Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann JúlíusKristinsson, fæddist í Ytra-Dals- gerði í Djúpadal 30. júlí 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 21. nóvember síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Kristins Randvers Stefáns- sonar, verkamanns á Akureyri, f. 17.7. 1891, d. 1.12. 1973, og konu hans Elín- borgar Jónsdóttur, húsmóður, f. 17.9. 1895, d. 15.10. 1992. Systkini Jóhanns eru Jón, f. 2.7. 1916, búsettur á Akureyri, Stefanía Jóhanna, f. 4.5. 1919, bús. í Dalvík- urbyggð, og Hannes Björn, f. 20.7. 1928, búsettur í Bandaríkjunum. Jóhann Júlíus kvæntist 1. júlí 1944 Guðrúnu H. Aspar, f. 2. jan. 1922 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Halldór Hjálmars Guðmunds- son Aspar, framkvstj. á Ak., f. 25.5. 1894, d. 22.2. 1935, og k.h. Krist- björg Torfadóttir húsm., f. 5.5. 1902, d. 22.5. 1987. Börn Jóhanns og Guðrúnar eru: 1) Stúlka, f. 6.10. 1944, d. 16.12. 1944. 2) Kristinn Halldór, f. 4.3. 1946, bifvélavirk- jam. á Ak., maki Margrét Alfreðs- dóttir, f. 7.8. 1949, skrifstofustj. Börn: Alfa Björk, f. 28.7. 1970, leik- skólastj. á Ak. Barn: Arna Guð- björg, f. 1991, faðir: Magnús Ax- elsson. Signý Þöll, f. 16.11. 1973, iðjuþj. í Rvík. Jóhann, f. 7.8. 1980, bifreiðasm. í Rvík., sambýlisk.: Hulda Þórhallsdóttir, f. 5.12. 1980, flugfreyja. 3) Elín Björg, f. 22.4. 1948, skrifstofum. í Reykjavík, maki Sævar Sæmundsson, f. 26.2. 1945, skipaskoðunarm. Börn: Sæ- mundur, f. 30.1. 1967, sölustj. Rvík, maki Marta Gunnarsdóttir, f. 31.7. 1970, kennari. Dætur: Bára, f. 1995, og Brynja, f. 2002. Guðrún Ösp, f. 15.10. 1969, nemi, bús. í Mos., sambýlism. Sigurður Val- garðsson, f. 9.9. 1966, vegaeftir- litsm. Börn: Anna María, f. 1991, Elvar Jóhann, f. 1996, og Bjarki Rúnar, f. 1997. María Sif, f. 17.2. 1975, rafm.verkfr. Synir: Baldur Kári, f. 2000, og Gunnar Tómas, f. 2002. Egill, f. 9.6. 1982, verkfræðin. 7) Ásta Hrönn, f. 16.7. 1957, skrif- stofum. á Egilsst., maki Gísli Agnar Bjarnason, f. 13.9. 1951, endursk. Dætur: Oddný Ösp, f. 4.12. 1978, hjúkrunarnemi á Ak., maki: Er- lingur Sigurjón Ottósson, f. 19.3. 1971, sjóm. Synir: Arnar Smári, f. 1998, og Steinar Snorri, f. 2000. Jó- hanna Björk, f. 13.5. 1980, tölvun- arfr. í Rvík, maki Rögnvaldur Heimisson, f. 22.9. 1977, útgerðar- maður. 8) Magnús, f. 10.1. 1959, bús. á Ak. 9) Sólveig, f. 9.2. 1961, tæknit. á Ak., maki: Þröstur Vatns- dal, f. 18.5. 1959, verslunarstj. Börn: Júlía, f. 13.2. 1983, nemi í út- stillingum. Torfi, f. 23.12. 1987, raf- eindav.nemi. Magni, f. 25.9. 1998. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum og stundaði ýmsa vinnu á sínum yngri árum. Hann starfaði við al- mennar bifreiðaviðgerðir (1939– 50), m.a. á BSA og Mjölni. Hann stofnaði og gerðist framkvstj. bif- reiðaverkst. Víkings sf. á Akureyri (1950–55) og rak það ásamt Magn- úsi Jónssyni. Hann var fram- kvæmdastjóri bifreiðaverkst. Þórs- hamars hf. á Akureyri 1955–68, að undanskildu 15 mánaða leyfi 1962– 63, er hann dvaldist í Michiganríki í Bandaríkjunum og kynnti sér bif- reiðaviðgerðir þar. Jóhann varð bifvélavirkjam. 1965. Hann stofn- aði öðru sinni Víking sf. árið 1969 og byggði verkstæði á Furuvöllum á Akureyri ásamt elsta syni sínum, Kristni Halldóri. Þeir höfðu sölu- umboð og viðgerðarþjónustu fyrir Peugeotbíla á Akureyri 1970–90, er þeir lögðu starfsemi fyrirtækis- ins niður. Þá hallaði Jóhann sér að áhugamálum sínum við smíðar á bæði á tré og málm og er þekktur fyrir smíðisgripi sína í messing. Jó- hann starfaði í Frímúrarareglunni á Akureyri og einnig í Lionsklúbbi Akureyrar. Hann var mikill áhuga- maður um laxveiði og síðar sjó- stangaveiði og starfaði í félögum tengdum þeim veiðum. Vann til margra verðlauna á sjóstanga- veiðimótum víðsvegar um land og var eitt ár Íslandsmeistari. Hann var upphafsmaður í fluguhnýting- um fyrir sjóstangaveiði. Útför Jóhanns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1973, grunn- og leik- skólak. í Mos., maki Einar Áskelsson, f. 23.5. 1965, gæða- og starfsmstj. Börn: Vikt- or Ari, f. 1993, faðir Jón Ægir Jóhannsson, Elín Ása, f. 2001, og Hjörtur Elí, f. 2003. 4) Ingunn Þóra, f. 10.4. 1951, skrifstofum. í Rvík, maki: Skúli Egg- ert Sigurz, f. 18.12. 1951, framkvstj. Börn: Berglind, f. 6.10. 1970, flugfr. í Kóp., maki Sigurður Valtýsson, f. 15.8. 1967, framkvstj. Börn: Bryn- dís Kara, f. 1999, og Stefán Ingi, f. 2001. Margrét, f. 10.4. 1973, leik- skólak. í Kóp., maki Kristján Gunn- ar Ríkharðsson, f. 25.11. 1971, húsasm. Börn: Skúli Eggert, f. 1998, og Kristjana Rún, f. 2002. Sonur Kristjáns: Alexander Ingi, f. 1990. Kjörsonur Ingunnar og Skúla er Ingólfur Rúnar, f. 3.7. 1977. Barnsmóðir: Anna María Kristins- dóttir, f. 22.5. 1982, börn: Kristín Rán, f. 2000, og Alexander Breki, f. 2004. Dóttir Skúla er Dagmar Skúladóttir, f. 27.7. 1971, þolfimi- kenn. í Vestm.eyjum, maki Hjalti Einarsson, f. 8.1. 1972, stýrim. Börn: Erna Sif Sveinsdóttir, f. 1989, Viktoría Ágústa, f. 1999, og Stefán, f. 2002. 5) Björn, f. 8.12. 1952, rekstrarstj. á Ak., maki Sig- rún Harðardóttir, f. 31.5. 1953, af- greiðslustj. Börn: Jóhanna Mjöll, f. 22.7. 1976, iðjuþj. á Ak., sambýlism. Þröstur Már Pálmason, f. 14.11. 1972, kennaranemi. Dóttir: Líney Lilja, f. 2001. Óðinn Snær, f. 20.9. 1978, húsasm.nemi á Ak., unnusta: Halldóra Kr. Vilhjálmsdóttir, f. 31.1. 1975, leikskólak.nemi. Börn: Telma Dögg Hallsdóttir, f. 1997, og Jóhann Bjarki Salvarsson, f. 2000. Björn Torfi, f. 2.12. 1988, nemi á Ak. 6) Jóhann Gunnar, f. 9.1. 1954, tæknifr. á Ak., maki: Ragna Ósk Ragnarsdóttir, f. 22.1. 1955, skrifststj. Börn: Ragna Kristín, f. 27.5. 1975, viðskiptafr. í Kóp., maki: Hlynur Tómasson, f. 19.3. Nú er komið að leiðarlokum hérna megin hliðsins hjá tengdaföður mín- um Jóhanni Kristinssyni. Ferðin var að mestu greið, þó svo að síðasti spölurinn hafi verið erfiður á köfl- um. Kynni okkar Jóhanns eða Jóa Kristins eins og hann var jafnan kallaður af vinum sínum hófust fyrir rúmlega 30 árum er ég sat um dótt- ur hans. Fyrst kynnti ég mig fyrir Guðrúnu móður hennar en hún er jafnan kölluð Nunna af vinum og vandamönnum en mamma af heim- ilisfólkinu og Jóhanni sjálfum. Sjálf- ur kallaði ég hann karlinn okkar á milli en hann var kallaður pabbi og hún mamma af tengdabörnum. Þetta þótti mér undarlegt til að byrja með en þegar á leið skildi ég hvers vegna. Þau hjón komu fram við tengdabörn sín með sömu hlýju og eigin börn. Karlinn var ekki heima þegar ég kom fyrst í Rán- argötuna en ég þáði kaffisopa af mömmu og sagði ég henni af mínum nánustu bæði frá Akureyri og Reykjavík. Daginn eftir kom ég aft- ur, þá var karlinn enn ekki heima, vinna eða veiða, ég man ekki hvort. Viku síðar var ég aftur kominn og þá var karlinn heima og ég kynnti mig með nafni og er mér enn minnis- stætt hversu stórar hendur hann hafði, mínar bókstaflega hurfu inn í þessar krumlur. Handtakið var sterkt og höndin hlý, það veit á stórt hjarta hugsaði ég með mér og kom það svo sannarlega í ljós eftir því sem árin liðu. Við okkar fyrstu kynni gat ég séð að karlinum leist ekkert á þennan horaða dreng frá höfuðborginni og ætlaði dóttur sinni eitthvað betra mannsefni, þá sennilega þrekmikinn norðanmann, en ég gaf mig ekki og nokkrum mánuðum síðar barst mér njósn frá tengdasyni karlsins sem hafði á sínum tíma ekki verið tekinn neinum vettlingatökum til að byrja með en tekinn í sátt fljótlega, eins og ég, að nú væri öllu óhætt. Nú eru lið- in rúmlega 30 ár og enn er ég kvæntur dótturinni. Ránargata 9 á Akureyri var stórt heimili, átta börn og amma Elínborg og Kristinn afi á jarðhæðinni. Það var eins og að koma inn í sögu frá því snemma á síðustu öld, allt þetta fólk, en alltaf pláss við matarborðið. Að koma „heim“ í Ránargötu var orðið mér jafn tamt og að koma heim til minna eigin foreldra, þannig var manni alltaf tekið hjá þeim hjón- um. Þegar ég sit hér og pára niður þessar fátæklegu línur um þennan höfðingja koma upp í hugann stund- ir sem við áttum saman við veiðar í Laxá í Aðaldal eða fórum saman í kvikmyndahús hér í höfuðborginni til að horfa á hasarmyndir, en það gerðum við oft þegar karlinn kom í bæinn. Orð skulu standa var eitt af að- alsmerkjum tengdaföður míns, það var alltaf hægt að stóla á karlinn á hverju sem gekk enda vegnaði hon- um vel bæði í viðskiptum og á heimavígstöðvum með mömmu sér við hlið, en eins og einhver speking- urinn sagði, að við hlið hvers farsæls manns stendur ávallt góð kona. Jó- hann Kristinsson átti góða og ham- ingjuríka ævi, góða konu og börn. Er hægt að óska sér einhvers betra? Farðu í friði, kæri vinur. Skúli Eggert Sigurz. Þegar við hugsum til baka um afa í Rán, þá vekur það margar góðar minningar, um rommy-spila- mennsku í Ránargötunni þar sem það var stórsigur að ná að vinna afa og ófáar stundir í Asparlundi þar sem amma og afi gátu hvílt sig frá amstri hversdagsleikans. Í raun er hægt að lýsa afa mjög vel með því að segja frá höndum hans, þær voru stórar, sterkar og ákveðnar en samt svo ótrúlega mjúkar og hlýjar. Afi var vinnu- þjarkur mikill og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. En alltaf gaf hann sér tíma til að vinna handverk og það var falleg sjón að sjá hann vinna við útskurð í tré eða messing, hnýta flugur eða vinna við rennibekkinn, að svo stórar hendur gætu unnið svo fínleg verk var ótrúlegt. Hann gerði miklar kröfur til síns fólks um dugnað og elju. En eitt er víst að það að fá hrós frá honum var manni mjög mikils virði þar sem maður átti það vel skilið þegar svo var. Hann kenndi okkur að bera virðingu fyrir vinnu og okkur eldra fólki. Við erum stolt af því að hafa verið partur af stórum hópi barna- barna Jóa Kristins. Elsku amma, nú kveður þú afa eftir 60 ár, þú varst hans stoð og stytta alla tíð. Það er okkur hvatn- ing að hafa fengið að upplifa ykkar kærleiksríka hjónaband. Guð gefi þér styrk í missi þínum og sorg. Sæmundur, Guðrún Ösp og María Sif. Elsku afi minn. Loksins fékkstu hvíldina langþráðu. Þú varst tilbú- inn en ekki við. Erum við það nokk- urn tímann? Það var ekkert skemmtilegra en að fá að fara norður til ömmu og afa í Rán. Margt var þar brallað svo ekki sé meira sagt. Þegar fólk spurði mig þegar ég var yngri hvað þú og amma hétuð þá gat ég ekki svarað því, þið hétuð bara amma og afi í Rán – það var nóg fyrir mig að vita það. Þú varst stærsti og besti afi sem hægt var að eiga og með stærstu hendur sem ég man eftir, alveg ótrú- legt hvað þú varst laginn í hönd- unum. Algjör snillingur. Mér finnst alveg ómetanlegt að eiga listaverkin eftir þig. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín á Víking, fá að fylgjast með viðgerðum á bílunum, sitja á skrifstofunni og fá stundum Kónga-súkkulaði. Mér fannst þú alltaf vera eins og kóngur í ríki þínu. Amma sá alltaf um að fæða þig vel og mikið í hádeginu. Hádegisverðarhlaðborð á hverj- um degi í Ránargötunni, þetta fannst mér toppurinn á tilverunni. Setjast við eldhúsborðið, borða og síðast en ekki síst spila. Spilastokk- urinn og litla skrifblokkin voru alltaf á sínum stað í glugganum. Rommý skyldi spilað! Mér fannst frábært að vinna þig þótt sjaldan væri, þar sem þú ert án efa ókrýndur rommý- meistari. Ég gæti haldið endalaust áfram en læt hér við sitja. Elsku amma, guð veri með þér. Elsku afi, ég veit að núna líður þér vel og þá líður mér betur. Kveðja. Margrét Skúladóttir Sigurz og fjölskylda. Það er svo sárt að þurfa að kveðja, elsku afi – þótt þú hafir löngu verið tilbúinn fyrir lokaferðina. En þegar eigingirnin hellist yfir mig þá reyni ég að hugsa um allar stundirnar sem ég hef átt með þér og ömmu – því hún var og er okkar stóri klettur. Ótal minningar renna í gegnum hugann á þessari stundu og alltaf kemur rommý upp aftur og aftur, því ég var ekki há í loftinu þegar þú kenndir mér það spil. Og þrátt fyrir ungan aldur fékk ég ekki að vinna – nema auðvitað að ég gæti það á eigin verðleikum, og strangar voru leik- reglurnar. En svoleiðis varst þú. Þú krafðist mikils af sjálfum þér og okkur líka. Ekki var ég þó mjög gömul þegar ég byrjaði að spæla þig upp úr skón- um. Því skv. ungbarnabók minni var mitt fyrsta orð afi (ava) og fyrstu skrefin voru tekin frá mömmu til þín. Eins og vant er með afa þá lin- aðist þú með árunum og margt léstu eftir mér. Man ég það vel þegar við fjöl- skyldan vorum á Akureyri og stödd í matarboði, ég rétt um 16 ára og langaði mikið á ball á Dalvík með frænkunum. Mamma var nú ekki al- veg á því en þú hélst það nú – þú myndir bara skutla mér að matar- boðinu loknu. Og það varð úr. Elsku afi minn, nú er þessum kafla víst lokið og ég get kvatt þig þakklát fyrir að hafa náð að segja þér hversu mikið ég elska þig. Bless í bili. Þín Berglind. Elsku afi er farinn með heitu hendurnar sínar og kveðjukossana. Margar minningar fljúga um huga okkar. Stór hópur barna, afabarna og langafabarna á eftir að minnast hans. Afi var mikill handverksmaður og eigum við marga fallega hluti sem hann gerði. Hann var meistari í messingsmíði og eigum við okkar laufabrauðsjárn sem sem hann smíðaði og við fengum í jólagjöf eitt árið. Afi sat aldrei auðum höndum og ævinlega var hann úti í skúr að bardúsa þegar við komum í heim- sókn. Það var líka hann afi sem kenndi okkur rommí og var gjarnan spilað þegar í Rán var komið. Þegar eitthvert okkar var með lausa tönn var farið til afa á Víking og hann sá um að kippa þeim úr og þegar afi var að hnýta flugur fékk hann lokka úr okkur stelpunum og sagðist veiða svo vel á þær flugur. Minningar eins og afi í kjólfötum á leiðinni á Frí- múrarafund, bjóðandi okkur Conga og Sinalco, afi á leiðinni í veiði, afi á Peugeotinum, Lions-jólaböllin og bingóin, allt þetta eru minningar sem við yljum okkur við og vitum að afi fór sáttur við sitt. Talan 23 var talan hans afa og var skemmtileg til- viljun þegar Jói „litli“ fæddist að hann var 23. afkomandinn. Það var stoltur afi sem hélt nafna sínum undir skírn. Elsku afi, minning þín lifir í okkur öllum. Alfa Björk, Signý Þöll, Jóhann Kristinsson og Hulda. Kveðja frá Lionsklúbbi Akureyrar Við fráfall Jóhanns Kristinssonar er genginn einn af máttarstólpum Lionsklúbbs Akureyrar. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og Lionshreyfinguna og leysti þau öll af hendi með ein- stakri samviskusemi. Jóhann gekk í Lionsklúbb Akur- eyrar í nóvember 1960 og var þar gjaldkeri og formaður ásamt því að gegna fjölda nefndarstarfa. Til dæmis um ráðvendni hans mætti hann 100% öll starfsárin í klúbbnum og vildi veg klúbbsins sem mestan. Fyrir störf sín í þágu Lionshreyfing- arinnar var hann útnefndur Melvin Jones félagi, sem er ein af æðstu við- urkenningum Lions. Nú kveðjum við kæran Lions- félaga með söknuði og um leið vott- um við eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Aspar, og öllum afkomend- um þeirra okkar innilegustu samúð. Stjórn Lionsklúbbs Akureyrar. Þegar ég var stelpa að alast upp á Skagaströnd var fjölskylda mömmu á Akureyri vafin ævintýraljóma. Þangað fór maður einstöku sinnum í heimsókn með áætlunarbíl og gisti hjá Jóhanni og Nunnu, systur henn- ar mömmu. Þau komu svo oftar í heimsókn til okkar því þau áttu bíla, Jóhann átti alltaf svo fallega bíla fannst mér. Reyndar var ég sem lítil stelpa hálfhrædd við hann Jóhann, hann var svo stór og fínn talaði hátt og hló mikið, en hræðslan fór nú af mér þegar ég vitkaðist svolítið því þegar ég hleypti heimdraganum og fór að fara ein til Akureyrar kynnt- ist ég mannkostum Jóhanns og sam- heldni þeirra frænku að láta manni líða sem best, alltaf. Þegar ég var 14 ára var ég í vist á Akureyri og heimþráin var slæm, þá var eins og að koma heim að koma til þeirra Nunnu og Jóhanns. Alltaf tóku þau jafnvel á móti stelpukrakkanum þó að fyrir væri mannmargt á heimilinu Mér fannst mikið til þess koma hvað alltaf var fínt og hvað Jóhann átti mikið af alls konar tækjum til að gera heimilið fallegt. Hann hugsaði einstaklega vel um að heimilisstörfin væru sem léttust, öll nýjasta tækni í eldhúsinu og annars staðar í húsinu svo allt gengi vel. Seinna þurfti ég að vera á Fjórð- ungssjúkrahúsinu og þá leitaði ég aftur á náðir þeirra og aftur var mér tekið eins og einu af þeirra eigin börnum, Jóhann keyrði okkur frænku um allar trissur út á Dalvík, Ólafsfjörð og víðar og það var gam- an að ferðast með Jóhanni, hann var óþrjótandi brunnur fróðleiks um svæðið og alls staðar þekkti hann einhvern og sagði skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum þar sem hann keyrði um. Hann sýndi mér líka í skúrinn þar sem hann vann hvert listaverkið á fætur öðru. En verkin hans voru eft- irsótt, svo eftirsótt að hann annaði varla eftirspurn. Ég kveð Jóhann með virðingu og þökk fyrir alla snúningana við mig í gegnum árin og bið honum guðs blessunar. Nunnu frænku og fjöl- skyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Halla. JÓHANN KRISTINSSON Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Við kveðjum þennan mæta mann með virðingu og þökk. Eiginkonu hans og afkom- endum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Steinunn og Einar. HINSTA KVEÐJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.