Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 48

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 48
48 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn 11 ✝ Elín Kristín Þor-kelsdóttir Szliuga fæddist á Vattarnesi við Fá- skrúðsfjörð 9. des- ember 1918. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Eiríks- son, f. 4. nóvember 1886, d. 8 febrúar 1972, og Helga Ind- riðadóttir, f. á Hafranesi við Reyð- arfjörð 16. septem- ber 1890, d. 23. maí 1964. Elín var næstelst systkina sinna, en þau eru: Björn Guðmundur, f. 1916, d. 1979, Eiríkur, f. 1920, d. 1998, Jón, f. 1922, d. 1998, Sig- urður, f. 1924, Helga Valborg, f. 1927, d. 1931, Helga Guðbjörg, f. 1929, og Ingvar Bergur, f. 1932, d. 1934. Elsta barn Elínar er Ingvar Þórhallur Gunnarsson, f. 27. apr- íl 1944. Faðir hans er Gunnar Bjarg Ólafsson frá Reykjavík, f. 1922, d. 2002. Ingvar ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Eskifirði. Ingvar er kvæntur Huldu Bryn- dísi Hannibalsdóttur frá Hanhóli í Bolungarvík, f. 4. apríl 1945. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Kristín, f. 25. júlí 1968, gift Skúla Hermannssyni, þau eiga tvo syni, Hermann Inga, f. 18. desember 1997, og Ingvar Pál, f. 15. júní 2003. 2) Helga Þuríður, f. 19. júlí 1969. 3) Berglind Steina, f. 27. september 1975, maki Sævar Guðjónsson, sonur þeirra er Anton Berg, f. 27. febrúar 2004, en fyrir á Sævar dóttur, Berg- rós Örnu, f. 17. mars 1994. 4) Inga Bryndís, f. 8. októ- ber 1982. Elín ólst upp á Eskifirði, og bjó þar fram á unglingsár sín á Strandgötu 90 en þurfti snemma að fara aðvinna fyrir sér og fór þá suður til Keflavíkur og vann þar á Keflavíkurvelli. Elín giftist 7. júlí 1950 Antony Szliuga slökkviliðsmanni á Keflavíkur- velli, f. 21. júlí 1915. Dætur þeirra eru Rósalinda Szligua, f. 3. janúar 1951, og Anna Margrét Chavis, f. 2. maí 1952, maki Mitch Chavis. Fjölskyldan bjó fyrstu ár sín í Ytri-Njarðvík eða þar til þau fluttu til Allentown í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum sumarið 1962. Þau bjuggu þar í eitt ár en fluttu svo til Woodbridge í Virg- iníu og bjuggu þar í tuttugu ár. Þau fluttu til Mechanicswille í Maryland og bjuggu þar í önnur tuttugu ár, eða þar til þau fluttu ásamt Margrétti dóttur sinni til Tigard í Oregon árið 1999 og þar andaðist Elín á heimili sínu. Minningarathöfn um Elínu var 10. júlí á æskuheimili hennar, Strandgötu 90 á Eskifirði. Jarð- sett var í kirkjugarðinum á Eski- firði. Elsku amma, okkur langar til að senda þér smákveðju í tilefni þess að á fimmtudaginn, 9. desember, hefðir þú orðið 86 ára. Það var ljúf stund fyrir austan í sumar þegar Magga dóttir þín fylgdi þér heim til Íslands til hinn- ar hinstu hvílu. Þar sameinuðumst við á æskuheimilinu þínu, Strand- götu 90 á Eskifirði. Þú þurftir að flytja ung að árum til að afla tekna því fátæktin var mikil og því ólst faðir okkar upp hjá Þurý afa og Þorkeli afa. Það var mikil hamingja fyrir þig að hitta Tony, bandarískan slökkviliðsmann sem starfaði á Keflavíkurflugvelli eins og þú. Með honum eignaðist þú tvær dætur, þær Möggu og Lindu, sem mjög góð tengsl eru við. Fyrstu árin bjugguð þið í Ytri-Njarðvík en svo fluttuð þið út til Bandaríkjanna þar sem þú bjóst til æviloka. Þrátt fyrir fjarlægðina var samband okkar ætíð mikið, enda þótti okkur afar vænt um þig og dætur þínar. Það voru margar fallegar gjafirnar sem þú sendir okkur og að fá pakka alla leið frá Bandaríkjunum fannst okkur alltaf mjög spenn- andi. Þegar við bjuggum ásamt for- eldrum okkar fyrir austan heim- sóttir þú okkur nokkrum sinnum. Þá fóru pabbi og mamma og við systurnar gjarnan með þig á þá staði fyrir austan sem þér þótti hvað fallegastir. Pabbi, mamma, Helga Þurý og Berglind heimsóttu þig líka út og þá áttuð þið góðar stundir saman. Fyrir nokkrum árum fluttuð þið Tony svo til Tigard í Oregon-ríki ásamt Möggu dóttur þinni og Mitch og leiðin þá orðin styttri til Lindu sem býr í Seattle. Elsku amma við kveðjum þig með þessu ljóði um æskubyggð þína og viljum þakka þér innilega fyrir samfylgdina. Við hugsum hlýtt til þín og vitum að þú heldur áfram að fylgjast með okkur og barnabörnunum. Guð blessi þig. Eskifjörður – æskubyggðin mín – innst í sálu greypt er myndin þín, hjá þér fyrst ég ljóma dagsins leit, lifði í þínu skjóli og fjallareit. Blessi Drottinn byggð og lýð, blessi alla tíð. (Árni Helgason.) Þínar sonardætur Sigríður Kristín, Helga Þuríður, Berglind Steina og Inga Bryndís. ELÍN KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR SZLIUGA Það er í sjálfu sér ekki frétt þó gamall maður deyi. Mig setti þó hljóðan er ég heyrði lát Geirs á Sleðbrjót. Sterk minn- isstæður maður og einn af horn- steinum þess atvinnulífs, sem stund- að var utan bús, í sérstöku samfélagi á Norður-Héraði, var fallinn. Mikið af minningum kom upp í hugann frá samskiptum okkar á ár- um áður, ásamt væntumþykju og þakklæti fyrir það umburðarlyndi og stuðning sem hann sýndi mér þann tíma sem ég vann hjá honum. Ég kynntist Geir eins og flest ungt fólk í minni sveit, þegar ég fór að vinna í sláturhúsi Kaupfélags Héraðsbúa á Fossvöllum en þar var Geir sláturhússtjóri lungann úr sinni starfsævi. Það var mikil reynsla fyrir ungan mann, eins og mig, vart kominn á unglingsaldur að fara að stunda vinnu utan heimilis, búa á verbúð og hitta fyrir þennan stóra og hrjúfa mann, að því er mér fannst þá um Geir. En annað átti eftir að koma á daginn. Undir að því er virtist hrjúfu yf- irborðinu var Geir einstaklega hjartahlýr og hjálpsamur maður, sem studdi og passaði vel upp á okk- ur unglingana sína sem vorum í GEIR STEFÁNSSON ✝ Geir Stefánssonfæddist á Sleð- brjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 19. júlí 1915. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Egilsstöðum 11. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sleðbrjótskirkju 22. júlí. vinnu hjá honum í slát- urhúsinu á Fossvöllum. Það má með sanni segja að við unga fólkið af Jökuldal, úr Hlíð og Tungu, sem vel flest stigum okkar fyrstu spor, nálægt ferming- araldrinum, úti á hin- um almenna vinnu- markaði í sláturhúsinu á Fossvöllum, höfum verið heppin að eiga að slíkan mannkosta mann sem í Geir bjó til að leiða okkur fyrstu sporin í vinnu að heim- an, spor sem sumum okkar voru erf- ið eins og gefur að skilja. Geir mun alltaf eiga sérstakan sess í atvinnusögu þessara sveita á Norður-Héraði, þar sem nær allir unglingar á svæðinu komu fyrst til vinnu utan heimilis í sláturhúsinu hjá honum, sláturhúsið var okkar vinnuskóli og þar stjórnaði Geir, á því var enginn vafi. Þessi vinnuskóli var síst verri en sá vinnuskóli sem við þekkjum í dag, þaðan kom eng- inn skemmdur, frekar má segja að þaðan útskrifuðumst við betra fólk, tilbúið að takast á við vinnumark- aðinn, þökk sé Geir. Einnig unnu velflestir sem bjuggu í þessum sveitum og komnir voru af unglingsaldri einhvern tímann undir stjórn Geirs í sláturhúsinu á Foss- völlum. Það var ekki alltaf auðvelt starf fyrir Geir að halda aftur af hópi ungs, brellins og fjörugs fólks sem kom saman til vinnu á Fossvöllum í sláturtíðinni. Ungt fólk sem í dag væri örugglega úrskurðað ofvirkt og látið bryðja rítalín til að halda sér niðri, Geir þurfti ekkert rítalín til að halda unglingunum sínum niðri, hann hafði sérstakt lag á okkur og tókst á ótrúlegan hátt að nota okkur til vinnu, þó stundum gengi mikið á eins og gefur að skilja. Víst er að all- ir fengu starf sem hæfði í sláturhús- inu hjá Geir og hann umbunaði þeim sem lögðu sig fram, það var ákveðin hvatning til að standa í stykkinu. Það verður ekki dregin fjöður yfir það að jafn stórbrotnir og fyrirferð- armiklir menn og Geir á Sleðbrjót var, verða oft umdeildir í sínu sam- félagi. Svo var um Geir, enda hvergi skaplaus maður, þó honum tækist bærilega að hemja það og nýta sér oft og tíðum á jákvæðan hátt til framdráttar. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum sem hann setti fram óhikað og á hreinni íslensku, það kunnu sumir síður að meta, meðan á stóð, en Geir meiddi ekki, þó stundum sviði undan, en þegar upp var staðið var hann ávallt rétt- sýnn. Fylginn sér var hann bæði til orðs og æðis, það stóð ekki margt fyrir honum þegar hann gerði krók á löngutöng og barði honum þéttings- fast niður í borðið, það var merki um að málið væri útrætt. Geir talaði gott mál, enda smekk- maður á íslenska tungu, hann var víðlesinn, fróður og góður hagyrð- ingur. Geir var mikill húmoristi, kunni mýgrút skemmtilegra sagna, sagði vel frá, var laginn að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins og var gjarna hrókur alls fagnaðar þegar menn hittust. Geir var barngóður svo af bar, og það var gaman að sjá hve ungviðið laðaðist að þessum stóra og að því er virtist hrjúfa manni, en víst er að undir sló viðkvæmt hjarta sem hvergi mátti aumt sjá án þess að hann væri óðara kominn til hjálpar. Ég á Geir Stefánssyni á Sleðbrjót margt upp að inna, hann kenndi mér marga hluti og ég fór ætíð ríkari af hans fundi, hafi hann þökk fyrir það. Sigurður Aðalsteinsson. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.