Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 55
DAGBÓK
Sumir hagnast svona
NÝLEGA þurfti ég á þjónustu að
halda í einni af verslunum BYKO.
Hún fólst í því að láta saga fyrir mig
efni sem ég hafði keypt þar. Um leið
og ég greiddi fyrir efnið greiddi ég
fyrir vinnuna við sögunina og spurði
ég sölumanninn hversu langan tíma
hann ætlaði að láta mig greiða fyrir
þessa sögun. 20 mín. var svarið og
þótti mér vel í gefið, hann jánkaði án
þess svo mikið sem að velta því fyrir
sér hvort hér væri ekki helst til
drjúgur tími reiknaður. Fyrir 20 mín-
útur átti ég að greiða krónur 2.700 og
sem sæmilega vanur maður í trésmíði
setti ég skeiðklukku símans í gang
um leið og tækin voru ræst. Þegar
slökkt var að nýju og verkinu var lok-
ið taldi síminn 6 mín. og 58 sekúndur.
Fór ég til baka og sýndi fram á þessi
mistök. Mismunurinn var end-
urgreiddur en ekki svo mikið sem
minnsta afsökun kom, sem mér þótti
þó tilefni til, enda búinn að gera at-
hugasemdir áður og þóttist vita betur
en þessi „vani“ sölumaður.
Smá yfirsjón getur verið dýrkeypt
og að vera árvökull getur borgað sig.
Árni Stefán Árnason,
Ölduslóð 38, Hafnarf.
75 þúsund aðra
leiðina til London
ÉG sendi jólapakka til Lundúna um
daginn. Vissulega engin frétt í sjálfu
sér, hitt eru aftur tíðindi að ef ég
hefði orðið að greiða undir mig sjálf-
an eftir pakkasendingarverðinu til
London, þá hefði það orðið kr. 75.000.
750 kr. kostar undir hvert kíló í flugi.
Nú spyr ég forstjóra Íslandspósts;
hvernig stendur á þessum gífurlega
verðmun? Og ég sem hélt í minni ein-
feldni fólk dýrmætara en pakka.
„Dýr myndi Hafliði allur, ef svo
skyldi hver limur.“
Sem sagt 150.000 kr. báðar leiðir
upp á vatn og brauð, í lest.
Sigurður Sigurðarsson,
Lækjarbergi 6, Hafnarf.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Svartar sparidragir
Opið í dag sunnudag kl. 13-18
• Leiðandi sérverslun í góðum vexti. Ársvelta 420 m. kr.
• Traust iðnfyrirtæki með 200 m. kr. ársveltu.
• Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 m. kr.
• Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta.
• Húsgagnaverslun í góðum rekstri.
• Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land.
• Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan.
• Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í
20 ár. Hagstætt verð.
• Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting.
• Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.
• Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð af-
koma.
• Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup.
• Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu.
• Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð.
• Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.
.• Þekkt barnafataverslun í Kringlunni.
• Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin
húsnæði á góðum stað.
• Brautarnesti í Reykjanesbæ. Góður söluturn í eigin húsnæði. Spilakassar og Lottó.
• Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling, sem vill hefja eigin atvinnurekstur.
• Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings.
• Lítil tískuvöruverslun í Kringlunni. Auðveld kaup.
• Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum
fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. .
• Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur.
• Salon Nes, góð hárgreiðslustofa á Seltjarnarnesi.
• Lítið garðvinnufyrirtæki. Gott fyrir einyrkja sem vill vinna sjálfstætt.
• Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjölskyldu.
• Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni.
• Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueldhús. Mikil föst við-
skipti.
• Glæsileg ísbúð, videó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitinga-
sala og góð framlegð.
• Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin
rekstur.
• Smáskór - rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eigin innflutningur að stórum
hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir tvær smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur.
• Falleg, lítil blómabúð í miðbænum.
• Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tækifæri fyrir duglegt
fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila.
• Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.
• Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup.
• Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið sem viðbót við
vélsmiðju eða skyldan rekstur.
• Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til
sameiningar við svipað fyrirtæki.
• Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakon-
ur“ með góðar hugmyndir.
• Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagn-
aður 11 m. kr. á ári.
• Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til sameiningar.
• Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til
greina.
Gagnlegur fróðleikur sjá: www.kontakt.is
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Ný sending af peysum
næstum engar
tvær eins!
Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 11-15
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Kápur
Ný sending
Verð frá
kr. 7.990
Opið í dag frá 13-17
Félagsstarf
Félag eldri borgara Reykjavík |
Dansleikur kl. 20, Caprí–tríó leikur
fyrir dansi. Síðasti dansleikur fyrir
jól.
Félagsstarf Gerðubergs | Fim. 16.
des. kl. 14, jólahelgistund í samstarfi
við safnaðarstarf Fella- og Hólakirkju,
fjölbreytt dagskrá nánar kynnt síðar.
Umsjón sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son og sr. Svavar Stefánsson. Hátíð-
arveitingar í Kaffi Berg.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf.
Soffía Jakobsdóttir er alla mánudaga
í Listasmiðju Hæðargarðs með leið-
sögn í framsögn, framkomu og upp-
lestri. Fyrri hópur kl. 9–12 seinni hóp-
ur frá kl. 13–16. Næsti fundur í
Bókmenntahópi Háaleitishverfis er
19. janúar 2005. Gestur kvöldsins
Silja Aðalsteinsdóttir.
Norðurbrún 1 | Þriðjudaginn 14. des-
ember verður farið á Hellu og jóla-
markaður skoðaður, farið að Hest-
heimum til Ástu Beggu og Gísla þar
sem verður jólahlaðborð, lagt af stað
kl. 12.30 frá Norðurbrú og síðan
teknir farþegar í Furugerði skráning í
síma 568 6960.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Jólafundur Æsku-
lýðsfélags kl. 20.
Grafarvogskirkja | Grafarvogskirkja
kl. 16, Barna– og unglingakór og Kór
Grafarvogskirkju syngja jóla– og að-
ventulög. Stjórnendur: Hörður Braga-
son og Oddný J. Þorsteinsdóttir.
Söngkonan Magga Stína kemur.
Hljóðfæraleikarar: Hörður Bragason
orgel / píanó. Hjörleifur Valsson fiðla.
Birgir Bragason bassi. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum alla
virka daga frá kl. 09–17 í síma
587 9070.
Selfosskirkja | Í dag kl. 15 verða
haldnir aðventutónleikar í Selfoss-
kirkju. Fjölmargir kórar og aðrir flytj-
endur koma fram. Kvenfélag Selfoss-
kirkju selur laufabrauð eftir
tónleikana. Sr. Gunnar Björnsson.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
80 ÁRA afmæli. Í dag,
12. desember, verður
áttræð Sigrid Toft
húsmóðir, Selási 11,
Egilsstöðum. Eigin-
maður hennar er
Magnús Pálsson. Þau
eru að heiman í dag.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
ORGEL Seljakirkju verður í aðal-
hlutverki á aðventustund í kirkjunni kl.
20 í kvöld, en orgelið verður nú tekið
aftur í notkun eftir gagngera viðgerð.
Á dagskránni verða aðventu- og jóla-
orgelforspil úr Orgelbuchlein eftir Jó-
hann Sebastian Bach. Jón Bjarnason
organisti flytur átta orgelforspil eftir
Bach og kirkjukór Seljakirkju mun
syngja alla sálmana sem forspilin eru
skrifuð um. Einnig munu prestar kirkj-
unnar lesa upp úr ritningunni viðeigandi
texta þar sem sálmarnir eru skrifaðir
útfrá því efni. Einnig verða stuttar
kynningar á orgelinu og orgelforspilum
á milli.
Morgunblaðið/Jim Smart
Orgelvígsla í Seljakirkju
HLJÓMSVEITIN Tend-
erfoot heldur útgáfu-
tónleika kl. 21 í kvöld á
Hótel Borg í tilefni af
útkomu plötunnar
„Without Gravity“.
Sveitin hefur vakið
töluverða athygli síð-
ustu misseri, m.a. á Iceland Airwaves tón-
listarhátíðinni og einnig með útgáfu sinni
af laginu „Over the Rainbow“, úr Galdra-
karlinum í Oz. Tónlist Tenderfoot má
flokka undir svonefnda „alt-country“
stefnu, lágstemmd órafmögnuð tónlist
undir áhrifum frá sveita- og þjóðlaga-
tónlist og blús.
Útgáfutónleikar
Tenderfoot á Borginni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111