Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára.
BEN
AFFLECK
CHATERINE
O´HARA
CHRISTINA
APPLEGATE
JAMES
GANDOLFINI
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6 og 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
kl. 4, og 6. b.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS I IJólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.30,5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
Sama Bridget. Glæný dagbók.
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
"Snilldarlega tekin og einstaklega
raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!"
- H.L., Mbl
"Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!"
- E.Á., Fréttablaðið
H.L. Mbl.
Deildu hlýjunni um jólin
Með hinum bráðskemmtilega James
Gandolfini úr The Sopranos
.Kostuleg gamanmynd
semkemur öllum í gott jólaskap.
Jólamyndin 2004
ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER
AÐ ÍMYNDA SÉR
I
Í
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Sýnd kl. 4,6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
and JULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Sýnd kl. 3.30, 6, 8, 9.30 og 11.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.45, 8 OG 10.30.
KRINGLAN
kl. 12, 2 4, 6, 8 og 10.10.
Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt
aftur og stillir skotmark sitt að þessu
sinni á Evrópu
Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA.
Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur
og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu
Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA.
Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004
Fór beint á toppinn í USA
Stanglega bönnuð
innan 16 ára
HÁDEGISBÍÓ
MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR
MYNDIR KL.12 Í SAMBÍÓUM,
KRINGLUNNI
ATH AUKASÝNING
KL. 9.30
OCEAN´S TWELVE
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
✯
ÁLFABAKKI
kl. 2. Ísl. tal
KRINGLAN
kl. 12. Ísl. tal
ÞÓTT menn hafi ekki viljað gefa mik-
ið fyrir þessa álkulegu tölvupoppara
frá krummaskuðinu Basildon í Eng-
landi er þeir
kváðu sér fyrst
hljóðs fyrir 24 ár-
um, þá hafa þeir
hægt og örugg-
lega vaxið í met-
orði og eru nú
álitnir meðal helstu áhrifavalda í
dansvænni og grípandi raftónlist.
Ekki bara það heldur virðist Depeche
Mode hafa opnað áður luktar gáttir
æði marga rokkhundanna inn í heima
danstónlistarinnar. Fáum hefur enda
tekist eins vel upp í að brúa bilið milli
þessara andstæðu – en í þeirra með-
förum náskyldu – tónlistarstefna.
Þessar tvær hliðar á sömu sveit krist-
allast í tveimur nýjum útgáfum; safn-
plötu með endurhljóðblöndunum á 36
lögum frá öllum heila ferlinum og
mynddiski með upptöku frá tón-
leikum sveitarinnar á Devotional-
tónleikaferðinni 1993 í Barselóna og
Frankfúrt. Báðar útgáfurnar eru
hreinn og klár hvalreki fyrir aðdá-
endur sveitarinnar, en fyrir aðra er
mynddiskurinn trúlega eigulegri. Þar
er nefnilega á ferð listilega gerð tón-
leikamynd eftir ljósmyndarann
snjalla Anton Corbijn sem hefur unn-
ið mikið með sveitinni og á sum-
partinn heiður að hinni myrku ímynd
hennar síðustu árin. Myrkrið er enda
allsráðandi í upptöku Corbijns sem
leikur sér til hins ýtrasta með ljós og
skugga svo úr verður algjörlega ein-
stök tónleikamynd og mikilfenglegt
sjónarspil. Sveitin sjálf er líka al-
gjörlega rafmögnuð á sviðinu, að
fylgja eftir sinni tilkomumestu plötu,
hinni trúarskotnu Songs of Faith and
Devotion, og tekur nær öll sín bestu
lög af feiknarlegum krafti og sann-
færingu.
Endurvinnslusafnið er snúnara;
enda er þar
bæði að finna
mjög áhuga-
verðar nýlegar
endurgerðir
eftir fram-
bærilega aðila
á því sviðinu á
borð við Timo
Maas, Franc-
ois Kevorkian, Dj. Shaldow, William
Orbit og Goldfrapp, sem og eldri og
bókstaflega hallærislega slappar end-
urgerðir, sem á öndverðum 9. áratug
síðustu aldar gengu gjarnan út á það
eitt að hafa lögin lengri með lang-
dregnum og yfirgengilega fléttuðum
milliköflum. Þetta svalar vissulega
nostalgíunni fyrir suma, reynda
plötusnúða og forfallna Depeche
Mode-aðdáendur, en gerir það að
verkum fyrir hina að þeir þurfa í sí-
fellu að flippa yfir á næsta lag.
En á löngum ferli góðrar hljóm-
sveitar þá telur allt, bæði hið góða og
hið minna góða. Hér eru dæmi um
allt sem telur.
Allt telur
TÓNLIST
Mynddiskar/Erlendar plötur
Mynddiskur með upptökum frá tón-
leikum Depeche Mode 1993 og safn-
diskur með endurhljóðblöndunum á
helstu lögum sveitarinnar frá árunum
1981–2004.
Depeche Mode – Devotional/Remixes
81…04
/ Skarphéðinn Guðmundsson
Paul McCartney hefur viðurkenntað hann fari reglulega á snyrti-
stofu til að láta setja á sig gervinegl-
ur svo hann eigi auðveldara með að
spila á gítar. Hann segir að eigin-
kona sín, Heather Mills, hafi átt
hugmyndina en hann mun í 40 ár
hafa kvartað yfir því að gítarglamrið
færi illa með hendur sínar.
„Þegar ég slæ á strengina með
puttunum eyðast neglurnar upp.
Fyrir nokkrum árum stakk Heather
upp á því að ég léti setja gervineglur
á mig. „Nei, ég get það ekki,“ sagði
ég, en svo prófaði ég þetta í síðustu
tónleikaferð og þetta virkar stór-
vel.“
Fólk folk@mbl.is
EKKI verður annað sagt en að rokk-
ið lifi góðu lífi hér á landi sem annar
staðar, nokkrar fínar rokkskífur
komnar út á árinu og reyndar sem
ný rokkbylgja sé í uppsiglingu, á eft-
ir harðkjarnanum kemur stone-r-
rokk, gamaldags og nýstárlegt í
senn, rokk á við
það sem finna má
á nýrri smáskífu
Astara.
Alright, Al-
right, Alright er
mikil stuðplata,
þó ekki sé hún löng, keyrslan
skemmtileg og góðar pælingar í
gangi. Upphafslag skífunnar, „The
Fields of Tomorrow“ er reyndar
ekki ýkja vel heppnað þó að gít-
arfrasinn sem ber það uppi sé góður,
en „When I Met the Sky“ er aftur á
móti einstaklega vel heppnað lag
með fínum gítarsprettum. Eins
finnst mér lokalag þessarar smá-
skífu, „Cancer City“, býsna gott.
Eflaust finnst einhverjum tónlist-
in sem sveitin leikur ekki ýkja frum-
leg, en þeir hinir sömu misskilja þá
skífuna að mínu viti: Alright, Al-
right, Alright er fyrst og fremst
hylling rokksins, fagnaðarerindi raf-
gítarsins, og Astara eru spámenn
hans. Gaman verður að heyra næstu
skref hjá þeim félögum, ekki síst ef
þeir halda sér eins ferskum og
hráum og á þessari smáskífu.
Umslag plötunnar er mjög gott og
frágangur allur, þó að gaman hefði
verið að fá meiri upplýsingar um
sveitarmenn en gælunöfnin sem til-
greind eru í upphafi.
Hylling rokksins
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Alright, Alright, Alright, þriggja laga smá-
skífa með hljómsveitinni Astara. Astara
skipa þeir „Botch“, „Dori“, „Konnster“ og
Teitur. „Botch“ leikur á bassa og syngur,
„Dori“ á trommur og syngur, „Konnster“ á
gítar og Teitur á gítar og syngur. Þeir fé-
lagar gefa sjálfir út. 13:53 mín.
Astara – Alright, Alright, Alright
Árni Matthíasson