Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félagsvísindastofnun
7. – 13. des.
1.
Börn og unglingar
Guðrún Helgadóttir
2. sæti
Barnabækur
1. prentun
uppseld
2. prentun
á þrotum
3. prentun
væntanleg
„Yndislegar „öðruvísi“ bækur ... vel skrifaðar.
Þær eru fyndnar, sorglegar, hjartnæmar.“
Hrund Ólafsdóttir, Mbl.
„Enn einu sinni hefur Guðrúnu tekist
að heilla lesendur upp úr skónum.“
Elísabet Brekkan, DV
„Frásögnin er bæði þétt og lifandi og
skemmtileg ... mættum við fá meira að heyra.“
Kristín Viðarsdóttir, bokmenntir.is
„Yndisleg öðruvísi bók“
STEINAR S. Waage,
fyrrverandi skókaup-
maður, Kríunesi 6,
Garðabæ, lést að kvöldi
17. desember á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi.
Hann var 72 ára að
aldri.
Steinar fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp hjá foreldrum sín-
um Skarphéðni Waage,
verkstjóra og Málfríði
Waage húsmóður.
Steinar lauk prófi frá
iðnskólanum í Árósum í
Danmörku og sveinspróf í ortho-
pædiskri skósmíði í Árósum 1955.
Hann lagði stund á framhaldsnám í
sömu grein í Göttingen í Þýskalandi
og tók próf þaðan í fótaaðgerðum
innleggjasmiða 1956. Stundaði
Steinar þessa iðngrein í Reykjavík
frá 1956 og rak hann skóverslanir
Steinars Waage til ársloka 1999,
þegar reksturinn var seldur.
Steinar starfaði að félagsmálum
unglinga í KFUM og
var einn af stofnendum
KFUM-deilda í Garða-
bæ og Langagerði.
Hann starfaði einnig
lengi í Gideon-félaginu
og var formaður í Gid-
eon-félaginu í Garða-
bæ. Þá sat hann í stjórn
Skókaupmannafélags-
ins og í stjórn Stofn-
lánasjóðs skó- og vefn-
aðarkaupmanna frá
upphafi. Steinar var
formaður Sjálfstæðis-
félags Garða- og Bessa-
staðahrepps 1969 til
1970. Átti hann einnig sæti um skeið
í skólanefnd barna- og gagnfræða-
skóla Garðabæjar og Iðnskólans í
Hafnarfirði og vann fyrir Sjálfs-
björg, félag fatlaðra.
Steinar kvæntist Clöru G. Waage
1. janúar árið 1957. Börn þeirra eru
Vera Waage, kerfisfræðingur í Dan-
mörku, Elsa Waage, söngkona á
Ítalíu, og Snorri Waage, skrifstofu-
stjóri í Garðabæ.
Andlát
STEINAR S. WAAGE
YFIR þúsund kosningaeftirlitsmenn
á vegum Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu (ÖSE) munu fylgjast
með forsetakosningunum í Úkraínu
hinn 26. desember nk. Urður Gunn-
arsdóttir, starfsmaður ÖSE, sem nú
er í Kíev, segir þetta fjölmennasta
kosningaeftirlit ÖSE hingað til.
„Við fengum fleiri eftirlitsmenn en
við báðum um,“ segir hún. Það sé
ekki síst óvenjulegt í ljósi þess að eft-
irlitsmennirnir þurfi að vera í Úkr-
aínu yfir jólin. „Segir það allt sem
segja þarf um áhugann á þessum
kosningum.“
Auk eftirlitsmanna frá ÖSE munu
þingmenn frá Evrópuráðinu og Evr-
ópuþinginu fylgjast með kosningun-
um. Einnig er búist við þingmönnum
frá þingmannasamtökum NATO.
Tveir frá Íslandi
Eftirlitsmenn ÖSE koma frá að
minnsta kosti fjörutíu þjóðum. Þar af
koma tveir í gegnum íslensku friðar-
gæsluna. Í Stiklum, vefriti utanrík-
isráðuneytisins, segir að vegna mik-
ilvægis þess að samfélag þjóðanna
styðji Úkraínumenn við löglega fram-
kvæmd kosninganna hafi ráðuneytið
ákveðið að senda tvo eftirlitsmenn til
Úkraínu á vegum ÖSE. Þeir dvelja í
landinu dagana 22. til 29. desember.
Síðari umferð forsetakosninganna
í Úkraínu fór fram 21. nóvember sl.
Hæstiréttur landsins ógilti hins veg-
ar úrslitin og boðaði til endurtekinna
kosninga 26. desember.
Yfir þúsund
eftirlitsmenn
í Úkraínu
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur
hélt sinn fimmtánhundraðasta fund
á föstudaginn var, sem jafnframt
var síðasti fundur stjórnarinnar á
þessu formi, en frá og með næstu
áramótum sameinast höfnin í
Reykjavík höfnunum á Akranesi,
Borgarnesi og á Grundartanga.
Af þessu tilefni var haldin hátíð-
armóttaka á föstudaginn var þar
sem öllum núlifandi hafnarstjórn-
armönnum var boðið að vera, en við
það tækifæri var Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum afhentur styrkur frá
Reykjavíkurhöfn.
Sameining hafna tekur
gildi eftir áramótin
Fyrsta hafnarnefnd Reykjavíkur
var sett á laggirnar 1856. Hafnar-
gerð við gömlu höfnina hefst árið
1913 og lýkur árið 1917 og er al-
mennt miðað við það ár sem stofnár
Reykjavíkurhafnar.
1. janúar næstkomandi sameinast
síðan ofangreindar fjórar hafnir
undir nafninu Faxaflóahafnir, sem
á ensku hefur hlotið heitið
Associated Icelandic Ports.
Morgunblaðið/Golli
Vigdís Finnbogadóttir tekur við
styrknum frá Árna Þór Sigurðs-
syni, formanni hafnarstjórnar.
1.500. fundur
hafnarstjórnar
Reykjavíkur
ÚRVINNSLUGJALD leggst á allar
pappírs-, plast- og pappaumbúðir frá
næsta hausti samkvæmt breytingum
á lögum um úrvinnslugjald sem
hlutu samþykki á Alþingi fyrir jól.
Í lögunum er einnig að finna
ákvæði um lækkun úrvinnslugjalds á
tiltekna vöruflokka, hækkun skila-
gjalds á ökutæki úr 10 þúsund kr. í
15 þúsund kr. og frjálsa samninga
um söfnun og förgun tiltekinna vöru-
flokka, sem verða þá undanþegnir
úrvinnslugjaldi, svo nokkrar helstu
breytingarnar séu nefndar.
Fram kemur í athugasemdum
með frumvarpi vegna laganna að
breyta þurfi úrvinnslugjaldi sem lagt
hafi verið á síðastliðið ár til þess að
koma á jafnvægi í rekstri. Þannig er
lögð til lækkun á fjárhæð gjalds í
fjórum vöruflokkum á samsettar
umbúðir fyrir drykkjarvörur um tæp
55%, á hjólbarða um 17% og á öku-
tæki um 33% og rafhlöður um 50%.
Fram kemur að miðað er við að jafn-
vægi náist í rekstrarafkomu hvað
varðar álagningu gjalds og skila í
þessum vöruflokkum á fjórum til
fimm árum.
Gjaldið sem lagt verður á pappa-,
plast- og pappírsvörur verður 10 kr.
á kíló við innflutning og framleiðslu
umbúða hér á landi. Fram kemur að
samkvæmt tilskipun 94/62/EB um
umbúðir og umbúðaúrgang er
stjórnvöldum skylt að ná sem svarar
50–65% af þessum umbúðum til end-
urnýtingar. Það svarar til þess að
13.500–17.550 tonn í pappa- og papp-
írsflokknum þurfi að fara til endur-
nýtingar á hverju ári. Í plastumbúð-
um eru samsvarandi tölur að
frádregnu magni af heyrúlluplasti
3.400–4.420 tonn á ári, en úrvinnslu-
gjald er þegar lagt á heyrúlluplast.
Hjá Samtökum iðnaðarins kemur
fram að á móti gjaldinu komið lækk-
un hjá fyrirtækjum því ekki verði
tekið gjald fyrir skil á þessum úr-
gangi.
Þá er að finna í lögunum rýmri
ákvæði vegna samninga um ráðstaf-
anir til þess að tryggja úrvinnslu til-
tekins úrgangs. Samkvæmt áður
gildandi lögum var hægt að semja
um úrvinnslu svartolíu en nú bætist
við heimild til að semja við útgerð-
armenn um úrvinnslu veiðarfæraúr-
gangs og að veiðarfæri verði þar með
undanþegin úrvinnslugjaldi.
Úrvinnslugjald lagt á um-
búðir úr plasti og pappa
Skilagjald ökutækja hækkar um 50%
Morgunblaðið/Þorkell
Á ÞJÓÐMINJASAFNINU gefur um þessar
mundir að líta jólatré sem skreytt er á japanska
vísu. Er tréð skreytt með handgerðum trönum, en
trana er tákn friðar og langlífis í Japan. Gestum
safnsins býðst að rita óskir sínar á þar til gerð
kort og festa á tréð, en í Japan er algengt að fólk
tjái óskir sínar og vonir við hátíðleg tækifæri.
Á safninu má einnig sjá ýmsa gripi tengda jól-
um og áramótum í Japan, Póllandi og á Íslandi. Í
Póllandi hefur um aldaraðir tíðkast sá siður að
ganga á milli húsa með jólakveðjur og syngja jóla-
lög, þ.e. Kolêdowanie. Ólíkar hefðir eru í kringum
Kolêdowanie, en sumir hópar hafa með sér brúður
af dýrum, s.s. pólskum vísundum, geitum, bjarn-
dýrum, hestum og storkum. Þessi siður er frá því
fyrir kristni þegar dýr táknuðu frjósemi og áttu
að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Einnig var al-
gengt að hafa hluti sem táknuðu engil, dauðann,
kölska, prest eða ókunnuga, s.s. gyðinga, sígauna
eða flækinga. Í mörgum landshlutum var líka
gengið með jötu þar sem sýndir voru atburðir í
tengslum við fæðingu Jesú.
Íslenskir og erlendir
munir tengdir jólum
Morgunblaðið/Golli
Svona eru jólatré skreytt á japanska vísu.
Meðal þeirra muna sem eru til sýnis eru brúður
er tengjast jólasöng og jólakveðjum í Póllandi.
UM 400 tombólukrakkar Rauða
krossins hafa á árinu safnað sam-
tals 340.000 krónum til að „hjálpa
börnum í útlöndum“, eins og þau
segja svo gjarna þegar þau koma til
Rauða krossins að skila fénu. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Rauða krossinum. Leikskólar
Reykjavíkur ætla að láta 300.000
krónur sem annars hefðu farið í
jólakort renna til málefnisins. Á sjö-
unda hundrað þúsund króna verður
því notað til að aðstoða heyrnar-
dauf börn í Palestínu.
Tombólubörnin söfnuðu 340 þúsundum