Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 16
16 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þórunn Björnsdóttir er fædd og uppalin í Svínadal íSkaftártungu. Hún bjó í Skaftártungunni þar til húnfluttist að Giljum I í Mýrdal árið 1943, ásamt Ólafi
Péturssyni eiginmanni sínum. Ólöf var sjö ára þegar Katla
gaus í október 1918. Hvernig skyldi gosdagurinn vera í
minningunni?
„Það var akkúrat eins og væru svo miklar skruggur og
ljósagangur að það varð eins bjart inni um hánótt og um
miðjan dag. Það voru svo miklir glampar og lætin alveg
óskapleg, eins og þegar mikill skruggugangur er. Svona
gekk þetta í marga daga og nætur,“ segir Þórunn.
Gosmökkurinn lá mikið yfir hjá þeim í Svínadal og ösku-
fallið var mikið. „Það komu sandskaflar í gilin eins og væru
snjóskaflar. Svoddan voðaleg ósköp af ösku sem kom fyrir
austan, miklu meira en í Mýrdalnum.“
Þórunn segir að frænka sín, Ólöf Gísladóttir í Gröf í Skaft-
ártungu, hafi séð í nokkra daga fyrir gosið að olíulampi í
loftinu var farinn að hreyfast sitt á hvað. „Henni datt strax í
hug Katla,“ segir Þórunn. „Svo kom Katla rétt á eftir með
þessum látum.“
Þórunn segir að börnin í Svínadal hafi verið hrædd við
lætin sem fylgdu gosinu. „Fyrstu nóttina sem gaus var
gömul kona, sem var á sveitinni og fór á milli bæja, stödd
hjá okkur. Ég vakti þessa nótt, svaf ekki mikið. Þá gellur í
kerlingunni: Hverslags læti eru þetta, hvaða skruggugangur
er þetta? Þetta var alveg eins og ljósagangur, en hún vissi
ekkert hvað var að gerast. Svo kom askan, það varð alveg
dimmt. Ég man að þá varð ég mikið hrædd. Þegar birti af
öskunni seinni part dags gerðist nokkuð sem ég skil ekkert í
enn í dag. Þá vorum við Jón bróðir minn, sem nú er nýflutt-
ur að Kirkjubæjarklaustri úr Svínadal, send æði langa leið út
á Hól sem kallað var. Hann var þá sex ára og ég sjö. Við vor-
um send til að loka húsinu hjá fénu. Mikið stukkum við! Við
vorum svo hrædd við að allt yrði dimmt aftur.“
Þórunn segir að fullorðna fólkið hafi ekki verið síður
hrætt við gosið en börnin. „Fullorðna fólkinu var mjög illa
við þetta. Við vorum líka hrædd, krakkarnir. Hundar og
hross óttuðust þessi læti og drunur. Rétt eins og þegar er
ljósagangur og skruggur. Hross eru hrædd við það. Hund-
arnir voru alveg vitlausir, brjálaðir, og öskruðu inni í húsi.“
En hefur gosið setið í Þórunni?
„Nei, þetta hefur ekkert setið í mér. Þótt hún komi núna
þá verður hún ekki nærri eins mikil og 1918. Það eru búin að
koma svo mörg flóð úr jöklinum. Þegar hún gaus 1918 var
stór bunga upp úr jöklinum. Núna er ekki nokkur bunga. Ár-
ið 1955 kom þetta óskaplega vatn í Múlakvísl og tók brúna í
burtu. Það var allt úr jöklinum. Það var mikið vatnsflóð og
flóði um allar eyrar og út undir Vík.“
Þórunn minnist ferðar yfir Mýrdalssand með Sveini
Sveinssyni í Ásum. „Þegar við hituðum kaffi í Hafursey
sagði hann: Láttu ekki sjóða í katlinum, við erum að flýta
okkur! Hann reið svo hart.“ Þórunn segir einnig frá Jóhanni
Pálssyni í Hrífunesi, sem var að koma úr Álftaveri þegar
hlaupið kom. „Hann dembdi sér út á Hólmsárbrúna og þeg-
ar hann var að koma norðuryfir fór suðurendinn á brúnni og
svo fór hún öll. Það munaði litlu með hann. Þetta er fljótt að
koma, ef hún kemur. Það kemur hér fólk að sunnan og seg-
ist hlakka til að sjá Kötlu þegar hún kemur. Ég hlakka ekki til
að sjá hana aftur, ekki eins og hún var þá. Askan var hræði-
leg. Ef vindurinn verður á austan kemur hún hér. Katla kem-
ur ábyggilega ekki meðan ég er lifandi.“
Svo þú lifir ekki í ótta við Kötlu?
„Nei, ekki nokkrum. Sumir eru að tala um að hún fari yfir
Víkina [Vík í Mýrdal]. Hún fer ekkert yfir hana. Þegar jarð-
skjálftinn kom sumarið 2000 kom dóttursonur minn hlaup-
andi hér inn og sagði að Katla væri að koma. Nei, sagði ég.
Þetta er engin Katla. Hann hentist hér austur á brún að sjá
norður úr, en ég sagði honum að vera ekki að því. Það yrðu
miklu meiri læti þegar Katla kæmi.“
Þá varð ég mikið hrædd
Þórunn Björnsdóttir, húsfreyja á Giljum I í
Mýrdal, er fædd 15. ágúst 1911. Þórunn
átti heima í Svínadal í Skaftártungu þegar
Katla gaus 1918.
Katla er góður nágranni og góðurvinnuveitandi, að sögn Bene-dikts Bragasonar, fram-
kvæmdastjóra Arcanum-ferðaþjónust-
unnar. Andrína og Benedikt búa á
Ytri-Sólheimum I, rétt við Jökulsá á
Sólheimasandi. Þaðan liggur vegur upp
að jökulbrún þar sem er skáli og aðal-
bækistöð jöklaferðanna.
„Katla gefur mikið líf í ferðirnar og
við gerum mikið af því að útskýra jökla-
fræðina og eldfjallafræðina fyrir útlend-
ingum,“ sagði Benedikt. „Við höfum
farið upp á jökul í leiðinlegu veðri og
getum þá sagt frá jarðfræðinni og eld-
gosunum. Það bjargar alveg ferðunum
að geta haft fræðsluna þarna uppi, þótt
veðrið byrgi fyrir útsýnið.“
Benedikt segir að þau í Arcanum
beri fulla virðingu fyrir Kötlu og sé vel
ljóst að hún geti bært á sér. Til er við-
bragðsáætlun fyrir starfsemi Arcanum
á Mýrdalsjökli og eiga allir starfsmenn
fyrirtækisins að vita hvernig þeir eiga
að bregðast við ef eitthvað gerist.
„Ég treysti því að þessir karlar, sem
ég hef verið að aðstoða hér upp frá
[jarðvísindamenn], hringi í mig ef hún
fer að yggla sig. Mig langar ekkert mikið
til að vera þarna uppi ef hún fer af
stað,“ segir Benedikt og kinkar kolli í átt
að jöklinum.
Andrína er gjaldkeri Arcanum og tek-
ur virkan þátt í jöklaferðum sem farar-
stjóri. Hún segir að þau hjá Arcanum
verði yfirleitt ekki vör við að fólk sé
hrætt við að fara á Mýrdalsjökul. Þó
hafi borið á því, fyrst eftir hlaupið 1999,
að ferðaskrifstofur hafi verið ragar við
að senda fólk.
„Starfsfólk í stóru íslensku fyrirtæki
hafði pantað ferð, en svo kom ekki
nema þriðjungurinn þegar kom í frétt-
um að liðið hefði yfir jarðvísindamann
vegna jöklafýlu úr Jökulsá á Sólheima-
sandi,“ segir Andrína. Þess má geta að
jöklafýlan hefði þurft að vera ákaflega
megn til að berast alla leið upp á jökul-
inn. Benedikt segir að síðar hafi komið í
ljós að ónot mannsins hafi stafað af
öðrum toga. Hann segir einnig að
mörgum þyki mjög spennandi að hafa
farið upp á Kötlu.
„Við fylgjumst vel með Kötlu. Það
byrja allir dagar hér á því að athuga
jarðskjálftakortið á Veðurstofuvefnum
og veðrið. Við fylgjumst vel með þessu,
því við ætlum ekki að stefna fólki í erf-
iðleika,“ segir Benedikt. Honum finnst
Katla heldur hafa róast undanfarin tvö
ár. „Árið 2002 voru yfir 900 skjálftar í
Goðabungu í nóvembermánuði. Í ár hef-
ur það oft gerst að jökullinn er tær á
skjálftakortinu – engir skjálftar í 48
tíma.“ Benedikt segist hafa tekið eftir
því að jöklafýla, eða brennisteinsfnykur,
úr Jökulsá á Sólheimasandi hafi minnk-
að að undanförnu. Áin, sem stundum er
nefnd Fúlakvísl vegna lyktarinnar, hafi
jafnvel verið lyktarlaus nokkrar vikur í
senn.
Katla er góður
nágranni
Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir reka
Arcanum-ferðaþjónustuna. Þau hafa sérhæft sig í ævin-
týraferðum á snjó og jöklum og bjóða meðal annars upp á
ferðir um Mýrdalsjökul.
TENGLAR
..............................................
www.snow.is
Morgunblaðið/RAX
Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason uppi á Mýrdalsjökli.
Svein Sveinsson. Ég fór með honum yfir
sandinn nokkrum sinnum. Fyrst eftir að
ég flutti hingað átti ég fé fyrir austan og
fór stundum með honum. Hann vildi aldr-
ei stoppa nema sem minnst á sandinum
og reið hratt. Hann var léttur karlinn og
fór hratt yfir. Hann orðaði það aldrei
hvers vegna hann vildi flýta sér yfir.“
Ólafur segir að það hafi verið mikil
mildi að ekki varð neitt manntjón í Kötlu-
gosinu 1918. En hafði gosið mikil áhrif á
fólk í Vík?
„Það sváfu allir sínum fastasvefni. Það
var ekkert talað um að flytja fólk úr þorp-
inu í Vík. Það voru tvö eða þrjú hús uppi á
Bökkunum og svo bæirnir Norður- og
Suður-Vík. Það var bara verið í sínum
húsum.“
Er enginn ótti við Kötlu í Mýrdalnum?
„Menn vita að þetta getur verið
hættulegt og haft geigvænleg afdrif. En
nú eru samgöngurnar orðnar svo hraðar
yfir Sandinn að það er ólíklegt að það
verði manntjón.“ Ólafur bendir á að jarð-
skjálftamælar segi til um hvað sé að ger-
ast og settar hafi verið upp varnir við af-
leiðingum goss. Menn séu undir það
búnir að loka veginum beggja vegna Mýr-
dalssands.
„Sumarið 1918 var sandurinn þurr. Það
kom ekkert vatn undan jöklinum allt
sumarið – það er altalað – bara vatn úr
afréttinum. Ekkert undan jöklinum. Nú
kemur óhemju vatn undan jöklinum á
hverju einasta sumri, bæði í Múlakvísl og
Leirá. Það bendir nú ekki til að það sé að
safnast upp mikill vatnsforði. Það verður
stundum alveg flugvatn í Múlakvísl á
sumrin.“
En hvernig nágranni er Katla?
„Ég held að það verði að segja að
þetta sé slæmur nágranni. Það held ég.“
Ólafur segir að í gosinu 1918 hafi þrír bæ-
ir í norðanverðri Skaftártungu farið í eyði
á tímabili og búskapur alveg lagst af á
Svartanúpi vorið eftir. Búlandssel fór í
eyði um stundarsakir en byggðist aftur í
nokkur ár. Ljótastaðir voru yfirgefnir í eitt
ár. „Norðurtungan fór og austur á Síðu-
afrétt, en lágsveitirnar sluppu miklu bet-
ur við öskuna en uppsveitirnar, Skaftár-
tungan og Síðan.“
En hvað finnst Ólafi um þegar talað er
um að Katla fari aftur að láta á sér
kræla?
„Það eru jarðfræðingarnir og þeir sem
búa lengra í burtu en við, sem tala um
það,“ sagði Ólafur. Hann segir að þau á
Giljum I hafi ekki sérstakar áhyggjur af
Kötlu. „Ég veit ekki hvernig er niðri í Vík –
með þetta unga fólk. Fólk hérna í sveit-
inni minnist ekki á Kötlu,“ sagði Ólafur og
hló við. „Það er ekki að tala um það,
Katla er geigvænlegt eldfjall. Afleiðingar
eldgoss geta verið skelfilegar. Það er
helst á hvaða tíma hún kæmi. Ef hún
kæmi að hásumri og dembdi yfir álíka
miklu öskufalli og gerði 1918 þá væri það
bara dauði í búskapnum með féð.“
Ólafur Pétursson er fæddur oguppalinn að mestu í Vík í Mýrdalfram yfir fermingu. Svo var
hann á Búlandi í Skaftártungu þar til
hann fluttist að Giljum I í Mýrdal, ásamt
Þórunni Björnsdóttur eiginkonu sinni, ár-
ið 1943. Ólafur var á 10. ári, þegar Katla
gaus hinn 12. október 1918. Hann man
greinilega eftir gosinu.
„Það var blíðskaparveður þennan dag
og fyrripart dags verið að skipa út salt-
kjötstunnum í vélbátinn Skaftfelling og
eins þrjá eða fjóra mótorbáta úr Eyjum.
Seinnipart dagsins kom snarpur jarð-
skjálftakippur og í því gýs Katla. Ég sem
strákur, níu ára gamall, átti heima undir
bökkunum vestur í þorpinu. Ég stökk upp
á bakkana til þess að horfa á mökkinn al-
veg til himins. Það sá svo vel á jökulinn úr
Víkinni. Það var ládauður sjór og svo sá
ég að það kom alda, stór flóðbylgja, sem
stefndi til landsins og brotnaði við fjöru-
borðið.“ Ólafur segir að flóðbylgjan hafi
ekki gengið hátt á land. „Ef Katla kæmi
þegar mikið brim væri, ofsabrim eins og
stundum gerir við ströndina, og hásjávað
þá veit maður aldrei hvað gæti skeð.“
Það gerði ekki mikið öskufall í Mýr-
dalnum og olli ekki neinu verulegu tjóni,
að sögn Ólafs. „Það varð svart yfir en
bara þunnt lag. Það var suðvestanátt
eiginlega allan tímann sem gosið stóð yf-
ir og dembdi öskunni til norðausturs. Sér-
staklega fór Skaftártungan mjög illa út úr
því. Ég man eftir því að þetta fauk eitt-
hvað til um veturinn í Tungunni. Þetta
voru heljarmiklar dyngjur í öllum giljum
og lautum.“
En var ekki mikill ljósagangur?
„Jú, það voru miklar eldingar og drun-
ur.“
Sláturtíð stóð sem hæst, en daginn
sem Katla gaus höfðu fjárrekstrar aust-
an yfir Mýrdalssand, af Síðunni og því
svæði öllu, verið kyrrsettir því það vant-
aði tunnur undir kjöt. Þá var allt kjötið
saltað. „Sveinn Sveinsson, faðir Runólfs
og afi þeirra Sveins landgræðslustjóra í
Gunnarsholti og Halldórs yfirdýralæknis,
bjó þá í Ásum. Hann sendi tvo vinnu-
menn sína til Víkur þennan morgun með
hestvagna og segir við þá: Þið skulið ekki
stoppa með lestina í Hafursey (sem var
áningarstaður). Það fer annar ykkar á
undan og hitar kaffi. Þegar hinn kemur
með lestina tekur hann við og heldur
áfram. Þetta gekk svona og þeir urðu
einskis varir. Það var mikið skrölt í vögn-
unum og hávært. Þegar þeir koma rétt
upp úr Múlakvíslarfarveginum mæta þeir
Lofti Jónssyni á Höfðabrekku. Hann var
þá í Vík og segir við þá: Mikið gengur á!
Þetta var rétt vestan við farveginn og
þeir vissu ekki neitt [um jökulhlaupið]
fyrr en þeir litu við!“
En veit Ólafur hvað olli því að Sveinn
varaði menn sína við að tefja á Sand-
inum?
„Það var nú svo einkennilegt með
Katla er geig-
vænlegt eldfjall
Ólafur Pétursson, bóndi á Giljum I í Mýrdal, er fæddur 12. júní
1909. Hann átti heima í Vík í Mýrdal þegar Katla gaus 1918.
Morgunblaðið/RAX
Hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir, á Giljum I í Mýrdal, muna bæði Kötlugosið 1918.