem eitthvað fyrir utan. Í kringum borðið verða hugmyndirnar til og fjölskyldan getur til dæmis keppst um hver ræktar garðinn sinn best, í tvöfaldri merkingu orðatiltæk- isins.“ Gróðurhús í Stavanger Örnu og Kjersti var boðið að taka þátt í sýningunni í kjölfar þess að þær unnu samkeppni Europan um hönnun hverfis í Stavanger í SV-Noregi á síðasta ári. Evrópustofnunin Europan stendur annað hvert ár fyrir hug- myndasamkeppni fyrir unga arki- tekta í evrópskum borgum og á síðasta ári voru borgirnar 57, þar af þrjár í Noregi; Ósló, Stavanger og Tromsö.Þema samkeppninnar að þessu sinni gekk út á að skipu- leggja íbúðahverfi á svæðum í út- jaðri borga. Hugmynd Örnu og Kjersti bar heitið „Hothouse“ og aftur eru það samskipti fólks og náttúran sem er rauði þráðurinn í hönnuninni. Samkvæmt mati dóm- nefndar var tillaga Apríl Arkitekta áhugaverð einkum vegna tveggja eiginleika, annars vegar þar sem þær nota gróðurhús og hins vegar skapa þær samfélag með skipulagi húsanna. Með miðlægum garði kallist á einka- og almennt rými, en jafnframt sé skýr lína á milli bygginga og umhverfis. Lausn þeirra sé ekki dæmigerð fyrir íbúðarhús í úthverfi þar sem stök- um húsum sé dreift víðs vegar um náttúruna þannig að fólk þurfi að keyra langar leiðir til að sjá fram- an í annað fólk í næsta kaupfélagi. Tillagan gengur út á að nokkurs konar gróðurhús tengi íbúðarhús saman og þar inni verði sameig- inlegt rými íbúa á öllum aldri. Tengsl og samhjálp nágranna eru mikilvæg í hugum þeirra Kjersti og Örnu, ekki síst með barnaupp- eldi í huga í samfélagi þar sem all- ir vinna úti, og sameiginlegu rým- in eru til þess fallin að skapa og viðhalda þeim tengslum. Glerhýsi á milli íbúðarhúsa henta vel fyrir norrænt veðurfar, bendir Arna ennfremur á þar sem við stöndum við myndir af tillögum þeirra í Arkitektasafninu. „Okkar tillaga í því efni eru gróðurhúsin sem safna sólarorku og lengja sumarið og hálmur sem við vildum nota fyrir einangrun. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hér í Noregi, Byggforsk, er okkur til fulltingis við að finna nýjar og ennþá betri orkusparandi lausnir til að halda orkunotkun í lágmarki, en byrjað verður að byggja samkvæmt til- lögum okkar í Stavanger í vor. Byggingafélag á vegum bæj- arfélagsins stendur fyrir fram- kvæmdinni þar sem kaupendur taka þátt í að byggja sjálfir og fá því íbúðir á góðu verði. Þetta fyr- irkomulag er miðað við þá sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti og hagkvæmni skiptir því miklu máli.“ Arna og Kjersti hafa þekkst í nokkur ár og stofnuðu fyrirtæki saman árið 2002. Báðar hafa þær fjölbreytta reynslu að baki, bæði hjá arkitektastofum og sem sjálf- stætt starfandi arkitektar í Nor- egi, Þýskalandi og Íslandi. Auk þess hafa þær haldið fyrirlestra við ýmis tækifæri og Arna hefur verið stundakennari við Arkitekta- skólann í Ósló. Apríl Arkitektar lýsa því m.a. hvernig vinnan fer fram á vefsíðu sinni og þar segir m.a. að sem arkitektar þurfi þær stöðugt að spyrja sig hvernig sam- félag þær vilja vera með í að skapa og hvaða hlutverk þær hafi í samfélagsþróuninni. Sjálfbær byggðaþróun er eitt af lykilhug- tökunum í nútímaarkitektúr og Arna segir að þær Kjersti hafi það stöðugt í huga. Þess gætir æ meira hjá ungum arkitektum, að mati Örnu sem segir ákveðin kyn- slóðaskipti í faginu. „Ég held að það birtist til dæmis í því að arki- tektar eru nú meira félagslega þenkjandi. Við viljum brjótast út úr þeim norska vana að einblína á hvernig húsin aðlagist landslag- inu,“ segir Arna. „Útsýnið er oft svo glæsilegt á Íslandi og í Noregi að þetta villir gjarnan sýn og get- ur hreinlega staðið öðrum hug- myndum fyrir þrifum. Með áhersl- unni á útsýnið og jafnframt mikilvægi einkarýmisins og þess að búa alveg út af fyrir sig, tapist nokkuð af því sem er jákvætt við borgarlífið, þ.e. samskiptin við aðra og nándin við líf og þjónustu, að hennar mati. Arna lærði arkitektúr í Bret- landi og Bandaríkjunum og hefur aðeins lítillega starfað á Íslandi. Hún hefur þó fullan hug á því að fá verkefni á Íslandi einhvern tíma, þótt nú um stundir sé nóg að gera í Apríl þar sem sex manns eru nú í fullu starfi. Hún nefnir að þátttaka í verkefni eins og Europ- an gæti verið mjög jákvæð fyrir íslensk sveitarfélög. Þannig geti komið inn nýjar hugmyndir og ís- lenskt fagfólk skipst á skoðunum við kollega og fengið innsýn í skipulagsmál í sambærilegum bæj- um í Evópu. Einnig hvetur Arna fleiri íslenska unga arkitekta til að nota tækifærið sem þessi keppni hefur reynst henni og upplýsir um áhuga stjórnar Europan á að kom- ast í samvinnu við íslenska eld- huga í arkitektúr og skipulagi. Að rækta garðinn sinn Verðlaunatillagan gengur út á að nokkurs konar gróðurhús tengi íbúðar- hús saman og þar inni verði sameiginlegt rými íbúa á öllum aldri. Byrjað verður að byggja samkvæmt tillögum Örnu og Kersti í Stavanger í vor. Byggingafélag á vegum bæjarfélags- ins stendur fyrir framkvæmdinni þar sem kaupendur taka þátt í að byggja sjálfir og fá því íbúðir á góðu verði. Þetta fyrirkomulag er miðað við þá sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti og hagkvæmni skiptir því miklu máli. Þær Arna Mathiesen og Kjersti Hembre reka saman arkitektastofuna April í Ósló. Arna Mathiesen hefur látið til sín taka sem arki- tekt í Noregi. Fyrirtæki hennar og Kjersti Hembre arkitekts vann t.d. samkeppni um skipulag hverfis í Stavanger og verður byrjað að byggja samkvæmt tillögum þeirra næsta vor. Steingerður Ólafsdóttir hitti Örnu við innsetningu hennar og Kjersti á sýn- ingu í Arkitektasafninu í Ósló. TENGLAR .............................................. www.aprilarkitekter.no www.europan-europe.com steingerdur@mbl.is Með áherslunni á útsýnið og jafn- framt mikilvægi einkarýmisins og þess að búa alveg út af fyrir sig, tapist nokkuð af því sem er jákvætt við borgarlífið, þ.e. samskiptin við aðra og nándin við líf og þjónustu  SKIPULAGSMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.