Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 33
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 33
Í TILEFNI af því að 80 ár eru
síðan Guðlaugur A. Magnússon hóf
rekstur silfursmíðaverkstæðis, ár-
ið 1924, hefur verslun Guðlaugs A.
Magnússonar á Laugavegi 22a í
Reykjavík hafið sölu á nýrri söfn-
unarlínu sem nefnist Engill von-
arinnar. Þessi gripur er handunn-
inn hér á landi og gerður úr
messing með 24 karata gyllingu.
Hanna S. Magnúsdóttir, barna-
barn Guðlaugs, teiknaði þennan
grip, sem merktur er ártalinu
2004. Á næstu árum verða gerðir
gripir með nýrri lögun og nýju ár-
tali.
Engill vonarinnar kostar 3.490
kr. og rennur hluti af söluverðinu
til Krabbameinsfélags Íslands og
verður nýttur í þágu krabbameins-
sjúklinga, m.a. til umönnunar
þeirra, segir í fréttatilkynningu.
Krabbameinsfélagið
Nýtur góðs af sölu
á Engli vonarinnar
Á MORGUN, mánudaginn 20. des-
ember, eru 30 ár liðin síðan snjóflóð
féllu á Neskaupstað. Vegna þessara
atburða og til að minnast þeirra
sem létust verður stutt bænastund
á morgun, mánudag, kl. 18 í Fella-
og Hólakirkju (Hólabergi 88, 111
Rvík) sem séra Svavar Stefánsson,
fyrrverandi sóknarprestur Norð-
firðinga, mun annast. Að henni lok-
inni býður Norðfirðingafélagið upp
á kaffi í safnaðarheimili kirkj-
unnar.
Þrjátíu ár
frá snjóflóði
INNNES ehf. hefur fært Hjálp-
arstarfi kirkjunnar heilmikið af
kaffi og hrísgrjónum ásamt ann-
arri matvöru.
Verðmæti þessarar matargjafar
er áætlað um 400.000 kr. en Inn-
nes styrkir einnig Mæðrastyrks-
nefnd með matargjöf fyrir sömu
upphæð í stað þess að senda jóla-
kort og jólagjafir til viðskiptavina
sinna.
Innnes styrkir
Hjálparstarf
kirkjunnar
DOKTORSVÖRN fer fram
við raunvísindadeild Háskóla
Íslands á morgun, mánudag-
inn 20. des-
ember. Þá ver
Cédric F.V.
Hobel MSc.
Biotech dokt-
orsritgerð
sína „Access
to Biodivers-
ity and New
Genes from
Thermophiles
by Special Enrichment Meth-
ods“ (Aðgengi að fjölbreyti-
leika hitakærra örvera og
gena þeirra með sérstökum
auðgunaraðferðum). Andmæl-
endur verða dr. Joel J.
Querellou, forstöðumaður hjá
IFREMER Brest, og dr.
Guðni Á. Alfreðsson, prófess-
or við Háskóla Íslands. At-
höfnin hefst kl. 13 í hátíðasal
HÍ, aðalbyggingu, og er öll-
um opin. Dr. Hörður Filipp-
usson, forseti raunvís-
indadeildar, stjórnar
athöfninni.
Leiðbeinendur við dokt-
orsverkefnið eru dr. Jakob K.
Kristjánsson, forstjóri Prok-
aria, og dr. Viggó Þór Mar-
teinsson, Prokaria. Í dokt-
orsnefnd situr ásamt
leiðbeinendum dr. Guð-
mundur Óli Hreggviðsson,
dósent við HÍ. Verkefnið var
unnið á rannsóknastofu Prok-
aria.
Doktors-
vörn í líf-
fræði við HÍ