Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 63

Morgunblaðið - 12.12.2004, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 63 * * * Nýr og betri Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON * * Kr. 500 www.regnboginn.is VINCE VAUGHNBEN STILLER Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.40 og 5.45.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3.40. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10.15 B.i. 12 ára. Jólaklúður Kranks Jólaklúður Kranks Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! i í í l i i i !! ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sjáumst í bíó Sýnd Kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... Sýnd kl. 3.40, 5.45 og 8. Kapteinn skögultönntei s lt  DV ÓÖH... EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON Sýnd kl. 2, 6, 8 og 10. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Kr. 500 EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10. Stranglega B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. www.laugarasbio.is Alls ekki fyrir viðkvæma Alls ekki fyrir viðkvæma ekki SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE „Balli Popptíví“  „Balli Popptíví“  Með bestu plötum ársinser án efa Panoptikon,þriðja breiðskífa Bost-onsveitarinnar Isis. Isis er ekki alveg ný af nálinni, sveitin var stofnuð fyrir sjö árum vestur í Boston af gítarleikaranum og söngvaranum Aaron Turner sem fékk til liðs við sig þá Jeff Caxide á bassa og Aaron Harris á trommur. Sveitin bætti snemma við sig öðrum gítarleikara, Randy Larson, og tók upp fyrstu lögin. Þær upptökur bár- ust plötufyrirtækinu Escape Artist og fyrsta stuttskífan, The Mosquito Control, kom út 1998. Þá var Larsen hættur en í hans stað kom hljómborðs- og hljóðsmalaleikarinn Chris Mereshuk. Hann hélst þó ekki í sveitinni nema rétt upptökulotuna, en í hans stað kom Jay Randall. Fyrir tónleikaferð til að kynna skíf- una bætti sveitin við sig gítarleik- ara, Mike Gallagher. Með þennan mannskap tók Isis upp næstu stuttskífu, The Red Sea, 1999, hjá útgáfunni Second Nature á 8" vínylplötu og geisladisk. Við svo búið hætti Randall og í hans stað kom Cliff Meyer, sem greip einnig í gítar – gítarleikaranir orðnir þrír. Fyrsta breiðskífa Isis, Celestial, kom út 2000 og þá má segja að sveitin hafi loks verið búin að móta sér stíl, geysiþétt og grípandi rokk, hægfara þó og hlaðið gítarfrösum skreytt rafeindahljóðum og drynj- andi öskrum Turners. Gríðarlöng tónleikaferð fylgdi í kjölfarið og í lok hennar kom út stuttskífa með afgangsupptökum frá því Celestial varð til og einnig endurunnin lög af skífunni, SGNL>5. Haustið 2001 tók sveitin sér frí til að semja lög og taka upp nýja plötu, en vinna við hana stóð veturinn 2001/2002. Þegar hér var komið sögu var Isis búin að semja við Ipecac um útgáfu sem segir sitt um þróunina í tónlist hennar eins og þeir vita sem þekkja til Ipecac og Mike Patton, eiganda þeirrar ágætu útgáfu. Vatnið uppspretta lífs Stef Ocaeanic er að vatn er upp- spretta lífs á jörðinni, allt er það til orðið í hafinu og hélt þaðan upp á þurrt land. Hljómur á plötunni er einkar góður, sem skiptir eðlilega talsverðu í svo flókinni og þéttri tón- list en við takkana sat Matt Bayles sem frægur er fyrir vinnu sína með Mastodon og Pearl Jam svo dæmi séu tekin. Plötunni var afskaplega vel tekið og náði til mun fleiri en hefðbund- inna þungarokksvina því þó sveitin hafi hitað upp fyrir hefðbundnar rokksveitir, til að mynda Neurosis og Napalm Death, kom hún einnig fram á tónleikum með Mogwai, Dill- inger Escape Plan, Dälek og Fenn- esz og sá síðastnefndi endurvann fyrir sveitina lög á stuttskífu. Því til viðbótar má svo nefna að Isis var boðið að leika á nýbylgjuhátíðinni All Tomorrow’s Parties í ár og einn- ig í Nútímalistasafni Los Angeles. Líkt og eftir Celstial sendi Isis frá sér stuttskífur og tólftommur á meðan á stóð tónleikaför til að kynna skífuna, en á þeim plötum véluðu um lög Isis menn eins og Mike Patton (nema hvað), Justin Broadrick (Jesu, Godflesh), James Plotkin (Khanate) og Fennesz. Eftir hæfilegan hamagang til að kynna Oceanic héldu þeir félagar aftur í hljóðver að taka upp nýja skífu og fyrir hálfum öðrum mánuði kom út þriðja breiðskífa Isis og sú besta til þessa, Panoptikon. Lögin á plötunni eru sjö, frá sjö til fimmtán mínútur hvert sem segir sitt um framvinduna, gítararnir seiglast áfram, ýmist grimmd- arþungir eða rólyndislega tærir, uppbygging markviss og taktgrunn- urinn traustur, samsteypa af síð- rokki, dauðarokki og óhljóðalist, vel kryddað af harðkjarnakrafti. Panopticon dregur nafn sitt af hugmynd enska heimspekingsins Jeremy Bentham (1748–1832), en hann hannaði fangelsi fyrir Katrínu miklu sem byggðist á því að fang- arnir sæju aldrei verðina en verð- irnir fangana. Bentham kallaði slíkt fangelsi Panoptikum og taldi að myndi leiða til þess að menn myndu í raun gæta sín sjálfir, því þeir gætu ekki vitað hvenær væri verið að fylgjast með þeim og hvenær ekki. Heimspekingurinn Michael Foucault heimfærði Panoptikum- hugmyndina upp á þjóðfélag nú- tímans, eftirlitsþjóðfélagið, þar sem söfnun upplýsinga um einstaklinga sé orðin leið til að stjórna þeim, valdið verður ósýnilegt líkt og vörð- urinn í Panoptikon-fangelsi, en um leið allsráðandi. Foucault varpaði þessu fram fyrir sautján árum og margir hafa hent hugmyndina á lofti, ekki síst á síðustu árum þegar eftirlit með einstaklingum og upp- lýsingasöfnun um hátterni þeirra hefur aukist gríðarlega og meðal annars réttlætt með „hryðjuverka- ógninni“. Landinu stjórnað með ótta Þeir Isis-menn vitna óspart í skrif Foucault á umslagi plötunnar nýju og umslag hennar er skreytt gervi- hnattarmyndum, rétt til að undir- strika að víða eru augu. Aaron Turner, sem er helsti hug- myndasmiður Isis, er þó ekki á að Panoptikon sé innlegg í pólitíska baráttu, en bendir á að nútildags sé illa hægt að komast framhjá pólitík þegar menn velti fyrir sér heim- inum. Einnig segist hann ekki endi- lega sammála niðurstöðu Foucaults um samfélagið, en ekki verði á móti því mælt að kenningar hans passi býsna vel við það sem gerst hafi vestan hafs á síðustu árum. „Land- inu er stjórnað með ótta og var reyndar nánast byggt á ótta frá stofnun; fyrst óttinn við breska heimsveldið, þá kommúnistana og nú hryðjuverkaárásir.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Isis og eftirlits- þjóðfélagið Á nýrri skífu rokksveitarinnar mögnuðu Isis er mikið undir og þá ekki bara í músíkinni, heldur byggist platan á djúpspekilegum pælingum um fangelsið sem við köllum nútímann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.