Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 25
reiður að heyra fólk segja að það sé
t.d. „súkkulaðifíkill“ eða „íþróttafík-
ill“.
Maður hristist og skelfur af völd-
um fíknar og það er ekkert sem get-
ur stöðvað mann þegar hún er kom-
in af stað. Engar tilfinningar til
annarra stöðva mann, – enginn vilji.
Vanmátturinn er alger, víman hefur
völdin.
Um daginn dó vinur minn, sem
var í svipaðri neyslu og ég, við vor-
um á sama aldri og höfðum verið
álíka lengi í neyslu. Hann fannst á
hótelherbergi í Amsterdam, þar sem
hann hafði látist af völdum of stórs
skammts. Hann var búinn að berjast
við þetta lengi.
Mér fannst afar erfitt að vera við
jarðarför hans, mér fannst að þetta
hefði allt eins getað verið mín eigin
útför. Það vakti mig til umhugsunar
um hve oft ég hef nærri því lent í
sömu aðstæðum og bara verið hárs-
breidd frá því að deyja af völdum
þessa sjúkdóms.
Tölfræðin segir að aðeins 5%
heróínfíkla sem vilja hætta nái því
að hætta í tvö ár. En með viðhalds-
meðferð snýst dæmið við, þá eru
95% þeirra sem vilja hætta ennþá
edrú eftir tvö ár.
Ópíumuppskeran á ári er um 60%
meiri en í fyrra, mest vegna inn-
komu Afganistans á markaðinn, en
þaðan kom lítið sem ekkert á tímum
talíbananna. Nú er metuppskera
alls staðar og hún er einmitt að
detta inn á núna. Við slíkar kring-
umstæður flýta menn sér að koma
efninu á markað og vanda því ekki
eins til framleiðslunnar né eyða
miklum tíma í að kanna gæði og
réttan styrkleika. Efnið getur verið
eins útlítandi, ljósbrúnt/kremhvítt,
og engin leið að sjá eða skynja gæði
eða styrkleika nema á rannsóknar-
stofum eða með prófum lögreglunn-
ar. Styrkleikinn getur rokkað á
bilinu frá 10% upp í 80 til 90%, örfá
korn geta skilið á milli lífs og dauða.
Styrkleikamunur getur orðið ban-
vænn.
Heróín er eins og morfín
í hundraðasta veldi
Á Íslandi búum við ekki við heróín
en akurinn er plægður. Hér eru
nokkur hundruð morfínfíklar sem
eru í daglegri neyslu og uppi er sú
skoðun að morfín og heróín séu ekki
svo frábrugðin hvort öðru. Það er
rangt, heróín er eins og morfín í
margföldu veldi. Heróín er hins veg-
ar frábrugðið áfengi og ýmsum öðr-
um vímuefnum að því leyti að víman
helst ekki nema kannski fyrstu tvö
árin, eftir það kemur viðvarandi
deyfiástand sem fólk upplifir sem
eðlilegt, en ef það tekur ekki heróín
á átta til tíu klukkustunda fresti fer
það í það skelfilegasta líkamlega
ástand sem ég hef nokkurn tíma
upplifað og heyrt um. Ég hef aldrei
getað haldið það ástand út nema fá-
einar klukkustundir án þess að taka
inn einhver mótefni. Það er það fá-
ránlega við heróínneysluna að víman
hverfur er frá líður og óttinn við frá-
hvarfið kemur í staðinn. Ef efnið er
ekki í líkamanum brennur maður
beinlínis lifandi. Hver fruma er
ánetjuð efninu og kallar á það, allur
líkaminn, öll sálin og allur karakter-
inn.“
Viðhaldsmeðferð slekkur
á fíkninni og er mikilvæg
Freyr hefur farið í margar með-
ferðir til að losna frá fíkninni – hver
var árangur þeirra?
„Í Hazelden í Bandaríkjunum
komst ég að því að til voru miklu
meiri fíklar en ég, það var lexía fyrir
mig. Þarna var ég í langtímameð-
ferð og var látinn vinna tólfspora-
vinnuna. Ég náði tveimur og hálfu
ári eftir þá dvöl, en það voru erfið
ár, mörkuð stanslausri baráttu við
fíknina, ég man ekki til að ég hafi
nokkurn tíma öðlast frelsi frá fíkn-
inni fyrr en nú í þessari viðhalds-
meðferð hjá SÁÁ.
Ég veit ekki hversu lengi ég verð í
viðhaldsmeðferð en ég myndi ekki
bjóða í að vera án hennar. Þessi
meðferð slekkur á fíkninni án þess
að hafa önnur áhrif á heilann.
En nú er ekki lengur tekið við
neinum nýjum í viðhaldsmeðferð.
Ég þekki ungan morfínfíkil sem hef-
ur verið í meðferð en fær ekki við-
haldsmeðferð vegna fjárskorts hjá
SÁÁ. Ég hef verulegar áhyggjur af
honum, hann kemur ekki til með að
hafa nein vopn gegn fíkninni. Við-
haldsmeðferðin er raunverulegt
vopn í baráttunni og mjög mikil-
vægt.“
Sigurinn er fólginn í baráttunni
Freyr á að baki langan auðgunar-
brotaferil.
„Sum auðgunarbrotin voru svo
flókin að þau voru lögleg,“ segir
hann.
„Ég er með þriggja til fjögurra
síðna sakaskrá eins og flestir dóp-
istar, það eru einkenni og afleiðing-
ar sjúkdómsins, rætur nánast alls
þess sem gerist í undirheimunum er
fíknin.“
En hvernig var Freyr staddur
þegar hann kom heim frá Amster-
dam fyrir tæplega tveimur árum?
„Ég var að deyja,“ segir hann
stuttlega.
„Núna er ég kannski að nálgast
venjulegt líf. En mér finnst ég ekki
enn geta leyft mér að hugsa um
hvað við taki síðar. Mér líður ekki
þannig að ég sé hólpinn. Maður er
svo vanmáttugur gagnvart sjúk-
dómnum. Sigurinn er fólginn í bar-
áttunni, ég þarf að vanda hvert
skref og ég er dauðhræddur. Ég sé
fyrir mér fall við næsta horn. Ég
reyni bara að halda þessu í skefjum
dag frá degi.“
Missirinn varð trúarleg lífsreynsla
Trúin er sterkur þáttur í lífi
Freys.
„Ég missti son sjö ára gamlan
fyrir níu árum, hann dó í eldsvoða
ásamt hálfsystur sinni. Sumir missa
trúna við hörmulega atburði, ég
fylltist aftur á móti trúarvissu. Mér
hvarf allur efi.
Allt sem mér hafði fundist skipta
máli fram að þeirri stundu er sonur
minn dó fannst mér hjóm eitt, allt
sem maður hafði látið sig dreyma
um og fundist mikilvægt varð rusl.
Maður jafnar sig ekki á slíkri
reynslu, heldur lærir að lifa með
henni, en hún hefur haft mótandi
áhrif á mig. Missirinn varð mér að
trúarlegri lífsreynslu. Ég vildi ekki
missa trúna úr lífinu, – það hlýtur að
vera mikið myrkur að lifa án henn-
ar.“
Freyr á tvö börn á lífi, 23 ára son
og 13 ára stúlku.
Með mér eru að vakna
nýjar tilfinningar
Tal okkar Freys berst enn á ný að
bókinni Eftirmál.
„Samband mitt og föður míns hef-
ur styrkst við gerð þessarar bókar.
Hún var eins konar „þerapía“ fyrir
mig, en getur líka vonandi orðið öðr-
um víti til varnaðar.
Það var erfitt að koma þessu frá
mér og ég þurfti svo að taka á hon-
um stóra mínum að koma mér út úr
þessu. En þetta var nauðsynlegt.
Mér finnst ég vera að standa upp úr
hjólastól og læra að ganga á ný eftir
slys.
Nú eru einfaldir atburðir að ger-
ast sem vekja áhuga minn, það
stendur til að ég fái íbúð bráðum og
ég hef aðeins verið að huga að hlut-
um eins og blöndunartækjum og
parketi. Ég get kannski aðeins leyft
mér að hafa hönd í bagga þar. Þetta
er alveg nýtt – eitthvað sem sýnist
varanlegt og öruggt. Allt hefur áður
verið til bráðabirgða – tjaldað til
einnar nætur. Mér hefur löngum
fundist ég gestur hjá sjálfum mér en
nú eru að vakna með mér nýjar til-
finningar sem eru mér ekkert á móti
skapi.
Vinir mínir og ég höfðum oft grín-
ast með titla á hugsanlegu framhaldi
sögu minnar: Pínulítið meira mál, –
Miklu meira mál, – Vont mál.
En þegar við pabbi ákváðum að
leggja saman í gerð nýrrar bókar,
hann með sína ritleikni og ég með
mína frásögn og lífsreynslu, varð
niðurstaðan Eftirmál – vonandi
reynist það orð að sönnu.“
gudrung@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 25
Eigðu stefnumót við heiminn
Bók í sérflokkiHöfundur:
IngólfurGuðbrandsson
HEIMSKRINGLA Ferða- og bókaklúbbur
Laugarásvegi 21, 104 Reykjavík
Talhólf: 861 5602 Fax: 581 4610
Netfang: heimskringla @visir.is
Magnpöntun: Minnst 10 eintök.
Komin í
bókaverslanir
534 ljósmyndir og kort 256
bls. Lifandi frásagnir og
litmyndir úr öllum álfum
heimsins, í senn falleg,
fróðleg og skemmtileg.
Varanleg jóla- og tækifærisgjöf
á sérstöku tilboðsverði til 10. des.
Kr. 5.990, almennt verð kr. 7.990
ÚTG: HEIMSKRINGLA - Ferða- og bókaklúbbur
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
www.heimsferdir.is
í Austurríki
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
13
9
2
4
Frá 29.990 kr.
Flugsæti til Salzburg, 29. janúar,
fyrstu 30 sætin. Netverð.
Frá 59.990 kr.
Flug og hótel án nafns, Zell am
See/Schuttdorf, með morgunverði.
Netverð. 29. janúar.
Beint flug
til Salzburg
• 29. jan
• 5. feb
• 12. feb
• 19. feb
• 26. feb
Skíðaveisla
Heimsferðir bjóða í vetur einstakt tækifæri
til að komast á skíði í einum vinsælasta
skíðabæ austurrísku alpanna, Zell am See. Beint
leiguflug er til Salzburg en þaðan er aðeins um klukkustundar
akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta
Zell, rétt við skíðalyfturnar, veit-
ingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í
Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla
skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu
og hægt er að velja um allar
tegundir af brekkum, allt eftir getu
hvers og eins, og snjóbretti og
gönguskíði eru þar ekki undan-
skilin. Úrval verslana, veitinga- og
skemmtistaða er í bænum sem og í
næstu bæjum.
Sjá nánar á
www.heimsferdir.is