Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 35
Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Björns- dóttir leikskóla- kennari. „Hefðirnar, fjöl- skyldan og jólaund- irbúningurinn á leik- skólanum.“ HVAÐ ER ÓMISSANDI Á JÓLUM? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 35 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnarnesi, s. 561 1680 Glæsilegt úrval af yfirhöfnum LOKSINS ÁÍSLENSKU! 5-kallarnir fimu úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Queer Eye for the Straight Guy vita manna best hvernig karlmenn geta bætt útlit sitt og innlit, matreiðslu, hárgreiðslu, háttalag og gert lífið skemmtilegra. Nú hafa þeir skrifað bók sem hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Hinsegin hollráð fyrir svoleiðis karlmenn er stórskemmtileg, gagnleg og smart bók í frábærri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Betur sjá hýr augu en auga – hinsegin hollráð fyrir svoleiðis karlmenn Flott gjöf fyrir stráka á öllum aldri! Konur, takið mennina með! Gísli Rúnar Jónsson og Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari kynna bókina í Hagkaupum Kringlunni kl. 15.30 og í Smáralind kl. 16.30 í dag og á morgun. Þeir verða til skrafs og ráðagerða um allt sem viðkemur innliti og útliti! BÓKIN FÆST Í TVEIMUR LITUM! www.salkaforlag.is I Í NÚ ÞEGAR tími aðventu og jóla fer í hönd er mikið um samveru- og gleðistundir. Gleðistundum sem þessum fylgja oft kræsingar og góð- gæti. Það er gott og blessað og hluti af okkar menningu. Samt má velta því fyrir sér hvort ekki megi gæta hófs í neyslu sætinda og gosdrykkja á þessum árstíma sem öðrum. Kannanir sýna að við borðum allt of mikið af sykri og drekkum allt of mikið af sætum drykkjum. Hvert mannsbarn á Ís- landi neytir að meðaltali 50,9 kg af sykri á ári á meðan sykurneysla flestra ann- arra þjóða er mun minni. Sem dæmi má nefna að sykurneysla Finna er að með- altali 33,4 kg á mann á ári. Hins vegar neytum við að meðaltali 119 kg af græn- meti og ávöxtum á ári en meðaltalsneysla Finna er 151 kg á ári. Þessar tölur gefa okkur ákveðna innsýn í okkar neyslu- venjur, samanborið við aðra, og benda til þess að hér megum við heldur betur taka okkur á. Öll viljum við halda tönnum okkar heil- brigðum og fallegum alla ævina. Það er því mikilvægt að huga vel að forvörnum og vera vakandi yfir neysluvenjum okkar og barnanna okkar. Vinsamleg tilmæli til jólasveinanna Jólasveinarnir eru nú að koma niður af fjöllunum, hver á fætur öðrum, til þess að gleðjast með okkur hinum sem búum til sjávar og sveita. Þegar þeir koma til byggða eru þeir sannkallaðir gleðigjafar – syngja og tralla og gefa góðum börnum glaðning í skóinn. En okkur langar að biðja jólasveinana að hafa eft- irfarandi í huga: Kæru jólasveinar, við hjá Lýðheilsustöð viljum biðja ykkur að gæta hófs í sælgæt- isgjöfum. Það er mikið sæl- gæti í boði fyrir börnin okkar. Í matvöruverslunum og sjopp- um eru heilu sælgætisbarirnir og blessuð börnin horfa þar löngunar- augum á litadýrðina. Sumir foreldrar reyna að stemma stigu við sælgæt- isneyslu barnanna með því að hafa ákveð- ið skipulag á sætindaáti, t.d. með því að hafa sérstakan nammidag aðeins einu sinni í viku. Við hvetjum því alla jóla- sveina til að gefa börnum frekar ávexti, t.d. epli, mandarínur, vínber, eða bara lít- il leikföng eða bækur. Foreldrar og börn athugið  Tennurnar eru jafn viðkvæmar í des- ember eins og aðra mánuði ársins.  Byrjum ekki daginn á neyslu sælgætis. Það er slæmur siður á öllum árstímum.  Barnatennur og nýuppkomnar tennur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir tann- skemmdum.  Til þess að draga úr hættu á tann- skemmdum skiptir meira máli hversu oft við neytum sykurs en hversu mikils.  Sælgæti sem klístrast við tennurnar, t.d. karamellur, hlaup og lakkrís, er lengi að eyðast af yfirborði tannanna. Á meðan liggja tennurnar í sýrubaði.  Nauðsynlegt er að bursta tennurnar vel og vandlega kvölds og morgna með flúortannkremi.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA|Lýðheilsustöð Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí Jóhanna Laufey Ólafsdóttir, verkefnastjóri tannheilsu hjá Lýðheilsustöð. FASTEIGNIR mbl.is ÞRÖNGAR buxur eru næstalgengasta orsök þess að far- símar bila, að því er könnun Siemens í Svíþjóð leiddi í ljós, en greint er frá henni á vef Berlingske Tidende. 300 manns tóku þátt í könnuninni. Algengustu ástæður fyrir biluðum gemsum voru rigning eða högg á símann. Þröngir og litlir buxnavasar komu einnig sterkir inn. Hér eru tíu algengustu ástæðurnar:  Að missa símann á jörðina  Þröngar buxur  Að nota símann í rigningu  Að fleygja símanum á jörðina  Hundur eða barn kemst í símann  Að missa símann í klósettið  Að missa símann í vatn  Að gleyma símanum á bílþakinu  Sviti kemst í símann vegna íþróttaiðkunar  Að missa símann í snjóinn Hvers vegna bila gemsarnir? Hefðirnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.