Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 33
DAGLEGT LÍF
ÞEIR sem láta sig hafa það að
mæta veikir í vinnuna eru að
tefla í mikla tvísýnu, að mati
breskra vísindamanna, sem
komist hafa að því, að margir
sem ekki taka sér frí frá
vinnu þegar þeir eru veikir
eru í tvisvar sinnum meiri
hættu á að fá hjartaáfall.
Eru þetta niðurstöður
rannsóknar er stóð í tíu ár og
tíu þúsund opinberir starfs-
menn tóku þátt í. Vís-
indamennirnir, við Univers-
ity College í London, komust
að því að það getur jafnvel
verið skaðlegt að fara í vinn-
una þótt maður sé einungis
með kvef.
Það sem veldur aukinni hættu á
hjartaáfalli er streitan sem fylgir
því að vinna þegar maður er veikur,
segir í niðurstöðum rannsókn-
arinnar.
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins, BBC, greinir frá þessu, og
fjallað verður um rannsóknina í
þættinum The Money á BBC2 á mið-
vikudaginn.
Varasamt að fara
veikur í vinnu
HEILSA
ÍTALSKIR vísindamenn telja
sig hafa komist að því að börn
sem eru á brjósti en nota ekki
pela eða snuð, fái beinni tenn-
ur en önnur, að því er fram
kemur á vefnum forskning.no.
Þegar barn sýgur snuð eða
úr pela notar það aðra vöðva
en þegar það sýgur mjólk úr
brjósti. Þetta getur haft áhrif
á hvernig barnatennurnar
verða í munninum. Og staða
barnatannanna er mikilvæg
fyrir það hvernig fullorð-
instennurnar verða, skakkar
eða beinar.
Yfir þúsund börn á aldr-
inum þriggja til fimm ára
voru skoðuð og vísindamenn-
irnir við Háskólann í Mílanó
drógu þær ályktanir að börn
sem notuðu snuð eða pela á
fyrsta æviári væru tvöfalt lík-
legri til að fá skakkar tennur
en hin. Einnig var mikil
hætta á opnu biti og kross-
biti.
Börn á brjósti fá
beinni tennur
HEILSA
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Líkur benda til að börn sem eru fyrsta ár-
ið á brjósti og nota ekki pela og snuð fái
beinni tennur en ella.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
LJÓSMYNDIR
mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
„Næstum þriðjungur tveggja ára barna á
Íslandi hefur lélegan járnbúskap eða litlar sem
engar járnbirgðir í líkamanum, samkvæmt
niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Inga
Þórsdóttir, prófessors í næringarfræði við HÍ
og forstöðumanns Rannsóknastofu í
næringarfræði við LSH segir að líklegt sé að
járnforði barna fari batnandi með breyttum
áherslum í næringarráðgjöf. Engu að síður er
járnskortur hjá ungbörnum margfalt algengari
hér á landi en í nágrannalöndunum“
Morgunblaðið 02.12.2004
Járnþörf barna er skv. Manneldisráði Íslands:
Ungbörn að hálfs árs aldri: 5 mg
Börn hálfs árs til 6 ára: 8 mg
Börn 7-10 ára: 10 mg
Járnskortur meðal ungra barna
Járn ætti ekki að taka inn um
leið og mjólkur er neitt, mjólk
getur dregið úr frásogi járns og
komið í veg fyrir nýtingu þess.
Järnkraft er bragðgóð
járnmixtúra með tvígildu járni
sem fer betur í maga en
annað járn. Mixtúran
er með sólberjabragð.
Æskilegt er að ráðfæra sig við lækni
áður en börnum eru gefin bætiefni.
ná t t ú r u l e g a