Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ar g u s – 0 4- 07 73 Síðumúla 11 108 Reykjavík Sími 568 6899 Woodmaster Kit „Limited edition“ Allt í einum kassa Juðari, rafhlöðuborvél 14, 4V, stingsög, vinnuborð ásamt fylgihlutum. Jólatilboðsverð 9.900 ÞAÐ STARF sem unnið er á vegum al- mannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra fer yfirleitt ekki hátt nema þegar válegir atburðir gerast. Landlæknisembættið telur mikilvægt að al- menningur þekki hlutverk al- mannavarnadeildarinnar og hvern- ig embættið og heilbrigðisþjón- ustan koma að því starfi. Helsta hlutverk almannavarna er að koma í veg fyrir að atburðir eins og náttúruhamfarir, eldsvoðar eða hópslys valdi líkamstjóni og veita líkn og aðstoð eftir að atburð- ur hefur átt sér stað. Þannig er sí- fellt unnið í samstarfi við ýmsa op- inbera aðila og líknarfélög að því að gera áætlanir um á hvern hátt á að bregðast við ef hættuástand skapast. Sem dæmi má nefna for- varnir og æfingar vegna Kötlugoss eða flugslyss á Keflavíkurflugvelli og snjóflóðavarnir. Við minniháttar slys bregst hin daglega neyðarþjónusta við með hefðbundnum hætti, en við al- mannavarnaástand fer neyðarþjón- ustan (lögregla, slökkvilið, björg- unarsveitir, Landlæknisembættið, Landhelgisgæslan) og Rauði kross- inn, starfsmenn sveitarfélaga og aðrir að vinna eftir einu sam- ræmdu neyðarskipulagi almanna- varna. Almannavarnanefndir skipu- leggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna tjóns eða hættu sem skapast hefur, hver í sínu hér- aði eða umdæmi, undir stjórn lög- reglustjóra. Þegar áfall hefur orð- ið, af þeirri stærðargráðu að úrræði innan héraðs eða umdæmis duga ekki til að mæta því, leita al- mannavarnanefndir eftir utan- aðkomandi aðstoð til almanna- varnadeildar ríkislögreglustjórans. Hlutverk landlæknis er að stýra þeim þáttum almannavarna er varða málefni heilbrigðisstofnana, læknismeðferð og hjúkrun á sjúk- um og særðum. Stjórn sóttvarna er í höndum sóttvarnalæknis og á þann þátt getur reynt í stærri far- öldrum af völdum smitsjúkdóma. Þá hefur Landlæknisembættið með höndum forvarnir, leiðbeiningar og almannafræðslu er varða málefni sem ógna heilsu manna. Má þar nefna dæmi eins og leiðbeiningar um endurlífgun eða meðferð við of- kælingu og á hvern hátt áfallahjálp skuli skipulögð á landsvísu. Heilbrigðisstofnanir undirbúa og framkvæma ráðstafanir sem nauð- synlegar eru til að geta veitt sjúk- um og særðum móttöku og með- ferð á hættutímum. Þær hafa tiltækar svokallaðar greining- arsveitir sem fara á vettvang þegar slys verða og veita slösuðum lífs- bjargandi hjálp, greina ástand þeirra og forgangsraða til sjúkra- flutnings og frekari meðferðar. Samhæfingarstöð almanna- varnadeildar ríkislögreglustjórans er í Björgunarmiðstöðinni í Skóg- arhlíð. Þaðan eru aðgerðir af hálfu ríkisins samhæfðar. Hlutverk al- mannavarnadeildar á neyðar- og hættutímum er meðal annars að fara með yfirstjórn á aðstoð milli umdæma og aðstoð við almanna- varnir í héraði. Til dæmis skipu- lagning og yfirstjórn á flutningi fólks af hættusvæðum, tryggja að utanaðkomandi mannafli og bún- aður berist til áfallasvæðisins og skipuleggja flutning og dreifingu slasaðra þegar yfirálag skapast á sjúkrahúsum. Ljóst er að ef fólk þekkir á hvern hátt unnið er að skipulagi almanna- varna á þeim stað sem það býr þá er það betur í stakk búið að bregð- ast við þegar neyðarástand skap- ast. Ekki er síður mikilvægt að hver og einn læri skyndihjálp til að geta veitt aðstoð við minni eða stærri slys. Almannavarnir til að tryggja öryggi okkar Anna Björg Ara- dóttir og Sigurður Guðmundsson fjalla um almannavarnir og öryggismál ’Sífellt er unnið í sam-starfi við ýmsa opinbera aðila og líknarfélög að því að gera áætlanir um á hvern hátt á að bregð- ast við ef hættuástand skapast.‘ Anna Björg Aradóttir Sigurður er landlæknir, Anna Björg er hjúkrunarfræðingur. Sigurður Guðmundsson ÉG SETTIST við morgunverð- arborðið 10. desember síðastliðinn og hóf lestur Fréttablaðsins í róleg- heitum. Eldsvoði, miltisbrandur, bókaauglýsingar, hugmyndir að jólagjöfum, kræsingar fyrir hátíð- irnar, matargerð, íþróttir, ísbjarn- arskinn … bíðið nú við! Ísbjarnar- skinn! Jú, ég hafði lesið rétt. Ónefnt fyr- irtæki reynir að græða á nýjunga- gjörnum Íslendingum með því að selja skinn af dýri sem á erfitt með að komast af. Hvað er í gangi? Hvernig hefur fólk áhuga á að skreyta hí- býli sín með skinnum eða öðrum líkams- pörtum dauðra dýra, traðka á þeim og njóta þess? Ísbjarnar- skinnin í umræddri auglýsingu hafa að geyma höfuð dýrsins með út- glenntan skoltinn og saklausan augnsvipinn. Ég spyr: ,,Hvernig er hægt að njóta þess að horfa á ,,mottuna“ í ,,fínu“ stofunni og leiða ekki hugann að dýrinu þegar það var lifandi og frjálst í sínu rétta umhverfi? ,,Bjóðum nú gullfalleg ís- bjarnarskinn frá Austur-Græn- landi,“ stendur í auglýsingunni. Jú, víst eru þetta falleg dýr, að mínu mati með þeim fallegustu á þessari jörð. En þegar þau eru komin á stofugólfið, dauð, útflett og með glennt ginið, þá má deila um feg- urðina. Hvað hafa dýrin gert okkur mönnunum sem réttlætir þessa meðferð? Ekki kann ég svar við því. Eins og margir vita eru jöklar í dag sífellt að bráðna vegna gróður- húsaáhrifa. Samkvæmt því sem stendur á heimasíðu Greenpeace, www.greenpeace.com, sýnir nýleg skýrsla fjögurra ára rann- sókna, sem þrjú hundruð vísindamenn framkvæmdu, að ísinn á norðurpólnum er að bráðna mun hraðar en haldið var. Talið er að norðurpóllinn muni verða án íss eftir um sjötíu ár, ekki er það langur tími. Bráðnun íssins á norðurpólnum leiðir af sér minni sjóís. Ísbirnir lifa ekki án sjóíss. Á sumrin bíða þeir á landi eftir að ísinn birtist, svo að þeir geti hafið ferðir sínar og veiðar. Þar sem ísinn kemur nú seinna og seinna horfa ísbirnirnir fram á langar föstur á sumrin. Ef biðin eftir ísnum lengist mun þetta verða mikið vandamál fyrir kvenkynsbirni sem þurfa að geyma næga fitu meðan á meðgöngu stendur. Sem sagt, ísbirnir eru að drukkna! Ef við stoppum ekki þessa hræðilegu þróun endum við með því að drekkja sjálfum okkur! Lausnin á þessum mikla vanda er ekki einföld. Í fyrsta lagi er nauð- synlegt að fólk hægi á hinum mikla hraða, sem einkennir daginn í dag, og geri sér grein fyrir því ástandi sem jörðin okkar, og allt sem á henni lifir, er í. Vissulega eru góðir hlutir að ger- ast en það þarf svo mikið meira til. Til þess að stöðva gróðurhúsaáhrif- in þurfum við að huga betur að náttúrunni. Endurnýta orku, minnka mengun o.s.frv. Ég vona að ég hafi fengið fólk til að íhuga hvað það sé að styðja með því að bregðast vel við umtalaðri auglýsingu. Ég lít það mjög alvar- legum augum að ísbirnir séu drepnir og gerðir að ,,mottum“, sérstaklega þar sem þeir eru í bráðri hættu í dag. Nauðsynlegt er að við tökum höndum saman og komum í veg fyrir að ísbirnir drukkni því þá björgum við sjálfum okkur og öllu lífi á þessari jörð. Ísbirnir í hættu Huld Hafsteinsdóttir fjallar um ísbjarnarfeldi ’Hvað hafa dýringert okkur mönnunum sem réttlætir þessa meðferð?‘ Huld Hafsteinsdóttir Höfundur ber hag dýra fyrir brjósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.