Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ingólfur Guðbrandsson hefur í ára-
raðir leitt samlanda sína á vit nýrra
ævintýra um víða veröld og um leið
frætt fjölda fólks um merkustu staði
heims. Ingólfur hefur nú gefið út bók-
ina Stefnumót við heiminn, „stóru
reisubókina“, sem greinir frá ævin-
týrum um víða veröld. Förinni er
heitið um veröldina þvera og endi-
langa svo sem sjá má af skiptingu
bókarkafla: Evrópa, Vesturheimur,
Suður-Ameríka, Afríka, Austurlönd
og svo viðtöl við Ingólf um heimsreis-
ur, hnattreisur og ferðamál. Í eftir-
farandi bókarköflum er gripið niður í
frásagnir frá nokkrum stöðum sem
Ingólfi eru hugstæðir frá langri og
viðburðaríkri fararstjórn og er för-
inni fyrst heitið til eyju guðanna,
Balí.
Bali er sveipuð dulúð og marg-ræðum töfrum, líkust goð-sögn eða yfirnáttúrlegri vitr-un af öðrum heimi. Enginn
ætti að fara á mis við þá fegurðar-
reynslu að kynnast henni af eigin
sjón og raun, áður en lífsgöngunni
lýkur. Þeir sem ekki telja sig fullvissa
um sæluvist Paradísar að lokinni
þessari jarðvist hafa þó fengið for-
smekk að þeirri eilífu sælu, sem
mannkyn hefur dreymt um frá því að
Adam og Eva voru gerð brottræk
forðum.
Bali er lítið eyland, aðeins um það
bil 1⁄20 af stærð Íslands með nærri 3
milljónir íbúa, staðsett austan Jövu
og vestan Lombok í stærsta eyja-
klasa heims, sem telur um 1.000 eyjar
og tilheyrir Indónesíu. Eyjan er há-
lend og fjöllótt, en láglendið og fjalla-
hlíðar eitt best ræktaða og þéttbýl-
asta svæði heims.
Bali er ekki einungis töfrandi
vegna náttúrufegurðar, sem er þó
einstök fyrir margra hluta sakir og
tengist eldvirkni svæðisins, sem er á
mörkum Sunda-flekans. Íbúarnir
fluttust flestir frá Jövu, þar sem þeir
höfðu myndað menningarsamfélag
að hætti Malaja en ástunduðu hindú-
isma. Þegar íslamar gerðust uppi-
vöðslusamir á Austur-Jövu á 16. öld,
hrökkluðust þeir undan oki ísl-
amskra óróaseggja austur yfir sund-
ið til hinnar fögru, frjósömu Bali til
þess að geta ástundað trú sína og siði
að hætti hindúa. Í hópi landnemanna
á Bali var rjóminn af mennta- aðals-
fólki og listamönnum frá Jövu, sem
ekki vildi gangast undir hinn ísl-
amska sið. Afkomendur þessa mann-
vals á Bali ræktuðu í senn landið og
einstakt mannlegt samfélag, þar sem
daglegt líf var samofið tilbeiðslu og
listiðkun í formi tónlistar, dansa, er
byggðust á hárfínni tjáningu sögu-
legs skáldskapar og ekki síst list-
sköpunar í formi höggmynda, út-
skurðar og listilegra myndverka. Á
19. og 20. öld fluttust frábærir mynd-
listarmenn til Bali frá Evrópu og
stofnuðu málverkaskóla fyrir inn-
fædda. Upp úr því þróaðist sérstök
hefð í balinísku málverki, sem stend-
ur traustum fótum og sameinar for-
tíð og nútíð á skemmtilegan hátt.
Trú og listiðkun er enn í dag inn-
tak lífsins hjá innfæddum Balibúum.
Allt viðmót og látbragð fólksins mót-
ast af þessari iðkun og ástundun hins
fagra. Fyrir bragðið einkennist dag-
legt líf af hófsemi og tillitssemi gagn-
vart náunganum, og gestum er tekið
með vinsemd og hlýju þessa bros-
andi, fallega fólks, þar sem fegurðin
er ekki aðeins á yfirborðinu, heldur
kemur hún innanfrá. Þjófnaður og
aðrir glæpir hafa til skamms tíma
verið nær óþekkt fyrirbæri hjá Bali-
búum. Þeir hafa lagt metnað sinn í að
standa vörð um fornar hefðir og
dyggðir og bægja erlendri spillingu
frá á sinn æðrulausa, hófsama hátt.
Kvöld í Buenos Aires
Höfuðborg Buenos Aires býr
yfir mörgum áhugaverðum við-
komustöðum, m.a. Café
Tortoni.
Hér siturðu loksins og trúir
því varla. Café Tortoni var
eins og annað heimili frægra rithöf-
unda, skálda og listamanna eins og
Benaventa og Garcia Lorca í útlegð.
Spölkorn frá eru höfuðstöðvar La
Prensa, eins þekktasta dagblaðs í
spænskumælandi löndum, í glæsi-
byggingu í frönskum búrbon-stíl. Á
kaffihúsinu sitja menn enn og hugsa,
skrifa, yrkja og tala. Hvert borð er
setið, enginn skarkali, tónlist á lægri
hávaðaskalanum, heimskunn ítölsk
lög í bland við innlend, latnesk-amer-
ísk með eggjandi hljóðfalli, en hér er
engum skilningarvitum ofboðið. Við
næsta borð situr blaðamaður og
skrifar viðtal við miðaldra listmálara.
Á tali þeirra heyrist að stórsýning
mun í vændum. Buenos Aires er full
af list og listaáhuga, bókmenntir,
myndlist, tónlist, húsagerðarlist,
kvikmyndir. Argentína er ennþá land
bókarinnar og ríkrar listhneigðar
meðal fólksins. Athygli vekur hve
bókaverzlanir eru víða en sjónvarps-
og hljómtækjaverzlanir fáar.
Innst í horninu á Café Tortoni sit-
ur ungt par og hvíslast á með blossa
ástar í augum, tvinna höndunum
saman. Í Buenos Aires er ástin ekk-
ert í felum. Hún er útum allt, ást-
fangið fólk á götunni gengur í faðm-
lögum, vefst hvort um annað á
göngunni, ástríðufullir hnykkir
tangósins í
hreyfingunum,
þrýstist saman í
djúpum kossi sem tekur
engan enda, upp við húsvegg eða
dyr, í kvikmyndahúsunum, bílunum,
alls staðar. Rómantík er hér enn við
völd, lífsmáti los Portenos. Merki
poppheimsins sjást varla. Það er lík-
ast og Buenos Aires hafi hlaupið yfir
það úrkynjunarskeið, sem tröllríður
vestrænni menningu í dag.
Þar sem þú situr og sötrar
Þar sem þú situr og sötrar kaffið
rifjast upp myndir dagsins og líða
fyrir sjónir hver af annarri. Í morgun
stóðstu á Maí-torgi og horfðir á dóm-
kirkjuforhliðina, sem líkist meir róm-
versku eða grísku hofi. „Salvum fac
populum tuum“, „gjör lýð þinn frjáls-
an“. Þetta er frelsarakirkja. Hún er
ekki aðeins reist frelsaranum Jesú
Kristi og heilagri guðsmóður til dýrð-
ar, heldur einnig San Martín, El Lib-
ertador, hershöfðingjanum og frels-
ishetjunni, sem ásamt Símoni Bolivar
í Venezuela átti stærstan þátt í að
losa Suður-Ameríku undan oki Spán-
verja. Árið 1817 hóf hann för sína við
mikið harðræði gegnum torfær And-
esfjöllin til að frelsa einnig Chile og
Perú. Í kapellu í miðju hliðarskips
hinnar fögru dómkirkju hvíla líkams-
leifar San Martíns og hermenn
standa þar stöðugt vörð. Þegar vold-
ugar raddir þýzka orgelsins fylla
hvelfingarnar minnistu þess, að
meistara Páli Ísólfssyni stóð til boða
að setjast hér að, meðan hann var
starfandi í Leipzig, en hann hvarf
heim til Íslands í andleysið og alls-
leysið í staðinn.
Menning Argentínu
Menning Argentínu er evrópsk í
grunninn, enda rekja næstum allir
Argentínumenn ættir sínar til Evr-
ópu og játa rómversk-katólska trú,
en menningin hefur þróazt í nýjum
jarðvegi við nýjar aðstæður og því er
hún fersk, mögnuð og stór í sniðum
eins og landið sjálft. Öll sönn list á
með einhverju móti upptök sín í nátt-
úrunni og sama gildir um hefðirnar.
Listin endurspeglar samband
mannsins við náttúruna, skynjun
hans og upplifun. Kröftug náttúra
Argentínu nærir listina og magnar
spennu hennar, víðátturnar, and-
stæðurnar, endalausar slétturnar og
himinhá fjöllin, skógar og ekrur, fljót
og fossar, ísbreiður og frumskógar.
Hér verður ástin list og ástríðan
brýzt út í listinni í endalausri glímu
mannsins við náttúruna, lífið og
dauðann.
Sumarkvöld í Klettafjöllum
og dýrðardagar við Kyrrahaf
Kanada er mikið land sem kemur á
óvart í sterkum andstæðum náttúru
og mannlífs.
Þegar stálfuglinn grái lækkar flug-
ið í átt að Edmonton, sem er höfuð-
borg næstvestasta fylkisins Alberta,
blasir við sléttan allt um kring. Græn
er hún og búsældarleg, og nú skil ég
orð bóndans og skáldsins Stephans
G. Stephanssonar í kvæðinu „Norður
sléttuna“:
Sjálft landið var útlits sem endalaust borð,
… heflað og málað svo grænt.
Þetta er sú mynd af Kanada, sem
Íslendingar þekkja, bæði af heim-
sóknum til Manitoba og frásögnum
Vestur-Íslendinga, en þar er fjöl-
mennust byggð fólks af íslenzku
bergi utan föðurlandsins. Þess vegna
finn ég einhverja skyldleikatilfinn-
ingu innra með mér, þegar Kanada
ber á góma, eða er það samkenndin
með Stephani G., baráttu hans, hug-
sjónum og ættjarðarást?
Þar blasti við útsýnið einkennalaust,
nema aðeins þar skóggyðjuhönd
á sléttuna lagði um lækjanna barm
sín laufguðu knipplingabönd.
Víst er að flatneskjan réð ekki ríkj-
um í huga hins vestur-íslenzka
skálds. Var það óyndið við „ein-
kennalaust útsýnið“, sem olli því
að hann brá tvisvar búi í Vest-
urheimi, hið síðara sinnið frá
Gardar-byggð í Norður-
Dakóta og fluttist til Al-
berta í Kanada í nánd við
Markerville við austur-
brún Klettafjalla árið
1889, þar sem hann bjó til
dauðadags. Aldrei varð hann
sáttur við örlög sín, en mikilfengleg
náttúran og fjallasýnin vöktu hon-
um gleði og kraft til sköpunar.
Í kvöld er sumarveður
úti í geimnum öllum,
slík unaðskyrrð í byggðum,
slík sólskinsblíða á fjöllum.
Þannig hefst kvæðið hans Sumar-
kvöld í Alberta, tónninn óvenju léttur
og vonglaður. Frá bæ sínum sá hann
Klettafjöllin í fyrsta sinn og orti á
landnámsárinu fyrsta eitt magnað-
asta náttúruljóð sitt um „Vestlægar
fylkingar fjallanna“, kvæðið Kletta-
fjöll:
Skörðótt og hnjúkótt við himininn bera þau.
Helming af vesturátt þversundur skera þau.
Hin stórbrotna, ægifagra náttúra
Vestur-Kanada varð Stephani upp-
spretta margra nýrra yrkisefna. Má
auk fyrrgreindra kvæða nefna Greni-
skóginn, Vetrarríki, Lóur í akri og
ljóðin Lækurinn og Áin. Tign og
töfrar náttúrunnar speglast í við-
kvæmu geði skáldsins. Hrifning hans
og samkennd fá útrás í ljóði á and-
vökunóttum. Í Dagsetri spyr hann:
Léðu fjöll þér litinn sinn
ljósa og dökka forðum – á
hennar bláu og hvítu kinn
kveld, er aleinn sast þeim hjá?
Kvæðið „Áin“ hefst sem ástarjátn-
ing:
Ég lagði ungur ást á þig,
… og enn til ljóða laðar mig
þín lygna og straumur þýði.
Næst er framundan að skoða og
njóta þeirrar fegurðar, er varð hvati
slíks skáldskapar hjá manni, sem
skynjaði líf sitt sem útlegð frá föð-
urlandinu, fegurðar sem í augum
ferðamanns þykir einna mest á jörðu.
Fegurstu síðurnar
í heimsins bók
Bókarkafli | Þeir eru ófáir sem þrá að kynnast framandi slóðum og forvitnilegum
menningarheimum, svona í huganum að minnsta kosti. Í nýrri ferðabók sinni
býður Ingólfur Guðbrandsson lesendum á stefnumót við heiminn.
Musterin í Besakih.
Kvöld í Buenos Aires.
Aðalhöfundur: Ingólfur Guðbrandsson.
Gestahöfundar: Arnaldur Indriðason,
Benedikt Gunnarsson, Bjarni Bragi
Jónsson, Friðrik Hróbjartsson, Guðlaug
Sigurðardóttir, Kristín Marja Bald-
ursdóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Sjöfn
Har, Sveinn Guðjónsson, Sverrir Páls-
son. Viðtöl: Guðrún Guðlaugsdóttir,
Páll Kristinn Pálsson. Bókin er gefin út
af Bóka- og ferðaklúbbinum Heims-
kringl. Hún er prýdd fjölda mynda og er
255 bls.
Kastalafjall sést langt að, eins og tröllaukinn bústaður.
Lífið er
tangó.
Ljósmyndir/Ingólfur Guðbrandsson