Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Opið í dag frá kl. 12-18 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Peysur til jólagjafa  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 mjallhvítt, 8 innt eftir, 9 sundrast, 10 rekkja, 11 böggla, 13 fyrir innan, 15 slæm skrift, 18 tími, 21 ungviði, 22 koma undan, 23 heiðursmerkið, 24 djöfullinn. Lóðrétt | 2 fram- leiðsluvara, 3 lasta, 4 hiti, 5 refurinn, 6 saklaus, 7 skordýr, 12 hrós, 14 veið- arfæri, 15 skikkja, 16 frægðarverk, 17 fiskur, 18 spé, 19 grjótið, 20 ruddi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 ljúft, 4 mölva, 7 kerru, 8 grund, 9 tón, 11 ausa, 13 sauð, 14 skera, 15 fólk, 17 gröm, 20 far, 22 fróða, 23 játar, 24 sötra, 25 lausa. Lóðrétt | 1 lokka, 2 útrás, 3 taut, 4 magn, 5 lauga, 6 andúð, 10 ópera, 12 ask, 13 sag, 15 fífls, 16 ljótt, 18 rytju, 19 myrða, 20 fata, 21 rjól. Tónlist Akureyrarkirkja | Jólasöngvar Kórs Ak- ureyrarkirkju kl. 17 og 20. Aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Kór Ak- ureyrarkirkju, Eyþór Ingi Jónsson org- anisti; stjórnandi: Björn Steinar Sól- bergsson. Áskirkja | Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur kl. 17. Manfredini: Konsert í D-dúr fyrir 2 trompeta og strengi; Viv- aldi: Konsert í C-dúr fyrir 2 óbó, 2 klar- inett og strengi; Manfredini: Jólakonsert í C-dúr; Bach: Brandenborgarkonsert nr. 1 í F-dúr. Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Dead Sea Apple er komin á kreik á nýjan leik. Í því tilefni ætla þeir félagar að halda tón- leika á Gauknum kl. 22 stundvíslega. Leikin verða lög af óútkominni skífu í bland við eldra efni. Sérstakir gestir verða drengirnir í Hoffman. Hafnarborg | Tríó Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson koma fram í Hafnarborg kl. 13.30 og 16 og flytja efni af nýárstónleikum, sem verða 2. og 4. janúar nk. Gjafakort og miðar á tónleikana fást í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis. Hallgrímskirkja | Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur kl. 17 og 20. Ein- söngvari: Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Und- irleikur: Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar og Lenka Mátéóva organisti. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Gömul og ný aðventu- og jólalög, m.a. Hodie eftir John Speight. Kópavogskirkja | Jólatónleikar Skóla- kórs Kársness kl. 22. M.a. syngur kórinn jólasálm sem Sigurður Geirdal orti skömmu áður en hann lést. Vallargerð- isbræður syngja nokkur lög ásamt Guð- rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Elísabet Waage leikur á hörpu og Marteinn H. Friðriksson á píanó. Stjórnandi er Þór- unn Björnsdóttir. Langholtskirkja | Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju kl. 23. Fram koma Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholts- kirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttur og Ás- geir Ólafsson ásamt hljóðfæraleikurum. Laugarneskirkja | Aðventutónleikar Reykjavík 5 ásamt Gunnari Gunnarssyni organista og píanóleikara og tríói hans kl. 17. Á efnisskránni eru jólalög úr ýms- um áttum í bland við íslenska jólasálma í nýjum útsetningum. Forsala að- göngumiða er í Kirkjuhúsinu, Laugavegi. Listasafn Íslands | Adapter flytur tón- listargjörninginn 1 mínúta kl. 14. Frum- samin tónverk tileinkuð listaverkum á sýningunni. Ný íslensk myndlist, m.a. eftir Áka Ásgeirsson, Önnu S. Þorvalds- dóttur og Örlyg Benediktsson. Adapter skipa: Kristjana Helgadóttir, Gunnhildur Einarsdóttir og Matthias Engler. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bejanninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamað- ur – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barna- bókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíumálverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eft- ir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á ol- íuverkum úr safneigninni þar sem nátt- úra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stefánsson og Þórarin B. Þorláks- son. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Val- týs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðna- dóttir – Eilífðin er líklega núna. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren – myndir málaðar í akrýl og raf. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Leiklist Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal- hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í 562–9700. Bækur Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Lesið úr bókum á Gljúfrasteini sunnudaginn 19. desember kl. 15.30. Aðgangur ókeypis. Pétur Gunnarsson les úr bókinni Vélar tímans. Auður Jóndóttir les úr Fólkinu í kjallaranum. Haukur Ingvarsson les úr Niðurfalli – og þáttum af hinum dul- arfulla Manga. Birna Anna Björnsdóttir les úr Klisjukenndum. Söfn Kringlusafn | Jólavaka í Borgar- bókasafni, Kringlusafni kl. 14. Félagar í Bókmenntaklúbbi Háaleitishverfis lesa upp jólaefni undir stjórn Soffíu Jak- obsdóttur leikara. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Skyrgámur kemur í heimsókn kl. 13. Einnig hefur heyrst að Grýla og Leppalúði ætli að elta Skyrgám í bæinn. Veitingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jólakræs- ingar. Kynntir eru japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer sunnudags- ins 19. desember er 33444. Skógræktarfélag Kópavogs | Síðasta tækifæri til að velja og höggva sér tré fyrir jólin, í skóginum að Fossá í Hval- firði, kl. 11–15. Á staðnum er gamalt hús þar sem hægt er að snæða nesti. Uppl. í síma 8998718. Kynning Hafnarfjörður | Jólaþorpið verður opið kl. 12–18. Birta og Bárður og Flensborg- arkórinn skemmta. Þá koma jólasveinn og Grýla í heimsókn. Útivist Ferðafélagið Útivist | Áramótaferð Úti- vistar í Bása er 30. desember. Farar- stjórar Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Börn www.menntagatt.is | Fram að áramót- um verður opinn jólakortavefur á menntagatt.is. Allir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Innsendar myndir verða sýnilegar á vefnum og getur hver sem er skoðað myndirnar og sent þær sem jólakort til vina og ættingja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert svo sannarlega í vinnustuði í dag. Þú ert til í að láta hendur standa fram úr ermum. Þú kemur miklu í verk fyrir til- stilli annarra á næstunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú leggur spilin á borðið í samræðum við aðra í dag. Þér er alvara varðandi tiltekið málefni og þú vilt ná árangri. Þú ætlar ekki að sitja aðgerðalaus næstu vikur, það kemur ekki til greina. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt gott með að þrauka og halda þínu striki í vinnunni í dag. Þolgæði þitt og sjálfsagi leiðir til þess að þú nærð til- skildum árangri. Þú uppskerð virðingu annarra fyrir vikið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Uppalendur og fólk sem vinnur með börn þurfa að taka á honum stóra sínum í dag. Þú veist hvað þú þarft að gera og hvað það kostar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er mikið á seyði á heimilinu. Flutn- ingar, endurbætur, viðhald eða aðrar breytingar krefjast athygli þinnar. Til allrar hamingju ertu krafturinn uppmál- aður núna, ljón. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einbeittu þér að verkefnum sem krefjast nákvæmni og athygli um þessar mundir. Einbeiting þín er með mesta móti núna og þú kemur miklu í verk fyrir vikið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vilt að peningarnir þínir færi þér já- kvæðan og langvarandi ávinning. Það sem þú festir kaup á núna verður að nýtast þér um ókomna tíð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Kraftur þinn og úthald er mikið um þess- ar mundir og þú ert fær um að vinna mik- ið og lengi. Gættu þess að nota orkuna fyrir eitthvað jákvætt sem verður þér til ánægju til langs tíma litið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til þess að sinna rannsóknarverkefnum bak við tjöldin. Þú nærð árangri með því að vinna í einrúmi. Framtak sem tengist stjórnvöldum og stórum stofnunum er jákvætt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fáðu aðra í lið með þér til þess að ná markmiði þínu. Hópvinna er einstaklega árangursrík í dag. Allir eru til í að leggja sitt af mörkum og deila með öðrum núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Metnaður þinn er engu líkur í dag. Þú ert líkastur hundi með girnilegt bein, vatns- beri, þú gefst ekki upp hvað sem tautar og raular og stendur uppi sem sigurvegari. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ferðaáætlanir fyrir framtíðina núna. Verkefni tengd útgáfu, fjölmiðlun, framhaldsmenntun og ferðalögum ganga vel og þú nýtur góðs af reynslu annarra. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert manneskja sem kemur jafnan nið- ur standandi, hvað sem á dynur. Þú ert huguð og djörf manneskja að eðlisfari. Tilfinningasemi þín er slík að fólk bregst við þér ósjálfrátt. Tilgerð er þér ekki eig- inleg, þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd. Fólk dáist að kímnigáfu þinni og frjálslyndi. Náin vinátta og para- sambönd verða í forgrunni á næsta ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrarkirkju verða í dag kl. 17 og 20, en að sögn Björns Steinars Sólbergssonar, stjórnanda kórs- ins, var ákveðið fyrir síðustu jól að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar að- sóknar og gaf það góða raun. Á efnis- skránni er aðventu- og jólatónlist eftir Jórunni Viðar, Róbert A. Ottósson, Mich- ael Praetorius, Charles Wood, Zöebeley, Reginald Jacques, David Willcocks og Anders Öhrwall. Það er Eyþór Ingi Jóns- son sem leikur á orgel með kórnum. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkju- gestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Rúnar Þór Björnsson Kór Akureyrarkirkju syngur jólin inn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.