Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 59

Morgunblaðið - 03.12.2004, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 59 FJÓRAR sjálfsmyndir sem Robbie Williams „málaði“ á silkiþrykk árið 2000 seldust á uppboði í vikunni fyrir litlar 285 þúsund krónur. Robbie er mikill aðdáandi Andy Warhols eins og myndirnar gefa glöggt til kynna og hefur hann safnað verkum hins margfræga popplistamanns síðan 1999. Verkin fjögur voru afhjúpuð í Tate lista- safninu í Liverpool árið 2001. Sjálfsmyndir Robbies ÞESSI nýjasta plata ... leyfist mér að kalla ... meistara Tom Waits hef- ur verið að fá misjafna dóma. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju því þetta hæglega besta plata Waits síðan Bone Mach- ine (1992). Mule Variations og Alice/Blood Mon- ey voru dálítið „eftir bókinni“ á margan hátt, nokkuð fyrirsjáanlegar plötur. Slíkt fer Waits ekki vel. Á Real Gone er eins og Waits sé hins vegar knúinn áfram sem aldrei fyrr af þörfinni til að leita og skapa eitt- hvað nýtt. Yfir plötunni er hressandi súrrealískur bragur (les: súrreal- ískari en áður), líkt og hér fari tón- list við ógerða Twin Peaks þætti. Til- raunastarfsemin (einkanlega með tilliti til hljóms) er rík en yfirgnæfir þó aldrei lagasmíðarnar. Waits hef- ur einstaka sýn á hvernig standa skal að málum í popp/rokklandi og er Real Gone glögg birtingarmynd þess. TÓNLIST Erlendar plötur Tom Waits - Real Gone  Arnar Eggert Thoroddsen Annars staðar ♦♦♦ BANDARÍSKI leikarinn Tom Hanks hefur í mörg horn að líta um þessar mundir. Hann var meðfram- leiðandi og „lék“ og talaði fyrir öll helstu hlutverkin í tölvuteiknimynd- inni Norðurpólshraðlestinni, sem frumsýnd er hér á landi um helgina. Næst birtist hann svo í litlu hlut- verki Elvis-eftirhermu í gam- anmyndinni Elvis Has Left The Building eftir Joel Zwick, hinn sama og gerði My Big Fat Greek Wedd- ing. Þar er Kim Basinger í hlutverki konu sem fæddist á Elvis-tónleikum og finnst hún því vera bundin rokk- kóngnum sérstökum böndum. Ný nýverið félst Hanks loksins á að taka að sér hlutverk dulmáls- sérfræðingsins og háskólaprófess- orsins Robert Langdons í kvik- myndagerð á hinni geysivinsælu skáldsögu Dans Browns Da Vinci- lyklinum. Vinur Hanks, Ron How- ard, gerir myndina. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin til sýningar vorið 2006. Hanks hefur tekið að sér tvö önn- ur aðalhlutverk; sem leyni- lögreglumaður sem ákveður að taka upp 27 ára gamla rannsókn á morði á vini sínum í myndinni A Cold Case eftir Mark Romanok (One Hour Photo) og sem fjárhættuspilari og svindlari sem neyðist til að taka að sér son sinn þegar barnsmóðirin fær taugaáfall í The Risk Pool eftir Lawrence Kasdan (Body Heat, Big Chill). Kvikmyndir | Tom Hanks hefur í mörg horn að líta Lestarvörður, Langdon og leynilögga Tom Hanks – eða tölvumyndin af honum – í hlutverki lestarvarðarins í jóla- myndinni Norðurpólshraðlestinni sem frumsýnd er hér á landi um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.