Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Regnbogamessa verður haldin í Lang-holtskirkju í kvöld kl. 20. Þar samein-ast söfnuðirnir þrír umhverfis Laug-ardalinn; Langholts-, Ás- og Laugar- nessöfnuður – í almennri kvöldmessu á jólaföstu og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sér- staklega til þessa samfélags. Áhugahópur sam- kynhneigðra um trúarlíf (ÁST) og Æskulýðs- samband kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum (ÆSKR) standa einnig að messunni. „Regnboginn táknar sáttmálann milli Guðs og manneskjunnar, hann brúar bilið á milli manna sem hafa fjarlægst vegna fordóma og hræðslu hver við annan, hann felur í sér fyrirheit fjöl- breytileikans og hann er tákn réttindabaráttu samkynhneigðra,“ segir Grétar Einarsson, for- maður ÁST. „Regnbogamessan er tilboð um opið og öruggt samfélag í kirkju sem boðar skilyrð- islausa gæsku Guðs. Í henni viljum við biðja sam- an og hvíla í samfélaginu við Guð sem hefur skap- að okkur öll og elskar okkur öll. “ Er kirkjan að færast nær samkynhneigðum? „Já, kirkjan er að gera það. Í því sambandi má benda á samstarf PÍ og FAS (Félag aðstandenda samkynhneigðra) um tvö málþing á þessu ári og eitt á því næsta sem hefur leitt til vakningar um málefni samkynhneigðra innan kirkjunnar. Einn- ig má benda á starfshóp kirkjunnar um samkyn- hneigð og kirkjuna en þar er fulltrúi frá ÁST. Það má segja að umræðan innan kirkjunnar hafi ekki verið nógu upplýst en með tilkomu starfshópsins mun það breytast.“ Hvernig er hægt að bæta samfélag kirkjunnar? „Samfélag kirkjunnar er gott. En eins og svo oft er ein leiðin til betra samfélags upplýsing. Kirkjan þarf að læra af fólkinu sem innan hennar er og hún þarf að hlusta og þetta á við um allt samfélag kirkjunnar. Henni ber að upplýsa um leið og hún sjálf upplýsist. Samkynhneigðir eru líka hluti af samfélagi hennar og við erum starf- andi innan hennar og það er mjög mikilvægt að þau okkar sem það eru séum sýnileg í öllu starfi hennar. Samfélag kirkjunnar þarf að gera sam- kynhneigðum það kleift að vera þeir sjálfir innan hennar án alls feluleiks. Slíkur feluleikur er um leið feluleikur kirkjunnar sjálfrar. Samfélag kirkj- unnar má ekki verið feimið við að taka á mál- efnum samkynhneigðra né annarra. Hún á að hætta öllum tepruskap og þögn og hún á að þora að taka það frumkvæði sem þarf, ekki síst sjálfrar sín vegna.“ Hvað er fram undan í þessu starfi? „Starfshópur kirkjunnar um samkynhneigð og kirkjuna hefur mikið á prjónunum og það er gíf- urlega spennandi ár fram undan. Það verður mik- ið af spennandi fundum og fyrirlestrum og ýmis- legt fleira verður gert. Það má því gera ráð fyrir miklum umræðum um málefni samkynhneigðra og kirkjunnar á næstu misserum.“ Trúmál | Regnbogamessa þriggja safnaða í Langholtskirkju í kvöld Guð elskar okkur öll  Grétar Einarsson er fæddur í Hveragerði ár- ið 1969. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tónlist- arskóla Árnesinga, Tón- skóla FÍH og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Grétar hefur unnið við ýmis störf en und- anfarin ár hefur hann mestmegnis starfað við verslun. Grétar er í sambúð með Óskari Ásgeiri Ást- þórssyni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ferðaáætlanir eða ráðagerðir sem tengjast útgáfu og menntun virðast mögulegar um þessar mundir. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna. Jibbí. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsanlegt er að þú sjáir nýjar leiðir til þess að fá leyfi, aðstöðu, stuðning, fé eða tæki til þess að sinna vinnunni þinni. Bolmagn annarra kemur þér að gagni á einn eða annan hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er frábær dagur til þess að njóta samræðna við náungann. Makar og nán- ir vinir virðast einstaklega hressir og skemmtilegir. Samskipti þín við almenn- ing ganga vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Heilsa þín virðist betri en ella í dag. Það er ekki síst vegna þess að þú ert bjart- sýnni um framtíðina nú en endranær. Glaður hugur leiðir til kraftmeiri líkama. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðvað þig. Horfur í ástalífinu eru góðar og mikið af skapandi verkefnum á döfinni. Fjár- málin lofa góðu líka. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Haltu þínu striki með áætlanir um að færa út kvíarnar heima fyrir. Fasteigna- viðskipti ættu að skila góðum hagnaði. Allt sem þú gerir á heimilinu kemur bæði þér og öðrum til góða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Systkini og nýir kunningjar sýna þér einstaka hjálpsemi. Þú nýtur þess að tala við aðra. Fólk fær stórbrotnar hug- myndir og leyfir þér að gera hvað sem þér dettur í hug. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag eru aðstæður góðar fyrir verslun og viðskipti. Þú færð tækifæri til þess að auka tekjur þínar og ná auknum árangri í vinnu. Hafðu augun opin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ekki laust við að dagurinn í dag sé einn sá besti sem þú hefur átt í langan tíma. Þér líður sem sigurvegara og ert til í að klífa hæsta tindinn. Ertu kannski búinn að því? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Trú þín á sjálfa þig hefur aukist nokkuð frá árinu 2003, steingeit. Þú áttar þig á því að takmarkanir þínar eru oft af þín- um eigin völdum. Það skiptir öllu að hafa trú á sjálfum sér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er frábær dagur til þess að eiga samneyti við vini og kunningja. Þiggðu heimboð og vertu í góðu sambandi við fé- laga og félagasamtök. Hreyfðu þig í leik- fimi og íþróttum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétti tíminn til þess að tala við for- eldri eða yfirboðara og biðja um það sem þig langar í. Fólk er einstaklega mót- tækilegt fyrir þér núna. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú tjáir þig mikið með líkamanum og andlitinu. Þú setur þig í snertingu við umheiminn með líkama þínum og hefur jafnan óvenjulega rödd. Þú hefur sjálfs- traust, ert sjálfu þér nógt og kannt að skemmta öðrum. Þín bíður mikilvægur valkostur á næsta ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 forða frá, 4 óþétt, 7 mannsnafn, 8 ótti, 9 elska, 11 hey, 13 upp- stökk, 14 plati, 15 þungi, 17 ófögur, 20 töf, 22 hefja, 23 illkvittin, 24 stækja, 25 seint. Lóðrétt | 1 skjót, 2 grip- deildin, 3 svara, 4 hugboð, 5 vinningur, 6 líffærið, 10 nef, 12 þræta, 13 skil, 15 skessur, 16 skottum, 18 viðurkennt, 19 fjallstoppa, 20 bera illan hug til, 21 krukka. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 haldgóður, 8 frægt, 9 ættin, 10 tíð, 11 móana, 13 innar, 15 sunna, 18 firra, 21 til 22 rugga, 23 auðan, 24 nið- urgang. Lóðrétt | 2 alæta, 3 detta, 4 ónæði, 5 urtan, 6 æfum, 7 knár, 12 nón, 14 nei,15 súra, 16 nagli, 17 ataðu, 18 flagg, 19 rúð- an, 20 asni. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Grensáskirkja | Kirkjukór Grensáskirkju ásamt kammersveit heldur Aðventu- tónleika kl. 17. Jólakantötur eftir Buxte- hude og kórar úr Kantötum eftir J.S. Bach. Einsöngvarar: Ingibjörg Ólafsdóttir, Hellen Helgadóttir og Ingimar Sigurðsson. Einnig verður samleikur á básúnu og orgel. Stjórnandi: Árni Arinbjarnarson. Hallgrímskirkja | Jólaóratóría Bachs (kantötur I–III) í barokkflutningi kl. 17. Kammerkórinn Schola cantorum og frá- bærir einsöngvarar syngja með alþjóðlegri barokksveit, The Hague International Baroque Orchestra. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við sögu eftir Jón Guð- mundsson kl. 17. Einnig verður flutt Exsul- tate, jubilate eftir Mozart, Flugeldasvítan og aríur úr Messíasi eftir Händel. Hallveig Rúnarsdóttir og Ólafur Rúnarsson syngja. Stjórnandi er Hildigunnur Rúnarsd. Mannfagnaðir Skaftfellingabúð | Aðventustund Skaftfell- ingafélagsins í Reykjavík verður haldin kl. 16 í dag. Söngfélag Skaftfellinga tekur nokkur lög, einnig verður hljóðfæraleikur, upplestur og gengið í kringum jólatré. Jólasveinninn kíkir í heimsókn. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Á næstu grösum | Rakel Steinarsdóttir – Hringrás vatnsins með manninum. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – Ókyrrar kyrralífsmyndir. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn- ið og andinn. Grafíksafn Íslands | Í dimmunni – samsýn- ing. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu– og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð- argjöf í Hönnunarsafninu. Kirkjuhvoll Akranesi | Gylfi Ægisson sýnir um 60 akrylmyndir. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði,Salóme eftir Richard og úr- val verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf- ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textillist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar Norræna húsið | Vetrarmessa Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Ei- lífðin er líklega núna. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren – mynd- ir málaðar í Akrýl og Raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – sKæti– Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Upplestur úr nýjum bókum í stofunni kl. 15.30. Að- gangur ókeypis. Gerður Kristný les úr verðlaunabókinni Bátur með segli og allt. Bragi Ólafsson les úr Samkvæmisleikjum, Einar Már Guðmundsson les úr Bítlaávarp- inu. Kristín Ómarsdóttir les úr Hér. Þjóðminjasafn Íslands | Stekkjarstaur kemur í heimsókn kl. 13. Veitingahús Á næstu grösum | Spessi útbýr frið- armáltíð ársins kl. 19. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer sunnudagsins 12. desember er 2479. www.ljosmyndakeppni.is | Fyrstu ljós- myndakeppninni lýkur 13. desember, þátt- taka er öllum heimil og kostar ekkert. Þema keppninar er jól og verður að taka myndina frá 1. des til 13.des. Börn Árbæjarsafn | Tækifæri til að rölta á milli gömlu húsanna og fylgjast með undirbún- ingi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um á hestvagni. Messa og sögustund fyrir börn. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Fréttir á SMS KÓR Bústaðakirkju efnir til tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Þar mun koma fram, auk kórsins, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Þá leikur Bjarni Þór Jónatansson á píanó, en stjórnandi kórsins er Guðmundur Sigurðsson. Á tónleikunum í kvöld verður leitast við að bera á borð fjölbreytta efnisskrá í nýjum og ferskum útsetningum. Þetta árið verða fluttar nýjar kórútsetningar Gunnars Gunn- arssonar á þekktum kirkjulögum. Einnig munu heyrast útsetningar Guitars Islancio á ís- lenskum jólaþjóðlögum, kirkjulegum einsöngslögum, negrasálmum og vel þekktum dæg- urperlum. Þá skipar Duke Ellington veigamikinn sess á tónleikunum. Kirkjuleg jólasveifla í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.