Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
BOBBY Fischer hefur verið
boðið dvalar-leyfi á Íslandi.
Fischer er fyrrverandi
heimsmeistari í skák. Hann
tefldi sögu-lega skák við
Boris Spasskí árið 1972.
Skákin fór fram hér á
Íslandi og Fischer vann.
Fischer hefur verið
eftir-lýstur í Banda-ríkjunum
síðan árið 1992. Hann var
hand-tekinn í Japan í sumar.
Japanir ætluðu að senda
hann til Banda-ríkjanna.
Fischer fór í mál við þá og
sagði að það væri ólög-legt
að setja hann í fangelsi.
Óvíst hvernig fer
Útlendinga-stofnun,
utanríkis-ráðherra og
forsætis-ráðherra tóku
ákvörðun um að bjóða
Fischer hingað. Ekki er vitað
hvort hann kemur til Íslands
en hann er mjög ánægður
með boðið.
Það er einnig óvíst hvað
Banda-rísk yfir-völd ætla að
gera í málinu. Ef þau vilja
að Fischer verði fram-seldur
til Banda-ríkjanna þarf
Ísland að verða að þeirri
ósk.
Fischer hefur oft vakið
reiði fólks með ummælum
sínum. Hann fagnaði t.d.
árásinni á Banda-ríkin 11.
september 2001.
Reuters
Bobby Fischer hefur oft valdið
usla með ummælum sínum.
Flytur Bobby Fischer til Íslands?
Guðjón til Kefla-víkur
Guðjón Þórðarson hefur
verið ráðinn þjálfari karla-liðs
Kefla-víkur í fótbolta. Guðjón
þjálfaði eitt
sinn íslenska
landsliðið.
Hann hefur
búið í 5 ár í
útlöndum og
var meðal
annars knattspyrnu-stjóri
Stoke City í Englandi.
Fleiri börn fá greiningu
Börnum með geð-raskanir
hefur fjölgað um 119% á 5
árum. Þau eru nú 2.399. Um
850 þeirra eru með alvarlegar
raskanir. Skýringin er m.a. sú
að fleiri börn fá greiningu á
vanda sínum.
Basescu forseti Rúmeníu
Traian Basescu hefur verið
kosinn forseti Rúmeníu. Hann
er borgar-stjóri Búkarest.
Adrain Nastase
forsætis-ráðherra var í
mót-framboði. Basescu var
fulltrúi stjórnar-andstöðunnar.
Hann er leið-togi Réttlætis- og
sannleiks-bandalagsins og vill
vinna gegn spillingu.
Margrét Lára og Eiður best
Margrét Lára Viðarsdóttir og
Eiður Smári Guðjohnsen voru
valin knattspyrnu-fólk ársins
hjá KSÍ. Margrét Lára var í ÍBV
en er á leið til Vals. Eiður
Smári spilar með Chelsea í
Englandi. Hann er líka fyrir-liði
íslenska lands-liðsins.
Ríkið kaupir Sigmúnd
Ríkið hefur keypt 10 þúsund
teikningar eftir Sigmúnd
Jóhansson. Það kostar 18
milljónir. Til stendur að setja
teikningarnar á Netið.
Sigmúnd hefur teiknað fyrir
Morgunblaðið í meira en 40
ár.
STÚLKA, sem aðeins er 19
ára gömul, hefur verið
dæmd til dauða í Arak í Íran.
Ástæðan er að hún hafi
rekið vændis-hús, haft
sam-ræði við ættingja sína
og fætt óskil-getið barn.
Amnesty International í
Bretlandi ætla í herferð til
að fá hæsta-rétt í Íran til að
snúa dóminum við.
Stúlkan er kölluð Leyla M.
Hún á sér mikla sorgar-sögu.
Mamma hennar neyddi hana
í vændi þegar hún var 8 ára.
Henni var nauðgað oft.
Þegar hún var 9 ára ól hún
barn. Hún var dæmd til 100
svipuhögga. 14 ára ól hún
tvíbura. Þá var hún aftur
dæmd til 100 svipu-högga.
Fjölskyldan seldi hana
tvisvar í hjóna-band. Þar var
hún neydd til að stunda
vændi.
Þroski á við 8 ára barn
Starfs-fólk
félags-þjónustunnar í Arak
segir að Leyla hafi andlegan
þroska á við 8 ára barn.
Amnesty International
benda m.a. á að Íran sé
aðili að alþjóða-samningi
sem felur í sér að það sé
bannað að taka fólk af lífi
fyrir glæpi sem voru framdir
fyrir 18 ára aldur.
19 ára
stelpa
dæmd til
dauða
David Blunkett sagði af
sér. Hann var
innan-ríkis-ráðherra og bjó til
lögin um hryðju-verk.
Blunkett sagði af sér vegna
hneykslis. Hann viður-kenndi
að ráðu-neytið hans hafi flýtt
fyrir dvalar-leyfi filippseyskrar
konu. Konan var barn-fóstra.
Hún starfaði fyrir fyrrum
ást-konu Blunketts.
Talið er að ný ævi-saga
Blunketts hafi haft áhrif á
afsögnina.
LÁVARÐA-DEILDIN í Bretlandi
hefur úrskurðað að það sé
bannað að halda fólki í
fangelsi í langan tíma fyrir
það eitt að vera grunað um
hryðju-verk. Lávarða-deildin
er æðsta dóms-stigið. Þetta
breytir breskum lögum um
hryðju-verk mjög mikið.
Samkvæmt þeim mátti halda
útlendingum enda-laust í
fangelsi án þess að birt væri
ákæra eða réttað í málinu.
8 af 9 mönnum í laga-ráði
deildarinnar voru sammála
um að þetta brjóti gegn
lýðræðis-legum
réttar-venjum. Þeir segja líka
að það stríði gegn
Mannréttinda-sáttmála
Evrópu.
David Blunkett sagði af sér
Úrskurðurinn er áfall fyrir
Tony Blair,
forsætis-ráðherra. Það var
líka mikið áfall fyrir hann
þegar
Grunur nægir ekki
til að fangelsa fólk
Frægt fólk í Rómeó og Júlíu
Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson
Fræga fólkið vill fá að vera með í Rómeó og Júlíu.
FRÆGIR breskir leikarar ætla
að taka þátt í upp-færslu
Vestur-ports á Rómeó og
Júlíu. Sýningin er sýnd á West
End í London. T.d. ætla
Joanna Lumley, Sean
Connery og Lenny Seagrove
að taka þátt í henni.
Leikararnir munu flytja
loka-línur verksins. Ótrúlega
margir hafa sýnt því áhuga að
taka þátt í sýningunni.
Dorrit Moussaieff, forseta-
frú, kom hugmyndinni í fram-
kvæmd. Hún þekkir Seagrove
og Lumley. Lumley lýsti yfir
áhuga á að vera með og hafði
svo samband við félaga sína.
Sýningin hefur fengið mjög
góða dóma. Margar
stór-stjörnur hafa hælt henni.
2 MENN rændu rútu í
Grikk-landi síðasta
miðvikudag. Þeir tóku um
það bil 25 manns í gíslingu.
Mennirnir vildu 1 milljón evra
í lausnar-gjald. Það eru um
84 milljónir íslenskra króna.
Þeir kröfðust þess líka að
vera fluttir með flug-vél til
Rússlands.
Þeir slepptu 17 manns
síðar um daginn. Nóttina fyrir
fimmtudag slepptu þeir síðan
hinum.
Mennirnir eru taldir vera
Albanir. Sumir eru hræddir
við að þetta leiði til meiri
andúðar á Albönum í
Grikk-landi.
Reuters
Gríska sér-sveitin var í viðbragðs-stöðu.
Gísla-taka
í Grikk-landi
Lést eftir
höfuð-högg
MAÐUR lést eftir árás á
Ásláki í Mosfellsbæ síðustu
helgi. Maðurinn hét Ragnar
Björnsson og er úr
Mosfellsbæ.
Árásin var framin í and-dyri
Ásláks. Árásar-maðurinn
kýldi Ragnar á kjálkann.
Hann heitir Loftur Jens
Magnússon. Hann játaði að
hafa lent í átökum þessa
nótt. Hann hefur verið
úrskurðaður í
gæslu-varðhald. Þetta er í
annað sinn á tæpum mánuði
sem maður deyr eftir eitt
höfuð-högg á kjálka.
Lögreglan í Reykjavík
rannsakar málið.
Netfang: auefni@mbl.is
Stutt