Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR að nýja borgarstýran í Reykjavík tók til starfa fór gömul grýla að láta kræla á sér aftur með of- urþunga en það er að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Þetta er jú reyndar hennar helsta áhugamál að manni sýnist, og hefur um- ræðan síðustu daga snúist um hversu óskaplega mikið fé gæti sparast á því að flytja starfsemi flug- vallarins til Keflavíkur. Reyndar flytur maður ekki samgöngu- mannvirki um langa vegalengd, maður ein- faldlega fjarlægir þau, með öllum þeim kost- um og göllum sem þau hafa upp á að bjóða. Sama lögmál á að sjálfsögðu við um götur og hafn- armannvirki, en engum heilbrigðum einstaklingi dettur náttúrulega slíkt í hug. Suðurnesjamenn taka þessum tíðindum að sjálfsögðu fagnandi og bjóða flugstarfsemina velkomna, enda um að ræða gullið tækifæri til að afla frekari tekna og atvinnu fyrir sveitarfélagið, eitthvað sem R-listinn virðist ekki hafa áhuga á. Í stað flug- vallarins í Vatnsmýrinni á að koma 30–40 þúsund manna byggð, byggð af fólki sem þarf að sækja atvinnu sína annað með tilheyrandi umferðaröng- þveiti sem nú þegar er alveg óþol- andi. Í raun er ekki hægt að flytja alla flugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Á meðan Keflavík- urflugvöllur er herstöð er það bara ekki hægt, punktur og basta. Þó svo að herinn fari mun innanlandsflug aldrei bera sig frá Kefla- vík. Staðreyndin er sú að innanlandsflug á Ís- landi mun leggjast af með Reykjavík- urflugvelli nema ein- ungis í flugumynd. Ef miðstöð innanlandsflugs verður í Keflavík er al- veg ljóst að aðeins tvær flugleiðir munu hugs- anlega lifa af þann flutn- ing, Ísafjörður og Egils- staðir. Aðrar flugleiðir frá suðvesturhorninu munu leggjast af og fljót og örugg umferðin um loftin blá mun færast niður á þjóðvegina og valda fjölda fólks örkumlum og dauða á hverju ári, en það virðist vera allt í lagi því það drepast svo margir í bíl- slysum hvort sem er. Til að minnka kostnað við greiðslu dánar- og ör- orkubóta mætti minnka slysahætt- una eitthvað með því að dæla skattfé í að reyna að bæta vegina og bora und- ir firði og gegnum fjöll, en hvar er þá allur óskaplegi sparnaðurinn af flutn- ingi innanlandsflugsins til Keflavík- ur? Að mínu mati mun Keflavík ekki geta orðið miðstöð innanlandsflugs heldur einungis millilendingarstaður landsbyggðarfólks á leið til útlanda. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður má telja nokkuð líklegt að Akureyrarflugvöllur taki við hlut- verki hans sem miðstöð innanlands- flugs. Sjúkraflug, flugkennsla og einkaflug fylgir að sjálfsögðu einnig með, með allri sinni atvinnu, skatt- greiðendum og tekjum. Þetta er reyndar tilvalið tækifæri fyrir Ak- ureyringa til þess að efla sinn fallega bæ. Viðhorfið til flugstarfsemi er öllu jákvæðara á Akureyri en í Reykjavík. Fyrir nokkrum vikum var t.d. auglýst eftir tilboðum í stækkun Akureyr- arflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur og það aðgengi sem hann veitir lands- byggðinni að þjónustu er ekki einka- mál Reykvíkinga, gleymum því ekki að þetta er höfuðborg landsins. Ef að- gengi landsbyggðarfólks verður betra að Akureyri en Reykjavík er ekki nema sjálfsagt mál að flytja þangað einhver opinber fyrirtæki og stjórnsýslu, efla sjúkrahús bæjarins og auka þjónustu. Í kjölfarið mun fólk og einkafyrirtæki leita eftir því að búa á Akureyri, og Akureyri mun blómstra og stækka. Það er ekki til- viljun að byggð í Reykjavík þandist út á sínum tíma, flugvöllurinn átti sinn þátt í því. Ef Steinunni borg- arstjóra og valdaklíku hennar verður að ósk sinni er í raun og veru komið gullið tækifæri til að efla byggð utan suðvesturhornsins án þess að byggja endalausar málmbræðslur og uppi- stöðulón. Að lokum óska ég Akureyringum og nærsveitungum innilega til ham- ingju með nýjan borgarstjóra Reykjavíkur, notið þetta tækifæri vel til að efla byggð norðan heiða! Byggðastefna R-listans Sigurður Ásgeirsson skrifar um Reykjavíkurflugvöll Sigurður Ásgeirsson ’Staðreyndin er sú aðinnanlandsflug á Íslandi mun leggjast af með Reykjavíkurflugvelli nema einungis í flugu- mynd.‘ Höfundur er flugmaður. NÚ ÞEGAR fulltrúar ríkja heims hafa komið saman í Buenos Aires til að taka þátt í tíundu ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þurfum við að viðurkenna að þessar breytingar stefna enn öryggi alls heimsins í hættu. Fátæku þró- unarlöndin og einkum fátækir íbúar þeirra eru sérdeilis ber- skjalda fyrir þessari hættu. Vísindamenn eru á einu máli um að lofts- lagið í heiminum hlýnaði á öldinni sem leið og að hlýnunin haldi áfram, skaði vistkerfi heimsins og grafi undan velferð okkar. Megnið af hlýnuninni er rakið til losunar gróðurhúsa- lofttegunda af manna- völdum, einkum notk- unar olíu, kola og gass, auk eyðingar skóga. Samfara hlýnuninni verður loftslagið óstöðugra og öfgar í veðurfari verða al- gengari – svo sem flóð, þurrkar og felli- byljir. Á síðari helm- ingi aldarinnar sem leið urðu slíkar veð- urhamfarir 5,5 sinn- um algengari – þeim fjölgaði úr 13 á sjötta áratugnum í 72 á tíunda áratugnum. Meðaltjónið á ári af völdum þeirra tólf-faldaðist á sama tíma – fór úr tæpum fimm millj- örðum dollara á ári [315 millj- örðum króna] í nær 60 milljarða dollara [3.800 milljarða króna]. Þar sem Rússland hefur staðfest Kyoto-bókunina á hún að taka gildi á næsta ári í þeim 126 ríkjum sem hafa undirritað hana. Nú er kom- inn tími til að huga að því hvernig fá eigi önnur mikilvæg lönd, svo sem Bandaríkin, Kína og Indland, til að taka þátt í umræðunni um hvað gera eigi eftir að Kyoto- bókunin fellur úr gildi árið 2012. Þegar horft er lengra fram í tímann gefst tækifæri til að hefja nýjar samninga- viðræður og kanna nýja kosti í baráttunni gegn loftslagsbreyt- ingum. Eftir gildistíma Kyoto-bókunarinnar geta jafnt auðugu sem fátæku ríkin hafið við- ræður um nýtt sam- komulag um losunar- markmið næsta tímabils (2013–2017). Að öðrum kosti geta ríkin sett sér metn- aðarfyllri markmið, einsett sér að minnka hlýnunina í heiminum á lengri tíma og síðan skipt losunarréttind- unum réttlátlega á milli ríkjanna sem ná takmarkinu. Þetta myndi kalla á auknar fjárfestingar í orku- rannsóknum og þróun nýrrar og betri tækni, auk þess sem þetta krefst aukinnar sam- vinnu, meðal annars við einkageirann, sem mun gegna lykilhlutverki í því að stuðla að framförum þegar til lengri tíma er litið. Aðeins um 15% íbúa heimsins búa í auðugu ríkjunum sem bera ábyrgð á rúmum 50% af allri losun koltvísýrings í heiminum og megn- inu af umhverfistjóninu sem af henni hlýst. Þróunarlöndin og fá- tækir íbúar þeirra eru berskjald- aðri en auðugu ríkin og þurfa að greiða megnið af „kostnaðinum“. Milliríkjavettvangur um loftslags- breytingar (IPCC) áætlaði að ef Loftslags- breytingar eftir Kyoto Ian Johnson fjallar um lofts- lagsráðstefnuna í Buenos Aires Ian Johnson ’Við þurfumekki að velja á milli alþjóðlegra reglna um losun koltvísýrings annars vegar og tækniþróunar og aðlögunar að af- leiðingum lofts- lagsbreytinga hins vegar.‘ Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA KIRKJUVEGUR - HAFNARFIRÐI WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali Einbýli á tveimur hæðum á góðum stað í Hafnarfirði. Búið er að taka húsið mikið í gegn jafnt utan sem innan, verið er laga alla lóðina og setja sólpall og sérbílastæði. Húsnæðið skiptist þannig: Á efri hæð er stofa, eldhús, baðherbergi og forstofa, á neðri hæðinni er svefnherbergi og þvottahús. Þar er útgengt á sólpallinn. Á gólfum er parket. V. 14,2 m. Uppl. gefur Þórir í s. 664 6992. SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Tækifæri Skemmtistaður/Veitingastaður - Verð 18 millj. WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali Til sölu góður skemmtistaður í miðborg Reykja- víkur. Miklir möguleikar fyrir hendi. Staðurinn er í góðum rekstri í dag og er vel tækjum búinn. Frábær staðsetning við vaxandi götu. Áhv. 4 millj. með veði í rekstri, 5 millj. v. afsláttarsamn- ings við Ölgerðina. ATH! Óska þarf samþykkis Reykjavíkurborgar vegna leigusamnings. Ýmsir greiðslumöguleikar fyrir hendi. Nánari uppl. gefur Þórir í gsm 664 6992. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.