Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 346. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Í takt við
tímann
Virk samvinna og með allt
á hreinu 22 árum síðar | 20
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Óliver Twist á Akureyri Gull í grjóti og gull í skó
Stjörnumerkin og gjafirnar Tíska Vín Krossgáta Atvinna |
Sveigjanleiki á vinnumarkaði Minnkandi atvinnuþátttaka í ESB
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR getur kom-
ist í þrot ef framhald verður á mikl-
um uppgreiðslum á útlánum sjóðs-
ins. Þetta stafar af því hvernig staðið
var að skuldabréfaskiptum í tengsl-
um við breytinguna úr húsbréfakerf-
inu yfir í hið nýja peningalánakerfi
hinn 1. júlí sl.
Miðað við núverandi aðstæður á
fjármálamarkaði stendur Íbúðalána-
sjóði ekki til boða að fjárfesta þá
peninga sem sjóðurinn fær inn,
vegna uppgreiðslna á útlánum sín-
um, á kjörum sem duga til að greiða
af þeim skuldabréfum sem sjóðurinn
gaf út í skuldabréfaútboðinu. Þetta
skapar misræmi í inn- og útstreymi
sjóðsins sem eykst eftir því sem
vextir á íbúðalánamarkaði lækka.
Á meðan bankarnir bjóða jafnhag-
stæð eða betri kjör á íbúðalánum sín-
um en Íbúðalánasjóður aukast að öll-
um líkindum uppgreiðslur á óhag-
stæðari eldri lánum sjóðsins sem
flest bera 5,1% vexti.
Skiptikjörin of hagstæð?
Tilgangurinn með skiptiútboði
Íbúðalánasjóðs, sem stóð yfir dag-
ana 28.–30. júní sl., var að setja á
markað mjög viðskiptahæfa verð-
bréfaflokka sem væru gjaldgengir
jafnt innanlands sem erlendis.
Markmiðið var því að gera íbúða-
bréfin seljanlegri. Almennt var talið
að þetta myndi leiða til þess að vextir
á fjármálamarkaði myndu lækka
sem þeir hafa og gert.
Ef raunvextir verða áfram í kring-
um 3,5%, eins og þeir hafa verið að
undanförnu, eða lækka enn frekar,
getur Íbúðalánasjóður ekki vænst
þess að fá hærri ávöxtun en það á því
fjármagni sem sjóðurinn fær inn
vegna uppgreiðslna á fasteignaveð-
bréfum með 5,1% vöxtum. Sjóðurinn
þarf því að fjárfesta á lægri vöxtum
en skuldir hans eru en þær eru með
u.þ.b. 4,5% vöxtum á þeim íbúðabréf-
um sem gefin voru út í kjölfar
skuldabréfaútboðsins. Gengistap
sjóðsins gæti numið tugum milljarða
króna og er sú hætta raunveruleg ef
aðstæður á fjármálamarkaði verða
áfram eins og þær eru nú.
Greiningardeildir bankanna töldu
að þau skiptikjör sem ákveðin voru í
skuldabréfaútboðinu síðastliðið sum-
ar hefðu verið góð. Líklegt er að þar
liggi ástæðan fyrir þeirri stöðu sem
hugsanlega blasir við Íbúðalánsjóði.
Sjóðurinn virðist hafa haldið að hann
sæti einn að markaðinum og því
myndi ekki koma til þeirra miklu
uppgreiðslna á útlánum sjóðsins sem
raun ber vitni.
Gengistap Íbúðalánasjóðs
gæti numið tugum milljarða
Skuldabréfaskipti/16
UM það bil 500 fátæk börn búa á eða í nánd
við ruslahaugana í útjaðri í Phnom Penh í
Kambódíu. Börnin þjást oft af vandamálum
tengdum eiturlyfjum og kynferðislegri mis-
notkun. Þau vinna fyrir sér með því að safna
plasti, pappír, málmi og gleri sem þau selja í
endurvinnslustöðvar, eða með því að selja á
skranmörkuðum. Frönsku hjálparsamtökin
Brosandi börn (Pour un Sourire d’Enfant)
eru að störfum á þessum slóðum og reka
leikskóla og forskóla og kenna þeim eldri að
elda mat og iðnir sem geta nýst þeim til að
fá vinnu.
„Ekki tíma til að vera í skóla“
Þúsundir fullorðinna tína einnig rusl á
haugunum til endurvinnslu eða sölu á mörk-
uðum. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, var fyrr á þessu ári í
Kambódíu og er frásögn af ferð hans í
blaðinu í dag, m.a. um fólkið á ruslahaug-
unum. Drengurinn á myndinni er of ungur
til að skynja alvöruna í aðstæðum sínum, 14
ára félagi hans sagði aftur á móti: „Ég hef
ekki tíma til að vera í skóla,“ og bætir við:
„nú þarf ég að hvíla mig, því ég er svo
þreyttur.“
Fleiri myndir Þorkels frá Kambódíu er að
finna á mbl.is. /10–12
Börnin
á rusla-
haugunum
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÚSUNDIR Tyrkja fögnuðu Recep
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra
Tyrklands, sem þjóðhetju í gær þeg-
ar hann kom til Istanbúl eftir við-
ræður í Brussel sem lauk með því að
leiðtogar Evrópusambandsins
(ESB) buðu Tyrkjum viðræður um
aðild að sambandinu.
„Velkominn forsætisráðherra, sig-
urvegari Evrópusambandsins,“ „Ný
stjarna ESB“ og „Ekkert ESB án
Tyrkja“ sagði á borðum sem stuðn-
ingsmenn Erdogans héldu á þegar
þeir tóku á móti honum á flugvellin-
um í Istanbúl. Erdogan heldur hér á
borða úr blómum sem mynda fána
Tyrklands og Evrópusambandsins.
Reuters
„Sigurveg-
ari ESB“
TALSMAÐUR bandaríska utanrík-
isráðuneytisins ítrekaði á fundi með
blaðamönnum að Bobby Fischer
væri ákærður og eftirlýstur í Banda-
ríkjunum. Morgunblaðið hefur heim-
ildir fyrir því að viðbrögð af hálfu
Bandaríkjamanna vegna máls
Bobby Fischers liggi nú fyrir.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík
vildi hvorki staðfesta það né neita
því. Ekki náðist í ráðuneytisstjóra í
íslenska utanríkisráðuneytinu vegna
málsins.
Á fundi með blaðamönnum í
Bandaríkjunum í fyrrakvöld var
Richard Boucher, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, spurð-
ur að því hvort bandarísk stjórnvöld
myndu leyfa Bobby Fischer að fara
til Íslands.
„Fyrst af öllu er það á valdi hverr-
ar ríkisstjórnar að ákveða hverjir fá
að koma inn í viðkomandi land. En
við myndum hins vegar benda á að
hann [Fischer] hefur verið ákærður
og er eftirlýstur í Bandaríkjunum,“
sagði Boucher.
Fischer
ákærður og
eftirlýstur
ar í heiminum. Flestir hæst settu
embættismennirnir voru farnir af
ráðstefnunni og um tíma var útlit
fyrir að henni lyki án nokkurs sam-
komulags.
Samningamenn Bandaríkjanna og
ESB höfðu deilt í marga daga um
hvernig haga ætti óformlegum við-
ræðum um hvað gera ætti til að
SAMNINGANEFNDIR Evrópu-
sambandsins og Bandaríkjanna
náðu í gær samkomulagi um frekari
viðræður um ráðstafanir til að draga
úr losun lofttegunda sem valda gróð-
urhúsaáhrifunum.
Samkomulagið náðist á síðustu
stundu á tólf daga ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreyting-
draga úr loftmengun eftir að Kyoto-
bókunin fellur úr gildi árið 2012.
ESB vildi nokkra fundi en Banda-
ríkjastjórn aðeins einn.
Samkomulag náðist um einn fund,
eins og Bandaríkjamenn vildu og
verður hann haldinn í maí á næsta
ári. Hann á þó að standa í nokkra
daga, eins og ESB vildi.
Samið um viðræður
um loftslagsbreytingar
Buenos Aires. AFP.
♦♦♦