Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Opið í dag frá kl. 12-18
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Peysur til jólagjafa
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mjallhvítt, 8 innt
eftir, 9 sundrast, 10
rekkja, 11 böggla, 13 fyrir
innan, 15 slæm skrift, 18
tími, 21 ungviði, 22 koma
undan, 23 heiðursmerkið,
24 djöfullinn.
Lóðrétt | 2 fram-
leiðsluvara, 3 lasta, 4 hiti,
5 refurinn, 6 saklaus, 7
skordýr, 12 hrós, 14 veið-
arfæri, 15 skikkja, 16
frægðarverk, 17 fiskur, 18
spé, 19 grjótið, 20 ruddi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 ljúft, 4 mölva, 7 kerru, 8 grund, 9 tón, 11 ausa, 13
sauð, 14 skera, 15 fólk, 17 gröm, 20 far, 22 fróða, 23 játar,
24 sötra, 25 lausa.
Lóðrétt | 1 lokka, 2 útrás, 3 taut, 4 magn, 5 lauga, 6 andúð,
10 ópera, 12 ask, 13 sag, 15 fífls, 16 ljótt, 18 rytju, 19
myrða, 20 fata, 21 rjól.
Tónlist
Akureyrarkirkja | Jólasöngvar Kórs Ak-
ureyrarkirkju kl. 17 og 20. Aðventu- og
jólatónlist frá ýmsum tímum. Kór Ak-
ureyrarkirkju, Eyþór Ingi Jónsson org-
anisti; stjórnandi: Björn Steinar Sól-
bergsson.
Áskirkja | Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur kl. 17. Manfredini: Konsert í
D-dúr fyrir 2 trompeta og strengi; Viv-
aldi: Konsert í C-dúr fyrir 2 óbó, 2 klar-
inett og strengi; Manfredini: Jólakonsert
í C-dúr; Bach: Brandenborgarkonsert nr.
1 í F-dúr.
Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Dead Sea
Apple er komin á kreik á nýjan leik. Í því
tilefni ætla þeir félagar að halda tón-
leika á Gauknum kl. 22 stundvíslega.
Leikin verða lög af óútkominni skífu í
bland við eldra efni. Sérstakir gestir
verða drengirnir í Hoffman.
Hafnarborg | Tríó Reykjavíkur, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson koma
fram í Hafnarborg kl. 13.30 og 16 og
flytja efni af nýárstónleikum, sem verða
2. og 4. janúar nk. Gjafakort og miðar á
tónleikana fást í Hafnarborg. Aðgangur
ókeypis.
Hallgrímskirkja | Aðventutónleikar
Karlakórs Reykjavíkur kl. 17 og 20. Ein-
söngvari: Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Und-
irleikur: Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur
Örn Pálsson trompetleikarar og Lenka
Mátéóva organisti. Stjórnandi: Friðrik S.
Kristinsson. Gömul og ný aðventu- og
jólalög, m.a. Hodie eftir John Speight.
Kópavogskirkja | Jólatónleikar Skóla-
kórs Kársness kl. 22. M.a. syngur kórinn
jólasálm sem Sigurður Geirdal orti
skömmu áður en hann lést. Vallargerð-
isbræður syngja nokkur lög ásamt Guð-
rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Elísabet
Waage leikur á hörpu og Marteinn H.
Friðriksson á píanó. Stjórnandi er Þór-
unn Björnsdóttir.
Langholtskirkja | Jólasöngvar Kórs
Langholtskirkju kl. 23. Fram koma Kór
Langholtskirkju, Gradualekór Langholts-
kirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttur og Ás-
geir Ólafsson ásamt hljóðfæraleikurum.
Laugarneskirkja | Aðventutónleikar
Reykjavík 5 ásamt Gunnari Gunnarssyni
organista og píanóleikara og tríói hans
kl. 17. Á efnisskránni eru jólalög úr ýms-
um áttum í bland við íslenska jólasálma
í nýjum útsetningum. Forsala að-
göngumiða er í Kirkjuhúsinu, Laugavegi.
Listasafn Íslands | Adapter flytur tón-
listargjörninginn 1 mínúta kl. 14. Frum-
samin tónverk tileinkuð listaverkum á
sýningunni. Ný íslensk myndlist, m.a.
eftir Áka Ásgeirsson, Önnu S. Þorvalds-
dóttur og Örlyg Benediktsson. Adapter
skipa: Kristjana Helgadóttir, Gunnhildur
Einarsdóttir og Matthias Engler.
Myndlist
Alliance Francaise | Marie-Sandrine
Bejanninn – málverk.
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn
Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu-
málverk.
Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í
Gallerí Tukt.
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir –
Efnið og andinn.
Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamað-
ur – mannlífsmyndir af götunni.
Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! –
Myndskreytingar úr íslenskum barna-
bókum sem gefnar hafa verið út á árinu.
Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í
Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra
Íslendinga.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný
olíumálverk.
Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð-
jónsson – Hýsill.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina.
20 listamenn sýna.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný
íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eft-
ir Richard Strauss í Vestursal og úrval
verka úr einkasafni Þorvaldar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur á neðri hæð safnsins.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á ol-
íuverkum úr safneigninni þar sem nátt-
úra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a.
sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval,
Jón Stefánsson og Þórarin B. Þorláks-
son.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk-
um Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Val-
týs Péturssonar.
Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir –
Gróður og grjót.
Norræna húsið | Vetrarmessa.
Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir –
Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðna-
dóttir – Eilífðin er líklega núna.
Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir
ný málverk.
Suzuki Bílar | Björn E. Westergren –
myndir málaðar í akrýl og raf.
Listasýning
Handverk og hönnun | Jólasýningin
„Allir fá þá eitthvað fallegt…“
Leiklist
Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er
sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal-
hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa
Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða
í 562–9700.
Bækur
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Lesið úr
bókum á Gljúfrasteini sunnudaginn 19.
desember kl. 15.30. Aðgangur ókeypis.
Pétur Gunnarsson les úr bókinni Vélar
tímans. Auður Jóndóttir les úr Fólkinu í
kjallaranum. Haukur Ingvarsson les úr
Niðurfalli – og þáttum af hinum dul-
arfulla Manga. Birna Anna Björnsdóttir
les úr Klisjukenndum.
Söfn
Kringlusafn | Jólavaka í Borgar-
bókasafni, Kringlusafni kl. 14. Félagar í
Bókmenntaklúbbi Háaleitishverfis lesa
upp jólaefni undir stjórn Soffíu Jak-
obsdóttur leikara.
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam-
einast um vefinn www.skjaladagur.is þar
sem er að finna fróðleik og sýningu um
árið 1974 í skjölum.
Þjóðminjasafn Íslands | Skyrgámur
kemur í heimsókn kl. 13. Einnig hefur
heyrst að Grýla og Leppalúði ætli að
elta Skyrgám í bæinn. Veitingastofa
safnsins býður fjölþjóðlegar jólakræs-
ingar. Kynntir eru japanskir og pólskir
jóla- og nýárssiðir auk íslenskra.
Fréttir
Bókatíðindi 2004 | Númer sunnudags-
ins 19. desember er 33444.
Skógræktarfélag Kópavogs | Síðasta
tækifæri til að velja og höggva sér tré
fyrir jólin, í skóginum að Fossá í Hval-
firði, kl. 11–15. Á staðnum er gamalt hús
þar sem hægt er að snæða nesti. Uppl. í
síma 8998718.
Kynning
Hafnarfjörður | Jólaþorpið verður opið
kl. 12–18. Birta og Bárður og Flensborg-
arkórinn skemmta. Þá koma jólasveinn
og Grýla í heimsókn.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Áramótaferð Úti-
vistar í Bása er 30. desember. Farar-
stjórar Bergþóra Bergsdóttir og Reynir
Þór Sigurðsson.
Börn
www.menntagatt.is | Fram að áramót-
um verður opinn jólakortavefur á
menntagatt.is. Allir nemendur í leik-,
grunn- og framhaldsskólum geta sent
inn myndir og verða þær sjálfkrafa að
jólakortum. Innsendar myndir verða
sýnilegar á vefnum og getur hver sem
er skoðað myndirnar og sent þær sem
jólakort til vina og ættingja.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert svo sannarlega í vinnustuði í dag.
Þú ert til í að láta hendur standa fram úr
ermum. Þú kemur miklu í verk fyrir til-
stilli annarra á næstunni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú leggur spilin á borðið í samræðum við
aðra í dag. Þér er alvara varðandi tiltekið
málefni og þú vilt ná árangri. Þú ætlar
ekki að sitja aðgerðalaus næstu vikur, það
kemur ekki til greina.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt gott með að þrauka og halda þínu
striki í vinnunni í dag. Þolgæði þitt og
sjálfsagi leiðir til þess að þú nærð til-
skildum árangri. Þú uppskerð virðingu
annarra fyrir vikið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Uppalendur og fólk sem vinnur með börn
þurfa að taka á honum stóra sínum í dag.
Þú veist hvað þú þarft að gera og hvað
það kostar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er mikið á seyði á heimilinu. Flutn-
ingar, endurbætur, viðhald eða aðrar
breytingar krefjast athygli þinnar. Til
allrar hamingju ertu krafturinn uppmál-
aður núna, ljón.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einbeittu þér að verkefnum sem krefjast
nákvæmni og athygli um þessar mundir.
Einbeiting þín er með mesta móti núna og
þú kemur miklu í verk fyrir vikið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vilt að peningarnir þínir færi þér já-
kvæðan og langvarandi ávinning. Það sem
þú festir kaup á núna verður að nýtast þér
um ókomna tíð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Kraftur þinn og úthald er mikið um þess-
ar mundir og þú ert fær um að vinna mik-
ið og lengi. Gættu þess að nota orkuna
fyrir eitthvað jákvætt sem verður þér til
ánægju til langs tíma litið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta er góður dagur til þess að sinna
rannsóknarverkefnum bak við tjöldin. Þú
nærð árangri með því að vinna í einrúmi.
Framtak sem tengist stjórnvöldum og
stórum stofnunum er jákvætt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fáðu aðra í lið með þér til þess að ná
markmiði þínu. Hópvinna er einstaklega
árangursrík í dag. Allir eru til í að leggja
sitt af mörkum og deila með öðrum núna.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Metnaður þinn er engu líkur í dag. Þú ert
líkastur hundi með girnilegt bein, vatns-
beri, þú gefst ekki upp hvað sem tautar og
raular og stendur uppi sem sigurvegari.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gerðu ferðaáætlanir fyrir framtíðina
núna. Verkefni tengd útgáfu, fjölmiðlun,
framhaldsmenntun og ferðalögum ganga
vel og þú nýtur góðs af reynslu annarra.
Stjörnuspá
Frances Drake
Bogmaður
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert manneskja sem kemur jafnan nið-
ur standandi, hvað sem á dynur. Þú ert
huguð og djörf manneskja að eðlisfari.
Tilfinningasemi þín er slík að fólk bregst
við þér ósjálfrátt. Tilgerð er þér ekki eig-
inleg, þú kemur til dyranna eins og þú ert
klædd. Fólk dáist að kímnigáfu þinni og
frjálslyndi. Náin vinátta og para-
sambönd verða í forgrunni á næsta ári.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrarkirkju
verða í dag kl. 17 og 20, en að sögn Björns
Steinars Sólbergssonar, stjórnanda kórs-
ins, var ákveðið fyrir síðustu jól að bjóða
upp á tvenna tónleika vegna frábærrar að-
sóknar og gaf það góða raun. Á efnis-
skránni er aðventu- og jólatónlist eftir
Jórunni Viðar, Róbert A. Ottósson, Mich-
ael Praetorius, Charles Wood, Zöebeley,
Reginald Jacques, David Willcocks og
Anders Öhrwall. Það er Eyþór Ingi Jóns-
son sem leikur á orgel með kórnum.
Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkju-
gestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir
jólin því auk kórsöngs verður almennur
safnaðarsöngur.
Aðgangur er ókeypis og eru allir vel-
komnir.
Rúnar Þór Björnsson
Kór Akureyrarkirkju syngur jólin inn