Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GETUR KOMIST Í ÞROT Íbúðalánasjóður getur komist í þrot ef framhald verður á miklum uppgreiðslum á útlánum sjóðsins vegna þess hvernig staðið var að skuldabréfaskiptum í tengslum við breytingar á húsbréfakerfinu yfir í nýtt peningalánakerfi 1. júlí sl. 50% söluaukning Söluaðilar utanlandsferða merkja mikla aukningu í sölu á ferðum fyrir jólin, einkum til Kanaríeyja, sem er langvinsælasti áfangastaðurinn um jólin, nú sem endranær. Dæmi er um 50% söluaukningu í ferðum á milli ára. Fleiri hundruð Íslendingar munu dvelja yfir jólin í sólinni á Kanarí. Úrvinnslugjald á plast Úrvinnslugjald leggst á allar pappírs-, plast- og pappaumbúðir frá næsta hausti samkvæmt breyt- ingum á lögum um úrvinnslugjald sem hlutu samþykki á Alþingi fyrir jól. Gjaldið verður tíu krónur á kíló við innflutning og framleiðslu um- búða hér á landi. Samið um viðræður Samninganefndir Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar náðu í gær sam- komulagi um frekari viðræður í maí á næsta ári. Voru þær samþykktar á síðustu stundu, en um tíma var útlit fyrir að ekkert samkomulag næðist á ráð- stefnunni. Fagnað sem þjóðhetju Þúsundir Tyrkja fögnuðu for- sætisráðherra sínum, Tayyip Erd- ogan, sem þjóðhetju í gær þegar hann kom til Istanbúl eftir viðræður í Brussel sem lauk með sam- komulagi um að hafnar yrðu við- ræður um aðild Tyrkja að Evrópu- sambandinu. Óvissa um nám geðsjúkra Enn hefur ekki fengist niðurstaða varðandi nám og starfsendurhæf- ingu fyrir geðsjúka á vegum Fjöl- menntar og Geðhjálpar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skorar á ráðherra sem málið snertir að taka málið upp á næsta ríkis- stjórnarfundi og tryggja að námið hefjist á tilsettum tíma í janúar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 52 Fréttaskýring 8 Dagbók 52/54 Forystugrein 32 Víkverji 52 Reykjavíkurbréf 32 Staður og stund 54 Sjónspegill 36 Menning 55/65 Þjóðlífsþankar 37 Leikhús 56 Umræðan 38/41 Af listum 56 Bréf 41 Bíó 62/65 Hugvekja 42 Sjónvarp 66/67 Minningar 42/47 Veður 67 Auðlesið efni 48 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÝ bandarísk rannsókn bendir til að notkun al- gengs liðagigtarlyfs, Celebrex, geti aukið líkur á hjartaáföllum. Lyfið hefur m.a. verið í notkun hér á landi. Ekki hefur verið talin ástæða til að taka lyfið af markaði en læknum verið ráðlagt að fara varlega við ávísanir á lyfið og hafa í huga að vís- bendingar eru um að það geti haft alvarlegar aukaverkanir á hjartað, skv. upplýsingum Matth- íasar E. Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Það er bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer sem framleiðir lyfið og er það í sama lyfjaflokki og gigtarlyfið Vioxx sem ákveðið var í haust að taka af markaði eftir að prófanir á lyfinu leiddu í ljós að notkun þess eykur hlutfallslega hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Að sögn Matthíasar hafa bæði þessi lyf verið í notkun hér á landi og hvort lyf selst fyrir rúmlega 100 milljónir á ári hér. Nýju gigtarlyfin í fyrstu talin betri en gömlu lyfin en reyndust álíka góð „Þetta er eitt af þessum nýju gigtarlyfjum, sem var í fyrstu talið betra en gömlu gigtarlyfin, en reyndist síðan vera álíka gott að því er varðar virkni gagnvart gigtinni. Hins vegar hafði það færri aukaverkanir á maga. Síðan komu fram rannsóknir sem sýndu að Vioxx hafði of mikil áhrif á hjartað,“ sagði hann. Celebrex og Vioxx eru langalgengustu gigtar- lyfin í heiminum í þessum flokki nýrra gigtar- lyfja. Matthías segir að menn hafi verið sér þess meðvitandi að fara þyrfti varlega í notkun þess- ara lyfja vegna aukaverkana en Vioxx er þó eina lyfið sem hefur verið fullrannsakað og talið er sannað að geti aukið hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum. Hefur Landlæknisembættið hvatt lækna til að fara varlega með þessi lyf. „Ég held að læknar reyni eftir því sem þeir geta að hafa fólkið frekar á gömlu lyfjunum, sem eru alveg jafngóð gagnvart gigtinni, a.m.k. hjá því fólki sem þolir þau í magann,“ segir Matthías. Ný rannsókn bendir til alvarlegra aukaverkana liðagigtarlyfsins Celebrex Hvatt til varlegrar með- ferðar lyfsins hér á landi SKELJUNGUR hefur ákveðið að standa straum af kostnaði við endurfundi Sæmundar Pálssonar og vinar hans, Bobbys Fischers, í Tókýó. Skeljungur hefur verið ið- inn við að styðja skákíþróttina í gegnum tíðina og telur mikilvægt að Sæmundur fari út og komi með Fischer hingað heim. Sæmundur, einnig þekktur sem Sæmi rokk, segist afar þakklátur Skeljungi fyrir framtakið enda kostnaðarsamt að fara til Japans og dvelja þar. „Þeir hringdu í mig í gærkvöld [fyrrakvöld] og ég er mjög hrifinn af þessu framtaki þeirra.“ Sæmundur tekur þó fram að hann muni ekki fara fyrr en mál Fischers séu orðin skýrari og hvað þurfi til þess að hann geti komist til Íslands, s.s. einhvers konar vegabréf fyrir Fischer. Þá eigi Fischer enn í málaferlum í Japan þannig að dálítil óvissa sé um framhaldið. „Ég bíð því átekta, annað væri óskynsamlegt. En það er samt allt útlit fyrir að ég fari að hitta Fischer í Japan enda hefur hann óskað eftir því, hann hefur talað um það og vildi helst fá mig strax,“ segir Sæmundur. Sæmundur Pálsson tekur við skjali úr hendi Árna Ármanns Árnasonar fjár- málastjóra Skeljungs en fyrirtækið ætlar að greiða fyrir ferð Sæmundar til Japans. Áformað er að Sæmundur fari til Japans strax og fyrir liggur að Fischer verði frjáls ferða sinna. Skeljungur greiðir fyrir ferð Sæ- mundar til Japans Sæmundur Pálsson, kallaður Sæmi rokk, á tali við vin sinn Bobby Fischer en sá síðarnefndi hefur óskað eftir því að Sæmi komi til Japans og fylgi sér til Íslands. Morgunblaðið/Kristinn VELTA á greiðslukortum Master- card jókst um rúm 19% 15. nóv- ember til 14. desember í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Einna mest er aukningin í heimilistækjum og raftækjum eða rúm 36%, þá er 16,3% aukning í kaupum á fatnaði og um 26,5% aukning í liðnum ferða- kostnaður. Alls er veltan rúmir þrír milljarðar á tímabilinu, þar af rúmar 600 milljónir í mat og drykk en aukningin milli ára í þeim flokki er 15%. „Það er rétt að það er aukning milli ára í veltunni en það sem er einnig að gerast er að kortin eru að ýta seðlum og tékkum enn frekar til hliðar,“ segir Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditskorts hf. Hann bendir á að í veltutölum fyrir- tækisins séu einnig fyrirtækjavið- skipti og notkun fyrirtækjakorta. „Viðskiptalífið er að verða seðla- laust og fyrirtæki þurfa að fylgja í þessum efnum. Þar með kemur fram einhver raunaukning vegna þeirra áhrifa.“ Ragnar bendir á aukin kaup á heimilistækjum með greiðslukortum og einnig aukningu í liðnum ferða- kostnaður, sem er um 26,5% á milli ára á fyrrgreindu tímabili. „Á ár- unum 2001–2002 drógu Íslendingar mjög úr utanlandsferðum sínum. En nú er greinilega kominn fiðringur í landann. Við sjáum það á tölum okk- ar að það er feikileg uppsveifla í [utanlandsferðum],“ segir Ragnar. Velta á Mastercard-greiðslukortum 36% aukning í raftækjakaupum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.