Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 61

Morgunblaðið - 03.12.2004, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 61 ÞAÐ er dýrmætt hverri þjóð að eiga eins tilkomumikinn söngvara og Ragnar Bjarnason. Í hálfa öld hefur hann yljað okkur um hjartaræturnar með söng sínum, drifið okkur út á dansgólfið eða tendrað ástareldinn en óþarfi er að fjöl- yrða hér frekar um ríkulegt framlag hans til íslenskrar tónlistar. Vertu ekki að horfa gefur Ragnar út í tilefni af tveimur stóráföngum í lífi sínu, sjötugsafmæli og hálfrar aldar söngafmæli og er platan sem slík verðug og vel það. Hefur hún að geyma 16 lög sem eru Ragnari kær, sem þýðir að þau eru stórum hluta þjóðarinnar kær einnig. Valið er líka að mestu gott, hver dægurlagaperl- an á fætur annarri í svo gott sem óaðfinnanlegum flutningi Ragnars og valinkunnra listamanna sem klár- lega hafa lagt sig alla fram, til að sýna Ragnari sem mestan sóma en einnig vegna þess að þar fara hver um annan þveran fagmenn fram í fingurgóma. Þórir Baldursson á hér stórleik, sem endranær, en hann leikur á hljómborð ýmiss konar og útsetur af stakri smekkvísi flest lögin á plöt- unni. Útsetningar hans henta full- komlega Ragnari, skyggja aldrei á þessa mögnuðu rödd hans, hljóð- færasláttur svo mjúkur og blíður en í senn fullur af sveiflu og innileika þegar svo ber við. Þannig gerir Þórir ákaflega vel við nýjar upptökur af tveimur lögum Ragnars á plötunni, hið sígilda „Barn“ sem hann samdi við ljóð Steins Steinars og „Móð- urást“, nýtt og sérlega fallegt lag sem Ragnar hefur samið við texta föðurbróður síns Ágústs Böðv- arssonar, sem hann orti til ömmu Ragnars, Ragnhildar Teitsdóttur. Nokkrar sígildar perlur eru hér í nýjum og breyttum útsetningum. Árni Scheving hefur fært „Nótt í Moskvu“ nær rótum sínum með að- stoð félaga úr Fóstbræðrum, rúss- neskari takti og gítarleik Vilhjáms Guðjónssonar sem leikur á kúb- verskan soulgítar. Tók það nokkur skipti að venjast breytingunni en það tókst og útsetningin verður að teljast djörf og vel heppnuð. Þá hef- ur Björn Thoroddsen gert afbragðs- góða og sveifluríka útsetningu á „Komdu í kvöld“ eftir Jón Sigurðs- son. Tríó Björns flytur afar vel og söngur Ragnars afbragð, hærri en vanalega og hæfilega djassaður. Hefðbundnari eru útsetningar Þóris á „Caprí Catarínu“ og Árna Schev- ing á „Vorkvöldi í Reykavík“, „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ og hinu undurfagra„Vor við flóann“ sem öll eru fantavel flutt af Ragnari, sér í lagi hið síðastnefnda sem er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og stendur. Ekki sætti ég mig eins vel við þátt Milljónamæringanna á plötunni, trú- lega vegna þess að lögin sem Ragnar syngur með þeim falla einfaldlega ekki nægilega vel að heildarmynd- inni, þótt þeir Páll Óskar og Bjarni Ara fari vel með lögin með Ragnari. Betur virkaði svolítið glannalega en hæfilega kærulaus reggíútsetning Sigtryggs Baldurssonar á „Úti í Hamborg“, sem vinur Sigtryggs Bogomil Font syngur með fínum leikrænum tilþrifum ásamt Ragnari. Dúett Ragnar og Guðrúnar Gunn- arsdóttur í „Heyr mína bæn“ er og afar fallegur enda Guðrún með nægilega þroskaða rödd til að hún geti fallið að rödd Ragnars. Sama verður því miður ekki sagt um dúett sem Ragnar syngur með Silju Ragn- arsdóttur í „Treystu á mig“ íslensk- aðri útgáfu Kristjáns Hreinssonar á ballöðu Cole Porters „True Love“. Silja er virkilega góð söngkona en miðað við þennan flutning þá er mér til efs að svo sígilt dægurlag henti rödd hennar, sérstaklega í samsöng með dægurlagasöngvara af gamla skólanum. Legg ég hinsvegar til að hún spreyti sig við gott tækifæri á vandaðri kántríballöðu, því hún virð- ist vera með þessa fágætu og eft- irsóttu sveitasöngvarödd sem er svo vinsæl um þessar mundir. Vertu ekki að horfa er í flesta staði hin prýðilegasta plata og verð- ugur vitnisburður um söngvara sem ennþá nýtur hins ljúfa langa sumars – eins og hann sjálfur syngur um í fallegu lagi Gunnars Þórðarsonar – og virðist ekkert útlit fyrir að laufin séu tekin að falla. TÓNLIST Íslenskar plötur Ragnar Bjarnason syngur valin lög eftir ýmsa höfunda. Fram koma auk hans: Þórir Baldursson útsetningar, píanó, harm- onikka, orgel. Árni Scheving útsetningar, víbrafónn, harmónikka. Jón Sigurðsson út- setningar. Vilhjálmur Guðjónsson gítarl, mandólín, soul. Sigurður Flosason saxo- fónn, piccoloflauta. Alfreð Alfreðsson trommur. Josef Ognibene horn í lagi nr. 10. Sigtryggur Baldursson útsetning, slag- verk, trommur. Söngur: Guðrún Gunn- arsdóttir, Silja Ragnarsdóttir, Bogomil Font, Páll Óskar Hjálmtýsson, Bjarni Ara- son. Borgardætur. Sumargleðin. Félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum. Tríó Björn Thoroddsen. Milljónamæringar. Upp- tökustjóri Gunnar Smári Helgason. Upp- tökur fóru fram í hljóðveri FÍH við Rauða- gerði í Rvík. ágúst 2004. Ragnar Bjarnason – Vertu ekki að horfa  Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Eggert Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir fara ákaflega vel með „Heyr mína bæn“ í útsetningu Árna Scheving. Ljúfa langa sumar COLDPLAY hefur samþykkt að leika á tónleikum 1.372 metra yfir sjávarmáli, nærri Everest-fjalli í Nepal. Hljómsveitin gefur vinnu sína, en tónleikarnir eru haldnir til styrktar nepalskri góðgerð- arstofnun fyrir börn. Gítarleikari Coldplay, Jonny Buckland, segir að sveitarmenn hlakki afar mikið til. „Maður fær ekki að spila á stað eins og þessum á hverjum degi,“ segir hann. Tónleikarnir fara fram á Kathmandu-þjóðar- leikvanginum. Tónlist | Góðgerðartónleikar í Nepal Coldplay hátt uppi Vonandi eru Chris Martin og fé- lagar ekki lofthræddir?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.