Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 18
18 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir ferð með Dettifossi frá Reykjavík til Hull
á Englandi kom Halldór Laxness til Barcelona
í september 1933. Á móti honum á járnbrautar-
stöðinni tók vinur hans og skólabróðir Helgi P.
Briem, sendifulltrúi Íslands í borginni, og með
honum var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann og
Halldór fóru á nautaat meðan á dvölinni í borg-
inni stóð.
Með Jónasi frá Hriflu á nautaati
í Barcelona 1933
Sól skein í Barcelona, en ókyrrð var ílandinu. Eftir að Alfons XIII. Spán-arkonungur hafði hrökklast frá völd-um 1931, hafði verið stofnað lýðveldi.Verkföll voru tíð og róstur á götum,
ekki síst þegar leið að þingkosningum, en fyrri
umferð þeirra var 19. nóvember 1933 og seinni
umferðin 3. desember. Stjórnleysingjar og
sameignarmenn voru öflugir í Katalóníu, þar
sem Barcelona stendur. En Spánverjar létu
óróann ekki raska venjum sínum.
Skömmu eftir komu sína fór Kiljan með þeim
Helga P. Briem og Jónasi Jónssyni frá Hriflu á
nautaat. Hringleikahúsið, þar sem það fór
fram, var sneisafullt. Það var reist eins og
Colosseum í Róm, stórt svið í miðju, en sæti
hækkandi allt um kring. Ekkert þak var yfir og
haustsólin brennandi heit. Utarlega í hringnum
sátu nokkrir menn gamla húðarjálka. Þessir
riddarar voru í sterkum brynjum úr járni og
leðri og hver þeirra með langa burtstöng í
hendi. Þegar naut æddi inn á sviðið, réðst það á
þá til skiptis. Þeir vörðu sig lítillega með burt-
stönginni. Áður en varði, hafði nautið rekið hest
á hol.
Riddarann sakaði ekki, þegar reiðskjóti hans
féll helsærður niður. Því olli brynjan og snar-
ræði hans. En þetta var aðeins forleikur. Að-
stoðarmenn nautabanans birtust með mislit
klæði í annarri hendi og örvar í hinni. Þegar
nautið rann á einn þeirra, brá hann litklæðinu
fyrir sig, vék fimlega til hliðar og stakk um leið
örvum í herðakamb nautsins. Hinir aðstoðar-
mennirnir tóku við og héldu áfram að espa dýr-
ið á sama hátt, uns það var orðið sárt og hálf-
ært. Þá steig sjálfur nautabaninn fram á sviðið.
Sá var klæddur aðskornum, þröngum búningi,
með litklæði í annarri hendi, en hárbeitt sverð í
hinni. Nautið æddi að honum. Hann brá fyrir
sig litklæðinu og hljóp til hliðar. Nautið gerði
hverja atrennuna af annarri, en nautabaninn
vék undan, uns hann komst í færi. Þá lagði
hann sverði sínu í hjartastað nautinu og særði
það til ólífis. Mannfjöldinn laust upp fagnað-
arópi. Þessi leikur var endurtekinn hvað eftir
annað. Átta naut voru drepin í þetta skipti.
Gengið á fund þýskra
nasista sumarið 1936
Kiljan sat þing PEN, alþjóðasamtaka ljóð-
skálda og rithöfunda, í Buenos Aires í sept-
ember 1936 og eftir skamma viðdvöl í Lund-
únum héldu þau hjónin, Kiljan og Ingibjörg, til
Þýskalands.
Kiljan átti brýnt erindi í Berlín. Hann þurfti
að greiða úr útgáfumálum sínum í Þýskalandi.
Þótt fyrra bindið af Sjálfstæðu fólki hefði kom-
ið út hjá Zinnen Verlag um vorið, var allt óvíst
um útkomu seinna bindisins og Sölku Völku,
sem var fullþýdd. Eftir valdatöku þjóðernis-
jafnaðarmanna réð dr. Kippenberg ekki lengur
neinu í Insel Verlag, sem hafði vísað bókinni
frá sér. Hasselbalch hafði boðið nokkrum öðr-
um þýskum útgáfufyrirtækjum Sölku Völku og
fengið góðar undirtektir. En fyrirtækin hik-
uðu, því að Kiljan var talinn kommúnisti. Hass-
elbalch hafði goldið Erwin Magnus, þýðanda
Sölku Völku í Þýskalandi, laun og dregið af
reikningi Kiljans hjá sér. Zinnen Verlag fékk
ekki heldur leyfi til að færa ritlaun Kiljans yfir í
danskar krónur. Hasselbalch skrifaði því
danska sendiherranum í Berlín bréf, sem hann
fékk Kiljan til að fara með þangað. Þar sagði:
Sá, sem færir yður þetta bréf, hinn íslenski
rithöfundur Halldór Laxness, hefur fyrir mín
orð hagað heimferð sinni frá P. E. N. þingi í
Buenos Aires á þann veg, að hann kæmi við í
Berlín, í því skyni að reyna í fyrsta lagi að fá
greitt fé, sem hann og um leið ég eigum inni hjá
Zinnen Verlag í Vín, en það hefur útibú í Berlín
að Gneisenaustrasse 66, og í öðru lagi að vísa al-
veg á bug orðasveimi, sem samkvæmt upplýs-
ingum Zinnen Verlag er á kreiki um það, að Lax-
ness eigi að vera kommúnisti. Þetta hefði að
öllum líkindum þær tvær afleiðingar, að hann
fengi ekki skuld Zinnen Verlag við sig greidda og
að lagt yrði bann við útgáfu bóka hans í Þýska-
landi. Ég er eftir að hafa fengið bréf frá Laxness
sannfærður um, að orðasveimurinn er tilhæfu-
laus. Því yrði ég sendiherranum afar þakklátur,
ef þér getið aðstoðað Laxness í að leysa þau mál,
sem valdið hafa miklum erfiðleikum síðasta hálfa
árið.
Í Berlín tók Kiljan sér gistingu á Hotel
Nordland og kom bréfinu í danska sendiráðið
föstudaginn 16. október. Þremur dögum síðar
skrifaði Herluf Zahle sendiherra kurteislegt
bréf til Hasselbalchs, þar sem hann sagðist
vera reiðubúinn að ræða, að hvaða liði hann
gæti orðið Kiljan. Sendiherrann sendi sama
dag fyrirspurn til Jóns Krabbe, fulltrúa í ís-
lenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, um það,
hvort Hasselbalch hefði rétt fyrir sér um Lax-
ness, sem hann þekkti sjálfur ekkert til.
Jón Krabbe svaraði sendiherranum nokkr-
um dögum síðar og sagðist geta veitt honum
eftirfarandi upplýsingar:
Halldór Laxness er framúrskarandi rithöf-
undur og alls ekki neinn stjórnmálamaður, áróð-
ursmaður eða þátttakandi í stjórnmálahreyfing-
um. Ég get ekkert sagt um, hverjar
einkaskoðanir hans eru, en ég hef vissulega
heyrt þann orðasveim, sem þér minnist á í bréfi
yðar, og það er hugsanlegt, að eitthvað hafi um
hann birst í íslenskum blöðum, en eins og áður
sagði hefur Laxness sjálfur engu valdið um það.
Þegar hann hefur skrifað í íslensk blöð, hefur
það verið í stjórnarblað jafnaðarmanna hér í
Reykjavík. Það sýnir, hversu mikillar almennrar
virðingar Laxness nýtur á Íslandi, að Alþingi
hefur með stuðningi allra flokka veitt honum
hæstu rithöfundarlaun, sem það veitir, 5 þúsund
krónur. Ég er sammála yður um það, að bréf
Hasselbalchs veitti yður of litlar upplýsingar til
að andmæla orðasveimi. En ef yður finnast þess-
ar upplýsingar mínar ófullnægjandi, þá getið þér
beðið Laxness, þegar hann snýr sér til yðar, að
staðfesta þær með sérstakri yfirlýsingu um, að
hann hafi aldrei tekið þátt í starfsemi komm-
únista hvorki á Íslandi né utan þess.
Kiljan fór hins vegar til Kaupmannahafnar
án þess að hafa fengið úrlausn sinna mála.
Þangað kom hann með konu sinni föstudaginn
23. október 1936. Þau leigðu sem fyrr herbergi í
Puggårdsgade 2.
Kiljan fer á miðilsfund haustið 1937
Í september 1937 dvaldi Kiljan um skeið á
Laugarvatni og kynntist þá sálarrannsóknum.
Þetta haust fékk Eggert Guðmundsson list-
málari Kiljan einnig til að sækja með sér fund
hjá Láru miðli. Eggert hafði mikinn áhuga á
sálarrannsóknum, en Kiljan vildi kynna sér ís-
lenskan miðilsfund og bera saman við þann,
sem hann hafði sótt í San Diego í ársbyrjun
1928. Meðal annarra gesta á fundinum var
gamall vinur Kiljans frá Kaupmannahöfn, Jón
Norland læknir. Kiljan var vísað til sætis beint
á móti Láru miðli. Eggert var annar maður til
vinstri við miðilinn og Jón þriðji til hægri.
Bókarkafli | Halldór Kiljan
Laxness var afkastamikill á
rithöfundaferli sínum. Á
árunum 1932–48 sem segir
frá í Kiljan, öðru bindi ævi-
sögu skáldsins eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson,
greinir frá tíma er hann
skrifaði sumar sínar helstu
skáldsögur, m.a. Sjálfstætt
fólk, Heimsljós og Íslands-
klukkuna. Í þeim kemur
fram sálarstríð Halldórs og
efi, en á sama tíma kom
hann fram út á við sem
beinskeyttur talsmaður rót-
tækra stjórnmálaskoðana,
alltaf viss í sinni sök. Hér er
fjallað um kynni Halldórs af
Jónasi frá Hriflu og handan-
heimaöflum sem og hjóna-
bands- og fjárhagsörð-
ugleika skáldsins.
Myndin er í eigu Þjóðminjasafns
Halldór Kiljan Laxness var ræðumaður á útifundi kommúnista 1. maí 1936 og hvatti til samfylkingar kommúnista og jafnaðarmanna. Hann var venjulega mjög vel
klæddur en dró við þetta tækifæri upp gömul föt, sem hann notaði ella aldrei. Konu hans, Ingu, blöskraði þetta „falserí“ eins og hún kallaði það.
Reynsla af miðli og mótlæti
Erlendur í Unuhúsi var hollvinur Kiljans. Hann lést í febrúar 1947, og til-
einkaði Kiljan honum Atómstöðina, sem kom út ári síðar. Erlendur var
önnur fyrirmynd organistans í þeirri bók, en Þórður Sigtryggsson, fasta-
gestur í Unuhúsi, hin. Þetta málverk af Erlendi gerði Nína Tryggvadóttir.
Kiljan situr við skriftir í íbúð, sem hann leigði á Vesturgötu 28 eftir að
Ingibjörg fór frá honum 1940. Árin 1940 til 1943 voru honum að mörgu
leyti erfið, en eftir það vænkaðist mjög hagur hans. Með Íslandsklukk-
unni varð hann þjóðskáld.