Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 61
MENNING
New Artist-in-Residence Programme for the Performing Arts
Are you professionally involved in the performing arts as
an actor, director, choreographer, performer, composer or
dramaturg?
Do you yearn for the opportunity to immerse yourself in
your chosen art form?
Would you like to take on new artistic challenges in a Nordic
country other than your own?
You can now apply for a residency period at a Nordic performing
arts academy through NordScen’s new ‘artist-in-residence’
programme: NORDIC [RESORT]. You can draw up your own
project — and we will provide the time, place and setting for
artistic development, focus and research, together with seven
of the Nordic region’s leading performing arts academies.
NordScen will cover accommodation and travel expenses in
connection with the residency period.
The deadline for applications for the artist-in-residence
programme for 2005/2006 is 1st March 2005
NORDIC [RESORT]
For further information
about Nordic Resort and
an application form:
www.nordscen.org/
nordicresort
NordScen contact
person: Anna Thelin
tel: +45 33 22 45 55
e-post: at@nordscen.org
www.nordscen.org
NordScen: Nordic Centre for the
Performing Arts is the Nordic
Council of Ministers’ institution
for the performing arts
Kominn er út hljómdisk-urinn Svanasöngur áheiði með sönglögumtónskáldsins Sigvalda
Kaldalóns. Á disknum er að finna
margar af þekktustu perlum tón-
skáldsins sem og lög sem sjaldan
eða aldrei hafa verið flutt áður. Jón-
as Ingimundarson píanóleikari hafði
umsjón með útgáfunni, vali á flytj-
endum og lögum. Flytjendur eru:
Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón,
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
mezzósópranarnir Sigríður Aðal-
steinsdóttir og Sesselja Kristjáns-
dóttir, tenórarnir Jóhann Friðgeir
Valdimarsson og Snorri Wium og
Jónas sem leikur á píanó með öllum
söngvurunum.
Stefnt er að því að gefa út heild-
arsafn tónskáldsins en þessi tvöfaldi
hljómdiskur er fyrsti hluti útgáf-
unnar. Með hljómdiskunum fylgir
vegleg efnisskrá með öllum söng-
textunum, á íslensku og í enskri
þýðingu. Fjöldi ljósmynda úr fjöl-
skyldualbúmi Sigvalda Kaldalóns
prýðir hana einnig og Jón Ásgeirs-
son tónskáld og Trausti Jónsson
veðurfræðingur skrifa um Sigvalda
og verk hans.
Í texta Trausta segir meðal ann-
ars: „Innkoma Sigvalda Kaldalóns í
íslenskt tónlistarlíf á sínum tíma
var hógvær í fyrstu, undirleikur á
harmóníum eða píanó á söng-
skemmtunum, þátttaka í söng-
hópum og kirkjutónlistarstarfi. Allt
án þess að nokkrum dytti í hug það
stíflubrot sem varð þegar hann 35
ára gamall, orðinn héraðslæknir
vestur í Ármúla við Djúp, laumaði
með aðstoð vinar síns Sigurðar
Þórðarsonar á Laugabóli út hefti
með sjö sönglögum. Á fáum árum
varð hann vinsælasti sönglagahöf-
undur þjóðarinnar og hefur vin-
sældunum ekki linnt síðan. Áhrif
hans voru margþætt, hér má af
handahófi nefna þrennt: Í fyrsta
lagi varð frumkvæði hans fjölda
sönglagahöfunda gríðarleg fyr-
irmynd, í öðru lagi reyndust lögin
stórkostlegur happafengur fyrir
söngvara um land allt, og í þriðja
lagi urðu tónsmíðar hans einskonar
viðmið þeirra sem vildu meiri og
betri menntun, „áfram, lengra, upp
og hærra“.“
Hugmyndin að útgáfu á einsöngs-
lögum Sigvalda Kaldalóns er af-
komenda tónskáldsins. Minning-
arsjóður Sigvalda Kaldalóns var
stofnaður 1998 og er ætlað að
standa straum af heildarútgáfu á
tónsmíðum Sigvalda. Minning-
arsjóðurinn, afkomendur tónskálds-
ins, Menningarmiðstöðin Gerðuberg
og Smekkleysa standa að þessum
fyrsta hluta útgáfunnar, en styrkt-
araðilar útgáfunnar eru: Íslands-
banki, KB banki, Orkuveita Reykja-
víkur og Sjóvá-Almennar.
Engin smáframkvæmd
Ester Kaldalóns er eitt af afa-
börnum tónskáldsins, sem hafa unn-
ið af kappi að útgáfunni. „Und-
irbúningurinn að útgáfunni er
orðinn langur; – hefur staðið frá
árinu 2000. Þá komum við barna-
börnin okkur saman um að það væri
orðið tímabært að gefa út geisladisk
með lögum hans. Þótt margir hefðu
sungið lögin hans inn á geisladiska
með öðrum lögum var enginn disk-
ur til með lögum hans eingöngu.
Þegar við fórum að ræða málin nán-
ar, komumst við að þeirri nið-
urstöðu að við vildum gefa öll verk-
in hans út; rúmlega 200 sönglög.
Það er engin smáframkvæmd.“
Kaldalónsbörnin byrjuðu á því að
tala við Jónas Ingmundarson, vegna
reynslu hans og þekkingar á ís-
lenskri söngtónlist. Hann tók erindi
þeirra vel og var tilbúinn til að leið-
beina þeim um útgáfuna. „Okkur
samdist svo um það að Jónas
yrði listrænn stjórnandi fram-
kvæmdarinnar og myndi velja
alla söngvara og velja hvaða
lög hver syngi. Það var mikið
verk fyrir Jónas að fara í
gegnum öll lögin og ákveða
þetta, en upptókur hófust svo
árið 2001. Þá voru um 50 ein-
söngslög tekin upp, fyrir tvo
diska. Það er ekki hægt að
setja meira en um 25 lög á
hvern disk. Við sáum framá
að þetta yrðu gríðarlega
margir diskar, sennilega átta
diskar alls og að verkefnið
myndi taka langan tíma.“
Ester segir að Jónas hafi
ráðlagt þeim að fara sér
hægt; verkefnið yrði að fá að
taka þann tíma sem með þyrfti og
vera vandað. „Það var metnaðarmál
að útgáfan yrði vönduð, jafnvel þótt
það tæki lengri tíma.“ Masterinn að
disknum – það er fullbúin upptaka
til fjölföldunar, var tilbúinn fyrir
einu og hálfu ári, en þá var öll
hönnunin eftir auk framleiðslu
disksins. Ester segir að fjölskyldan
hafi fengið þau ráð frá góðu fólki, að
best yrði fyrir þau að snúa sér til
Ásmundar Jónssonar í Smekkleysu
með framhaldið, vegna reynslu hans
í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Við
vorum auðvitað öll óvön hljóm-
plötuútgáfu og því kom ekki annað
til greina en að fá reyndan mann í
þetta. Okkur samdist um það að
fjölskyldan og minningarsjóðurinn
kostuðu söngvarana, píanóleikinn
og upptökurnar og allt sem þeim
fylgir. Ásmundur fékk svo starfs-
fólk Gerðubergs í lið með sér við
gerð bæklingsins með öllum text-
unum og þýðingum á ensku. Elísa-
bet Þórisdóttir í Gerðubergi og
hennar fólk hafa reynslu af útgáfu
geisladiska og textaþýðingum af
þessu tagi. Ásmundur sá líka um að
fá hönnuð, Ólaf Engilbertsson, til að
gera bæklinginn og umbúðirnar
sem best úr garði. Mér finnst þetta
sérstaklega fallegt, og hafa tekist
vel. Ég er mjög ánægð með útkom-
una, þótt þetta hafi tekið sinn tíma.
Nú er að líta fram á veginn og huga
að næstu skrefum.“
Tók þrjátíu ár að
gefa nóturnar út
Ekki er komin tímasetning á
næsta disk í röðinni að sögn Ester-
ar, en hún vonast til að hægt verði
að hefjast handa fljótlega eftir ára-
mótin. Nokkrar upptökur eru þegar
til, fyrir blandaðan kór og barnakór,
en Ester segir að af rúmlega
200 verkum Sigvalda Kalda-
lóns séu rétt innan við hundr-
að kórverk auk nokkurra
hljóðfæraverka. Stefnt er að
því að öll þessi tónlist komi
út.
„Faðir minn, Snæbjörn
Kaldalóns, elsti sonur Sig-
valda, sá til þess á sínum
tíma, að öll verk Sigvalda
yrðu gefin út á nótum, og
hvert einasta lag sem við vit-
um um er því til á nótum. Við
vitum þó að einhver lög hafa
glatast. Það tók þrjátíu ár að
koma nótnaheftunum út.“
Það kann mörgum að
þykja undarlegt í ljósi vin-
sælda verka Sigvalda Kalda-
lóns, að heildarútgáfa þeirra skuli
ekki hafa litið dagsins ljós löngu
fyrr. Ester segir að þessu megi
vissulega velta fyrir sér, því lögin
hans hafi fyllt tónleikasali áratugum
saman. „Mörg laga hans eru til á
diskum, en það eru bara svo oft
sömu lögin – glansnúmerin, og lög
sem fólk þekkir. Það eru miklu
fleiri lög geysilega falleg, en heyr-
ast sjaldnar, eða nánast aldrei. Þau
eiga svo sannarlega erindi við al-
menning í dag.“
Afþakkaði fálkaorðuna
Minningarsjóðurinn um Sigvalda
Kaldalóns hefur að sögn Esterar
getað sótt um fé til útgáfunnar í
ýmsa menningarsjóði, og STEF-
gjöld af sölu disksins renna í sjóð-
inn til útgáfu þess sem eftir er.
„Þeir fjármunir einir myndu aldrei
hrökkva til, því höfundarrétturinn
fellur niður 70 árum eftir dauða
tónskáldsins, og eftir þann tíma
kemur ekkert inn í STEF-gjöld.
Þess vegna verðum við að leita ann-
arra styrkja.“
Sigvaldi Kaldalóns bjó yfir mikl-
um persónutöfrum, og segir Ester
að fjölskyldan hafi öll dáð hann.
Hann hafi þó verið bæði hlédrægur
og feiminn. „Hann gat helst ekki
staðið upp þótt klappað væri fyrir
honum, og afþakkaði meira að segja
fálkaorðuna. Hann var sérstaklega
hlédrægur, en þó mjög gestrisinn.
Hann átti það til, þegar hann bjó í
Grindavík, að hlaupa út á götu og
kalla í næsta mann þegar hann var
búinn að semja eitthvað sem hann
var ánægður með. Þá þurfti hann að
fá einhvern til að hlusta með sér og
fá álit viðkomandi, þótt það væri
ekkert tónlistarmenntað fólk. Hann
vildi vita hvernig lögin hans kæmu
fyrir eyru almennings. Hann var
heppinn að vera giftur afar duglegri
konu. Mér er sagt að hún hafi ekki
haft mikinn áhuga á tónlist, en hún
sá þó til þess að hann fengi næði til
að semja. Hún virti hann og dáði, sá
um heimilið, var hjúkrunarkona og
tók af honum mörg störf til að létta
honum lífið. Það má þakka henni
mikið, því hún gerði allt sem í henn-
ar valdi stóð til að hann gæti samið
lögin sín. Hún skildi hvaða þýðingu
það hafði.“
Tónlist | Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns hafin, að frumkvæði afabarna tónskáldsins
Hann vildi vita hvernig lögin
hans kæmu fyrir eyru almennings
Sigvaldi Kaldalóns við flygilinn sinn.
Morgunblaðið/Þorkell
„Hann gat helst ekki staðið upp þótt klappað væri fyrir honum, og afþakkaði meira að segja fálkaorðuna. Hann
var sérstaklega hlédrægur,“ segir Ester Kaldalóns um afa sinn, tónskáldið Sigvalda Kaldalóns.
begga@mbl.is