Morgunblaðið - 03.12.2004, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BLÁSIÐ verður til mikillar snjó- og
íshátíðar í bænum Antwerp í Belgíu
í dag. 40 myndhöggvarar hvaðan-
æva að úr heiminum hafa notað 250
tonn af ís og 100.000 kg af ferskum
snjó til að smíða listaverk í anda
flæmska málarans Pieter-Paul Rub-
ens en það er þema hátíðarinnar í
ár. Sýningunni lýkur 16. janúar
næstkomandi.
Reuters
Ís í tonnatali
DANÍEL Magnússon hefur um ára-
bil starfað á mörkun hönnunar og
myndlistar en sýningin í 101 gallery
við Hverfisgötu ber sér í lagi hönn-
unarhæfileikum hans fagurt vitni.
Hér er þó ekki eingöngu hönnun á
ferð heldur lenda sumir hlutir Daní-
els innan myndlistarrrammans og
auk þess sýnir hann verk fjögurra
gestalistamanna, þeirra Haraldar
Jónssonar, Hrafnkels Sigurðssonar,
Guðmundar Ingólfssonar og Steph-
ans Stephenssens. A.m.k. verk
þeirra Haraldar og Hrafnkels hafa
verið sýnd hér á landi tiltölulega ný-
lega, alla vega áþekk verk þótt ég
þori ekki að fullyrða um þessar ein-
stöku myndir. Ljósmynd Hrafnkels
af ruslapokum er gott dæmi um
frumlega og ferska myndsýn hans
en höfundareinkenni hans eru orðin
nokkuð auðþekkjanleg, svo sterk er
sýn hans sem myndlistarmanns og
alltaf spennandi að sjá hvað hann
tekur fyrir næst. Ljósmyndir lista-
mannanna fjögurra eru í góðum
samhljómi við sýningu Daníels.
Daníel sýnir tvö verk sem ekki er
hægt að kalla annað en hreina
myndlist, þau eru þó í anda hönn-
unar hans en þetta eru stólar tveir
sem tæpast er hægt að brúka sem
slíka. Daníel er mikill hagleiksmaður
en þessi verk eru þó ekki sérlega
frumleg eða eftirminnileg, skemmst
er t.d. að minnast sýningar Guðjóns
Ketilssonar í ASÍ þar sem hann tek-
ur hugmyndina um óþekkjanlega og
ónothæfa nytjahluti og fer með hana
eins langt og komist verður. Ekki
má þó gleyma því að Daníel hefur
um margra ára skeið unnið tréhluti
sem eru á mörkum nytjahluta og
myndlistar. Daníel sýnir síðan mest-
megnis hönnunargripi, t.d. barstóla
sem notaðir eru á Hótel 101. Hér er
um prýðishönnun að ræða, hreinar
og mjúkar línur, efnismeðferð sem
minnir á liðna tíð en þó eru stólarnir
mjög nútímalegir. Einnig fáum við
að sjá lampa, hægindastól með
geymsluskúffu, matprjónasett og
fleira smálegt. Daníel er vissulega
góðum hæfileikum gæddur en eitt-
hvað vantar á heildarsvip þessarar
sýningar til þess að hún verði eft-
irminnileg. Hönnun Daníels er með
ágætum en ef til vill ekki beinlínis
tilefni til sýningar af þessu tagi.
Ekki fer mjög mikið fyrir myndlist-
arverkum hans á sýningunni og
mörk hönnunar og myndlistar eru ef
til vill ekki nægilega spennandi út-
gangspunktur til að bera uppi sýn-
ingu sem þessa. Ímynd listamanns-
ins sem hönnuðar og
vörumerkjaframleiðanda er heldur
ekki alveg ný af nálinni. Það er þó án
efa spurningin um mörk hönnunar
og myndlistar sem leitar á lista-
manninn og ef til vill stendur hann
frammi fyrir ákveðnu vali eins og oft
gerist þegar listamenn eru hæfi-
leikaríkir á fleiri en einu sviði. Í
hvaða átt sem hann velur að fara
verður árangurinn áhugaverður en
eins og er markast sýningin af til-
finningu áhorfandans fyrir því að
standa á krossgötum, eins og
frammi fyrir vegaskilti þar sem seg-
ir „allar áttir“. Í sjálfu sér er það
spennandi staður að vera á, þar eru
allir vegir færir.
Allir vegir færir
MYNDLIST
101 gallery
Til 27. desember. 101 gallery er opið
fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14–17.
Daníel Magnússon
Blönduð tækni, hönnun og myndlist
Morgunblaðið/Golli
Barstóll á sýningu Daníels
Magnússonar í 101 gallery.
Ragna Sigurðardóttir
PP Forlag er tiltölulega nýtt fyr-
irbæri í útgáfuheiminum og bygg-
ist á Norðurlandasamstarfi. Aðal-
bækistöðvar forlagsins eru í
Danmörku en systurfyrirtæki á
hinum Norðurlöndunum. Bækur
forlagsins eru þannig gefnar út á
öllum Norðurlandamálunum í einu
en á heimasíðu segir að forlagið
gefi út jöfnum höndum skáldskap
og handbækur. Hin sígildu æv-
intýri H.C. Andersens hljóta því
að henta vel þar sem sögurnar eru
vel þekktar í öllum útgáfulönd-
unum. Nú hafa verið gefnar út
bækur byggðar á fimm af þekkt-
ustu ævintýrunum, Litla stúlkan
með eldspýturnar, Eldfærin, Næt-
urgalinn, Nýju fötin keisarans og
Ljóti andarunginn. Nýja útgáfan
sýnir að sögurnar eiga vel við í
dag og bækurnar eru ótrúlega nú-
tímalegar. Endursögn Böðvars
Guðmundssonar er mjög lipur,
hann nær alveg rétta tóninum ein-
hvers staðar á milli ævintýris og
talmáls, þannig að ekkert verður
of þunglamalegt en ekki of hvers-
dagslegt heldur. Sögurnar eru
sagðar af miklu öryggi, engu
sleppt en hvergi teygður lopinn.
Ekki er síðra samspilið á milli
mynda og texta en myndskreyt-
ingar Þórarins eru hreinlega frá-
bærar. Þær eru svo ævintýralegar
og gerðar af svo mikilli innlifun að
ekki er mögulegt annað en að
gleyma sér alveg við skoðun
þeirra. Þórarinn nær að gæða
myndir sínar sjálfstæðu lífi þannig
að þær lifa áfram í hugskotinu eft-
ir að bókinni hefur verið
lokað og ég held að eftir
útgáfu þessara bóka
verði Ævintýri H. C.
Andersen óhjákvæmi-
lega tengd þessum
myndum í huga nýrrar
kynslóðar, rétt eins og
myndir t.d. gömlu
Vísnabókarinnar og
Dimmalimm lifa í huga
fyrri kynslóða. Stíllinn á
myndum Þórarins er dá-
lítið grótesk, minnir á
stíl málara eins og
Georg Gross eða Marc
Chagall en líka á myndir
Muggs eða Ágríms
Jónssonar. Sumar þess-
ara mynda eru dálítið
hræðilegar eins og ger-
ist í ævintýrum og aðrar
verður kannski flett yfir.
Eins og ég fletti alltaf
yfir Höllu kerlingu sem
fetaði með ljóstýruna
fram eftir bæjargöngum fortíðar í
Vísnabókinni gæti ég trúað að lítil
börn myndu fletta yfir td. dán-
arbeð Keisarans í Næturgalanum,
slík eru áhrif þeirrar myndar. Það
ríkir stundum myrkur í þessum
sögum og því er leyft að lifa, ekk-
ert er poppað upp og áhrifin eru
þeim mun magnaðri. Bækurnar
eru þó alls ekki hræðilegar heldur
auðugar, þær kveikja í ímynd-
unaraflinu og hundarnir í Eldfær-
unum eru t.d. barnaleikur miðað
við þríhöfða hundinn í Harry Pott-
er. Það er einmitt svo gaman að
lesa þessar bækur í dag þegar æv-
intýri njóta mikilla vinsælda og
opnað hefur verið fyrir
móttækileika almenn-
ings fyrir hinu ótrúlega.
Sumir hafa kvartað yfir
því að bækur eins og
Harry Potter drepi nið-
ur áhuga á fyrirrenn-
urum sínum, eldri æv-
intýrum, en kannski
virka þær öfugt og
kveikja einmitt áhuga á
bókum, lestri og æv-
intýrum yfirleitt. Sög-
urnar fimm sem hér eru
sagðar þekkja allir en
þó maður hafi lesið þær
margoft í ýmsum út-
gáfum eru þær hér sem
nýjar, svo skemmtilega
vinna saman texti og
mynd. Þórarinn nær
jafnframt að kalla fram
ólíkt andrúm hverrar
sögu fyrir sig því þó að
stíllinn á myndunum sé
svipaður í öllum bók-
unum er mikill munur á vinnu-
brögðum hans, þannig eru t.d.
aðrar áherslur í Litlu stúlkunni
með eldspýturnar en í Eldfær-
unum.
Hér liggur mikil vinna og
ástríða að baki sem svo sann-
arlega skilar sér, þetta eru barna-
bækur sem munað verður eftir.
Bækur sem verður minnst
BÆKUR
Barnabækur
Endursögn Böðvars Guðmundssonar,
Þórarinn Leifsson myndskreytti.
PP Forlag 2004
Ævintýri H.C. Andersen
Ragna Sigurðardóttir
GUÐJÓN Sveinsson á langan ritferil
að baki og hefur skrifað fjölda barna-
og unglingabóka, skáldsögur og ljóð.
Hann hlaut við-
urkenningu Ís-
landsdeildar
IBBY-samtak-
anna árið 2002
fyrir framlag sitt
til barna- og ung-
lingamenningar.
Bækur Guðjóns
eru vandaðar og
höfundur leggur
sig fram við að
skrifa blæbrigðaríkt mál sem ein-
kennist af ríkum orðaforða. Þannig er
því einnig farið um söguna af Njólu
nátttrölli og afmælisveislu hennar. Í
henni tekst Guðjóni afar vel að birta
ljóslifandi vættir landsins, dýr og álfa
að ógleymdri Njólu sjálfri, litríkri
persónu sem lesandinn fær auðveld-
lega samúð með. Sagan af Njólu felur
í sér þó nokkurn fróðleik, hún lýsir
m.a. landvættunum fjórum á magn-
aðan hátt, byggist á þjóðsögum um
nátttröll sem ekki þola sólina og
skapar sannfærandi persónur úr
snæuglu og ref. Einar Árnason
(1924–2004) myndskreytti sögu Guð-
jóns með liprum og persónulegum
klippimyndum sem tekið er fram að
klipptar hafi verið fríhendis. Myndir
Einars eiga vel við söguna og á hverri
síðu birti hann nýja mynd úr þeim
séríslenska heimi sem Guðjón lýsir.
Það er ekki auðvelt að skrifa sögu
sem þessa sem inniheldur fróðleik og
byggist á íslenskum þjóðararfi og
gera það svo skemmtilega að úr verði
spennandi og fyndin saga sem maður
getur hugsað sér að lesa oftar en einu
sinni. En þetta leysir Guðjón vel af
hendi og geri aðrir betur.
Söguefni og frásagnarmáti er við
hæfi ungra barna en orðaforði og
texti þurfa á fullorðnum eða eldri les-
anda að halda, þannig hentar bókin
best til samlesturs og það er besta
mál því fullorðnir hafa einnig gaman
af henni. Sagan fer dálítið hægt af
stað en launar lesandanum með
óvæntri framvindu og endalokum
sem ekki verða afhjúpuð hér. Full-
orðnir geta lesið úr henni ákveðinn
boðskap sem túlka má á ýmsa vegu
en byggist í meginatriðum á því að
það borgar sig ekki að loka sig af frá
umheiminum og láta málefni hans sig
engu varða. Við berum öll ábyrgð á
umhverfi okkar, náttúrunni og öllu
hennar ríkidæmi, gleymum við því
bíða okkar kannski sömu örlög og
nátttrölla sem fá sólina í augun. Þeir
sem leita vandaðra íslenskra barna-
bóka sem búa yfir þjóðlegum fróðleik
en skemmta börnunum um leið verða
ekki sviknir af bók Guðjóns.
Tröllasaga sem
kemur á óvart
BÆKUR
Barnabók
Eftir Guðjón Sveinsson, Einar Árnason
myndskreytti.
Mánabergsútgáfan 2004.
Njóla nátttröll býður í afmæli
Ragna Sigurðardóttir
Guðjón Sveinsson
Imago – dreng-
urinn í mýrinni er
eftir Eva-Marie Lif-
fner. Þýðandi er
Ástríður Eiríks-
dóttir.
Sagan gerist ár-
in 1864, 1938 og
2000. Sögusviðin
eru Suður-Jótland
og Sagn-
fræðistofnunin í Kaupmannahöfn: 5.
og 6. febrúar 1864 flúðu Danir Dana-
virki og hörfuðu til Dybbøl, en Prússar
umkringdu staðinn dagana 17. til 22.
febrúar. Við tók skotgrafastríð með
miklu mannfalli, einkum úr röðum
Dana. 18. apríl réðst prússneska fót-
gönguliðið á Dybbølvirkin og 4.800
Danir féllu.
Síðla dags 30. ágúst 1938 barst
lögreglustöðinni tilkynning um líkfund
úti við mógrafirnar. Tveir lögreglumenn
og doktor Nadler frá Berlín rannsaka
líkið sem reynist vera af óþekktum her-
manni frá 1864. Hver voru örlög her-
mannsins? Fleiri spurningar vakna
þegar Þjóðverjinn hverfur sporlaust.
Kaupmannahöfn 2000: Esme gerir
hreint á Sagnfræðistofnuninni og
dundar sér við að grúska í gömlum
skjölum. Hún finnur skjöl um líkfundinn
1938 og ekur á söguslóðir.
Útgefandi er PP forlag. Bókin er 283
síður. Verð kr. 2.490.
Skáldsaga
Til hinstu stundar
– Einkaritari Hitl-
ers segir frá er eft-
ir Traudl Junge og
Melissa Müller.
Þýðandi er Arthúr
Björgvin Bolla-
son.
„Þessi bók er
engin síðbúin rétt-
læting. Engin sjálfsásökun. Ég vil
heldur ekki að hún verði skilin sem
lífsjátning. Hún er miklu fremur tilraun
til að sættast, ekki við samferðafólk
mitt, heldur við sjálfa mig.“
Þannig hefst frásögn Traudl Junge
af síðustu árum Hitlers, þegar hún
starfaði sem einkaritari hans. Í huga
lesandans brennist mynd af vernduðu
lífi hirðarinnar í kringum Foringjann á
meðan landið er í rjúkandi rúst.
Útgefandi er PP forlag. Bókin er
326 síður. Verð kr. 3.490.
Ævisaga