Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 47
MINNINGAR
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför okkar ástkæra
GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR,
dvalarheimilinu Seljahlíð.
Álfheiður G. Guðjónsdóttir, Guðmundur Hlynur Guðmundsson
og fjölskylda,
Gunnar H. Guðjónsson, Aðalheiður Sigvaldadóttir
og fjölskylda,
börn Ingimars Guðjónssonar og fjölskyldur þeirra.
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR
fyrrv. ráðherrafrúar
frá Borgarnesi.
Sérstakar þakkir fyrir hlýja og góða umönnun
færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Skógarbæjar, sem og starfsfólki Þjónustu-
íbúða aldraðra við Dalbraut.
Gísli V. Halldórsson, Guðrún Birna Haraldsdóttir,
Sigurður I. Halldórsson, Steinunn Helga Björnsdóttir,
Sigurbjörg G. Halldórsdóttir, Kristján Örn Ingibergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÁRMANNS EYDAL ALBERTSSONAR
fyrrv. vélstjóra,
Vegamótum í Garði.
Jónas Eydal Ármannsson, Margrét Þyri Sigurðardóttir,
Sigurður Albert Ármannsson, Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir,
Elfa Eydal Ármannsdóttir, Atli Alexandersson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
DAVÍÐ HELGASON,
Laufási 3,
Egilsstöðum,
áður til heimilis í Fellsási 5,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 17. desember kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast Davíðs, er bent á að stofnaður hefur verið
reikningur til styrktar barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Fljótsdals-
héraðs. Það var hans hjartans mál að koma því vel af stað.
Reikningur nr. 0175-05-073042, kt. 500387-3199.
Auður Ragnarsdóttir,
Dagný Davíðsdóttir,
Edda Davíðsdóttir, Kristján Magnússon,
Kristín Hrund Davíðsdóttir, Thron Alm,
Davíð Kári Kárason,
Jónas Thronson Alm,
Nora Iris Alm,
Ingimundur Helgason,
Þórður Helgason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
RAGNHEIÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Hringbraut 52,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-6 á
Landspítala Fossvogi.
Jóhannes Valgeir Reynisson, Gyða Þórdís Þórarinsdóttir,
Árni Reynisson, Anna S. Bjarnadóttir,
Eyjólfur Reynisson, Una Gísladóttir,
Jóhann Reynisson, Suphit Donkanha,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Bjarni Metúsal-em Ragnarsson
fæddist í Víkurgerði
í Fáskrúðsfirði 27.
nóvember 1950.
Hann andaðist á
heimili sínu í Reykja-
vík hinn 13. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Elín Bjarnadóttir
húsfreyja og Ragnar
Björgvinsson bóndi í
Víkurgerði. Systkini
Bjarna voru sex. Eft-
irlifandi eru Sigrún,
Jóhanna Sigurbjörg
og Björgvin Jónas.
Bjarni ólst upp við öll venjuleg
sveitastörf. Hann var gagnfræð-
ingur frá Alþýðuskólanum á Eið-
um, fór svo í lýðhá-
skóla í Reykholti í
einn vetur. Hann var
á sjó á bátum frá Fá-
skrúðsfirði og Stöðv-
arfirði, en eignaðist
sjálfur bát sem hann
gerði út um tíma.
Hann var mikill
íþróttamaður og
stundaði þær eftir
því sem tækifæri
leyfðu. Hann hafði
gaman af handa-
vinnu ýmiss konar
og eftir hann liggja
margir góðir gripir.
Bálför Bjarna fór fram í kyrr-
þey og var aska hans flutt austur í
Kolfreyjustaðarkirkjugarð í Fá-
skrúðsfirði.
Eftir andlát bróður er hann missti
haustið 1975, en þeir voru fæddir
sinn á hvoru árinu og fermdust sam-
an og voru mjög nánir, flosnaði
Bjarni upp á Austurlandi. Hann
fluttist til Reykjavíkur og bjó þar
síðan. Hann kynntist gömlum manni
fyrir sunnan, sem hét Magnús, og
bjuggu þeir saman meðan Magnús
lifði. Kallaði Bjarni hann fóstra sinn.
Hjá þessum gamla manni átti Bjarni
góða daga, samdi þeim einstaklega
vel. Var gaman að heimsækja þá
þegar við fórum til Reykjavíkur,
gæjana á Freyjugötunni, eins og
þeir kölluðu sig.
Það var skarð fyrir skildi að missa
þig, Bjarni bróðir, en þú ert horfinn
langt fyrir aldur fram. Það er mikil
sorg og söknuður hjá okkur.
Við systkinin – Sigrún og Bjarni –
bjuggum í sömu blokkinni í Hátúni
10A, hin síðari ár. Fórum saman í
göngutúra á hverjum degi og ekki
má gleyma sundinu í Vesturbæjar-
lauginni og hressti það okkur mikið.
Þú varst mér alltaf góður bróðir og á
ég margar góðar minningar um þig.
Þegar ég slasaðist í fyrra varst þú
mín hægri hönd í öllu, þar sem heim-
ili okkar voru í sömu blokkinni en sitt
á hvorri hæð, hjálpuðumst við að
með allt. Þú keyrðir mig allt á bíln-
um þínum.
Þér kæra sendi ég kveðju með kvöldstjörnunni
bláu.
Það hjarta sem þú áttir en er svo langt mér frá.
Þar mætast okkar augu þó ei oftar sjáumst
hér,
en Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei
þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú kveð ég þig með sárum sökn-
uði og þakka þér fyrir allt. Hinstu
kveðjur frá Jóhönnu, Björgvin og
fjölskyldum.
Þín systir,
Sigrún.
BJARNI METÚSAL-
EM RAGNARSSON
langt í frá. Þórunn var kona, sem
kom til dyranna eins og hún var
klædd og lá ekki á skoðunum sín-
um. Mér þótti sérstaklega vænt um
glaðværð hennar og kímnigáfu; oft
var húmorinn svartur og beittur og
beindist ekki síst að henni sjálfri.
Við urðum góðar vinkonur, áttum
oft með afbrigðum skemmtilegar
stundir, án barna minna sem og
með þeim. Einnig ræddum við sam-
an á alvarlegum nótum á erfiðum
stundum og ég dáist að henni fyrir
þann styrk sem hún sýndi, þegar
hún varð fyrir þungum áföllum
nokkrum sinnum í lífinu.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér, hvers vegna fólk skrifi minn-
ingargreinar. Sjálf hef ég takmark-
aða trú á því, að látið fólk geti lesið
blöðin eða fylgst með lífinu eftir
andlát sitt, en vil þó ekkert útiloka.
Við Þórunn ræddum svolítið um
þessi mál. Þótt ég skrifi þessi fá-
einu orð til minningar um hana, er
þeim hvorki beint til hennar né
annarra, heldur er þetta eins konar
kveðja, líklega skrifuð í einhverri
sjálfselsku, þar sem ég gat ekki
kvatt hana fyrir andlátið.
Þórunn var svo sérstök kona, að
hennar persónu verða ekki gerð
skil með einhverjum skrifum. Hún
var hjartahlý, skapstór, ástrík og
ljúf, stundum öskureið og ill eða
gat hlegið innilega og grátið
skömmu síðar. Hún var kímin,
kaldhæðin, glettin, fjörug,
skemmtileg og kátínuna átti hún til
alveg fram á síðustu daga, þrátt
fyrir söknuð sinn eftir fyrri heilsu
og híbýlum. Þetta er að sjálfsögðu
mín skoðun á Þórunni, sem er
byggð á mínum kynnum af henni.
Ég votta afkomendum Þórunnar og
öðrum aðstandendum hennar sam-
úð mína og barna minna. Þórunn
var engin venjuleg kona.
Eva Hreinsdóttir.
Þórunni kynntist ég gegnum
Braga Halldórsson skólabróður
minn og skákfélaga. Á árunum um
og upp úr 1970 kom ég oft á heimili
Þórunnar og manns hennar, Hall-
dórs Benediktssonar, í Úthlíð og
síðar á Langholtsvegi. Þangað var
gott að koma, og húsráðendur
skilningsríkir á þeirri undarlegu
þörf sumra manna að grúfa sig yfir
skákborð í tíma og ótíma. Ég var
þarna um tíma hálfgildings heima-
gangur og viðhéldust kynni fram
eftir árum. Aldrei skorti á góðan
viðurgerning og þannig móttökur
að manni fannst eiginlega sjálfsagt
að ganga bara inn og setjast í sóf-
ann eða við eldhúsborðið og fá sér
kaffi, maður var alltaf eins og
heima hjá sér.
Þórunn var af kjarngóðum ætt-
um að austan og var sjálf mikil
myndarkona og skörungur, rösk og
glaðvær, kunni að segja broslegar
sögur af öðrum heimilismönnum,
sem ekki skulu hafðar á oddi hér.
Hún var dugleg hannyrðakona og
prjónaði mikið vettlinga og sokka
sem yngri kynslóðirnar nutu góðs
af.
Kappsöm var hún líka og fékk ég
að finna fyrir því þegar stundum
vantaði fjórða mann í bridds og ég
dreginn að spilaborðinu. Hún vildi
láta hlutina ganga og hafði ekki
mikla samúð með manni sem þurfti
að velta fyrir sér hvort betra væri
að láta út laufasjöið eða tígultíuna.
Þá var stundum rekið á eftir.
Eitt sinn deildum við (í góðu að
sjálfsögðu) um hanteringu á ýsu,
hvernig hún væri látin í pottinn,
veðjuðum harðfiskpakka. Svo fór
að ég hafði rétt fyrir mér aldrei
þessu vant, en var farinn norður í
heimahaga þegar úrslit deilunnar
urðu ljós. Ég var eiginlega búinn
að gleyma málinu þegar í pósti
barst pakki með umræddum harð-
fiski sem ég snæddi af bestu lyst.
Mörg svona smá atvik, sem ylja í
minningunni, komu upp í hugann,
þegar fréttin barst um andlát Þór-
unnar. En mest vil ég þakka Þór-
unni fyrir alla hennar góðvild og al-
úð í minn garð. Skal þessi
sómakona kærlega kvödd. Loks
votta ég Braga og Hreini, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
samúð mína.
Jón Torfason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞORSTEINU KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR
frá Hanhóli.
Alúðar þakkir til starfsfólksins á Eir.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Minningargreinar
Þökkum innilega samúð og vinarhug við and-
lát og útför frænda okkar og vinar,
SIGMUNDAR STEFÁNS BJÖRNSSONAR
frá Kollugerði,
Hvannavöllum 6,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar
á Akureyri og einnig til starfsfólks Fjórðungs-
sjúkrahússins og Kristnesspítala.
Soffía Björnsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Brynhildur Einarsdóttir,
Sigríður Höskuldsdóttir.