Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 11
trúa hjá Alþjóða Rauða krossinum í SA-Asíu, ásamt túlk. Þau fóru um Phnom Penh og í ferðir sunnan og vestan höfuðborg- arinnar í þorp, bæi og borgir m.a. til að tala við venjulegt fólk og mynda daglegt líf þess í borgunum Takeo og Kampot. Á Steung Chey-ruslahaugunum í útjaðri Phnom Penh er mass- íft magn af rusli borgarbúa og þar eru jarðýtur og vinnuvélar í gangi dagana langa til að þjappa draslinu. Sorpið er ekki urðað og ekki heldur brennt, en það eru ekki aðeins vinnuvélar á sorp- haugunum heldur þúsundir fólks í leit að verðmætum. Sumir eru þar daglega, aðrir segjast nota frítímann til að finna hluti sem hægt er að selja eða nota, t.d. tómar flöskur, skeiðar, ílát, spraut- ur, ýmiskonar skran og hvaðeina annað sem þar er að finna. Helstu verðmæti eru í hlutum sem hægt er að selja í endur- vinnslustöðvar eins og plast, pappír, málm og gler. Þegar öskubíl- arnir koma til að sturta hópast fólk að þeim til að leita að ein- hverju seljanlegu; batteríum, tini, áldollu … líkt og leitað sé að gulli, þau lifa á því sem hinir efnameiri kasta á haugana. Rosmarie spjallaði t.d. við Yorn Sophea, 14 ára dreng sem kem- ur á haugana kl. 6 eða 7 að morgni og starfar þar í 12 tíma á dag í leit að seljanlegum hlutum. Hann býr þarna í nánd og hefur ekki efni á að ganga í skóla. „Ég hef ekki tíma til að vera í skóla,“ segir hann þreytulega og bætir við: „Nú þarf ég að hvíla mig, því ég er svo þreyttur.“ Channy, sem er 16 ára, gengur aftur á móti í skóla fyrir fátæk börn, og talar nú bæði ensku og frönsku reiprennandi. Hún segir að skólinn hennar, sem rekinn er af Pour un Sourire d’Enfant, jafnist á við einkaskólana, og að draumastarfið hennar sé að verða ritari. „Ég kem hingað á haugana um helgar til að afla tekna fyrir foreldra mína, bræður og systur,“ segir hún. Áætlað er að um 500 börn leiti daglega að verðmætu rusli á haugunum. Pour un Sourire d’Enfant, sem þýðir brosandi börn, eru frönsk hjálparsamtök, sem m.a. veita börnum á ruslahaugum Phnom Penh aðhlynningu og kenna þeim eitthvað nytsamlegt sem þau geta hugsanlega fengið alvöru starf við. í fátæku landi Phnom Leav-þorpið er tólf km frá landamærum Víetnam og þar er vatnsskortur í apríl. Vatnið sem þessi drengur ber í fötum er sótt í vatnsból sem fólk úr fjórum öðrum þorpum treystir á og gengur út í til að ná sér í vatn til drykkjar, eldunar og þvottar. Flestir sjóða vatnið en þó ekki allir. Kona ein fullyrti: „Ég sýð aldrei vatnið, ég verð aldrei veik. Sumar fjölskyldur sjóða vatnið, aðrar ekki.“ Orð hennar lýsa algerum þekkingarskorti á því hvernig sjúkdómar berast á milli fólks. Channy er 16 ára gömul og er svo heppin að hafa fengið ókeypis vist fyrir fátæk börn í franska skólanum Pour un Sourire d’Enfant. Hana dreymir um að geta orðið ritari á skrifstofu. „Ég kem á haugana um helgar til að safna drasli til að selja í endurvinnslu, svo ég geti hjálpað foreldrum mínum, bræðrum og systrum,“ segir hún. Börn eru í grunnfögum og starfsnámi í franska skólanum. Lífsbaráttan er hörð og tæknin frumstæð. Fiskimenn í sjávarþorpinu Keb halda til sjávar, en vertíðin er ekki gjöful. Bun Seab fisksali kaupir af þeim fiskinn og selur hann í næstu héruð. Hún selur einnig risakrabba á veitingahús í Phnom Penh, segir að æ erfiðara sé að fá risakrabba, því fiskimenn færi henni aðallega smáan krabba. Önnur kona sagði að það væri ævinlega kallað á hana til að matreiða risakrabbann þegar hann veiddist. Tmei-þorpið í Peam Rieng-héraðinu er aðeins í um tveggja tíma akstursleið frá Phnom Penh. Vegurinn er rykugur í þurrkum og hverfur undir vatn þegar Mekong-fljótið fer yfir bakka sína á regn- tímabilum. Áin flæðir einnig ársfjórðungslega yfir þorpið. Fulltrúar Rauða krossins kenna foreldrum að vernda sofandi börn sín fyrir hitabeltissjúkdómum með moskítóneti og einnig að loka vatns- ílátum. Myndin sýnir Sarith Vichetra nývaknaðan undir flugna- netinu, einnig sést móta fyrir móður hans, Sarith Sokhom.  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.