Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 43
MINNINGAR
Sæll pabbi minn.
Það eru nú komin tvö
ár síðan þú fórst í
ferðalagið þitt langa,
og mig langaði alltaf að skrifa til þín
nokkrar línur, ekki of væmnar, og
því lét ég líða nokkurn tíma, svo ég
kæmist bærilega frá því tilfinninga-
lega að skrifa til þín.
Ég sé fyrir mér stundirnar sem
við sátum við eldhúsborðið og rök-
ræddum um heima og geima og hest-
húsuðum afgöngum frá því kvöldinu
áður, og þú varst óþreytandi að
leggja mér lífsreglurnar fyrir lífið
framundan, og oft á mjög kómískan
hátt. Stundum voru rökræðurnar
orðnar full háværar, og lá við að við
vektum alla upp af værum svefni,
mér hlýnar um hjartaræturnar þeg-
ar ég hugsa til baka, þar sem við
tveir einir áttum þessar gæðastundir
saman.
Þú kenndir mér margt pabbi
minn, og í dag, þegar ég er orðinn 35
ára, og hef lifað og séð ýmislegt, þá
hugsa ég oft til stundanna okkar og
sé núna hversu dýrmætt veganesti
þú gafst mér. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að vinna með þér
síðustu ár starfsævi þinnar. Fyrir
þann tíma þakka ég þér af heilum
hug.
Þú varst svo réttsýnn og heiðar-
legur, og þegar ég horfi til baka þá
var það eins og rauður þráður í þínu
lífi, og eins manngæskan gagnvart
öðru fólki, sem skipti þig svo miklu
máli. Maður gat átt von á allskonar
fólki á kaffistofunni þinni, þekktu
fólki úr tónlist á Íslandi, gömlum
göturónum, og litríku fólki af öllum
gerðum og stærðum, þarna varst þú
í essinu þínu, og gafst því alltaf af
tímanum þínum. Þið mamma voruð
einstök í að hjálpa lítilmagnanum,
hvort sem það var í peningagjöfum,
taka það heim og gefa því að borða,
eða hreinlega með ráðum og dáð.
Það var stundum fjör í Lálandi 1,
þegar nokkrir „orginalar“ komu í
heimsókn í einu, og vildu hitta þig.
Heimilið, hlýjan og endalaus
væntumþykja var það sem þið
mamma gáfuð okkur, börnunum
ykkar, og maður gat alltaf treyst á að
þið stæðuð á bak við okkur í hverri
raun sem upp kom, og þrátt fyrir að
bílar væru klesstir, og eitt og annað
kæmi upp á, þá sagðir þú bara að
þetta væru dauðir hlutir, sem hægt
væri að bæta. Ég man ekki að þú
hafir nokkru sinni orðið orðljótur við
okkur systkinin, þrátt fyrir að mikið
gengi á, ekki einu sinni þegar ég setti
sígarettusprengjur í alla kúbuvindl-
ana þína, og þeir sprungu hver af
öðrum yfir viðskiptafélaga þína frá
Bretlandi, en það þykknaði óneitan-
lega yfir þér í það skiptið. Mig
minnir að þú hafir þó náð samning-
um í það skiptið, þó það hafi kostað
ÁRNI
RAGNARSSON
✝ Árni Ragnarssonfæddist á Flat-
eyri við Önundar-
fjörð 16. maí 1935.
Hann lést á Spáni 17.
desember 2002. Bál-
för Árna fór fram á
Spáni en kveðjuat-
höfn var haldin um
hann í kapellunni í
Fossvogi 21. febrúar
2003.
þig nokkrar götóttar
skyrtur aukalega.
Það var margt bros-
legt sem kom upp á hjá
okkur, og þá einna
helst í kringum þig, þú
varst svo fljótur til allra
hluta, og það kom sér
ekki alltaf vel, eins og
þegar þú vildir prófa
nýja stóra mótorhjólið
mitt, og sagðir mér að
þú hefðir engu gleymt
frá fyrri árum, en ég
hefði svo sem mátt vita
að við myndum enda
inní garði, skólausir
báðir tveir, og rifnir og tættir. Þetta
var reyndar ekki í eina skiptið sem
þú eyðilagðir skó, í hita leiksins, í það
skiptið þegar þú fórst berbakt á
hesti sem þú þekktir lítið eða ekkert,
og ætlaðir síðan að stökkva aftan af
honum á ferð, og sólarnir fóru undan
skónum þínum í heilu lagi! Það var
samt ótrúlegt hvað þú slappst stór-
áfallalaust frá þessu öllu saman.
Þið mamma buðuð mér og Ragn-
ari bróður í tvær stórar reisur niður
Evrópu, og þær eru ógleymanlegar
fyrir margar sakir, bæði fyrir það að
við eignuðumst marga vini, sem við
erum enn í sambandi við, núna 18 ár-
um seinna, og öll ævintýrin sem
komu upp á, ég þarf að skrifa heila
bók um það einhvern tímann. Eitt af
því fyndnara sem ég minnist var
þegar við villtumst inn á bensínstöð
á Ítalíu, banhungruð, og þú raukst
og keyptir fullt af gulum miðum, og
aðspurður sagðist þú hafa skilið það
á afgreiðslumanninum (sem sagði
bara ticketa ticketa) að við ættum að
greiða fyrir matinn með þessum mið-
um! Það var nú aldeilis ekki, enda
voru þetta lottó-miðar!! Þú varst nú
ekki ánægður með þetta rugl, og
reifst þá alla fyrir framan vesalings
manninn á kassanum, sem skildi
hvorki upp né niður. Síðan var öllum
skipað í bílinn, og ekið á brott. Önnur
góð saga var þegar við sátum á úti-
matsölustað í París, á sjálfum Bast-
illu-deginum, en þá kom skyndilega
fljúgandi kínverja-knippi með að ég
held 1.000 kínverjum, sem sam-
stundis byrjuðu að springa á öxlinni
á þér. Það skipti engum togum, að þú
hentist og dansaðir um allan veit-
ingastaðinn, og nokkrir bjórar lentu
í kjöltum, og borð flugu. Ég hlæ inn í
mér þegar ég minnist þessa atriðis,
enda hefði þetta ekki getað komið
fyrir neinn annan en þig. Ég verð þó
að taka fram að þú slappst án telj-
andi meiðsla, en leðurjakkinn eyði-
lagðist.
Ég hefði viljað að þú gætir séð
Villa minn vaxa úr grasi, því hann er
grallaraspói, og um margt líkur þér,
en ég veit í hjarta mínu, að þú fylgist
með okkur úr fjarlægð. Þú náðir
samt að sjá hann byrja að labba og
segja fyrstu orðin, og það skiptir mig
miklu máli.
Þegar þú veiktist, þá var eins og
gleðin færi úr augunum þínum, þessi
glettni sem var alltaf í þér, í leik og
starfi. Þú barst þig hins vegar aldrei
illa, og sagðist alltaf hafa það gott,
þótt maður vissi hið gagnstæða, og
að þú værir í raun sárþjáður. Það var
þessi harka sem ég fékk ekki skilið
og barátta sem sjálfsagt er ekki öll-
um gefin. Þið mamma unnuð vel
saman í þínum veikindum, eins og í
gegnum lífið, alla ykkar tíð. Þið vor-
uð alltaf eins og ein manneskja í öll-
um ákvarðanatökum. Mamma var
þér óskaplega góð í veikindunum og
stóð sig eins og hetja, enda hafðir þú
mestar áhyggjur af því hvernig
henni myndi reiða af, þegar þú værir
farinn.
Þegar þið mamma fóruð í síðasta
sinn í sumarhúsið ykkar úti á Spáni,
þá vissi ég að við værum að kveðjast í
hinsta sinn, og mér þykir vænt um að
við gátum rætt hlutina á milli okkar
áður en þú fórst. Ég létti líka af
hjarta mínu í bréfi til þín, og mamma
sagði mér seinna að þú hefðir alltaf
haft það hjá þér á erfiðum tímum, og
mér þótti vænt um það. Ég held
minningu þinni á lofti, og ræði um
þig við börnin mín, en þau spyrja oft
um þig og skoða myndir og rifja upp.
Það er helst Villi litli sem skilur
þetta ekki ennþá, og spyr enn hve-
nær þú komir aftur til okkar. Við hin,
sem eldri eru, rifjum upp skemmti-
legar sögur, og gleðistundir sem við
áttum með leiftrandi skemmtilegum
pabba, og ekki síst, góðum félaga.
Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar
allra og segi, ég elska þig pabbi
minn, og þú verður í hjarta mínu að
eilífu.
Þinn elskandi sonur,
Árni Þór.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐMUNDA INGVARSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
áður Kaplaskjólsvegi 41,
lést fimmtudaginn 9. desember sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Grensásdeildar og Sóltúns
innilega góða umönnun.
Vinum og vandamönnum þökkum við auðsýnda samúð.
Margrét Gunnarsdóttir, Þorfinnur Gunnarsson,
Tryggvi Gunnarsson, Auður B. Ágústsdóttir,
Hjalti Gunnar Tryggvason, Ágúst Þorri Tryggvason.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Reynimel 76,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hjartans þakkir færum við öllum fyrir samúð,
hlýhug og vináttu.
Sigurjóna Alexandersdóttir,
Þorsteinn Alexandersson, Sigríður Ósk Lárusdóttir,
Júlía Ruedas,
Patricia Lynn Greenhow,
Leslie Ann Greenhow,
Björg Þorsteinsdóttir,
Sveinbjörn Þorsteinsson
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR
frá Skipanesi,
Höfðagrund 2,
Akranesi,
andaðist á dvalarheimilinu Höfða aðfaranótt
fimmtudagsins 16. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Stefán Gunnarsson og börn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
JÓHANNES JÓNSSON
frá Siglufirði,
Austurbergi 32,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
þriðjudaginn 21. desember kl. 15.00.
Unnur Marinós,
Erla Nanna Jóhannesdóttir,
Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Vilberg Þorgeirsson,
Anna María Jóhannesdóttir, Björn Ingólfsson,
Hrafnhildur Hulda Jóhannesdóttir, Abdellah Zahid,
Hanna Birna Jóhannesdóttir, Ingi Þór Jakobsson.
Elskuleg móðir, tengdamóðir og systir,
MARÍA HELGADÓTTIR
frá Odda,
Ísafirði,
sem andaðist á Seljahlíð, heimili aldraðra,
þriðjudaginn 14. desember, verður jarðsungin
frá Neskirkju þriðjudaginn 21. desember
kl. 13.00.
Fyrir hönd barna, barnabarna, barnabarna-
barna og barnabarnabarnabarns,
Anna Guðmundsdóttir,
Inga Á. Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Þrúður Jónsdóttir,
Helga G. Helgadóttir.