Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
14. desember 1994: „Rúss-
neskar hersveitir héldu á
sunnudag inn í Kákasus-
lýðveldið Tsjetsjníu. Krafa
Rússa er sú að Tsjetsjenar
afturkalli sjálfstæðisyfirlýs-
ingu sína frá árinu 1991. Von-
ast þeir til að geta neytt þá til
viðræðna með hernaðar-
afskiptunum og jafnvel bolað
Dzokhar Dúdajev forseta frá
völdum.
Þetta er áhættusöm aðferð
líkt og sjá má af hinum hörðu
bardögum sem nú geisa í
Tsjetsjníu. Þrátt fyrir gífur-
legan viðbúnað hefur Rúss-
um ekki enn tekist að ná höf-
uðborginni Grosní á sitt vald.
Enn á eftir að koma í ljós
hvort aðrar múslimskar þjóð-
ir í Kákasus svari kalli
Tsjetsjena um aðstoð. Verði
sú raunin kunna Rússar að
eiga langvinna styrjöld fyrir
höndum þar sem jafnvel er
hætta á að skæruliðar frá
múslimaríkjum utan Rúss-
lands, s.s. Afganistan, taki
þátt í átökunum. Dúdajev for-
seti hefur hótað „blóðugu
stríði“ um allt Kákasus og
hafa slíkar yfirlýsingar valdið
ótta í Rússlandi um að ný
Afganistan-styrjöld sé í upp-
siglingu.“
. . . . . . . . . .
12. desember 1984: „Í 35 ár
hefur samstaða Alþýðu-
flokksins, Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðis-
flokksins í öryggis- og
varnarmálum sett svip sinn á
íslenskt stjórnmálalíf um leið
og hún hefur tryggt þjóðinni
öryggi og varnir. Á þessu
árabili hefur að sjálfsögðu
gengið á ýmsu. Til dæmis
sameinuðust framsóknar-
menn og kratar um það í
vinstri stjórninni 1956 með
Alþýðubandalaginu að varn-
arliðið skyldi hverfa af landi
brott. Og 1971 gengu fram-
sóknarmenn til liðs við Al-
þýðubandalagið og Samtök
frjálslyndra og vinstri
manna, sem þá voru til, í
sama tilgangi. Í hvorugt
skiptið var varnarleysis-
áformunum þó hrundið í
framkvæmd. Frá 1974 hefur
ekki komið til ágreinings milli
gömlu lýðræðisflokkanna um
þessi efni. Raunar hefur ekki
verið tekist á um meginatriði
stefnunnar í íslenskum utan-
ríkis- og öryggismálum held-
ur hafa verið uppi deilur um
atriði sem rúmast hæglega
innan hennar og eru hluti af
pólitískri framkvæmd.“
. . . . . . . . . .
12. desember 1974: „Smá-
þjóðir hafa misjafna reynslu
af samskiptum við stórveldi
og svo er einnig um okkur Ís-
lendinga. Við höfum ítrekað
átt í deilum við hin gömlu
stórveldi í Evrópu, nú síðast
Breta og Þjóðverja vegna út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
Við höfum síðustu áratugi átt
margvísleg samskipti við
Sovétríkin og skal ekki fjölyrt
um, að oft hafa þau verið á
annan veg af þeirra hálfu en
við mundum óska. Hins vegar
verður ekki um það deilt, að
samskipti okkar við það stór-
veldi, sem við á sumum svið-
um höfum átt nánust sam-
skipti við, þ.e. Bandaríkin,
hafa verið svo góð, að ólíklegt
er, að þess séu mörg hliðstæð
dæmi í samstarfi smáríkis við
risaveldi.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
T
ölurnar eru skelfilegar. 2,2
milljarðar barna lifa í heim-
inum í dag, þar af 1,9 millj-
arðar í þróunarlöndunum.
Einn milljarður barna býr
við fátækt eða næstum ann-
að hvert barn. 640 milljónir
barna í þróunarlöndunum
hafa ekki almennilegt húsaskjól eða eitt af
hverjum þremur. 400 milljónir barna hafa ekki
aðgang að hreinu vatni eða eitt af hverjum fimm
börnum. 270 milljónir barna hafa engan aðgang
að heilbrigðisþjónustu eða eitt af hverjum sjö
börnum í þróunarlöndunum. Í Frakklandi,
Þýskalandi, Grikklandi og á Ítalíu eru 10,6
milljónir barna undir fimm ára aldri. Árið 2003
létu 10,6 milljónir barna lífið án þess að hafa
náð fimm ára aldri.
Þessar tölur koma fram í nýrri skýrslu
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Skýrslan ber yfirskriftina Staða barna í heim-
inum 2005 og titilinn Æskunni ógnað og í henni
er dregin upp ömurleg mynd af stöðu barna um
allan heim. Á hverjum degi er börnum sýnt slíkt
miskunnarleysi að hugurinn megnar vart að
ímynda sér sársaukann á bak við tölurnar.
Æskan á að njóta sérstakrar verndar. Það er
ekki lítill glæpur að svipta barn æsku sinni, en
þó er það látið viðgangast í stórum stíl.
Börn og rétt-
indi þeirra
„Yfirlýsing árþús-
undsins, sem öll ríki
tóku upp árið 2000
sem uppdrátt að því
hvernig gera skal betri heim á 21. öldinni, var
tímamótaskjal,“ skrifar Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í inngangi
að skýrslu UNICEF. „Þar er að finna vænt-
ingar alþjóðasamfélagsins um heim, sem sam-
einaður er af sameiginlegum gildum og þar sem
leitast er við að knýja fram frið og viðunandi
lífsgæði fyrir hvern karl, konu og barn. Í slíkum
heimi eiga æskuárin sérstakan sess sem tak-
mark, sem við vonum öll að hægt sé að ná –
staður þar sem öll börn eru heilbrigð, vernduð
frá skaða og umkringd fullorðnum, sem elska
þau og næra og hjálpa þeim að vaxa og þroska
sína hæfileika.
En eins og kemur fram í Stöðu barna í heim-
inum 2005 er æskan með skýrum og grimmileg-
um hætti frábrugðin því takmarki, sem við öll
viljum ná, fyrir nærri helming þeirra tveggja
milljarða barna, sem lifa í hinum raunverulega
heimi. Fátækt sviptir börn reisn sinni, stefnir
lífi þeirra í hættu og takmarkar hæfileika
þeirra. Átök og ofbeldi ræna þau öruggu fjöl-
skyldulífi, trausti þeirra og vonum hefur verið
brugðist. HIV og alnæmi drepur foreldra
þeirra, kennara, lækna og hjúkrunarfólk – og
þau líka.
Þegar æsku svo margra er stefnt í hættu er
grafið undan framtíð okkar allra. Aðeins með
því að færast nær því að uppfylla réttindi allra
barna munu ríki heims færast nær markmiðum
sínum um þróun og frið. Þegar ríki heims koma
saman árið 2005 til að fara yfir það hvernig hef-
ur gengið að koma yfirlýsingu árþúsundsins í
verk á síðustu fimm árum vona ég að þau hafi
þetta í huga og verði reiðubúin til að taka fram-
sýnar ákvarðanir, sem geta breytt markmiðum
okkar í raunveruleika.“
Orð Annans eru í tíma töluð og það er full
ástæða til að líta betur á skýrsluna til þess að
gera sér grein fyrir því um hvað er að tefla:
„Myndir af bernsku: drengir og stúlkur leita á
ruslahaugum Manila, börn neydd til að bera
AK-47 [byssur] í frumskógum lýðveldisins
Kongó, börn neydd til að stunda vændi á götum
Moskvu, börn betlandi mat í Rio de Janeiro,
börn munaðarlaus vegna alnæmis í Botswana.
Þessar myndir birtast aftur og aftur – mismun-
andi líf, mismunandi lönd, en myndirnar eru
sláandi líkar.“
Ekki er nema tæp öld síðan börn og réttindi
þeirra komust á dagskrá í samfélagi þjóðanna. Í
skýrslunni er stiklað á stóru í þeim efnum og
hafist handa árið 1919. Englendingurinn
Eglantyne Jebb á snaran þátt í því að réttindi
barna öðluðust lagalega viðurkenningu á alþjóð-
legum vettvangi. Hún stofnaði sjóðinn Björgum
börnunum (Save the Children Fund) til að
bregðast við eymd þúsunda barna um alla Evr-
ópu eftir fyrri heimsstyrjöldina 1919 og árið eft-
ir stofnaði hún alþjóðlegt bandalag til bjargar
börnum.
Árið 1924 samþykkti Þjóðabandalagið Genf-
aryfirlýsinguna um réttindi barna. Hún var
byggð á tillögu samtaka Jebb. Þar var kveðið á
um rétt barna til að eiga kost á að komast til
líkamlegs, siðferðislegs og andlegs þroska, til
sérstakrar hjálpar gegn hungri og sjúkdómum,
við örkumlun og foreldramissi; forgangs í neyð;
frelsis frá því að vera misnotuð í atvinnulífi; og
tilkalls til uppeldis þar sem lögð er áhersla á fé-
lagslega ábyrgð.
Árið 1948 var sérstaklega tekið fram í mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að
börn ættu rétt á sérstakri umönnun og aðstoð.
11 árum síðar samþykkti allsherjarþing SÞ yfir-
lýsinguna um réttindi barnsins. Þar eru viður-
kennd réttindi á borð við frelsi frá mismunun og
réttinn til að bera nafn og þjóðerni. Sérstaklega
er fjallað um rétt barna til náms, heilbrigðis-
þjónustu og sérstakrar verndar. 1989 sam-
þykkti allsherjarþingið einróma barnasáttmál-
ann og tók hann gildi árið eftir. Í barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna eru réttindi barna viður-
kennd óháð kringumstæðum þeirra. Börn eru
ekki lengur skilgreind sem eign foreldra sinna
heldur hafa þau sín réttindi, sem bundin eru
persónu þeirra. Börn eru ekki lengur þiggj-
endur velgjörða heldur gerendur, sem eiga rétt
á að hafa áhrif á ákvarðanir, sem snerta líf
þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.
Í skýrslu UNICEF kemur fram að ýmislegt
hefur náðst fram síðan barnasáttmálinn var
samþykktur. Frá því í upphafi tíunda áratug-
arins til ársins 2000 fækkaði dauðsföllum barna
undir fimm ára aldri um 11%, aðgangur að
öruggu drykkjarvatni í heiminum fór úr 77% í
82%. Barnadauði vegna niðurgangs, sem var
helsta banamein barna við upphaf áratugarins,
minnkaði um helming og er talið að einni millj-
ón barna hafi verið bjargað. Árið 1988 hófst
átak til að útrýma lömunarveiki. Það ár voru til-
fellin 350 þúsund. Í lok árs 2003 voru þau undir
700.
Hrikalegar
afleiðingar
fátæktar
Í skýrslunni er fjallað
um það hvernig fá-
tækt sviptir mörg
börn ýmsum réttind-
um þeirra. Barn á
rétt til lífs. Þeim rétti
ógnar fátæktin. Eitt barn af hverjum sex deyr
fyrir fimm ára aldur í vanþróuðustu ríkjum
heims, en í auðugustu löndunum deyr eitt barn
af hverjum 167 sem fæðast fyrir þann aldur.
Fátæktin er hættuleg börnum vegna þess að
þau njóta ekki verndar fyrir sjúkdómum, sem
auðveldlega mætti koma í veg fyrir eða lækna
með ódýrum lyfjum og bóluefnum. „Tvær millj-
ónir barna undir fimm ára aldri deyja enn á
hverju ári vegna þess að þau voru ekki bólusett
með algengum bóluefnum,“ segir í skýrslunni.
„Rekja má andlát sjö af hverjum tíu börnum,
sem deyja fyrir fimm ára aldur í þróunarlönd-
unum, til nokkurra meginorsaka; bráðrar sýk-
ingar öndunarfæra, niðurgangs, mislinga eða
malaríu. Vannæring á þátt í um helmingi þess-
ara dauðsfalla. Skortur á einstökum þáttum í
mataræði skiptir einnig máli: skortur á A-vít-
amíni hjá barni eykur líkurnar á að það deyi um
25%. Jafnvel þegar vannæring er ekki lífs-
hættuleg getur hún í bernsku hamlað vexti eða
valdið fötlun og komið í veg fyrir þroska heilans
og dregið úr getu barns til að læra og afla sér
hæfni, sem er nauðsynleg til að þau eigi mögu-
leika í lífinu. Skortur á aðgangi að hreinu vatni
og almennilegu hreinlæti breiðir út sjúkdóma,
ýtir undir vannæringu og veikir heilsuna.“
Í skýrslunni kemur fram að rúmlega 121
milljón barna á barnaskólaaldri gengur ekki í
skóla. Ástæðurnar geta verið ýmsar, foreldrar
hafa ekki efni á að senda börn sín í skóla eða
ríkið hefur ekki efni á að halda uppi viðunandi
skólakerfi. Oft er byrjað á því að kalla stúlkur
úr skóla þegar fjárhagsleg vandræði steðja að
og jafnvel þegar þær eru skráðar í skóla ná þær
ekki sama árangri vegna þess að unnið er gegn
þeim eða skyldur heimafyrir hafa áhrif á skóla-
sókn.
En fátæktin ógnar ekki aðeins heilsu barna
og skólagöngu. Hún býr þeim einnig aðrar
hættur með því að skapa aðstæður þar sem
stutt er í ofbeldi og misnotkun og barnaþrælkun
og mansal skammt undan. „Rándýrin, sem selja
börn í vinnuþrælkun eða kynlífsþrælkun, leita
ekki fórnarlamba sinna í velmegandi úthverfum;
þau leita í fátækustu hreysabyggðunum eða
vanþróuðustu sveitahéruðunum þar sem lam-
andi örbirgðin eykur varnarleysi barna fyrir
misnotkun.“
Í skýrslu UNICEF er fjallað um það hvernig
megi mæla fátækt barna. Við gerð hennar var
miðað við sjö þætti, sem Háskólinn í Bristol og
London School of Economics hafa notað við
rannsóknir. Þeir eru næring, vatn, hreinlæti,
heilbrigði, skjól, menntun og upplýsingar. Barn
líður næringarskort þegar það er þremur við-
GENGI KRÓNUNNAR
Ræða Sigurðar Einarssonar,stjórnarformanns KB banka, áráðstefnu bankans sl. fimmtu-
dagsmorgun, og ummæli hans í fjöl-
miðlum í kjölfar ráðstefnunnar, hafa
vakið mikla athygli. Í fyrsta lagi vegna
þess að þegar stjórnarformaður
stærsta banka landsins talar á þann
veg, sem Sigurður Einarsson gerði,
hljóta menn að hlusta. Í öðru lagi vegna
þess að Sigurður endurspeglaði
áhyggjur fjölda manna vegna stöðu
mála í efnahagslífi þjóðarinnar.
Sigurður Einarsson lýsti þeirri skoð-
un að hefja þyrfti „veikingu krónunnar
sem fyrst“ og sagði að gengi krónunnar
mundi lækka og fyrr en talið hefði ver-
ið. Hann varaði jafnframt við miklum
erlendum lántökum bæði fyrirtækja og
heimila og ráðlagði þeim, sem tekið
hefðu erlend lán, að endurfjármagna
þau eða greiða þau upp hið snarasta til
þess að forðast skell.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram að
forystumenn í atvinnulífi og fjármála-
fyrirtækjum eru í stórum dráttum
sammála Sigurði um stöðu mála, þótt
skiptar skoðanir séu augljóslega um
það, hvernig bregðast skuli við.
Það er hins vegar áreiðanlega ekki
tilviljun að þegar í gær birti Fjármála-
eftirlitið svonefnt umræðuskjal þar
sem fram kemur að stofnunin muni
herða eftirlit með starfsemi fjármála-
fyrirtækja og hugsanlega auka kröfur
um eiginfjárhlutfall þeirra, sem er ein
þeirra leiða sem Sigurður Einarsson
hefur bent á.
Og tæpast verður sagt að Vilhjálmur
Egilsson ráðuneytisstjóri hafi reynzt
sannspár þegar hann sagði um þá hug-
mynd á ráðstefnu KB banka:
„Ég veit að Páll Gunnar Pálsson, for-
stöðumaður Fjármálaeftirlitsins,
mundi halda því fram að það sé ekki
hægt að hringla með eiginfjárhlutföll
eftir hagsveiflunni, það sé allavega
ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að
fylgjast með því.“
Það hefur áður gerzt á undanförnum
árum að gengi krónunnar hafi hækkað
svo mjög að til vandræða hafi leitt í
grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar
eins og sjávarútvegi og raunar einnig í
ferðaþjónustu. Og í sjálfu sér geta þær
atvinnugreinar haft gott af því aðhaldi
sem í því felst. Það neyðir menn til að
gera betur. En jafn augljóst er að í
grundvallarþáttum efnahagslífsins eru
ekki forsendur fyrir þeirri styrkingu
krónunnar sem orðið hefur og þess
vegna hlýtur gengið að lækka eins og
bæði stjórnarformaður KB banka og
aðrir hafa staðhæft.
Það er jafnframt umhugsunarvert að
ekki er einungis byrjað að fjármagna
fyrirtæki með erlendum lánum heldur
einnig heimili. Sum fyrirtæki geta
staðið undir gengissviptingum vegna
erlendra lána en önnur ekki. Það fer
eftir því hver starfsemi þeirra er. Hins
vegar er augljóst að það geta heimili
alls ekki. Hvers vegna hafa lánastofn-
anir ráðlagt heimilum í einhverjum til-
vikum að taka erlend lán til fasteigna-
kaupa og bílakaupa? Í þeim efnum er
ábyrgð lánastofnana mikil. Vita for-
svarsmenn þeirra ekki hvaða afleiðing-
ar erlendar lántökur hafa í mörgum til-
vikum haft fyrir atvinnufyrirtæki á
undanförnum áratugum? Þetta er ekki
bara spurning um gengi íslenzku krón-
unnar heldur líka um gengissviptingar
á alþjóðlegum mörkuðum, sem enginn
ræður við og enginn getur spáð fyrir
um. Þótt Bandaríkjadollar hafi lækkað
svo mikið í verði að undanförnu að líkja
má við hrun eru líka dæmi um það á
allra síðustu árum og áratugum að
hann hefur þotið upp úr öllu valdi. Í
raun og veru má segja að það hafi verið
fullkomið ábyrgðarleysi hjá lánastofn-
unum að ráðleggja fólki að taka erlend
lán til fasteignakaupa og bílakaupa
jafnvel þótt þau hafi verið hagstæður
kostur síðustu misseri.
Þær umræður sem nú eru hafnar um
þessi mál eru líklegar til að slá á það
æði sem virðist hafa gripið um sig og
eru þess vegna af hinu góða.