Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS G. HELGASONAR vélstjóra, Huldugili 36, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar á Akureyri. Margrét Rögnvaldsdóttir, Hjördís Pétursdóttir, Björn Pálsson, Ásberg Kristján Pétursson, Sigurður Óskar Pétursson, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁGÚSTS G. BREIÐDAL frá Krossi á Skarðsströnd, Sogavegi 118, Reykjavík. Ólöf Guðmundsdóttir, Jóhanna Ósk Breiðdal, Jóhann Sævar Kjartansson, Dagný Stefánsdóttir, Magnús Jónsson, Unnþór Stefánsson, Margrét Guðlaugsdóttir, Stefán Stefánsson, Gunnar Stefánsson, Anna Þorgilsdóttir, Ása Björg Stefánsdóttir, Þórður Jónsson og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts ÓLAFÍU JÓHANNESDÓTTUR, Ölduslóð 46, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2-B, Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir hlýhug og góða umönnun. Kári P. Þormar, Jóhannes Þormar, Margrét Hilmisdóttir, Páll Þormar, Elín Guðmundsdóttir, Sigurveig Þormar, Njáll Jóhannsson, Sigfríð Þormar, Svanur Stefánsson, Kári Þormar, Sveinbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og langömmubarn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HINRIKS ALBERTSSONAR, Framnesvegi 20, Reykjanesbæ. Ráðhildur Guðmundsdóttir, Albert Hinriksson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðmundur Hinriksson, Guðríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Þegar Guðsteinn Þengilsson hafði látið af störfum sem læknir hóf hann haustið 1997 að kanna handritasafn langafa síns, Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal, sem varðveitt er í hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Úr þeirri könnun varð til grein sem hann ritaði ásamt öðrum starfsmanni deildarinnar um þennan forföður sinn og birtist í Rit- mennt, ársriti safnsins, árið 1998. Hann stóð þó ekki upp af fræðastóln- GUÐSTEINN ÞENGILSSON ✝ Guðsteinn Þeng-ilsson fæddist á Akureyri 26. maí 1924. Hann varð bráðkvaddur hinn 1. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Neskirkju 9. desember. um að því verki loknu heldur vann allar götur síðan fram að andláti sem sjálfboðaliði í deild- inni við skráningu bréfa og ýmissa annarra gagna. Hann sat ákaf- lega vel við og var drjúg- ur verkmaður enda fræðaáhugi ætíð blundað með honum þótt læknis- fræðin hafi orðið ofan á sem námsgrein í háskól- anum og starfsvettvang- ur. Verk það er orðið ær- ið sem hann hefur skilað af sér á þeim sjö árum sem hann hefur iðjað í deildinni. Safnið vill að leiðar- lokum þakka honum fyrir allt það starf sem hann hefur innt af hendi í þágu þess og sendir aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HREFNA EINARSDÓTTIR, Reykjanesvegi 16, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudags- kvöldið 17. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guttormur Arnar Jónsson, Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir, Haraldur Auðunsson, Harpa Guttormsdóttir, Orri Brandsson, Soffía Guttormsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Alma Björk Guttormsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Einar Ásbjörn Ólafsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR E. SIGVALDASON jarðfræðingur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. desember kl. 13:00. Halldóra Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Daniel Friedan, Birgir Guðmundsson, Rut Petersen, Gunnar Bragi Guðmundsson, Ulla Uhrskov, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Kristján Matthíasson, Anna Maire Sigmond Guðmundsdóttir, Eivind Slettemeås, Solveig Birgitta Guðmundsdóttir Sigmond, Guðný Þóra Guðmundsdóttir, Björn Teitsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ég kynntist Steinu tengdamóður minni fyrir þrjátíu og fimm árum þegar ég var yfir jól hjá systur minni fyrir vestan. Þá fórum við á ball og fórum eftir það með Hanhólssystrum út á Hanhól. ÞORSTEINA KRIST- JANA JÓNSDÓTTIR ✝ Þorsteina Krist-jana Jónsdóttir fæddist á Birnustöð- um í Ögurhreppi 16. nóvember 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 27. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hólskirkju í Bolung- arvík 4. desember. Þar komum við klukk- an þrjú um nótt og hafði Steina þá útbúið svið og fleiri kræsing- ar til að ballfólkið fengi í svanginn. Þann- ig var alltaf að koma á Hanhól. Stundum komum við seint þegar við fórum vestur á sumrin í frí. Alltaf var heitt á könnunni og matur á borðum sama hve seint við komum, þótt margir væru á staðnum. Steina var alla tíð tilbúin að þjóna og allt var svo sjálfsagt hjá henni. Ekki var hávaðinn í þeirri konu þótt hún hefði margt að huga að og vinna með sín 15 börn, barnabörn og önnur sem voru hjá henni í sveit. Steina var glæsileg kona sem tekið var eftir. Hún var mjög heimakær og vildi sem minnst fara af bæ. Þó fóru þau hjónin í ferðir með bænd- um af svæðinu og komu suður með ára millibili. Steina var rólynd og iðin og vann verk sín af alúð. Hún naut sín í sveitinni og fram yfir átt- rætt handmjólkaði hún kýrnar sín- ar. Hún bjó með Jóhanni syni sín- um á Hanhóli í nokkur ár eftir að Hannibal lést. Þá fór heilsan að gefa sig og var hún flutt til Reykja- víkur þar sem henni hrakaði smátt og smátt. Síðustu árin hafa verið henni erfið. Steina var hetja hvunn- dagsins sem ekki fór mikið fyrir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Steina mín, um leið og ég votta ættingjum og vinum samúð mína þakka ég samfylgdina. Óli Th. Nú hefur hún Steina amma feng- ið hvíldina og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orð- um. Það var alltaf notalegt að koma í sveitina til ömmu þar sem við vor- um mikið sem börn. Hún amma var róleg og ljúf og hafði einstakt lag á bæði börnum og fullorðnum. Við börnin vorum alltaf velkomin og hún hafði alltaf tíma fyrir okkur þótt mikið væri að gera. Hún virtist líka alltaf vita hvað þeir sem voru hjá henni í sveit voru að brasa þótt hún væri sjálf í eldhúsinu að baka heimsins bestu kleinur. Ætli hún hafi séð í gegnum holt og hæðir? Við bræðurnir vorum öll sumur í sveit hjá ömmu frá 5 ára til 16 ára aldurs. Það var góður skóli fyrir líf- ið að vinna í sveitinni. Alltaf var nóg að gera, bæði við vinnu og leik, og margt var brallað með frændsystk- inunum. Amma var mikill dýravinur og kom fram við dýrin af virðingu, sama hvort um var að ræða mýs eða kýr. Ósköp var notalegt að fara snemma morguns með ömmu að mjólka og fá að smakka spenvolga mjólkina. Þótt amma léti lítið fyrir sér fara kom hún miklu í verk á stóru heimili. Hún var heimakær, en þekkti landið okkar vel þótt hún hefði lítið ferðast um það. Hún var vel lesin um ýmis málefni og gat svarað flestum okkar spurningum. Við bárum ómælda virðingu fyrir henni ömmu og þurfti hún aldrei að æsa sig eða byrsta til að við hlýdd- um því sem hún sagði. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma okkar, við þökkum þær góðu stundir sem við áttum með þér. Gunnar, Ágústa, Bjarkar og Hrund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.