Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 44
44 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Það eru gömul sannindi,að ólíkt hafast menn-irnir að. Og vísast erþað eins í desem-bermánuði, þegar und-
irbúningur fyrir jólahátíðina er í
hámarki. Fyrir marga er aðvent-
an kærkomin tilbreyting frá
amstri hversdagsins, og þeir
reyna af fremsta megni að um-
vefja þennan boðskap hennar um
frið og góðan hug til samferða-
mannanna, með því að sækja
helgistundir og róa sig þannig nið-
ur fyrir sjálfa hátíð ljóssins. En
aðrir eru í sífelldu kapphlaupi við
tímann og efnið, og kannski aldrei
meira en einmitt núna. Ósjálfrátt
kemur þá upp í hugann sagan um
Befönu gömlu á Ítalíu, sem vitr-
ingarnir þrír – Kaspar, Malkíor
og Baltasar – eiga að hafa litið inn
til forðum og boðið að slást með í
för, til að sjá nýfædda konunginn.
En hún kvaðst ekki hafa neinn
tíma fyrir slíkt, hún væri að gera
hreint í bústað sínum. Og vitring-
arnir héldu því sína leið, einir. Það
var ekki fyrr en löngu seinna, að
hún áttaði sig á boði þeirra félaga,
hvað það í raun merkti. Og hún
tók á rás á eftir þeim, með svunt-
una blaktandi eins og fána í vindi,
og sópinn í annarri hendi. En það
dugði ekki til. Hún fann hvorki
vitringana né Jesúbarnið. Sagt er,
að hún reiki enn um götur borg-
anna og leiti.
Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra flutti mjög svo
athyglisverða hugleiðingu á að-
ventukvöldi í Siglufjarðarkirkju
28. nóvember síðastliðinn. Þar
gerði hún einmitt þessu skil,
fjallaði um hin raunverulegu verð-
mæti andspænis hjóminu. Orðrétt
sagði hún:
Ég sakna þess oft í erli dagsins hve tíminn
til funda við vini og fjölskyldu er naumur.
Þessar tilfinningar veit ég að flestir þekkja
og þá er gott að geta hlakkað til að eiga vís-
an tíma á jólum til vinafunda. „Maður er
manns gaman“ segir í fornu kvæði …
En getur það verið að í amstrinu við að eign-
ast eitthvað höfum við vanrækt það sem
skiptir miklu meira máli en glingur og glys,
hús og bíll, skart og prjál?
Það má aldrei gleymast í erli og hraða
hversdagsins að lifa lífinu, rækta mennsku
sína og blanda geði við aðra menn. Við get-
um séð þess ýmis merki nú um stundir að
rétt sé að staldra við og hægja á sprettinum.
Blessuð börnin taka þátt í undirbúningi
jólanna af barnslegu sakleysi og gleði. Til-
hlökkun þeirra er fölskvalaus og einlæg.
Þessi tími undirbúnings er kannski mik-
ilvægari en flest annað þegar grannt er
skoðað því að það er hinn innri búnaður sem
öllu máli skiptir. Það er hugarfarið. Það er
mikilvægara en allt annað í undirbúningi
jólanna. Enginn ytri búnaður fær komið í
stað þess. Þessum staðreyndum ber okkur
sem fullorðin erum að skila til afkomenda
okkar. Þá er brýnt að gefa sér tíma til að
tala saman og svara öllum þeim spurningum
serm vakna í ungum sálum. Hlúa að friði og
helgi. Rækta mannlegar tilfinningar, njóta
þess að vera maður í samfélagi við aðra,
draga fram það besta úr sálarkirnunni. Og
svo þetta helst og fremst og er hið eina til-
efni hátíðar í heimi hér, að beina sjónum til
jólabarnsins eina og sanna og læra af hon-
um sem er sonur Guðs í heimi manna, að
njóta þess góða fagra og fullkomna lífs sem
hann býður börnum sínum að lifa hér í
heimi.
Já, fæðingarnóttin hans er að
koma í mannheim á ný, eins og
verið hefur síðastliðnar tuttugu
aldir. Hún á erindi við alla, einnig
þá sem búa við ysta haf, þús-
undum kílómetra frá Gyðinga-
landi, rétt eins og hún átti erindi
til þeirra, sem komu saman í torf-
kirkjunum á Íslandi fyrr á öldum,
og alla tíð síðan. Því hún minnir
okkur á, að yfir okkur er vakað á
æðri stöðum, að Guð lætur sig
hlutskipti jarðarbúa varða, hverr-
ar þjóðar eða litar eða tungu sem
þeir kunna að vera.
Framundan er hátíð trúar og
kærleika, hátíð nýs lífs, vonar og
gleði, hátíð konungs sem lagður
var í jötu og kom hingað til að lýsa
upp skugga mannlífsins. Ert þú í
liði hans, áhorfendaskaranum í
fjárhúsinu, milljónunum rúmlega
tvö þúsund, eða e.t.v. bundin(n)
annars staðar?
Hugsaðu málið.
Ég enda þennan pistil minn í
dag á ljóði, sem hefur einmitt að
geyma sama dýrmæta boðskap og
umhverfisráðherra flutti, og sem
við öll ættum að ígrunda, með vel-
ferð hjarta okkar að leiðarljósi.
Það nefnist „Jól“ og er eftir Davíð
Art Sigurðsson, úr bók hans
„Þegar ljóð eru“ (1998):
manstu …
gamalt andlit hlýjunnar
ömmusögurnar
lítill drengur á síðkvöldi
í fangi gamallar konu
sem geymdi visku heillar kynslóðar
í kollinum
kertaljós
í skammdeginu
einlæg gleði barnanna
lesin úr augum
framtíðarspá
hátíðleiki helgrar nætur
svo miklu meira en
augnablikið
manstu …
lifandi myndir bókanna
ævintýraheim hugmyndaflugsins
svífandi í sjöunda himni
á ímynduðum vængjum
og allt er gott
og fallegt
í sakleysinu
faðmur fjölskyldu
var allt
og meira en nóg
fullt hús af hamingju
og hlátri
Hinn innri
búnaður
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Þriðji sunnudagur í
aðventu er runninn
upp og nú logar á
spádómakertinu,
Betlehemskertinu og
hirðakertinu. Í birtu
þeirra veltir Sigurður
Ægisson fyrir sér
gildi þessa tíma fyrir
hinn venjulega Ís-
lending. Eftir hverju er
verið að sækjast?
UMRÆÐAN
BRÉFIÐ byggir á
forvitni undirritaðs og
ástæða opinberrar birt-
ingar er að einhverjir
fleiri kynnu að vilja
fræðast af svörunum.
Ennfremur eru settar
fram nokkrar staðhæf-
ingar sem vonandi eru
ekki fjarri lagi.
Reglugerðin um
bann við línuveiðum
sunnan áls í firðinum er
orðin að veruleika.
Ástæðan er sjálfsagt
hinar mörgu skyndilokanir sem á
undan voru gengnar. Reyndar getur
undirritaður lagt fram gögn frá þessu
hausti sem sýna vænni samsetningu
á þorski af umræddri slóð heldur en
af slóð annars staðar úr firðinum. Það
er reyndar svipaða sögu að segja af
öðrum veiðisvæðum
fjarðarins þar sem nota
má línu. Því virkar það
handahófskennt að loka
svo stóru svæði í einu
lagi og kann, fyrir við-
komandi byggðarlög, að
reynast skelfilegt að
lokunin skuli vera í
formi reglugerðar. Sag-
an ber þeim alls ekki
fagurt vitni. Sveita-
stjórnir og fleiri mega
þakka öflugri forystu
smáb.fél. Snæfells ef
tekst að fá svæðið opn-
að á ný. Þar hafa menn,
með gildum rökum, barist vel.
Norðan álsins er í gildi önnur
reglugerð um bann við línuveiðum.
Upprunalega reglugerðin er orðin
a.m.k. 15 ára en þrengdi enn frekar
að línubátum fyrir um 10 árum síðan.
Fram til 1994 þá opnaðist þetta
,,hólf“ fyrir línuveiðum 1. apríl ár
hvert en þá var sú opnun tekin út.
Núna er opnuð ræma af þessu inn
með Látrabjargi til steinbítsveiða og
er hún opin í u.þ.b. 6 vikur á hverju
ári.
Það kann reyndar að vera rangt að
kalla þetta svæði „hólf“ því það þekur
stóran hluta af firðinum og að ein-
hverra mati þá nær svæðið yfir mest
alla fiskislóð fjarðarins. Margir skip-
stjórnarmenn myndu svara því til að
inni í þessari reglugerð væri almennt
vænsti þorskurinn sem unnt er að
veiða í Breiðafirðinum enda býður
botnlagið á þessu svæði virkilega upp
á aðstæður fyrir vænan fisk. Inni í
þessu ,,hólfi“ má nota öll önnur veið-
arfæri en línu. Botnvarpan getur ver-
ið innan svæðisins allt árið en má
þriðjung úr ári fara langt inn í fjörð
eða nánast á móts við Skor. Línuveið-
ar má hins vegar stunda fyrir innan
hólfið þótt það sé nokkuð samdóma
álit veiðimanna að því innar sem farið
er því smærri verður fiskurinn, alla
jafna. En áðurnefnd forvitni brýst
m.a. út í eftirfarandi spurningum:
1. Um nýju reglugerðina: Hve
margar talningar voru, fyrir gildis-
töku reglugerðarinnar, gerðar af
svæðum sem lokuðust inni og hve
margar af svæðum utan þeirra?
2.–3. Ef nýja reglugerðin stendur
munu línubátar verða af þeim stein-
bít sem inn á grunnið kann að skríða.
Mörgum hefur gengið nógu illa að ná
í steinbítskvótann þótt ekki bætist við
enn eitt bannið. Síðustu vetur hefur
hins vegar verið byrjað tímanlega að
beita loðnu sem greinilega hefur skil-
að mun færri en stærri þorskum með
steinbítnum. Það virðist sem smærri
þorskurinn taki loðnuna miklu síður.
Þetta hefur undirritaður stundum
kallað ,,smáfiskaskilju“. En loðnan
hentar ekki nema steinbítur sé á slóð-
inni. Á þetta hefur verið bent fyrr s.s.
í tengslum við steinbítsveiðar í
hrygningastoppi. Því miður hafa und-
irtektir stofnunarinnar verið dræm-
ar. Hefur hún gert rannsóknir af
þessu tagi? Ef ekki, er hún þá tilbúin
til samstarfs við þá sem halda þessu
fram?
4.–5. Kjaftasögur kalla gömlu
reglugerðina ,,hagsmunahólf“ fyrir
dragnót og troll. Undirritaður leggur
ekki eyrun við því en kýs að trúa að
vísindaleg rök liggi að baki reglu-
gerðinni. En það er erfitt að greina
samhengið. Hvaða verndunarrök
liggja að baki þessari reglugerð?
Hvers vegna var reglugerðinni breytt
1994 og þá hætt að opna svæðið
1.apríl?
6.–7. Hver er aflasamsetning báta
sem róa undir Látrabjargið að vori?
Hvað mælir gegn því að halda þess-
ari ræmu opinni svo lengi sem þar er
hægt að veiða aðallega steinbít og
reyndar þokkalega ýsu?
8.–9. Stofnunin birtir eftirfarandi
texta á heimasíðu sinni:
,,Veiðarfæri, sem dregin eru eftir
botni (vörpur, dragnætur, plógar),
geta rótað upp botnseti og velt stór-
grýti. Á svæðum þar sem veiðiálag er
mikið getur setgerð og landslag
botnsins breyst, og slíkar breytingar
geta leitt til þess að búsvæði henti
ekki lengur dýrum sem þar þrífast“.
Tiltekin stærð togara má fara inn í
fjörðinn á móts við Skor á tímabilinu
1. sept. til áramóta. Hvers vegna ekki
allt árið? Verða einhverjar breytingar
á fiskgengd eða sjávargróðri í ná-
munda við þessar tímasetningar?
10.–11. Hefur stofnunin birt ein-
hverjar kenningar um það hvers
vegna stóra skatan, sem mikið veidd-
ist af t.d. við Breiðafjörð kringum
1980, er horfin? Hver er þróun tinda-
bikkju á sömu svæðum?
12.–13. Hvaða skaða gætu línubát-
ar unnið ef reglugerðin yrði felld úr
gildi og í staðinn yrði beitt skyndilok-
unum eins og annarsstaðar tíðkast?
14. Í sjónvarpsfréttum í lok nóv.
s.l. nefndi Sjávarútvegsráðherra að
neytendur í útlöndum vildu vita hvort
notuð hefðu verið ,,umhverfisvæn“
veiðarfæri. Þá kann fávís að spyrja:
Veit Hafr.st. hvaða veiðarfæri ráð-
herrann kallar umhverfisvæn og ef
svo er getur stofnunin þá verið hon-
um sammála?
Um veiðarfæra-
notkun á Breiðafirði
Gísli Gunnar Marteinsson
skrifar opið bréf til Hafrann-
sóknastofnunar
Gísli Gunnar
Marteinsson
Höfundur er sjómaður í Ólafsvík.
Falleg og björt og mikið endurnýjuð neðri
sérhæð á góðum stað við Stórholt. Eignin
skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, tvö svefn-
herbergi, stofu og borðstofu. Eftirfarandi hef-
ur verið endurnýjað: Gert hefur verið við allar
steypuskemmdir, svalir stækkaðar, húsið ein-
angrað og steinað að utan, rafmagn í íbúð
svo og rafmagnstafla í sameign. Þak hefur
verið yfirfarið og málað. Skipt hefur verið um
gler og glugga. Nýlegt parket er á íbúðinni og
nýjað hurðir. Eldhús og bað var endurnýjað
að hluta fyrir ca 10 árum. V. 17,5 m. 4650
STÓRHOLT - NEÐRI SÉRHÆÐ
Vandað og vel byggt einlyft 152,2 fm einbýl-
ishús ásamt 50 fm bílskúr auk 50 fm kjallara.
Húsið skiptist í forstofu, innra hol/gang,
stofu, eldhús, sólstofu, sjónvarpsherbergi, 4
svefnherbergi (5 skv. teikningu), baðherbergi,
þvottahús og snyrtingu. Húsið stendur mjög
vel og er engin byggð fyrir neðan það. 4505
LÁGHOLT
2ja herb. falleg og björt íbúð á jarðhæð í
nýlegri blokk. Íbúðin skiptist í hol, baðher-
bergi, eldhús, stofu og svefnherbergi. V.
12,5 m. 4651
SÓLTÚN - LAUS FLJÓTLEGA
2ja herb. 62 fm íbúð á 3. hæð í lyftublokk ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin snýr öll til
vesturs og skiptist í rúmgott hol, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og rúmgóða stofu.
Sérgeymsla fylgir íbúðinni á geymslugangi. Þvh. er sameiginlegt á hæðinni. V 11,9 m.
4652
AUSTURSTRÖND 62 FM
M. BÍLSKÝLI
Vorum að fá í sölu mjög fallega um 50 fm
íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Góðar svalir.
Fallegt útsýni. V. 9,9 m. 4654
ÞVERBREKKA - FALLEG
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali