Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 26

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 26
26 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Helgin öll… á morgun Árið 1855 voru skólapiltar beðnir um að skrifa um hvaða not væri hægt að hafa af lestri skemmtisagna (rom- aner) og hvað illt gæti leitt af slíkum ritum. Ritgerðirnar endurspegla það viðhorf að lestur slíkra sagna gæti mögulega haft slæm áhrif á lesand- ann. Páll Melsteð, sögukennari í Lærða skólanum (1812–1910), segir sem dæmi í æviminningum sínum að hann telji það sér til lofs að á náms- árum sínum hafi hann eingöngu lesið „[…] það, sem eg vissi vera eftir góða rithöfunda, en forðaðist hina, sem eg heyrði um sagt að spiltu siðferðinu, og heyrða eg helzt til nefnda frakk- neska rómanahöfunda.“ Nokkuð var rætt um áhrif rómana innan skólans og greina má það viðhorf að slíkar sögur gætu gert menn lata gagnvart námi sínu, gæfu óraunhæfa mynd af heiminum, sögupersónurnar væru einhliða, þær gætu gert menn „yfir- spennta“ og ástsjúka svo fátt eitt sé nefnt. Hér er ritgerð Magnúsar Stephensen sem síðar varð einn æðsti embættismaður landsins, en hann var landshöfðingi á árunum 1886–1904. Lestur rómana Hvaða not geta menn haft af lestri skemmtisagna (romaner), og hvað illt getur af honum leitt? (1855) Notin af því, að lesa skemmtisögur, eru þau helzt, að menn verða fróðari við það, því að opt er það, að einhverj- um merkum mönnum er lýst, og að- gjörðum þeirra, öldinni er þeir lifðu á, og þeim, er uppi voru um sama leyti; í skemmtisögunum sjá menn og menn, er skara langt fram úr öllum, er lifðu á þeirri öld, að ýmsum mannkostum, t.a.m. elsku, tryggð og hugprýði; þannig eru og heilar þjóðir, er bera af hinum þjóðunum, og heilar aldir, er virðast að minnsta kosti óspilltastar; geta menn tekið miklum framförum við það, með því, að haga sjer eptir þeim. Þá er og í skemmtisögunum lýst mönnum og heilum þjóðum og öldum, er taka öllum fram að illsku og öllum löstum t.a.m. hatri, dugleysi, svikum og öðru fleiru. Líka er í skemmtisögunum lýst mönnum, er eru með öllu ómenntaðir, og öðrum, er eru vel menntaðir. Mönnum er þar og lýst, er lifa aðeins sjer, og til þess, að fullnægja girndum sínum og fýst- um; getur þetta allt verið mönnum til nota, ef þeir kunna með að fara. Það illa, er getur leitt af lestri skemmtisagna, er það, að menn eyða of miklum tíma til þess, að lesa þær, því að fyrir fæstum er svo ástatt, að þeir hafi eigi eitthvað annað, er þeim er nær að gjöra, en lesa skemmtisög- ur. Þær geta og haft skaðvæn áhrif á menn, því að þeir geta sett fyrir sig ýmsa viðburði er koma fyrir í skemmtisögunum, þýtt sumt upp á sig, og af öllu þessu geta þeir ef til vill sturlazt. Þær geta og vakið illar fýstir hjá mönnum, er annars hefðu eigi vaknað, hefðu menn eigi heyrt þeim lýst og heyrt talað um þær hjá öðrum. Magnús Stephensen Þjóð, framtíð og framfarir Sjálfstæðisbaráttan setti sterkan svip á þjóðfélagsumræðuna á síðari hluta nítjándu aldar. Hún teygði sig inn á flest svið þjóðlífsins, og kom sú umræða skýrt fram í blöðum og tíma- ritum. Í þeirri umræðu má finna sterk tengsl við framfarahyggjuna sem kemur einna skýrast fram í þeirri trú, að þjóðin geti eflst stig af stigi í átt til æ meiri velmegunar og hagsældar. Óþekktur höfundur ritaði í þessum anda í Þjóðólf árið 1889: „Hin mikla þrá hjá mönnum til þess, að þjóðin verði auðugri, er í raun rjettri löngun til þess, að eptirkom- endur vorir verði sælli og að þeim líði betur, heldur en oss sjálfum, og á hún rót sína að rekja til kærleikans.“ Þessi trú á mögulega velmegun þjóð- arinnar í framtíðinni varð mörgum innblástur til framkvæmda. Talsmað- ur vegabóta segir þannig í Ísafold í nóvember 1884 að samtíðarmenn megi ekki láta það hindra sig […] þótt fæstir, sem nú lifa, geti átt von á að njóta til nokkurrar hlítar ávaxtanna af þessum framkvæmdum [samgöngubótum], eða þótt þær komi misjafnt niður á ýmsa landsins parta. Þjóðfélagið tekur jafnt yfir alda sem óborna; því á allt, sem það fram- kvæmir, að vera eigi síður gert ókomnum kynslóðum til hagsældar. Í ritgerðum skólapiltanna má finna sterk tengsl við þessa umræðu. Í rit- gerðunum er rætt um framfaramál á borð við samgöngur og siglingar, efl- ingu á þroska þjóðarinnar, ættjarð- arást og ýmislegt fleira, er tengja má við sjálfstæðisbaráttuna og framfarir Bókarkafli | Gátur lífsins voru ofarlega í hugum skólapilta Lærða skólans í Reykjavík á nítjándu öld líkt og kemur fram í ritgerðarefnum þeirra í íslenskum stíl á á árunum 1846–1904. Þar lýsa piltarnir ýmist heimahögum sínum og nánasta umhverfi, segja frá ferðalögum og hversdagslegum viðburðum eða taka afstöðu til ýmissa samfélagsmála. Megináherslan var þó á að piltarnir skrifuðu um hvernig ætti að stunda æskilegt líferni og forðast freistingar hversdagsleikans. Vangaveltur um veröldina Lærði skólinn og nágrenni hans upp úr 1860. Magnús Stephensen Stúdentar frá Lærða skólanum 1895. Lengst t.h. í efstu röð er Sigurður Pálsson. Orrusta Arsenal og Chelsea á Highbury

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.