Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 29
sagt um biblíulegar túlkunaraðferðir
sem byggðust fyrst og fremst á
textatengslum. Þegar leitað er að
einhverri af þremur tegundum and-
legrar merkingar, er það gert með
hliðsjón af textum Gamla og Nýja
testamentisins og viðurkenndum út-
leggingum þeirra. Augljósar vísanir í
þessa texta í sögunni ættu að benda
til þess að höfundur hennar hafi ætl-
ast til að viðtakendur gætu lesið úr
henni æðri merkingu.
Eitt af atvikum sögunn-
ar er svo sérkennilegt að
sumir þeir er heitast trúa
því að Egils saga greini frá
sönnum atburðum hafa þó
efast um sannleiksgildi
þess. Það er þegar Egill
drepur Rögnvald, ungan
son Eiríks og Gunnhildar.
Egill hefur nýlega vegið
helsta fjandmann sinn,
Berg-Önund, og er það
gefið í skyn í sögunni að
hann hafi ekki stjórn á sér:
„Egill var nú allreiður svo
að þá mátti ekki við hann
mæla.“ Það er þá sem kon-
ungssonurinn verður á
vegi hans og er drep-
inn. […]
Nauðsynlegt er að velta
því fyrir sér hvort eitthvað
búi undir og leita eigi að
táknrænum eða andlegum
skilningi á þessu atviki.
Ýmislegt fleira í frásögn-
inni af dauða Rögnvalds
styður þetta. Til dæmis er
hann þrettándi maður á
bát þegar hann er veginn. Í
Egils sögu er mikið um töl-
ur og virðast þær skipta
höfund máli. Þegar um
hópa manna er að ræða, er
algengt að þeir fari átta,
tólf, sextán eða þrjátíu
saman. För Rögnvalds er
eina dæmið um þrettán
manna hóp í sögunni. Þar sem þrett-
ándi maðurinn er konungssonur,
kemur Jesús Kristur upp í hugann,
því hann fór um í fylgd tólf postula, er
sonur Drottins, auk þess sem hann
sigldi á Genesaretvatni með postul-
um sínum og er sigling sú algengt
myndefni á miðöldum. Jafnvel nafn
Rögnvalds, sem merkir sá sem veld-
ur örlögum manna eða rögnum
þeirra, vísar til sonar Guðs.
Sú spurning vaknar hvort Rögn-
valdi sé ætlað að minna á Krist og
hvort víg hans eigi að vísa lesendum á
æðri merkingu sögunnar. Dráp
Krists hefur nákvæma merkingu í
kristinni guðfræði. Kristur er Guð og
maður, og því í senn faðir og bróðir
sérhvers kristins manns. Samkvæmt
kristilegum söguskilningi er kross-
festingin endurtekning tveggja
frumglæpa mannkyns, uppreisnar-
innar gegn Guði þegar Adam og Eva
átu af skilningstré góðs og ills og
glæpnum gegn bróðurnum þegar
Kain myrti Abel. Upprisa Krists frá
dauðum leysti mannkynið undan
þessum tveimur syndum. Kemur
þetta allt saman fram í Biblíunni og
túlkun hennar á miðöldum.
Harmþrungnar deilur
En hvað gat fengið Snorra Sturlu-
son til að taka sér fyrir hendur að
festa á bókfell sögu eins og þessa?
Pólitískt markmið Snorra á síðustu
æviárum sínum virðist hafa verið að
halda saman því veldi sem Sturlung-
ar og frændur þeirra áttu á Vestur-
landi og Vestfjörðum. Til að ná því
varð að kveða niður sundrungu sem
ríkt hafði í röðum þeirra allan áratug-
inn þar á undan. Um leið þurfti
Snorri að tryggja framtíð sonar síns
og dóttursonar. Margt í Egils sögu
fellur vel að þessu samhengi. Hún
fjallar á duldan hátt um harm-
þrungnar deilur náskyldra og gefur
þeim trúarlega merkingu. Í sögunni
kemur einnig fram afstaða til Nor-
egskonunga sem líklegt er að Snorri
og stuðningsmenn hans hafi haft um
þetta leyti, um leið og gefið er í skyn
að veldi þeirra sé að einhverju leyti
helgað af hjálpræðissögunni. Um-
fram allt fjallar sagan um sameigin-
legan forföður þeirra, meistara í
þeirri list sem var svo hátt skrifuð hjá
þessu fólki: skáldskapnum. Hvaða til-
efni gæti Snorri hafa haft til að setja
saman slíka sögu?
Egla er mikil meistarasmíð. Ef um
kvæði væri að ræða yrði sagt að það
væri dýrt kveðið. Sagan er dýrgripur
en ekki var óalgengt að slíkir gripir
tengdust sáttum á miðöldum. […]
Oft voru veislur haldnar þegar
sæst var. Gera þurfti ráð fyrir
skemmtunum í slíkum veislum sem
gátu staðið í marga daga. Það mætti
setja fram sem tilgátu að Snorri hefði
samið Egils sögu fyrir slíkt tækifæri,
veislu þar sem allir þeir sem hann
vildi sætta og fylkja á bak við sig á
komandi árum væru saman komnir.
Það væri í anda þess sem við vitum
um miðaldamenningu, bæði hérlend-
is og annars staðar í Evrópu. […]
Vitað er um eina veislu á árunum
1239 til 1241 sem kæmi vel til greina
því hún innsiglar sættir Sturlunga.
Það er brúðkaupsveisla Tuma Sig-
hvatssonar og Þuríðar Ormsdóttur.
Tumi var annar tveggja eftirlifandi
bræðra Sturlu Sighvatssonar. Snorri
kom undir hann fótunum með því að
hlutast til um að hann tæki við búi því
sem faðir hans og bróðir höfðu átt að
Sauðafelli. Þetta sýnir hve Snorra
var mikilvægt að fullar og einlægar
sættir tækjust með þeim frændum og
með áhangendum hvors um sig. Þur-
íður var systir Hallveigar konu
Snorra, og Snorri hélt brúðkaups-
veislu þeirra Tuma sjálfur í Reyk-
holti vorið 1241.
Sagan af forföður Tuma, Snorra og
velflestra stuðningsmanna þeirra,
Agli Skalla-Grímssyni hæfði vel bæði
sem gjöf og skemmtun í veislu af
þessu tagi. Hún var einnig full af æðri
merkingu, sem var aðgengileg þeim
sem Snorri bar virðingu fyrir, þeim
sem gátu ráðið torræð dróttkvæði og
lesið hinn andlega skilning sem bjó
undir yfirborði hins jarðlega.
Tilgangur Snorra með Egils sögu
hefur því verið að réttlæta valda-
stöðu sína og ættmenna sinna en
einnig að fylkja þeim á bak við sig við
þær aðstæður sem Sturlungar og
stuðningsmenn þeirra á Vesturlandi
þurftu að búa við eftir Örlygsstaða-
fund. […]
Sé þessi tilgáta um tilurð Egils
sögu sönn er sagan listaverk sem
hafði félagslegt hlutverk
(veisluskemmtun sem um
leið var sáttargjörð). Til
eru fleiri dæmi í vestrænni
miðaldamenningu um list-
gripi sem okkur nútíma-
mönnum finnst einfaldlega
vera myndir af veruleika,
ýmist tilbúnum eða raun-
verulegum, en búa yfir
æðri merkingu sem sam-
tímamönnum listamanns-
ins var væntanlega ljós. Er
fróðlegt að taka dæmi af
frægri mynd Jans van
Eyck af Arnolfini-hjónun-
um frá árinu 1434. Myndin
virðist einfaldlega málverk
af kaupmannshjónum í
blóma lífsins, á ríkmann-
legu, þó ekki of íburðar-
miklu, heimili sínu. Í hug-
um nútímafólks er ekki
nema sjálfsagt að hjón eins
og þau vilji láta gera mynd
af sér og ráði til þess færan
málara. Þá er horft fram
hjá mörgu af því sem er
sérkennilegt við myndina
og gefur henni æðri merk-
ingu. Listfræðingurinn
Erwin Panofsky hefur sýnt
að myndina ber að skilja
andlegum skilningi ekki
síður en jarðlegum. Auk
þess færir hann rök fyrir
því að henni hafi verið ætl-
að að þjóna sérstökum fé-
lagslegum tilgangi. Inn í myndina
hleður listamaðurinn táknum sem
tengjast sakramenti brúðkaupsins.
Kaupmaðurinn tekur hönd brúðar-
innar í vinstri hönd sína og lyftir
þeirri hægri til að sverja eið eins og
gert var ráð fyrir í kanónískum rétti
þessarar aldar að gert væri við brúð-
kaupsathöfn. […]
Þegar við bætist að hjónin eru
sýnd í svefnherberginu en ekki ann-
arri vistarveru, t.d. stofu, blasir við
að myndin er hlaðin táknum kristinn-
ar giftingar. […]
Þótt myndin sé um það bil tveimur
öldum yngri en Egils saga er freist-
andi að skoða hana sem hliðstæðu við
söguna. Veruleikinn sem verkið miðl-
ar virðist áþreifanlegur og efnislegur
en er í raun búinn til af táknum sem
vísa á æðri skilning og annan heim.
Enn fremur gegna myndin og sagan
báðar félagslegu hlutverki.
Jesús sefur en postularnir tólf skelfast storminn á
Genesaretvatni. Úr þýsku handriti frá 11. öld.
Skáldið í skriftinni eftir Torfa Tulinius
kemur út hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi. Bókin er 292 bls.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 29
Osta- og sælkerakörfur
í miklu úrvali auk sérpantana
Samlokubakkar
gott og einfalt í samkvæmið
Heimalöguð patè
fersk á hverjum degi
Úrval erlendra osta
eitt mesta úrval á landinu
Smørrebrød
í litlar sem stórar veislur
A
RT
-A
D
.IS
1
2.
20
04
www.kokkarnir.is
Pantanir í síma: 511 4466
VEISLUÞJÓNUSTA
JÓNS ARNARS & RÚNARS
Í OSTA- OG SÆLKERABORÐINU
HAGKAUPUM, KRINGLUNNI
býður upp á tilbúnar veislur af öllum stærðargráðum,
hvort sem er í nestisboxið, afmælið, kvöldmatinn eða partíið:
Smørrebrød, frönsk baguette, ítalskt panini og pizzur,
amerískar beiglur og álegg frá öllum heimshornum
s.s. ostar, skinkur, pylsur, patè, salöt o.m.fl.
Osta-, grænmetis-, brauð- og ávaxtabakkar beint í veisluna
eða á hádegisverðarfundinn.
OSTA- OG SÆLKERABORÐIÐ
Í HAGKAUPUM, KRINGLUNNI
SENTeða
SÓTT
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn