Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Baggalútur hóf göngu sínasem grínfréttasíða árið2001. Sumir halda því þófram að saga hans hefjist
mun fyrr, eða fyrir jólin 1993, þeg-
ar aðstandendur hans gáfu út jóla-
sögu og seldu með miðum á jóla-
ball Menntaskólans við Hamrahlíð.
Nú hafa Baggalútsmenn bætt um
betur og gefið út bókina Sannleik-
ann um Ísland, sem ætlað er að
fylla í skörðin í íslenskum sögu-
bókum. Óhætt er að segja að þar
komi fram ýmsar sögulegar „stað-
reyndir“ sem hingað til hafa verið
lesendum huldar.
Raunar voru aðstandendur
Baggalúts sjálfir huldumenn þar
til fyrir skemmstu, en þeir segja
að með útkomu bókarinnar hafi
þeir neyðst til að koma fram í
dagsljósið. Þeir hafi einfaldlega
ekki haft fjárhagslegt bolmagn til
að ráða leikara til að koma fram í
hvert skipti sem kynna þyrfti bók-
ina á opinberum vettvangi.
Bragi Skúlason, Garðar Þor-
steinn Guðgeirsson og Guðmundur
Pálsson, öðru nafni Enter, Myglar
og Númi Fannsker, tóku að sér að
fræða blaðamann um hina nýju
söguskoðun, en auk þeirra standa
Haraldur Hallgrímsson og Karl
Sigurðsson að Baggalúti.
Á vefnum skrifa Enter, Myglar,
Númi Fannsker, Spesi, Kaktuz og
fleiri persónur fréttir með sínu
lagi og á stundum harðorða pistla,
þar sem stóru orðin eru ekki spör-
uð. Í bókinni má víða greina stíl-
brögð þeirra, en bókin er skrifuð í
anda sagnfræðirita frá fyrri hluta
síðustu aldar. Höfundarnir árétta
að hún sé alveg sjálfstætt verk, en
borið hafi á þeim misskilningi að
þar sé að finna gamalt efni af vefn-
um.
Spekin rann út
Um tilurð bókarinnar segja
Baggalútsmenn að útgáfan hafi
einfaldlega komið að máli við þá
og spurt hvor þeir hefðu áhuga á
að skrifa bók. Þetta sé ákveðin til-
raun með grínhandbókarformið,
sem njóti umtalsverðra vinsælda
úti í hinum stóra heimi en engra
hér á landi, fyrr en auðvitað nú.
Þeir hafi þótt henta ágætlega til
að spreyta sig við það.
Í Sannleikanum um Ísland er að
finna fróðleik og frásagnir af ís-
lenskum furðum og fyrirbærum
frá öndverðu til vorra daga, eins
og segir á bókarkápu. Í formála
segir að um sé að ræða tímamóta-
verk, sem af einlægni breiði út og
umfaðmi sannleikann um sögu og
eðli þjóðarinnar. Höfundarnir
segja að fæðing bókarinnar hafi
ekki verið erfið, þvert á móti hafi
spekin runnið áreynslulaust út.
Sem dæmi um helstu kosti bók-
arinnar nefna þeir að hún sé ríku-
lega myndskreytt og prýdd ítar-
legum listum yfir hitt og þetta,
auk fjölda tilvitnana. Tilganginn
segja þeir þann einan að skemmta
fólki.
Að lokum vilja Baggalútsmenn
óska lesendum sínum gleðilegra
jóla og minna á að einungis sé gert
ráð fyrir einu eintaki af Sannleik-
anum um Ísland á mann. Svolítið
hafi borið á því að fólk væri að
hamstra bókina, en það sé ekki
endalaust til.
Eini tilgangurinn
að skemmta fólki
Vefur Baggalúts á sér marga trygga lesendur, sem geta nú kæst yfir því að
komin er út heil bók eftir þá Baggalútsmenn. Þrír þeirra fræddu
Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur um Sannleikann um Ísland.
Morgunblaðið/Kristinn
Þrír af aðstandendum Baggalúts, Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, Bragi Skúlason og Guðmundur Pálsson, öðru nafni
Myglar, Enter og Númi Fannsker. Auk þeirra eru í hópnum þeir Haraldur Hallgrímsson og Karl Sigurðsson.
TENGLAR
.....................................................
www.baggalutur.is
adalheidur@mbl.is
ÍSLENDINGASÖGURNAR voru
skrifaðar á árunum 1344–1355 af
Einari Blæton þreskjara. Þær urðu
alls átta og nutu mikilla vinsælda
bæði hér heima og erlendis, en þær
voru þýddar á fjölmörg tungumál.
Sögurnar fjalla um ævintýri félag-
anna Njáls, Bergþóru, Gunnars og
Hallgerðar sem ásamt páfagauknum
Gretti lenda í ýmsum svaðilförum.
Handrit Íslendingasagnanna eru
varðveitt hjá Stofnun Árna Magnús-
sonar á Íslandi, öll nema Íslendinga-
fjallið, sem glataðist í brunanum í
Kaupmannahöfn 1728. Þau rýndu
niður í skútann, er var allstór og
dimmur.
„Hvar er vasaljósið mitt?“ sagði
Njáll, en fann það brátt í vasa sínum
og kveikti á því.
Börnin störðu niður í skútann. Þar
var ekkert að sjá, nema myrkur.
Engan fjársjóð. En er Njáll sveiflaði
ljósinu hærra, þóttist Hallgerður sjá
smugu, er lægi lengra inn.
„Ég er nærri viss um, að þarna eru
göngin,“ sagði hún og var nærri dott-
in á höfuðið niður í skútann af ákafa.
Grettir flaug af öxl Njáls niður í
skútann. Brátt heyrðist þaðan
mæðuleg rödd.
„Hvað er þarna niðri, Grettir?“
kallaði Njáll.
„Tíu litlir negrastrákar,“ kveinaði
Grettir. „Bam!“
„Þú ert lygalaupur,“ sagði Njáll.
„Hvað um það, hér höldum við niður
til að finna …“
„Tíu litla negrastráka,“ sagði
Grettir og skríkti af hlátri, eins og
Bergþóra.
Úr Íslendingadalnum, 1347.
Skreytnar sögur
af skrýtinni þjóð
Bókarkafli | Þeim er fátt heilagt aðstandendum vefjarins Baggalúts og í grín-
handbókinni Sannleikanum um Ísland veita þeir félagar nýstárlegar söguskýringar
á ýmsum hlutum og viðburðum. Hér er gripið niður í nokkrar þeirra sagna sem
bókin geymir og verða Íslendingasögurnar fyrst fyrir valinu.
Helgin
öll …
á morgun