Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 29
!"#
$%"%#
"
"# & ' &(
' )(
' (
*+$%,%
% -" ., /''"
Skógarhlíð 18 sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum m.v. 2 fyrir 1.
Netverð pr. mann Kr. 2.900
Verð á mann, m.v. 2 í herbergi,
hótel Limmathof, pr. nótt
með morgunmat.
Kr. 5.900
Verð á mann, m.v. 2 í herbergi,
hótel Senator, pr. nótt með morgunmat.
Beint flug Heimsferða,
29. desember, brottför frá Keflavík kl. 8.00 • 1. janúar, brottför frá Zürich kl. 19.30
Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel.
Tveir fyrir einn - Áramótaveisla í
Zürich
frá kr. 19.990
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að njóta áramótaveislu í
Sviss á ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir
1 og getur kynnst þessari frábæru borg.Zürich er stærsta borg Sviss
og liggur í hjarta landsins við hið fagra Zürichvatn. Hér er að finna
heillandi stemmningu um jól og áramót, hin stórkostlega flugeldasýn-
ing um hver áramót er stærsta partý í Sviss og hingað koma þúsundir
til að fylgjast með stemmningunni og njóta matar og drykkjar á hverju
götuhorni fram eftir nóttu.
Að þessu sinni voru jóla-sveinarnir heldur bráð-látir og komu til byggðanokkru áður en þjóðtrú-in segir til um og tíma-
bært var að setja litla skó út í
glugga. Fullorðið fólk þarf að nota
hugmyndaflugið til að útskýra slíkt
háttalag þeirra kumpána en getur
huggað sig við að ung börn geta
sætt sig við undarlegustu skýring-
ar. Þannig eyddi pabbi minn öllum
grunsemdum um tilvist jólasvein-
anna þegar ég
furðaði mig á að
nokkrir molar af
jólasælgæti, sem
fjölskyldan hafði
útbúið í samein-
ingu, höfðu ratað
ofan í skóinn minn. Hann sagði að
líklega hefði Gluggagægir verið orð-
inn uppiskroppa með góðgæti, séð
þetta fínerí inn um eldhúsgluggann
og stolið handa mér nokkrum mol-
um.
Þegar ég var að alast upp var fátt
um fína drætti í verslunum enda
svokallað haftatímabil og innflutn-
ingur af skornum skammti. Til allr-
ar Guðs lukku fyrir jólasveinana
voru ávextir einungis fáanlegir til
hátíðabrigða og þannig gat fagur-
rautt epli eða safarík appelsína ver-
ið kærkominn glaðningur fyrir
krakka sem höfðu hegðað sér vel.
En jólasveinarnir höfðu glöggt auga
með smáfólkinu og þegar út af bar
með skikkanlega framkomu var
þetta hnöttótta, sem maður nagaði
upp úr skónum í næturmyrkrinu,
ekki dýrindis ávöxtur heldur stærð-
ar laukur sem undan sveið í tvenn-
um skilningi. Ekki man ég til þess
að jólasveinarnir hafi verið svona
strangir við krakkana mína en þeir
bökuðu okkur foreldrunum óttaleg
vandræði á stundum. Það var loks-
ins komin á ró í húsinu eftir erfiðan
vinnudag í jólaannríkinu og tíma-
bært að slaka á þöndum taugum
þegar skyndilega uppgötvaðist að
ekkert var til í skóinn. Á þeim árum
var verslunum lokað klukkan sex,
nema svokallaðar sjoppur sem
höfðu takmarkað úrval á boðstólum.
Stundum var ekki um aðra kosti að
ræða og svo var brotist út í hvass-
viðri og fannfergi skömmu fyrir lok-
un til að afstýra yfirvofandi harm-
leik næsta dag.
Almennt eru börn umburðarlynd
gagnvart kenjum jólasveinanna og
gera sér ekki rellu út af því hvort
Stúfur eða Gáttaþefur séu til í mis-
munandi stærðum og gerðum eða
Pottasleikir geti verið á mörgum
stöðum í einu. Svona er nú barns-
hugurinn skemmtilegur. Honum
gengur samt illa að sætta sig við
fullkomið óréttlæti. Og hvernig er
líka hægt að kyngja því að jóla-
sveinarnir mismuni freklega þeim
sem á þá trúa? Það er engin sann-
girni í því að óþekktarangar fái
spennandi myndbönd eða tölvuleiki
í skóinn en þægu börnin þurfi að
sætta sig við límmiða eða strok-
leður. Þess vegna er þeirri kurt-
eislegu ábendingu komið á framfæri
við jólasveinana að örlæti þeirra
taki dálitið mið af hegðun barna og
þeir stilli gjöfum sínum í hóf svo að
þeir verði ekki fyrsta táknið um
rangsleitni heimsins í augum lítilla
sakleysingja.
Til umhugs-
unar fyrir
jólasveina
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Guðrúnu
Egilson
FASTEIGNIR
mbl.is