Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 41
UMRÆÐAN
SPILAKASSAR hafa verið til
umfjöllunar í Morgunblaðinu und-
anfarna viku. Í samantekt blaðsins
síðastliðinn sunnudag var meðal
annars rætt við Ólaf M. Ólafsson,
sem hefur haldið því
fram að rekstur spila-
kassa á Íslandi sé
ólöglegur samkvæmt
almennum hegning-
arlögum. Hér er um
að ræða alvarlega
ásökun. Hún er til
allrar hamingju á
misskilningi byggð.
Rekstur spilakassa
er leyfður á Íslandi
eins og í nágranna-
löndum okkar, þar
með talið Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi. Álit þeirra
sem til þekkja er að íslenska
rekstrarfyrirkomulagið sé til fyr-
irmyndar og eftirsóknarvert fyrir
aðra, þar eð hagnaður af rekstri
spilakassanna rennur óskiptur til
góðra málefna í þágu samfélags-
ins.
Hér á landi má rekja rekstur
kassa til 1972 þegar Rauði kross
Íslands hóf rekstur söfnunarkassa.
Í dag eru rekstraraðilar spila-
kassa tveir, Íslandsspil, sem eru í
eigu Rauða kross Íslands, Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar og
SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Ís-
lands. Íslandsspil og happdrættið
lúta ólíkum skilyrðum til reksturs
spilakassa. Þótt margt sé líkt með
rekstrinum er starfsemin ólík í
grundvallaratriðum.
Rekstur spilakassa
byggist á lögum
Starfsemi Íslandsspila byggist á
lögum nr. 73/1994 um söfn-
unarkassa og starfsleyfi dóms-
málaráðherra. Félagið rekur um
600 kassa í söluturnum og á vín-
veitingahúsum. Hámarksvinningur
er 10.000 krónur í söluturnum og
100.000 krónur á vínveitinga-
húsum. Ekki er um uppsöfn-
unarpott að ræða líkt og í kössum
happdrættisins. Ágóðinn skilar sér
allur til samfélagsins í gegnum
starfsemi Rauða kross Íslands,
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
og SÁÁ.
Starfsemi Happdrættis Háskóla
Íslands er byggð á heimild í
lögum nr. 13/1973 um happ-
drættið. Dómsmálaráðherra hefur
veitt happdrættinu heimild til
reksturs spilakassa. Rekur það nú
um 350 kassa á vínveitingahúsum
og í sérstökum spilasölum (Gull-
regni/Gullnámu). Hámarksvinn-
ingur er 800.000 krónur í Gull-
regni og hærri í Gullnámu, þar
sem er uppsöfnunarpottur.
Ágóðinn rennur til húsbygginga
og fleiri verkefna innan Háskól-
ans.
Rekstur spilakassa er sam-
kvæmt framansögðu lögmætur.
Hann á sér stoð í heimild löggjaf-
ans, þ.e. lögunum, og heimild
framkvæmdavaldsins, þ.e. starfs-
leyfi veittu af ráðherra á grund-
velli laganna. Lög-
gjafanum er án efa
heimilt að mæla svo
um í lögum, að til-
tekin háttsemi sé
heimil að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum
þótt slík starfsemi sé
almennt bönnuð og
jafnvel refsiverð. Al-
menn hegningarlög
verður að skýra til
samræmis við önnur
lög. Háttsemi sem
sérstaklega er lýst
lögmæt í lögum getur
ekki orðið grundvöllur
refsiábyrgðar. Fullyrðing um að
rekstur spilakassa sé andstæður
almennum hegningarlögum er því
á misskilningi byggð.
Lækka mætti vinninga
Við sem stöndum að rekstri Ís-
landsspila erum meðvituð um þá
hættu sem stafar af spilafíkn og
afleiðingum hennar fyrir viðkom-
andi og fjölskyldur þeirra. Okkur
er einnig ljós sú ábyrgð sem fylgir
rekstri spilakassa. Íslandsspil hafa
á liðnum árum verið leiðandi í
ástundun ábyrgrar stefnu þar sem
megináhersla hefur verið lögð á:
Að fyrirbyggja þátttöku ung-
menna undir 18 ára aldri.
Að afla upplýsinga um spila-
hegðun Íslendinga.
Að auka líkur á að þeir sem
haldnir eru spilafíkn leiti sér
hjálpar.
Að styðja við starf þeirra sem
aðstoða fólk sem haldið er þessari
fíkn.
Afstaða Íslandsspila er skýr að
því leyti að það er ekki vilji fé-
lagsins að einstaklingar sem
haldnir eru spilafíkn spili í kössum
á þess vegum.
Þótt margt hafi áunnist má
vafalaust gera betur í þeirri við-
leitni að draga úr hættu á spila-
fíkn. Að því marki hefur verið og
verður áfram unnið innan Íslands-
spila. Það er skoðun okkar að rétt
sé að lækka vinninga í spilaköss-
um hér á landi til samræmis við
nágrannalönd okkar, þannig að
hámarksvinningur nemi aldrei
hærri fjárhæð en 15–20.000 krón-
um.
Forsenda slíkra breytinga er að
sömu eða sambærileg lög gildi um
starfsemi þeirra sem reka spila-
kassa. Þessi breyting hefði það í
för með sér að uppsöfnunarpottur
Happdrættis Háskóla Íslands yrði
aflagður og hámarksvinningur í
öðrum kössum þess myndi lækka
úr 800.000 krónum í 15–20.000
krónur. Hámarksvinningur í
kössum Íslandsspila myndi að
sama skapi lækka úr 100.000
krónum í sömu fjárhæð. Með
þessari ákvörðun mætti draga
verulega úr neikvæðum áhrifum
spilakassa hér á landi og ásókn
spilafíkla í þá.
Ábyrg umræða
leiðir til framfara
Sumir sem fjallað hafa um spila-
fíkn hafa ítrekað tengt vanda
þeirra sem haldnir eru spilafíkn
við spilakassa. Kannanir sýna að
þessi nálgun er villandi því hlutfall
spilafíkla er jafnvel enn hærra
meðal þátttakenda í bingói, veð-
spilum og ýmsum öðrum peninga-
leikjum hér á landi. Mikilvægt er
því að meta aðstæður heildstætt
þegar fjallað er um mögulegar úr-
bætur.
Samkvæmt könnun á spila-
hegðun Íslendinga, sem IMG Gall-
up vann fyrir Íslandsspil árið
2000, gaf 1 prósent þeirra, sem
spilað höfðu í Lottói árið fyrir
könnunina, svörun um spilafíkn,
3,9 prósent þeirra sem spilað
höfðu í Íslenskum getraunum/
Lengjunni, 4,5 prósent þeirra sem
spilað höfðu í bingói og 8,5 pró-
sent þeirra sem tekið höfðu þátt í
annars konar peningaleikjum en
þessum og spilakössum. Sam-
bærilegt hlutfall í spilakössum var
2,2 af hundraði. Þessar niðurstöð-
ur sýna að spilafíkn er ekki aðeins
bundin við spilakassa hér á landi,
heldur fyrirfinnst hún ekki síður,
og jafnvel í enn meira mæli, í
mörgum öðrum peningaleikjum.
Markviss, upplýst og opinber
umræða um spilafíkn er af hinu
góða, því hún hvetur þá sem
haldnir eru slíkri áráttu til að end-
urmeta stöðu sína og leita sér að-
stoðar. Mikilvægast er þó að slík
umræða byggist á áreiðanlegum,
ábyrgum og faglegum forsendum
því einungis þannig getur hún leitt
af sér bættan árangur til fram-
tíðar.
Löglegur og ábyrgur
rekstur spilakassa
Jóhannes Rúnar Jóhannsson
fjallar um rekstur spilakassa ’Markviss, upplýst ogopinber umræða um
spilafíkn er af hinu
góða, því hún hvetur þá
sem haldnir eru slíkri
áráttu til að endurmeta
stöðu sína og leita sér
aðstoðar.‘
Jóhannes Rúnar
Jóhannsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
stjórnarformaður Íslandsspila.
Jón bóndi í Ölfusi veit hvað
hann syngur þegar kemur að
sölu bújarða
Ef þú ert að leita að bújörð
þá ertu í traustum höndum
með Jón þér við hlið
Til þjónustu reiðubúinn
í síma 896 4761
Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls
samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17.
Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og
úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu
með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga
fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Hafnargata 20, Keflavík
Sími 426 7711
Fax 421 1700
www.es.is
Eignamiðlun Suðurnesja
Glæsilegt 190 fermetra einbýlishús við Dvergholt ásamt 22 fer-
metra bílskúr. Sérlega glæsilegt og vandað hús, m.a. parket á
gólfum, vandaðar innréttingar og allur frágangur er fyrsta flokks.
Lóð er fullfrágengin og afgirt með góðum sólpöllum.
Sjáið fleiri myndir og upplýsingar á vefsíðu okkar
www.es.is
Einbýlishús - Hafnarfirði
DVERGHOLT 9
Sigurður V. Ragnarsson, lögg. fasteignasali
Atvinnuhúsnæði
Gilsbúð - Gbæ - sérlóð
Nýkomið í einkasölu gott atvinnuhúsnæði á
sérlóð. Um er að ræða steypt hús með loft-
hæð ca 7 metrar og háum innkeyrsludyrum.
Húsið er samtals 724 fm þar af 140 fm milli-
loft með góðum gluggum, þ.e. (skrifstofuhús-
næði). Malbikuð lóð, en lóðin er 1650 fm.
Tilvalin eign fyrir heildsölur o.fl.
Góð staðsetning. Verð 55 millj. 106694
NORÐURBRÚ - GLÆSIEIGNIR - GARÐABÆ
Nýkomnar í einkasölu tvær glæsilegar 125 fm íbúðir á annarri og þriðju hæð
með bílageymslu í nýju lyftuhúsi í Bryggjuhverfinu í Garðabæ. Íbúðirnar skiptast
í forstofu, gang, tvö herbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, borð-
stofu, þvottahús og geymslu.
• Íbúðirnar eru fullbúnar með vönduðum innréttingum og gólfefnum.
• Vönduð AEG tæki, ísskápur og uppþvottavél fylgja.
• Suðursvalir, útsýni. • Innangengt í bílageymslu.
• Vandaður frágangur að utan sem innan.
• Íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar. • Myndir á mbl.is
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
Mjög góð 92,7 fm 3ja herbergja íbúð á
efstu hæð í góðu fjölbýlishúsi auk 19,7 fm
bílskúrs (alls 112,4 fm.) Íbúðin skiptist í
flísalagt anddyri, parketlagða stofu, kork-
lagt eldhús, flísalagt baðherbergi og tvö
svefnherbergi. Úr stofu er gengið út á
stórar suðvestur svalir með glæsilegu út-
sýni til suðurs og vesturs. Bílskúr er með
heitu og köldu vatni, hillum og hurðar-
opnara. Stutt í alla þjónustu. Íb. getur
losnað fljótlega. V. 17,9 m.
Jóhann sýnir, sími 856-2007
Lyngmóar 11 - 3. hæð
Opið hús milli 14 og 16 í dag