Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 52
52 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Til sölu lítið notaðir 4 vetrarhjól-
barðar á felgum með koppum
195/65. 5 þús. stk. 4 álfelgur 157/
13 7 þús. stk. Uppl. í s. 586 2082
og 693 6764.
Driver.is
Ökukennsla, aksturs-
mat. Subaru Legacy, árg. 2004.
Björgvin Þ. Guðnason,
sími 895 3264 www.driver.is
Útsala. Til sölu Volvo 460 GLE
2.0, árgerð 1994. Bíllinn er
skemmdur eftir tjón og fæst á að-
eins 50 þús. staðgreitt. Nánari
upplýsingar í síma 899 5522.
Toyota Landcruiser 80 dísel
T-Intc 1995. 1995 árgerð, ekinn
aðeins 177 þ. km. 35" dekk, sjálf-
skipt, org-læsingar, krókur, spoil-
er, millikælir o.fl. Toppeintak!
Mjög fallegur. Verð 2,8 millj. Ath.
skipti. Sími 663 2430.
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Terrano II '99,
Cherokee '93, Nissan P/up '93,
Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza
'97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup
'91 o.fl.
Toyota Corolla GLi 1600 - 16v
árg. 1993. Ekinn aðeins 138 þ. km.
Sjálfskipt, allt rafdrifið, sumar- og
vetrardekk, krókur, fallegur bíll!
Gott viðhald! Verð 380 þ. kr. S.
663 2430, 565 2430. Frábær bíla-
kaup!
GOLIGHT LEITARLJÓS
RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52,
Kópavogi, s. 567 2100.
www.radioraf.is35 tommu dekk og felgur. Er
með 10 tommu breiðar álfelgur,
35/15 dekk í góðu ástandi. Dekk
ný, micro-skorin og jafnvægis-
stilt, ca hálfslitin. Verð 39 þ. Sími
690 1223 - 564 1223.
VERKEFNIÐ Blátt áfram er for-
varnarverkefni Ungmennafélag Ís-
lands (UMFÍ) og felst í að efla for-
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á
börnum á Íslandi. Systurnar Svava
og Sigríður Björnsdætur standa á
bak við verkefnið, en báðar urðu
þær fyrir kynferðislegri misnotkun í
æsku. Að sögn Svövu þótti þeim
systrum ekki vera nóg að gert í for-
varnarmálum hér á Íslandi, og að
auki þótti þeim umræðan hérlendis
vera yfirhöfuð mjög lítil. Þær tóku
það þá að sér að reyna að vekja at-
hygli á málefninu þegar rétta tæki-
færið gafst.
Svava segir upphaf verkefnisins
eiga rætur að rekja til þess tíma þeg-
ar hún bjó úti í Bandaríkjunum og
las auglýsingu í blaði með yfirskrift-
inni „Ein af vinkonum dóttur þinnar
er misnotuð kynferðislega. Veist þú
hver hún er?“ Hún segir auglýs-
inguna ekki hafa látið sig í friði, en
fyrir neðan hana var svo vísað á
heimasíðu grasrótarsamtaka í
Bandaríkjunum sem beita sér í bar-
áttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á
börnum. Eftir að hafa kynnt sér efni
síðunnar ákvað Svava að hafa sam-
band við framkvæmdastjóra sam-
takanna og fékk hún leyfi til að láta
þýða bækling samtakanna á ís-
lensku.
Sjö skrefa bæklingur gefinn út
Sjö skrefa bæklingi, fyrir ábyrgt
fullorðið fólk, var dreift á öll heimili
í landinu nú í haust. „Það sem okkur
fannst mjög mikilvægt við þennan
bækling var að ábyrgðin á þessu er
sett á herðar fullorðna fólksins,“
segir Svava, og bætir því við að það
sé mjög mikilvægt að tala um þessa
hluti við börn og að þeim sé kennt
hvað má og hvað ekki. Hún segir
börn vera mjög ábyrgðarfull og viti
kannski að kynferðislegt ofbeldi
gagnvart þeim sé ekki rétt, en ef
ekkert sé talað við þau að fyrra
bragði, og þeim bent á leið til að fá
hjálp, séu litlar líkur á því að þau
segi frá atburðinum fyrr en á full-
orðinsárum. Börnin telja oft að þau
hljóti að vera svona slæm að þau
bjóði sjálf upp á þetta ofbeldi. „Það
er þessi hrikalega skömm sem er svo
mannskemmandi og fer verst með
mann og maður missir traust á öll-
um í umhverfinu,“ segir Svava og
bætir við að eitt af því erfiðara sem
hún hafi þurft að kljást við í fram-
haldinu hafi verið að læra að treysta
fólki á nýjan leik og sjálfri sér í leið-
inni. Hún segir að það sé þó hægt að
vinna úr þessu og miklu máli skipti
að ræða um þessa hluti, en byrgja þá
ekki inni. „Í hvert skipti sem ég get
staðið fyrir framan fólk og sagt: „Já,
ég lifði af kynferðislegt ofbeldi“, þá
losa ég mig við þessa skömm sem ég
bar í mörg ár,“ segir Svava og bætir
við að það hafi verið alveg fáránlegt
að hún hafi skammast sín fyrir það
að brotið hafi verið á henni. „Þetta
eru helstu afleiðingar þessa ofbeldis,
þolendur bera skömmina og gera
það oftast einir,“ segir Svava.
Sigríður, systir Svövu, átti fund
með UMFÍ sem tók að sér að styrkja
þýðingu og útgáfu bæklingsins.
Svava segir það hafa gert þeim
systrum auðveldara um vik að fá
aðra aðila til þess að styrkja verk-
efnið, en Íslandsbanki og Sjóvá-
Almennar styrktu útgáfu bæklings-
ins.
„Það sem okkur þykir mestu máli
skipta er að breyta samfélagsvitund-
inni um þennan málaflokk. Við höf-
um verið að reyna að gera þetta á
eins jákvæðan hátt og við getum af
því að við viljum fá jákvæða teng-
ingu við þetta verkefni,“ segir
Svava.
17% íslenskra barna misnotuð
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar, sem var birt árið 2002, kom
fram að 17% íslenskra barna verða
fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir
18 ára aldur, eða fimmta hver stúlka
og tíundi hver drengur. Svava segir
það þó því miður vera svo að margir
brotaþola segi aldrei frá sinni lífs-
reynslu. „Þess vegna grunar mig að
tölurnar séu hærri,“ segir Svava og
bætir því við að hún yrði afar glöð ef
grunur hennar reyndist ekki á rök-
um reistur, en hún vonast til þess að
fleiri rannsóknir verði fram-
kvæmdar á þessu sviði. Ef breyta á
samfélagsvitundinni þá verður líka
að hjálpa gerendum kynferð-
isafbrota sem eru veikt fólk að sögn
Svövu. Eins og staðan er nú skortir
bæði úrræði fyrir gerendurna og
börnin sem verða fyrir ofbeldinu.
Nauðsynlegt sé að koma börnum,
sem lendi í kynferðislegu ofbeldi, í
góða ráðgjöf ásamt því að styðja fjöl-
skylduna, sem bæði fyllist skömm og
oft er mikil afneitun að sögn Svövu.
Jóladiskur gefinn út
Svava segir tónlistarmennina
Grétar Örvarsson, Sigríði Beinteins-
dóttur og Maríu Björk Sverrisdóttur
hafa komið með þá hugmynd að gefa
út geisladisk, sem krakkar úr Söng-
skólanum syngja á, til styrktar mál-
efnum Blátt áfram, diskurinn ber
heitið Jólastjörnur og fæst um land
allt. „Það er þeirra markmið að gera
þetta kannski á hverju ári og finna
eitthvert málefni, sem varðar börn,
til þess að styrkja, og þau völdu og
buðu okkur að taka þátt í þessu.“
Hún segir ágóðann af sölu disksins
renna til verkefnisins Blátt áfram,
og kann Svava þeim Grétari, Sigríði
og Maríu bestu þakkir fyrir að veita
málstaðnum lið. Hún segir að með
útgáfu geisladisksins sé auk þess
verið að efla aðrar forvarnir, en
íþróttafélögum og öðrum fé-
lagasamtökum um allt land var boð-
ið að selja, og fá félögin þá hlut af
söluágóðanum. Hún segist vona að
aukin umfjöllun leiði til þess að þeir
sem hafi lifað af kynferðislegt of-
beldi sem börn leiti sér hjálpar.
Svava tekur fram að hún sé ekki
sérfræðingur og því vísi hún á
Barnaverndarstofu, Barnahús,
Neyðarlínu lögreglunnar og Hjálp-
arsíma Rauða krossins 1717. Verk-
efnið Blátt áfram gangi fyrst og
fremst út á að sýna fólki hvernig það
á að leita sér hjálpar og hvaða leiðir
séu fyrir hendi. Hún segir ýmis
verkefni vera í undirbúningi, t.d.
sérstakt brúðleikhús sem mun fara í
grunnskólana, en það verkefni er
styrkt af Velferðarsjóði barna og
Forvarnarnefnd Reykjavíkur. „Við
erum með margt á döfinni, við erum
bara rétt að byrja,“ segir Svava.
Upplýsingar um verkefnið er að
finna á www.blattafram.is.
Skiptir máli að breyta
samfélagsvitundinni
Morgunblaðið/Þorkell
Sigríður Beinteinsdóttir, Svava og Sigríður Björnsdætur, María Björk
Sverrisdóttir og Grétar Örvarsson standa að útgáfu disksins.
Svava Björnsdóttir,
verkefnisstjóri forvarn-
arverkefnsins Blátt
áfram, segir viðtali við
Jón Pétur Jónsson að
úrræði skorti bæði
handa gerendum og þol-
endum kynferðislegs of-
beldis gegn börnum.
jonpetur@mbl.is
„ÁHERSLUR Samtaka um betri
byggð munu áfram beinast að því að
stöðva útþenslu borgarinnar og
þétta hana inn á við,“ segir Örn Sig-
urðsson, arkitekt og stjórnarmaður
í samtökunum.
„Til að svo megi verða þarf að
taka aðalskipulagið upp og gjör-
breyta forsendum þess. Forsendur
núverandi aðalskipulags eru þær að
þarna verði flugvöllur a.m.k. út
þetta skipulagstímabil til 2024 og
þess vegna verði flestum þeim 60
þúsund nýju höfuðborgarbúum
fundinn staður á austursvæðunum,“
segir hann og bendir á að samtökin
andæfi þessari stefnu.
Nýkjörin stjórn Samtaka um
betri byggð boðaði til fréttamanna-
fundar í gær þar sem kynnt voru
verkefni samtakanna og nýjar
áherslur í skipulagi höfuðborgarinn-
ar næstu mánuði og misseri, í að-
draganda að kosningum til sveitar-
stjórna vorið 2006 og til Alþingis
2007.
135 milljarða arðsemi ef
byggt verður í Vatnsmýrinni
Í ályktun þeirra sem kynnt var í
gær ítreka samtökin að Vatnsmýr-
arsvæðið sé mikilvægasta og verð-
mætasta byggingarland Reykjavík-
ur og skorað er á borgaryfirvöld að
hraða undirbúningi þess að það
verði nýtt undir miðborgarbyggð.
„Með heildarhagsmuni borgarbúa
fyrir augum telja samtökin nauð-
synlegt að hefja þegar í stað opna
og lýðræðislega endurskoðun á for-
sendum Aðalskipulags Reykjavíkur
og flýta brottflutningi flugvallarins
svo unnt verði að hefja uppbyggingu
á svæðinu eigi síðar en 2008,“ segir í
ályktuninni.
Halda samtökin því fram að þjóð-
hagsleg arðsemi þess að byggja í
Vatnsmýri sé a.m.k. 135 milljarðar
kr.
Miðborgin er eiginlega dauð
„Meginatriðið er að tekin verði
ákvörðun strax, hún verði mjög
sýnileg og dagsett, þannig að sam-
félagið sé ekki að fjárfesta á röngum
stað,“ segir Örn.
„Nú er svo komið fyrir borgar-
samfélaginu að miðborgin er eigin-
lega dauð og hún á sér endurlífg-
unartíma og hann snýst um þessa
fjárfestingu. Það verður að taka
ákvarðanir núna. Það verður eitt-
hvað að gerast fyrir kosningarnar
2006,“ segir hann.
Samtök um betri byggð kynna
baráttumál næstu mánaða
Vilja stöðva út-
þenslu borgar
BÍLABÚÐ Benna hefur lækkað
verð á bílum. Benedikt Eyjólfsson
framkvæmdastjóri segir að staða
gjaldmiðla gefi tækifæri til lækk-
unar. „Við höfum reyndar verið að
lækka verðið jafnt og þétt vegna
gengisþróunar undanfarinna mán-
aða.“
Breyting gengis kemur fyrr fram
í bílum eins og Porsche sem eru
sérpantaðir fyrir viðskiptavininn
og því ekki lagervara á gömlu
gengi. Porsche Cayenne-jeppinn
hefur lækkað úr 6.600.000 kr. í
6.290.000 kr. sem er tæplega 6%
lækkun á nokkrum mánuðum.
Benedikt sagði að vandamálið
væri að aðeins örfáum bílum væri
óráðstafað af framleiðslukvóta
Bílabúðar Benna næstu mánuði.
Bílabúð Benna
lækkar verð á bílum
SKÁKSAMBAND Íslands og Lands-
bankinn standa fyrir skákmóti í
dag, sem kallað er Friðriksmót til
heiðurs Friðriki Ólafssyni stór-
meistara.
Skákmennirnir setjast að tafli í
dag, sunnudag, kl. 10.30 í aðal-
útibúi bankans við Austurstræti, en
þá keppa 14 bestu unglingar lands-
ins og mun sá sem fer með sigur af
hólmi hljóta þá sæmd að keppa við
eldri skákmenn síðar um daginn.
Mótið sjálft, sem er hefðbundið
hraðskákmót, hefst kl. 15. Sterk-
ustu skákmenn landsins munu taka
þátt, alls 14 skákmenn, þar á meðal
Friðrik Ólafsson.
Mótið er hluti af aðventu- og
jólahátíð Landsbankans. Skákunum
verður varpað á risaskjá til að gera
áhorfendum betur kleift að fylgjast
með framvindu skákanna.
Auk þess verða til sýnis verð-
launagripir, fréttamyndir og annað
fróðlegt efni um feril Friðriks
Ólafssonar.
Morgunblaðið/Ómar
Friðrik Ólafsson stórmeistari mun
keppa á mótinu.
Friðriksmót haldið
í Landsbankanum