Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Aðventutónleikar Digraneskirkja 13. desember kl 20:30 Hallgrímskirkja 15. desember kl 20:30 Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir ásamt strengjasveit og orgeli GOSPELSYSTUR REYKJAVÍKUR STÚLKNAKÓR REYKJAVÍKUR VOX FEMINAE Miðasala í síma 861-2668 og hjá kórfélögum Ég ætlaði mér alltaf að verðarithöfundur og var kom-inn af stað með það en létheillast af glysinu í kring- um kvikmyndagerðina og tók á mig smákrók. Núna er ég kominn yfir það,“ segir Þráinn Bertelsson sposk- ur á svip þegar ég byrja á að spyrja hann hvers vegna hann hafi tekið upp þráðinn aftur við bókaskrif eftir ald- arfjórðung í kvikmyndagerð. Þar er reyndar margs að minnast, „Líf“- myndanna um þá félaga Þór og Danna, Skammdegis og Magnúsar að ógleymdum vinsælasta íslenska framhaldsþætti Ríkissjónvarpsins, Sigla himinfley. Hvernig finnst þér að vera horfinn úr kvikmyndagerðinni yfir í rit- störfin? „Mér fannst mjög gaman í kvik- myndagerðinni oft á tíðum, en í ald- arfjórðung hugsaði ég meira um pen- inga en fjármálaráðherrann, Seðlabankastjóri og Björgólfur Guð- mundsson til samans! Þetta var farið að leggjast dálítið þungt á sinnið á mér svo að ég er frelsinu feginn.“ Þú ert sagður einn af örfáum ís- lenskum kvikmyndagerðarmönnum sem tekist hefur að gera kvikmyndir sem stóðu undir sér fjárhagslega. „Þetta gekk svo vel að ég þurfti allavega minni ríkisstyrki en aðrir á þessum tíma. Ég komst frá þessu án þess að verða gjaldþrota eða geðveik- ur. Það er nokkur sigur.“ Árangur út af fyrir sig. „Ég hef alltaf verið svo staðfastur letingi að ég hef aldrei viljað taka mér neitt fyrir hendur sem ég hef ekki ánægju af.“ Þú ert nú samt búinn að halda vel á spöðunum. Tvær bækur á tveimur ár- um og báðar talsverðar að vöxtum. „Af letingja að vera þá er ég mjög vinnusamur. Það er með letina eins og alkóhólismann að ef maður gefur tommu eftir þá endar það með skelf- ingu. Ég verð því að halda mér við efnið svo ég leggist ekki leti og ómennsku.“ Fyrsta bókin sem kom út í byrjun áttunda áratugarins heitir Kópamar- os en þar á eftir leið langur tími þar til næsta bók birtist. „Ég gaf út eina bók á níunda ára- tugnum undir dulnefni.“ Það var Tungumál fuglanna og dul- nefnið var Tómas Davíðsson. Skrif- aðirðu undir dulnefni af því að reyf- arar voru svo lágt skrifaðir á þeim tíma að enginn höfundur með sæmi- lega sjálfsvirðingu lét bendla sig við það bókmenntaform? „Nei, það var nú ekki ástæðan. Ég var á þessum tíma ritstjóri Þjóðvilj- ans og þá gengu nafnlaus bréf á milli fjölmiðla þar sem reynt var að níða æru ágæts manns sem staðið hafði framarlega í pólitíkinni. Bókin fjallar í rauninni um þetta mál og er sann- leikanum samkvæm. Það er hins veg- ar alveg rétt að vegur glæpasagn- anna hefur aukist á undanförnum árum og þar hefur Arnaldur Indriða- son rutt brautina. Ég gladdist mjög yfir því að Kleifarvatn skyldi vera til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og þótti dirfska nefnd- arinnar mikil þar sem þetta er nú bara áttunda bók Arnaldar.“ Hvaða skoðun hefurðu á Íslensku bókmenntaverðlaununum? „Mér finnst almennt ágætt að at- hyglin skuli beinast að bókmenntum og listum. Og verðlaun eru þess eðlis að alltaf öðru hverju kemur fyrir að einhver hlýtur þau sem er vel að þeim kominn. Tilnefningarnar núna minna mig reyndar svolítið á Óskarsverðlaunin í Hollywood í gamla daga. Þá fengu menn þau yfirleitt árið eftir að þeir áttu þau skilið.“ Þú hljómar svo jákvæður og sáttur við allt og alla. Ertu að eldast Þráinn? „Það gerist náttúrlega án þess að maður fái rönd við reist. En lífið í þessu landi hefur stórbatnað. Það er allt annað að búa hér eftir að kalda- stríðinu lauk. En almennt séð finnst mér það vera gríðarleg forréttindi að hafa fæðst á Vesturlöndum. Það eru slík forréttindi miðað við aðra heims- hluta að Vesturlandabúi sem kvartar yfir kjörum sínum minnir mig einna helst á gest á lúxushóteli sem kvartar yfir þjónustunni.“ Bókin þín núna hefur verið sögð byggð á sönnum atburðum og lýsa raunverulegum persónum í íslensku þjóðlífi. „Í upphafi bókarinnar segi ég að bókin byggist á raunverulegum at- burðum. Hins vegar eru persónur sögunnar mitt sköpunarverk. Ég þekki t.d. ekki Björgólf Guðmunds- son og hef ekki aflað mér neinna gagna um hann annarra en þeirra sem hvert mannsbarn hefur haft að- gang að í fjölmiðlum undanfarin ár. Ég bý til mína eigin persónu sem sigl- ir í gegnum Hafskipsmálið og brugg- verksmiðjusölu í Rússlandi. Þessir at- burðir eru ekki einkamál Björgólfs og viðskiptafélaga hans. Þeir eru þáttur í nútímasögu okkar allra og hafa ábyggilega haft áhrif á mitt líf án þess að ég viti nákvæmlega hvernig. Sama máli gegnir um stjórnmálamenn. Sumir segjast þekkja Ólaf Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason o.fl. í persónum bók- arinnar. Það er heldur ekkert leynd- armál að þessar persónur mínar, for- seti, forsætisráðherra og dóms- málaráðherra, þær byggjast á þeirri ímynd sem þessir menn hafa brugðið upp af sjálfum sér í dagblöðum sem ég hef lesið og eins og þeir hafa birst mér á sjónvarpsskerminum heima í stofu hjá mér. Þetta eru opinberar persónur sem ég tek og tel mig hafa alveg fullt leyfi til að vinna með. Ég fer ekki inn í svefnherbergi þessara manna og fer að bollaleggja um hvað þeir aðhafast í einrúmi. Ég tel mig hins vegar hafa alveg fullt veiðileyfi á hina opinberu persónu þessara ein- staklinga.“ Áttirðu von á því að meiri hasar yrði í kringum útkomu bókarinnar en hefur orðið raunin? „Nei, í rauninni ekki. Ég varð dálít- ið hræddur um það, sérstaklega þeg- ar það spurðist út að útgefandinn hefði látið lögfræðing lesa bókina. Ég óttaðist að áhuginn sem kviknaði við þessar fregnir yrði bókinni neikvæð- ur. Að fólk myndi lesa hana á röngum forsendum, sem beiskju og galli blandna árás á stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. En þetta hefur ekki orð- ið raunin og flestir sem lesið hafa bókina og þeir sem fjallað hafa um hana opinberlega virðast hafa skilið hvað ég var að reyna að gera: Að skrifa samtímasögu sem fellur ofan í afbrotasagnaskúffuna en er ekki ein- hvers konar uppljóstrana-kjafta- sögubók.“ Greining á íslenskum samtíma. Fellstu á það? „Ég hef mjög gaman af því að spekúlera í þessu þjóðfélagi sem er mitt umhverfi. Ég kom frá því að skrifa bók um sjálfan mig (Einhvers konar ég 2003) þar sem ég sjálfur er í forgrunni. Þar skynjaði maður um- hverfið eins og leikmynd í kringum þennan einstakling. Mér fannst síðan mjög gaman að fara hina leiðina og skoða þjóðfélagið í stærra samhengi og aðferðin sem ég valdi, saka- málasagan, er vegna þess að þetta frásagnarform liggur í tímunum sem við lifum á.“ Hvað varstu lengi að skrifa þessa bók? „Ég byrjaði á henni í janúar og lauk henni í haust. Hún var tilbúin frá mér í september.“ Þetta er samt bók upp á ríflega 400 blaðsíður. Eru íslenskar skáldsögur að lengjast? „Fyrir mína parta er ég að þessu svo ekki sé hægt að lesa bækurnar mínar í bókabúðum. Hin týpíska ís- lenska skáldsaga var gjarnan 174 blaðsíður. Hana mátti lesa í 2–3 heim- sóknum í bókabúð. Þetta er vörn höf- undar til að sjá við viðskiptavinum eins og mér. En í alvöru talað þá lang- aði mig til að skrifa bók sem væri í mörgum lögum og nokkrir söguþræð- ir væru í gangi samtímis.“ Er þetta bók sem þér þætti sjálfum gaman að lesa? „Alveg tvímælalaust. Alveg frá blautu barnsbeini hef ég haft gaman af sögum og ég hef bara ekki sál- argáfur til að lesa bækur sem ekki segja mér sögu með einhverjum hætti. Ég tek ofan fyrir tilraunabók- menntum af öllu tagi en þær eru ekki mín deild. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því hversu stórkostlegir áhrifavaldar slíkar bækur geta verið og hafa sannarlega verið, jafnvel á höfunda sem aldrei hafa lesið um- ræddar bækur.“ Sýn þín á veröldina er alltaf dálítið íronísk? „Það er sjónarhornið sem mig langar til að miðla og koma áfram til fólks. Einhvers konar heimspekileg íronía um hvernig veröldin er inn- réttuð. Boðskapurinn er svosem ekki annar en að maður eigi að halda áfram að þrauka og gera sitt besta. Það er löngu liðinn sá tími – hafi hann einhvern tíma verið – að litið sé til rit- höfunda eftir leiðbeiningum um þjóð- félagslega eða pólitíska skipan mála.“ Þú vitnar á upphafssíðu bók- arinnar í orð breska rithöfundarins Georges Orwells þar sem hann segir í lauslegri þýðingu að „á tímum alþjóð- legrar blekkingar sé það bylting- arstarfsemi að segja sannleikann“. „Það er kannski kjarni málsins. Það er byltingarstarfsemi í sjálfu sér að segja sannleikann eins og maður veit hann bestan.“ Sannleikurinn er sagna bestur Morgunblaðið/Ásdís „Tel mig hafa alveg fullt veiðileyfi á hina opinberu persónu þeirra einstaklinga sem eru fyrirmyndir að persónum sögunnar,“ segir Þráinn Bertelsson um nýju bókina sína Dauðans óvissi tími. Þráinn Bertelsson er höfundur bókarinnar Dauðans óvissi tími. Þetta er sakamála- saga sem stendur föst- um fótum í íslenskum nútíma og byggist að miklu leyti á viðburðum í íslensku samfélagi undan- farin misseri. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann. havar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.