Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Illvirki Rauðu khmeranna Iðandi mannlíf á ruslahaugum höfuðborgarinnar sýnir hversu illa þjóðin var leikin eftir stríð síðustu áratuga, og hversu hægt gengur að finna bataveginn. Kambódía var eitt sinn hluti af franska Indókína og spannar 181.916 km². Landið er í Suðaustur- Asíu með landamæri að Taílandi, Víetnam, Laos og Taílandsflóa. Kambódía varð sjálfstætt ríki árið 1953 og þegar Rauðu khmer- arnir komu til sögunnar var velferðarkerfið á góðri siglingu. Þjóð- in eignaðist æ fleiri menntamenn og sáð var í jarðveg fyrir nú- tímaborgarlíf. Ógnin vofði þó yfir, m.a. vegna Víetnamstríðsins, sem þjóðin dróst inn í gegn vilja sínum. Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum á búðir kommúnista eða Rauðu khmeranna (Khmer Rouge) í Kambódíu með þeim afleiðingum að þúsundir borgara létust, einnig réðust þeir inn í landið með Suður-Víetnömum til að upp- ræta herflokka Norður-Víetnama sem höfðu leitað þar skjóls, en það mistókst. Átökin breiddust smátt og smátt um landið og náðu Rauðu khmerarnir með harðstjórann Pol Pot í broddi fylkingar höf- uðborginni Phnom Penh á sitt vald í apríl 1975 og nánast tóku þjóðina til fanga og ráku íbúa borga og bæja á samyrkjubú eða í fangabúðir á landsbyggðinni. Þjóðin lifði í helgreipum Rauðu khmeranna sem bönnuðu persónulegar eigur og fangelsu, pynt- uðu og drápu þá sem ekki hlýddu eða voru taldir ógna samfélagi þeirra, m.a. menntafólk. Skólum var lokað og hugmyndafræði khmeranna um fyrirmyndarríkið Angkar var þulin upp fyrir börnin. Á valdatíð þeirra létust tæplega tvær milljónir manna í kerfisbundnum aftökum og líkunum var kastað í fjöldagrafir. Norður-Víetnamar réðust inn í landið árið 1978 og hófst með því borgarastyrjöld sem stóð í 13 ár. Khmerarnir misstu völdin árið 1979, en börðust áfram. Norodom Sihamoni prins hefur nú verið valinn nýr konungur Kambódíu en tók hann við embætti af föður sínum, Norodom Sih- anouk, sem var steypt af stóli árið 1970 þegar herforinginn Lon Nol, sem naut stuðnings Bandaríkjanna, náði völdum með her- valdi. Sihanouk tók aftur við konungstign árið 1993 en áralangur ófriður setur óafmáanlegt mark sitt á landið og því fylgir mikil fá- tækt. Átökum í landinu lauk í raun ekki formlega fyrr en árið 1998 og þá var efnahagslífið í frumeindum sínum. Síðustu dreggjar Rauðu khmeranna létu ekki af andspyrnu sinni fyrr en árið 1999. Kosningarnar árið 2003 voru friðsamlegar en þó tók það heilt ár að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sameinuðu þjóðirnar og stjórn Kambódíu náðu svo samkomu- lagi í júní 2003 um stofnun alþjóðlegs dómstóls til að sækja leið- togana fyrrverandi til saka. Búist er við að réttarhöldin standi samfleytt í þrjú ár. Fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna, Pol Pot, lést árið 1998, án þess að hafa verið refsað, og nokkrir af leið- togum samtakanna ganga enn frjálsir og búa í sveitum Kamb- ódíu. Pol Pot flokkast með illmennum sögunnar, sekur um glæpi gegn mannkyni. Hann var ábyrgur fyrir morðum á fjórðungi þjóðar sinnar. Kambódíubúar eru nú 13 milljónir og rúmlega 350 þúsund, en aðeins 3,1% er eldri en 65 ára, 15–64 ára eru 58,6% þjóðarinnar, 0– 14 ára eru 38,3%. Flestir eða 95% þjóðarinnar eru búddatrúar. Helstu atvinnuvegir eru timburútflutningur, gúmmíframleiðsla, hrísgrjónaframleiðsla, skipaútgerð, vefnaður og fiskveiðar. Alnæmi í Kambódíu Hæsta tíðni HIV-smitaðra í Suðaustur-Asíu er í Kambódíu, 2,6%. Fyrst varð þar vart við vírusinn árið 1991 og fólk tók að deyja af völdum AIDS árið 1994. Nú er áætlað að um 170 þúsund manns séu smitaðar í landinu. Alnæmisváin hefur í raun aldrei verið meiri í heiminum en nú, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og UNAIDS, alnæmis- varnastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hún breiðist hraðast út í Asíu og Austur-Evrópu. Í Suður- og Suðaustur-Asíu er fjöldi smit- aðra nú 7,1 milljón, þar af 5,1 milljón í Indlandi. Ein af ástæðunum fyrir slæmri stöðu Kambódíu gagnvart al- næmisveirunni er fáfræði og skortur á menntuðu heimafólki, og þarf þjóðin því að reiða sig á erlent hjálparstarf. Samfélagið hefur ekki jafnað sig enn eftir útrýmingu menntafólks á tímum Rauðu khmeranna, sem lögðu mennta- og heilbrigðiskerfið í rúst. En þrátt fyrir allt hefur tekist í Kambódíu að draga lítillega úr út- breiðslu HIV og fleiri sjúkdóma með því að beita réttri meðferð og forvörnum. Fyrir tólf árum höfðu 90% allra HIV-smitaðra í Suðaustur-Asíu smitast af vændiskonum, en núna ber hins vegar svo við að helm- ingur þeirra, sem smituðust nýlega, eru konur sem fengu veiruna frá eiginmönnum sínum. Þeir höfðu smitast af vændiskonum. Konur, sem vegna fátæktar neyðast til að selja líkama sinn, eru þvingaðar til þess af glæpasamtökum eða seldar mansali eins og í Kambódíu, eru einnig í mikilli hættu á að smitast af alnæmi. Alþjóða Rauði krossinn er með viðamikið verkefni í Kambódíu til að hjálpa HIV-smituðum og alnæmissjúklingum með berkla. Í borginni Kampot búa um 500 þúsund manns og segist Sim Sam Nang, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, vita um 483 fjölskyldur, þar sem einn eða fleiri er með alnæmi, og þá undanskilur hún þá 280 sem hafa dáið úr sjúkdóminum. Sjálfboðaliðar sækja HIV/ AIDS-sjúklinga heim tvisvar til þrisvar í mánuði, m.a. til að færa þeim grjón og fisk og fylgjast með heilsufari þeirra. Þeir færa þeim ekki lyf en segja þeim að fara á sjúkrahúsið í nágrannaborg- inni Takeo sem veitir ókeypis þjónustu. En þótt heilsugæslan sé frí þá kostar að komast á milli staða, og hindrar það marga. Ástæður fyrir HIV-smitinu eru margar, m.a. fáfræði. „Flest fórnarlömbin í Kampot-borg smitast þegar þau afla tekna utan héraðsins, kannski vita þau ekki hvernig á að nota smokka,“ segir Sim Sam og að ætlunin sé að halda námskeið í forvörnum og fræðslu um HIV-smit í öllum úthverfum Kampot. Takeo-sjúkrahúsið Svissneski Rauði krossinn hefur starfrækt sjúkrahúsið í Takea frá árinu 1987, en borgarbúar eru um 860 þúsund, og þar hafa læknar án landamæra veitt ARV-meðferðina (anti-retroviral) gegn alnæmi frá 1997. Sjúkrahúsið er dæmi um þróunarstarf sem hefur gengið einstaklega vel, það var hannað fyrir 176 sjúkrarúm en þar eru í raun 265 rúm. Í AIDS-álmunni eru 50 rúm og koma um 150–200 sjúklingar í meðferð mánaðarlega. Á sjúkrahúsinu starfa margir sérfræðingar, t.d. lungnasérfræðingar. Berkladeild- in er á svæði sem biðstofan var áður í og er algengt að aðstand- endur sjúklinga eldi matinn og veiti aðhlynningu, því skortur er á hjúkrunarfræðingum, en þeir sem eiga enga að fá dagpeninga. Hvert rými er nýtt til hins ýtrasta, t.d. er álma fyrir alnæm- issjúklinga með berkla með 60 rúmum, þar er rúm við rúm og næstum ekki hægt að ganga á milli þeirra. Engin gjaldtaka er á sjúkrahúsinu og leggur fólk á sig langar ferðir til að koma í meðferðina enda býr sjúkrahúsið við góðan orðstír. Nú er verið að reisa viðbyggingu fyrir langlegusjúklinga með hjálp Lækna án landamæra frá Belgíu. „70% af HIV-sjúklingum eru með berkla sem þarf að með- höndla áður en HIV-meðferðin getur hafist,“ segir Amine Dahm- ane, hann er belgískur læknir án landamæra (MSF). Hann segir að nánast allir sjúklingar komi of seint í meðferð og 30% þeirra deyi, en sýnt hafi verið fram á að hægt sé að veita ARV-meðferð- ina gegn alnæmi í fátækum löndum. Sjúklingar þurfa að taka lyf- in sín á tólf tíma fresti og oft þarf að kenna þeim á klukku til að það heppnist. Takeo- og Kompot-héruð búa einnig yfir tilkomumikilli náttúru sem ferðamenn fara gjarnan um; skoða og læra um fornminjar og mannlíf. Fjölskyldan á góða von Algengast er í alnæmisfjölskyldum að miðkynslóðin falli frá. Fjölskyldumeðlimir eru því oft afinn og amman og barnabörnin. Þorkell og Rosmarie heimsóttu m.a. hjónin Ben Thun 84 ára og Ouk Neng 80 ára, sem búa með barnabörnunum sínum í Kompot; Pen Vanak 16 ára, Pen Sith 11 ára og stúlkunni Pen Srey Pech sem er 7 ára og HIV-smituð. Faðir barnanna lést fyrir fimm árum af völdum alnæmis og móðir þeirra fyrir þremur árum. Ouk Neng sagðist fara daglega á fætur hálffimm á morgnana til að kaupa kökur á markaðinum og ganga í hús til að selja þær. „Mig verkjar ævinlega í axlirnar,“ segir hún, en hún er afar grönn. Drengurinn Vanak er í einkaskóla sem fjölskyldan og vinafólk greiða fyrir. „Ég óska mér þess að Vanak verði lög- regluþjónn, því faðir hans gegndi slíku starfi, hann var lífvörður í konungshöllinni í Phnom Penh, ég óska mér þess a.m.k. að hann fái starf,“ segir hún. Sith gengur einnig í skóla fyrir fé sem safn- ast hefur handa fjölskyldunni. Sith segir að reikningur sé uppá- haldsfagið sitt og að hann gæti hugsað sér að verða læknir til að geta síðar framfleytt afa sínum og ömmu. Fjölskyldan býr í litlu húsi án herbergja, hún á fátt af fötum, búsáhöldum og húsgögnum. Hún á þó svín sem á að fita til að selja en stían er undir gólfþiljum. „Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég kaupa mér köku,“ segir Pen Srey Pech, sem ætlar sér að verða rík. Hún gengur í leikskóla, en er því miður HIV-smituð, hún á þó líf í vændum vegna ARV-lyfjameðferðarinnar. Elsta kynslóðin telur oft að barnabörnin muni deyja úr alnæmi eins og foreldrar þeirra, en svo er ekki ef meðferðin er veitt og sjúklingar fylgja fyrirmælum. Fjölskyldan er vissulega sárfátæk, en ætlar sér þó að taka þátt í hátíðahöldunum þegar nýtt ár gengur í garð sam- kvæmt tímatali búddista, og býr sig undir veisluna í pagóðunni. Vegagerðarmenn í Phom Penh. Á þjóðinni hvíla þungar byrðar. Það sem unnið er með vélum á Vesturlöndum er gert með handafli í Kambódíu. Fátækt fólk á ekki möguleika á skólagöngu og slítur sér út í erfiðisvinnu. Hægt gengur að feta áfram veginn til bata. Morgunblaðið/Þorkell Á mbl.is er að finna sýningu með fleiri myndum Þorkels frá Kambódíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.