Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna ÁRAMÓTASKAUPIÐ 2004 er undir stjórn Spaug- stofunnar og er það í fyrsta sinn sem sá hópur sem heild annast þennan vin- sælasta og umdeildasta sjónvarpsþátt Íslands. „Við reynum að hugsa upp nýja vinkla á þetta skaup,“ segir leikstjórinn, Sigurður Sigurjónsson, „og erum sjálfir ekkert sér- staklega frekir á athyglina. Erum með eina 15 aðra leikara með okkur, ásamt aragrúa af öðru fólki, án þess ég fari nánar út í það. Það verður mikil músík úr ólíklegustu áttum og uppleggið er fjölbreytni. Svo rífst fólk um skaupið fram í mars enda er það partur af programmet.“ Í Tímariti Morgunblaðs- ins í dag er rætt við Spaug- stofumenn í gamni og alvöru um áramót, góð ár og erfið í lífi þeirra. Þar kemur m.a. fram að næsta ár, 2005, verður tímamótaár fyrir þá á ýmsan hátt. Samstarfið um Spaugstofuna verður 20 ára og hyggjast þeir minnast þess með sér- stökum hátíðahöldum. „Mér finnst okkur bera skylda til að halda upp á það með einhverju húll- úmhæi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. Spaugstofumenn eru á þessum tímamótum nokkuð uppteknir af þeirri staðreynd að aldur- inn færist yfir. Þannig segir Örn Árnason um árið 2005: „Ég er kominn á miðjan aldur og hygg því á jákvæðar breytingar, ætla að sækja fram, m.a. í gerð barnaefnis og framleiðslu af- þreyingarefnis af öllum sortum.“ Og Sigurður Sigurjónsson sem verður fimm- tugur á næsta ári kveðst vera farinn að hugleiða hversu margt hann langi til að gera, einkum í því að leikstýra eða skapa leikhús. „Hef ýmsar hug- myndir á því sviði sem ég finn að mér liggur á að hrinda í framkvæmd. Og ég hyggst gefa sjálfum mér það í fimmtugsafmælisgjöf.“ Spaugstofumenn á tímamótum og hyggja á sókn á ýmsum sviðum Hátíðahöld á tvítugsafmælinu 2005 Spaugstofumenn geta verið alvarlegir. SÖLUAÐILAR utanlandsferða merkja mikla aukningu í sölu á ferðum fyrir jólin, einkum til Kanaríeyja, sem er langvinsælasti áfanga- staðurinn um jólin, nú sem endranær. Dæmi er um 50% söluaukningu í ferðum á milli ára. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, fram- kvæmdastjóra Plúsferða, er langmest selt af ferðum til Kanaríeyja og aukningin um 50% á milli ára en þangað fara um 300 manns á veg- um ferðaskrifstofunnar um jólin. Fyrsta ferðin uppseld í júlí „Það er allt búið fyrir löngu,“ segir Laufey um sætaframboð og að ekki hafi verið unnt að bæta við gistingu þrátt fyrir mikla eftirspurn. Þá fer hópur á vegum Plúsferða til Alicante þar sem fjöldi Íslendinga á sumarhús sem þeir hyggjast nýta um jól og áramót. Að sögn Helga Eysteinssonar, sölu- og markaðsstjóra Ferðaskrifstofu Íslands-Úr- vals-Útsýnar, er uppselt í allar ferðir fyrir jólin en um 800 manns fara á vegum ferða- skrifstofunnar til Kanaríeyja fyrir þessi jól og 200 til viðbótar fyrir áramót. Þá flýgur ein flugvél í beinu leiguflugi til Benidorm. Að sögn Helga eru fastakúnnar stór hópur þeirra sem halda utan til Kanaríeyja en einn- ig færist í vöxt að fjölskyldufólk fari í slíkar ferðir. Sömu sögu var að segja hjá Helga Jó- hannssyni hjá Sumarferðum. Um 600 manns verða á Kanaríeyjum yfir áramót á vegum ferðaskrifstofunnar. „Fyrsta ferðin seldist upp í júlí og við ákváðum að bæta við annarri og það skipti engum togum að það seldist strax upp í hana líka.“ Að sögn Helga er algengara nú að ferða- menn dvelji skemur á stöðum eins og Kan- aríeyjum yfir jólin, t.d. í um vikutíma, einkum yngra fólk. Eldra fólk sé hins vegar eins og farfuglarnir sem fljúga af landi brott þegar vetur gengur í garð og dvelur ytra í allt upp undir 10 vikur á ári. Kanaríeyjar langvinsælasti áfangastaðurinn um jólin og áramótin Mörg hundruð Íslend- ingar á Kanarí um jólin Morgunblaðið/Brynjar Gauti „ÉG stóð uppi einn með plöt- una og spurði sjálfan mig: Ja, hvað geri ég nú? Anna Pálína var ekki til staðar til að fylgja plöt- unni eftir og færa hana út til fólksins, eins og hún var vön að gera. En ég fann að þetta efni myndi sjá um sig sjálft.“ Þetta segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, rithöfundur og tónlistarmaður, m.a. í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins en Dimma, útgáfufyrirtæki hans og eiginkonu hans Önnu Pálínu Árnadóttur, sem lést í lok október eftir langa baráttu við krabbamein, hefur sent frá sér diskinn Sagnadans. Þar flytja Anna Pálína og sænska þjóðlagatríóið Draupner íslenska sagnadansa í nýjum út- færslum en þau0 höfðu unnið að verkefninu í nokkur ár. Platan var tekin upp í ágúst sl. og tveimur mánuðum seinna var Anna Pálína öll. Svanasöngur Önnu Pálínu DÝRASTA flíkin, sem Katrín Káradóttir kjólaklæðskeri hefur unnið að er með ísaumi og er metin á rúmlega eina milljón króna. Flíkina vann hún í starfs- námi sínu hjá John Galliano, listrænum stjórn- anda Dior- tískuhússins í París, þar sem hún hefur verið í starfsnámi frá því hún lauk þriggja ára framhalds- námi í listrænni tískuhönnun við Studio Berçot- skólann. Katrín gegnir stöðu aðstoðarmanns í hönnunarstúdíóinu, þar sem Galliano ræður lögum og lofum; hann hannar fötin, er ímynd Dior, leggur línurnar fyrir aðstoðarmenn sína og velur úr bestu hugmyndum þeirra. Í Tímaritinu í dag lýsir Katrín lífi sínu og starfi í tísku- borginni. „Galliano er minn maestro,“ seg- ir hún. Spurð hvort tískuhönnuðir hjá Dior líti við ódýrari fötum svarar Katrín: „Starfsmönnum stóru tískuhúsanna þykir merkjavara næstum hallærisleg, sér- staklega ef hún er frá toppi til táar. Ódýr- ari föt geta líka verið vönduð. (…) Í dag lætur fólk draga sig á asnaeyrunum og fá- ir spyrja sig: „Hvað finnst mér fallegt, hver er minn stíll?“ Í starfsnámi hjá John Galliano FYRSTI jólasnjórinn féll á suð- vesturhorni landsins í gær og not- uðu margir höfuðborgarbúa tæki- færið til að ganga um borgina. Ekki virtist hið alræmda jóla- stress hafa mikil áhrif á þetta unga par sem gekk um Ægisíðuna í gærmorgun. Nokkuð hlýtt var í veðri eftir töluvert frost í liðinni viku. Spáð er hlýnandi veðri víðs- vegar um landið í dag, sunnudag. Sumstaðar munu snjókornin falla en annars staðar verður dálítil slydda. Þó má búast við frosti inn til landsins. Morgunblaðið/Kristinn Gengið um í jólasnjónum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.