Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 11
trúa hjá Alþjóða Rauða krossinum í SA-Asíu, ásamt túlk. Þau
fóru um Phnom Penh og í ferðir sunnan og vestan höfuðborg-
arinnar í þorp, bæi og borgir m.a. til að tala við venjulegt fólk og
mynda daglegt líf þess í borgunum Takeo og Kampot.
Á Steung Chey-ruslahaugunum í útjaðri Phnom Penh er mass-
íft magn af rusli borgarbúa og þar eru jarðýtur og vinnuvélar í
gangi dagana langa til að þjappa draslinu. Sorpið er ekki urðað og
ekki heldur brennt, en það eru ekki aðeins vinnuvélar á sorp-
haugunum heldur þúsundir fólks í leit að verðmætum. Sumir eru
þar daglega, aðrir segjast nota frítímann til að finna hluti sem
hægt er að selja eða nota, t.d. tómar flöskur, skeiðar, ílát, spraut-
ur, ýmiskonar skran og hvaðeina annað sem þar er að finna.
Helstu verðmæti eru í hlutum sem hægt er að selja í endur-
vinnslustöðvar eins og plast, pappír, málm og gler. Þegar öskubíl-
arnir koma til að sturta hópast fólk að þeim til að leita að ein-
hverju seljanlegu; batteríum, tini, áldollu … líkt og leitað sé að
gulli, þau lifa á því sem hinir efnameiri kasta á haugana.
Rosmarie spjallaði t.d. við Yorn Sophea, 14 ára dreng sem kem-
ur á haugana kl. 6 eða 7 að morgni og starfar þar í 12 tíma á dag í
leit að seljanlegum hlutum. Hann býr þarna í nánd og hefur ekki
efni á að ganga í skóla.
„Ég hef ekki tíma til að vera í skóla,“ segir hann þreytulega og
bætir við: „Nú þarf ég að hvíla mig, því ég er svo þreyttur.“
Channy, sem er 16 ára, gengur aftur á móti í skóla fyrir fátæk
börn, og talar nú bæði ensku og frönsku reiprennandi. Hún segir
að skólinn hennar, sem rekinn er af Pour un Sourire d’Enfant,
jafnist á við einkaskólana, og að draumastarfið hennar sé að verða
ritari. „Ég kem hingað á haugana um helgar til að afla tekna fyrir
foreldra mína, bræður og systur,“ segir hún. Áætlað er að um 500
börn leiti daglega að verðmætu rusli á haugunum.
Pour un Sourire d’Enfant, sem þýðir brosandi börn, eru frönsk
hjálparsamtök, sem m.a. veita börnum á ruslahaugum Phnom
Penh aðhlynningu og kenna þeim eitthvað nytsamlegt sem þau
geta hugsanlega fengið alvöru starf við.
í fátæku landi
Phnom Leav-þorpið er tólf km frá landamærum Víetnam og þar er vatnsskortur í apríl. Vatnið sem
þessi drengur ber í fötum er sótt í vatnsból sem fólk úr fjórum öðrum þorpum treystir á og gengur
út í til að ná sér í vatn til drykkjar, eldunar og þvottar. Flestir sjóða vatnið en þó ekki allir. Kona ein
fullyrti: „Ég sýð aldrei vatnið, ég verð aldrei veik. Sumar fjölskyldur sjóða vatnið, aðrar ekki.“ Orð
hennar lýsa algerum þekkingarskorti á því hvernig sjúkdómar berast á milli fólks.
Channy er 16 ára gömul og er svo heppin að hafa fengið ókeypis vist fyrir fátæk börn í franska skólanum Pour un Sourire d’Enfant.
Hana dreymir um að geta orðið ritari á skrifstofu. „Ég kem á haugana um helgar til að safna drasli til að selja í endurvinnslu, svo ég
geti hjálpað foreldrum mínum, bræðrum og systrum,“ segir hún. Börn eru í grunnfögum og starfsnámi í franska skólanum.
Lífsbaráttan er hörð og tæknin frumstæð. Fiskimenn í sjávarþorpinu Keb halda til sjávar, en vertíðin
er ekki gjöful. Bun Seab fisksali kaupir af þeim fiskinn og selur hann í næstu héruð. Hún selur einnig
risakrabba á veitingahús í Phnom Penh, segir að æ erfiðara sé að fá risakrabba, því fiskimenn færi
henni aðallega smáan krabba. Önnur kona sagði að það væri ævinlega kallað á hana til að matreiða
risakrabbann þegar hann veiddist.
Tmei-þorpið í Peam Rieng-héraðinu er aðeins í um tveggja tíma
akstursleið frá Phnom Penh. Vegurinn er rykugur í þurrkum og
hverfur undir vatn þegar Mekong-fljótið fer yfir bakka sína á regn-
tímabilum. Áin flæðir einnig ársfjórðungslega yfir þorpið. Fulltrúar
Rauða krossins kenna foreldrum að vernda sofandi börn sín fyrir
hitabeltissjúkdómum með moskítóneti og einnig að loka vatns-
ílátum. Myndin sýnir Sarith Vichetra nývaknaðan undir flugna-
netinu, einnig sést móta fyrir móður hans, Sarith Sokhom.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 11