Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 37

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 37 Það er heldur ekki svo að gert séráð fyrir að slegið sé af í jóla- undirbúningnum. Blöð eru full af uppskriftum og úr öllum hornum heyrast háværar kröfur, fólk á að vera óskapleg jólabörn, hræra, hnoða og baka, sauma, klippa, skreyta, þrykkja og nú síðast þæfa. Á sama tíma fjölg- ar stöðugt alls kyns uppákomum sem fólk er hvatt óspart til að sækja. – Þess utan þarf það að kaupa tugi jólagjafa og gera allt hreint, mála helst og taka í gegn, sinna svo auk þess ætt- ingjum, halda aðventuboð og skötuveislur, fyrir utan nú jóla- veislurnar á hátíðinni sjálfri. Jamm, þetta er nú bara þó nokkuð – en þó kannski yfirkomanlegt ef ekki fylgdi ný krafan – að „njóta aðventunnar“. Frá því ég komst til vits og ára hefur þessi tími verið mikill álags- tími, þetta er viðurkenndur próf- tími, húsmóðurmartröð og loks annasamur tími á flestum vinnu- stöðum. Mér hefur ekki sýnst vera lát á þessu öllu saman. Þvert á móti hafa kröfurnar aukist sífellt, nýir siðir verið teknir upp á sama tíma og hinir gömlu streitast við að halda velli. Ef svo heldur fram sem horfir fer aðventan að verða mjög kvíðvænlegur tími sem ómögulegt sýnist að njóta fyrir allan þorra fólks, – og eru þá ekki talin áhrif hennar á fjárhaginn, sem gjarnan tekur kollhnís í desember. Ég segi fyrir mig, ég hef löngum verið tilbúin til að hafa fyrir því að halda hátíð en mér finnst til of mik- ils ætlast að eiga að þykjast hafa það náðugt á sama tíma. En auðvitað hefur fólk alltaf haft það skemmtilegt í bland á aðvent- unni, þrátt fyrir alls kyns vesen, bara ekki endilega á neinn „yfir- lýstan“ hátt. Í öllu amstri gerist gjarnan ým- islegt skondið. Einn morguninn um daginn leit- aði t.d. ung móðir örvætingarfull að öðru kuldastígvéli þriggja ára sonar síns snemma morguns. Allt heimilið fór á annan endann en allt kom fyrir ekki, kuldastígvélið virt- ist horfið „með manni og mús“. Ungi maðurinn fór loks í gömlu stígvélunum í leikskólann, alltof seinn móður sinni til armæðu, því kalt var í veðri. Síðar um daginn kom týnda stíg- vélið í leitirnar – það fannst úti í stofuglugga sem dregið var frá þegar lýsti loks af degi. Lítil frænka, sem nýlega kom til lands- ins í jólafrí með foreldrum sínum, hafði tekið stígvél frænda síns traustataki og sett það út í glugga svo litli bróðir hennar fengi eitt- hvað í skóinn, en hann var einnig gestkomandi á heimilinu. Ég stóð mig að því að velta heimspekilega fyrir mér hver hefði eiginlega átt að fá það sem „jóla- sveinninn“ hefði „eventúelt“ sett í stígvélið, það var því miður tómt. Hefði sælgætið verið eigandans eða litla bróðurins sem á svo um- hyggjusama systur? Ég orðaði þó ekki þessar hugsanir við neinn á heimilinu, til að koma ekki vand- ræðum af stað – hef enda ekki komist að neinni niðurstöðu – kannski fólk dundi sér við að velta þessu spursmáli fyrir sér, – meðan það „nýtur aðventunnar“. Ein- hverjum finnst þetta kannski ekki merkilegt atvik í öllu jólabrambolt- inu, þó gera atvik af þessu tagi þetta allt bærilegt – gefa lífinu lit og stritandi fólki hlýju í hjartað. Þjóðlífsþankar/Hvernig á að njóta aðventunnar? Gefðu mér gott í skóinn! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Lengi vel var heiðarlega viðurkennt að á aðventunni stæðu flestir því sem næst á haus í annríki við að undirbúa jólahátíðina, nú bregður svo við að fólk er hvatt til að taka forskot á sæluna, það á að „njóta aðventunnar“ – ég velti fyrir mér hvernig fari þá fyrir jólunum sjálfum. Ef að líkum lætur þarf að hafa eitthvað fyrir þeim. Fréttir í tölvupósti ❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄❄❄❄❄ Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leit- ast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsing- ar um staðsetningu leiða á vefnum: gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá 8.30-16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00-15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum rat- kort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða Fossvogs- kirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogs- kirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00-15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.