Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSALA ER HAFIN! Miðasala la er opin frá kl. 13.00–17.00 Miðasala í síma 4 600 200 • Miðasala á netinu:WWW.LEIKFELAG.IS Netfangmiðasölu: MIDASALA@LEIKFELAG.IS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA ÓLIVER! ER SETT UPP AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMVINNU VIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS OG fös. 7. jan. kl. 20.00 - UPPSELT lau. 8. jan. kl. 20.00 - UPPSELT sun. 9. jan. kl. 20.00 - UPPSELT fim. 13. jan. kl. 20.00 - UPPSELT fös. 14. jan. kl. 20.00 - UPPSELT lau. 15. jan. kl 20.00 - Örfá sæti laus sun. 16. jan. kl. 20.00 - UPPSELT Frumsýning þri. 28. des. kl. 20 - UPPSELT mið. 29. des. kl. 20 - UPPSELT fim. 30. des. kl. 16 - UPPSELT fim. 30. des. kl. 21 - UPPSELT sun. 2. jan. kl. 14 - UPPSELT sun. 2. jan. kl. 20 - UPPSELT fim. 6. jan. kl. 20 - UPPSELT eftir LionelBart Jólafrumsýning28. desember Bókin umÓliver Twist fáanleg í öllum bókabúðum Gjafakort á Óliver! – tilvalin jólagjöf Þri 28/12 kl 20 Frums UPPSELT Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 UP SELT Sun 2/1 kl 0 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 örfá sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 örfá sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Fös 21/1 kl 20 nokkur sæti Lau 22/1 kl 20 nokkur sæti Það ætlar aldeilis að skila sér til okkar neytenda þetta kossaflens á honum, hann fær að tuttla hana án hækkana ár eftir ár. Von er á nokkrumfjölda ferðamannayfir jól og áramót, en undanfarin ár hafa 200 til 300 erlendir ferðamenn verið hér á landi um hátíð- irnar. Í því skyni að veita þessum erlendu gestum upplýsingar um hvað við sé að vera í borginni hefur starfsfólk Upplýsingamið- stöðvarinnar í Reykjavík sett saman ítarlegan lista yfir opnunartíma um jól og áramót í borginni og ná- grenni hennar fyrir inn- lenda og erlenda gesti sem og alla íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Listann má nálgast með ensk- um texta á vefslóðinni www.visit- reykjavik.is og með íslenskum texta á www.reykjavík.is. Á þess- um síðum er að finna upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, sundlauga og um ýmiss konar afþreyingu. Að sögn Dóru Magnúsdóttur, markaðsstjóra ferðamála hjá Höf- uðborgarstofu, er ýmislegt um að vera fyrir ferðamenn yfir hátíðirn- ar þó vissulega megi alltaf gera betur. Hún bætir því þó við að ferðaþjónustuaðilar standi sig af- ar vel og bjóði upp á góða þjónustu á þessum árstíma. „Enda hefur verið ákveðin vitundarvakning á umliðnum árum um að sinna þess- um erlendu gestum okkar vel. Þannig má t.d. nefna að boðið er upp á margs konar kynnisferðir m.a. í Bláa lónið og að Gullfossi og Geysi daglega yfir hátíðirnar.“ Hvað veitingastaði varðar segir Dóra veitingastaði hótelanna standa sig best þar sem opið er hjá þeim alla daga, meðan margir veitingastaðir borgarinnar séu lokaðir á allra heilögustu dögun- um. „En það er raunar afar eðli- legt þar sem veitingastaðir hótel- anna eru í beinni tengslum við ferðamennina heldur en aðrir staðir.“ Aðspurð segir Dóra sundlaugar borgarinnar standa sig vel og hægt að fara í sund í einhverri af laugum borgarinnar alla daga yfir hátíðirnar nema á jóladag. Hvað söfn varðar segir hún að þau mættu standa sig betur, en aðeins Þjóðmenningarhúsið og Náttúru- gripasafnið eru opin á annan í jól- um. „Við verðum að vinna að því að fá söfn til að hafa meira opið yf- ir hátíðirnar, þó ekki væri nema tvo til þrjá tíma einhverja dag- ana.“ Dóra segir ljóst að helgarferðir til Íslands á þessum árstíma höfði til fólks. „Það er greinilegt að fólki finnst ævintýralegt að koma til Ís- lands, koma t.d. hingað í helgar- ferð og fara í Bláa lónið, sjá flug- eldasýninguna á gamlárskvöld og upplifa stemninguna í Reykjavík. Við höfum hins vegar lagt á það áherslu, í samstarfi við t.d. Sam- tök ferðaþjónustunnar og Ice- landair, að söluaðilar jóla- og ára- mótaferða séu duglegir við að upplýsa kaupendur um með hvaða hætti jólum er fagnað á Íslandi þannig að það komi engum á óvart hversu róleg og fjölskylduvæn þau eru hérlendis miðað við ýmsar stórborgir erlendis. Á vefslóðinni www.visitreykjavik.is er þannig einnig að finna upplýsingar um að jólin séu fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð. Hins vegar er auðvit- að mikill munur á annars vegar jólahelginni og áramótahelginni, þar sem fyrri helgin er mun ró- legri en meira um alls kyns skemmtanir og veisluhöld síðari helgina,“ segir Dóra og tekur fram að yfirleitt komi mun fleiri ferða- menn til landsins áramótahelgina þar sem hin ótrúlega flugelda- sýning landans laðar ferðamenn að. Aðspurð segir Dóra Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Reykja- vík í Aðalstræti 2 verða opna alla hátíðisdagana, nema á jóladag, en það er eini dagurinn á árinu þar sem lokað er. Þar veitir starfsfólk upplýsingar um opnunartíma sem og ýmiss konar afþreyingu í borg- inni yfir jól og áramót. Dóra segir stóran hluta erlendra ferðamanna leggja leið sína í miðstöðina, en það sem af er þessu ári hafa 190 þúsund ferðamenn, af þeim 350 þúsundum sem komu til landsins lagt leið sína í miðstöðina. Hjá Páli Sigurjónssyni, hótel- stjóra á Hótel KEA, fengust þær upplýsingar að ekki væri von á stórum ferðamannahópum norður í land yfir hátíðirnar, þótt alltaf væri eitthvað um það að ferða- menn væru á eigin vegum. „Ég veit til þess að erlendir gestir munu gista í Mývatnssveit bæði um jól og áramót og svo er alltaf eitthvað um að erlendir ferðamenn séu í sumarhúsum úti í sveitum hér á Eyjafjarðarsvæðinu til þess að upplifa náttúruna, norð- urljósin yfir þetta svartasta skammdegi.“ Aðspurður segir Páll allflesta veitingastaði norðanlands lokaða aðfangadag, jóladag og gamlárs- dag, en einhverjir þeirra séu opnir á nýársdag enda mun vera eitt- hvað um nýársfagnaði. „Ég geri ráð fyrir að flestir gististaðir verði lokaðir yfir hátíð- irnar, en reyndar fer þetta eftir eftirspurn, þannig að ef hópur óskar eftir því að koma þá má gera ráð fyrir að honum verði sinnt eft- ir fremsti megni. Meðan einhverj- ir vilja gista á Akureyri þá eiga menn að fá inni,“ segir Páll. Fréttaskýring | Þjónusta sem er í boði fyrir ferðamenn yfir jól og áramót Söfnin mættu standa sig betur Sífellt meiri þjónusta í boði fyrir erlenda ferðamenn yfir hátíðirnar Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Upplýsingar um opnunartíma á Netinu  Líkt og fyrri árin er von á fjölda ferðamanna yfir hátíð- irnar. Nýlega tók starfsfólk Upp- lýsingamiðstöðvarinnar í Reykjavík saman ítarlegan lista yfir opnunartíma veitingastaða, safna og sundlauga, auk þess sem finna má upplýsingar um þær kynnisferðir sem í boði eru og má nálgast þetta á www.reykjavik.is eða www.visitreykjavik.is. Mat manna er að þó ýmislegt sé vel gert í þessum málum megi alltaf gera betur. silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.