Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 67
SANNKÖLLUÐ jólastemmning er komin í húsið á Gljúfrasteini, hús Halldórs Laxness og fjölskyldu hans sem nú er orðið safn. Guðný dóttir skáldsins hefur hjálpað til við jólaundirbúninginn í ár og dekkað upp borðið í borðstofunni eins og gert var á aðfangadagskvöld á heimili hennar, sett fram sérstakt dúkkuhús og dúkkusafn sem stillt var upp á jólum en átti annars samastað í skrifstofu Halldórs. 3.000 manns í heimsókn Að sögn Guðnýjar Dóru Gests- dóttur, forstöðumanns safnsins að Gljúfrasteini, hefur aðsókn í húsið verið talsverð síðan safnið var opn- að fyrir almenningi 4. september síðastliðinn. „Frá því að við opn- uðum hafa komið yfir 3.000 manns hingað, sem er talsvert með tilliti til þess að við höfum ekki auglýst mik- ið, heldur hefur þetta einfaldlega spurst út,“ segir hún. „Við höfum fengið marga hópa, flesta af Íslend- ingum, en þó reyting af ferðamönn- um líka. Við eigum von á að straum- ur þeirra aukist með vorinu.“ Guðný bætir við að margir Ís- lendingar séu skiljanlega spenntir að heimsækja þetta hús, sem er nú loks opið almenningi. „Fólk hefur lesið sögur Halldórs og flestir vita nokkuð mikið um hann, en fáir hafa komið inn í húsið. Ég held að það veki forvitni margra. Það sem ég er ánægðust með er að fólk hefur farið héðan brosandi, og það er auðvitað besta kynningin.“ Gestir á Gljúfrasteini fá heyrn- artól við komuna með hljóð- leiðsögn, sem hefur mælst afar vel fyrir. „Fólk getur þannig upplifað stemmninguna í húsinu. Auður Laxness lýsir hinum ýmsu hlutum í húsinu, og maður heyrir líka í Hall- dóri. Rúnturinn tekur um hálf- tíma,“ útskýrir Guðný. Að auki hef- ur verið sett upp margmiðlunarsýning í bílskúrnum, þar sem einnig er verslun með bæk- ur Laxness og fleiri hluti. Upplestur úr nýjum bókum Bókmenntadagskrá hefur verið skipulögð á Gljúfrasteini nú fyrir jólin með upplestrum rithöfunda úr bókum sem komið hafa út að und- anförnu. Þeir Halldór Guðmunds- son, Þórarinn Eldjárn og Jónas Ingimundarson riðu á vaðið um síð- ustu helgi og mæltist það afar vel fyrir, að sögn Guðnýjar. „Það var þétt setið og sumir þurftu að standa eða sitja í tröppunum frammi. En það var voða notaleg stemmning og heimilisleg, og það á auðvitað ekk- ert betur við í þessu húsi en að lesa upp. Það var líka gaman að fá Auði sem kom og fylgdist með, og hafði gaman af,“ segir hún að síðustu. Á morgun munu Gerður Kristný, Bragi Ólafsson, Einar Már Guð- mundsson og Kristín Ómarsdóttir lesa upp úr bókum sínum kl. 15.30. Næsta sunnudag á sama tíma mun síðan verða síðasti upplesturinn fyrir jólin, þegar Pétur Gunn- arsson, Haukur Ingvarsson, Birna Anna Björnsdóttir og Auður Jóns- dóttir lesa upp úr bókum sínum, en sú síðastnefnda er einmitt barna- barn skáldsins og nafna ömmu sinn- ar. Bókmenntir | Jólastemmning á Gljúfrasteini Auður Laxness mætti ásamt fjölmörgum góðum gestum á upplestur á Gljúfrasteini um síðustu helgi. Hér er hún með þeim sem lásu upp úr bókum sínum: Jónasi Ingimundarsyni, Þórarni Eldjárn og Halldóri Guðmundssyni. Borðstofuborð heimilisins hefur verið dekkað upp eins og gert var á að- fangadagskvöld hjá Halldóri Laxness og fjölskyldu hans. Þétt setið en notaleg stemmning ingamaria@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 67 MENNING SÝNING kanadísku listakon- unnar Ericu Eyres, „It’s for the best“, verður opnuð í Gallerí Dverg í kvöld kl. 20. Erica Eyres fæddist árið 1980 í Winnipeg, Kanada. Árið 2002 lauk hún BFA-gráðu í myndlist við Há- skólann í Manitoba, Kanada og útskrifaðist nú í ár með MFA- gráðu frá Listaakademíunni í Glasgow, Skotlandi, þar sem hún er nú búsett. Á sýningunni sýnir Erica ný verk. Fyrst má þar nefna vídeó- verkið „Without Arms“, háðslega heimildarmynd um fjórar vinkon- ur sem stofna stjórnmálaflokk á menntaskólaárunum og ákveða í sameiningu, sem yfirlýsing- araðgerð, að höggva af sér hægri handlegginn. Nokkru síðar ákveður ein þeirra að láta sauma handlegg sinn aftur á sig. Afleið- ing þess er að hún einangrast frá hópnum og neyðist til að draga sig úr honum. Í myndinni koma konurnar fram í viðtölum og eru nafnlausar og einkennalausar. Meðfram sýningu myndarinnar sýnir Erica líka röð teikninga sem sýna afskræmdar fegurð- ardrottningar. Þær brosa stoltar til áhorfandans, prýddar kór- ónum og gapandi holum í andlit- unum. Þær virðast vongóðar og tilbúnar til keppni, þrátt fyrir viðbjóðsleg sárin. Líkt og kon- urnar í vídeóverkinu „Without Arms“, eru fegurðardrottning- arnar nafnlausar. Nöfn þeirra og vísanir í heimalönd þeirra eru klipptar út. Teikningarnar og vídeóverkin eru hvort tveggja skopstælingar á gjörningum 7. áratugarins, þar sem mikið var unnið með sjálf- skapaðan sársauka til þess að hneyksla áhorfendur og bjóða þeim birginn. Með verkum sínum varpar Erica upp spurningum varðandi þrána um raunverulega og ímyndaða frægð. Sýningin gerir óskýra línuna milli hláturs og vorkunnar, hæðist að striti kvenna fyrir viðurkenningu, og íhugar hversu langt þær ganga í fórnum sínum. Myndlist | Erica Eyres í Galleríi Dvergi Háðsk ádeila á strit og frægðardrauma Afskræmd fegurðardrottning úr röð teikninga í Galleríi Dvergi. Gallerí Dvergur er í kjallara að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudags, kl. 18–20 og eftir sam- komulagi til 26. desember. Lokað verður 24. og 25. des. Á Þorláksmessu býður Gallerí Dvergur gestum sinum upp á jóla- drykk kl. 22–23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.